Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 3
RSIGU Gordon Cooper tók örvandi töflu áður en hann tók sjálfur að sér hina flóknu stjóm á geimskip- inu „Faith 7” á leiðinni niður í gufuhvolfið í gærkvöldi. Ef hon- um hefðu orðið á minnstu mistök hefði hann brunnið til bana. Læknir Coopers, dr. Charles Berry, kveðst hafa sagt geimfar- anum skömmu fyrir niðurferðina, að hann ætti að taka nokkrar dex- edrine-töflur áður en hann notaði hemla-eldflaugamar til þess að komast af braut umhverfis jörðu. Dr. Berry gaf þessi fyrirmæli þeg- ar ljóst var orðið, að tveir þriðju lilutar sjálfstvritækianna störf- uðu ekki vegna bilunar. Cooper varð fyrsti bandaríski geimfarinn, sem varð að skjóta hemlaeldflaugunum með handafli og hann varð einnig fvrsti geim- farinn, sem varð að treysta á eigin dómgreind í iendingunni og það meira að segja eftir lengstu geim- ferðina, sem nokkur bandarískur geimfari hefur farið. Það var vinur Coopers, John Glenn geimfari, sem leiðbeindi Cooper á niðurleiðinni, en einn fyrri geimfara, Alan Shepliard, kallaði niðurferðina sjaldgæft og mikið afrek. Skömmu eftir að Cooper hafði verið tekinn um borð í bandaríska skipið „Kerarsarge” hringdi Ken- nedy forseti í hann og óskaði hon- um til hamingiu með liina vel- heppnuðu lendingu. Cooper lenti eins og uppliaflega var ráðgert 130 kílómetra suðaust- ur af Mid\Vay kl. 23.24, en 1828 metrum nær „Kearsarge’ven fyrir- rennari hans, Walter Schirra. Að 36 mínútum liðnum var skipið kom ið þétt upp að geimhylkinu og froskmenn festu flotholt við „Faith 7” svo að geimhylkið sykki ekki. Nokkrum mínútum síðar gat Cooper beðið skipherrann um leyfi til þess að stíga um borð eins og reglur mæla fyrir um. Þégar „Faith 7” var vel fyrirkomið á þilfari skipsins var geimfarið opn- að og út steig Cooper, brosandi og veifandi. Eftir skjóta læknisskoð- un, sem lauk með því, að læknar lýstu því yfir, að hann væri við beztu hellsu, fékk yngsti geimfari Bandaríkjanna sér góða máltíð og gekk til náða til þess að hvílast út. | Cooper varð að taka að sér stjórnina á „Faith 7” eftir að hafa verið 29 klukkustundir í geimn- um og gert venjulegar æfingar. Síðustu fimm tímana varð það geimfarinn sjálfur, sem stjórnaði geimskipinu. Þegar honum var skvrt frá því, að hann yrði að kom ! ast sjálfur út af braut og inn í gnfuhvolf jarðar með aðstoð hand- stillingarinnar, svaraði Cooper að- eins: Það er fínt. Bilunin f sjálfstýritækjunum varð til þess, að uppi var fótur og fit á Kanaveralhöfða þar sem tæknifræðingar, vísindamenn og : fvrri geimfarar lögðust á eitt nm ! að finna lausn á gallanum. Við notuðum hveria einustu bók um peimferðir. sagði stjórnandi eeim- ferðar Coopers, Walter Williams. F.inn af yfirmönnum Mercnry- tilrnvnarinnar, Christonher Kraft, s<ur«i í dasr. að „Faith 7” hefði get- að verið á lofti i 7 daga og hæsrt væri n-l hrevta ný.iu Mereury- e-eimhvlki með tilliti til slíkrar lantrferðar, en ef sú ferð yrði far- in vrði fiöenrra-daga meti Rússa slerið víð. Dr. Kraft sagði, að búa yr*i slíkt geimfar meiri hirgðnm vat.ns og matar, stærri rafhlöðum og öðrum hjálpartækjum. ! Hann lagði áherzlu á, að ekki en Hann lagði áherziu á, að ekki væri ætlunin að fara fleiri eins- mannsferðir út í geiminn áður en Gemini-tilraunin verður gerð, en hún gerir ráð fyrir, að geimfari með tveggja manna áhöfn verði skotið á næsta ári. Við eigum að vísu varageimhylki af Mercury- gerð, þannig að undirbúa mætti nýja geimferð eftir fimm, sex mánuði, en ekki verður hægt að taka afstöðu til þessa fyrr en unn- ið hefur verið úr öllum upplýs- ingum úr ferð Coopers, sagði Kraft. Meðan Cooper er um borð í „Kearsarge” á leið til Hawaii segir hann vísindamönnum frá reynslu slnni. Þyrla mun flytja hann til Hickham-flugvallar, þar sem kona hans Trudy og dæturnar Camela og Janita munu bjóða hann vel- kominn, en þær eru þangað komn- ar frá Texas. Mikil hátíðahöld verða á Hawaii til þess að fagna Cooper. Þvi næst mun Cooper vera nokkrar klukkustundir í friði og ró hjá fjölskyldunni áður en hann heldur flugleiðis til Kana- veralhöfða. Sigurferð Coopers til Washing- ton verður eins mikilfengleg og för stjórnmálamanns. Hann kem- ur með þotu til Andrews-flugvall- ar á þriðjdaginn og þaðan fer hann með þyrlu til svæðis, sem er skammt frá Hvita húsinu í Was- hington. Því næst ekur hann með heiðursfylgd til forsetabústaðar- ins, þar sem Kennedy forseti mun bjóða hann velkominn. KENNEDY MUN SÆMA HANN HEIÐURSMERKI CAPE Canaveral, 17. maí (NTB). Kennedy, Bandarikjaforseti, mun sæma Gordon Cooper, geimfara, æ'^-.ta lieiðursmerki geímferða- íf jóa-narinnar bandarísku og að því loknu mun Cooper fara sigur för um Götur Washington-borgar ásamt heiðursverði úr hernum og lúðrasveit. Krústjov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, sendi í dag Kennedy, forseta, skeyti með innilegum heillaóskum vegna velheppnaðrar geimfarar Coopers. Segir Kriist- jov, að Cooper hafi með för sinni lagt fram skerf til könnunar geims ins. „Sovétþjóðirnar senda hinum hugrakka, ameríska geimtara heiilaóskir“, segir í skeytinu. En í scndingu á rússnesku í dag sagði sovétútvarpið, að Bandaríkja menn stæðu Rússum langt að baki, bæði að því er varðaði ferðir um hverfis jörðu, stærð geimfara og r)áhvæmni í í,-amkvæmd þeirra verkefna, sem tekin væru fyiir. . Lowell, forstjóri í Jodrell Bank rannsóknastöðiun’, sagði í dag, að afrek Coopers hefði mjög mikla vísindalega þýðingu. Cooper korn aftur til jarðar frá braut sinni umhverfis jörðu og studdisit vt'ð sjánde;ldarhringinn og stjörnurnar. — Honum tókst þetta svo vel, að ekki skeikaði nema fáum sekúndum á leiðinni til jarðar frá því, sem verið liefði, ef sjálfvirku tækin hefðu unnið verkið. HEILA SPUN EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, var kært til rannsóknarlög reglunnar mál vegna 8 ára drengs, er kvaðst hafa orðið fyrir árás 13—14 ára gamalla pilta, sem hefðu varpað að honum einhvers konar sprengju með þeim aHeið- ingum, að hann brenndist í and- liti. Vakti mál þetta mun meiri eftirtekt en ella, þar eð diengur- inn hafði skýrt frá þvi nokkru áður, að þessir sömu piltar hefðu ráðist áhann og kveikt í buxuni hans, svo að hann hlaut hruna- sár af. Nú hefur komið í ljós, að frá- sögn drengsins um „árás“ þá, er blaðið skýrði frá í gær, cr neila spuni einn, og sannaðist það af vitnisburði trésmiða, er voru við I vinnu skammt frá þeim stað, er j „atburðurinn" átti sér stað. Eftir 1 þeim vitnisburði að dæma, mun j drengurinn hafa farið inn í mann I lausan skúr, þar sem var cpinn eldur. Mun hann hafa skvett olíu ; yfir eldinn og við það brennst í 1 andliti. Hefur hann orðið mjög tvísaga, en. ekki viljað bcra til baka framburð sinn um fyrri at- burðinn. ISLANDSSTJÓRN BÍÐUR Framhald af 16. síðu væri fyrir lítil ríki að gerast með- limir EBE, svaraði Luns með því að benda á dæmið frá febrúar 1961, er Hollendingar beittu neit- unarvaldi við fyrirætlanir de Gaulles og Adenauers um sam- einingu Evrópu, og hins vegar er Frakkar neituðu Bretum um inn- göngu. Þessi dæmi sýndu, að á- kvæðið um samróma ákvarðanir slægi slíkan varnagla, að engin hætta væri i því fólgin að vera aðili. Afstaða bandalagsins sem heildar væri alltaf skoðun þess að- ilans, sem skemmst vildi ganga í liverju máli, sbr. afstöðu banda- lagsins til „Kennedy-hrings” um- ræðnanna í Genf á vegum GATT. Aðspurður kvaðst ráðherrann ekki lelja Frakka áfjáðasta í að ganga tií móts við aðra í því máli. í ýmsum erlendum blöðum hef- ur oft verið ymprað á því, að óvild ríkti milli dr. Luns og de Gaulle Frakklandsforseta. Var ráðherr- jann spurður um þetta á blaða- mannafundinum í gær, og sagði jhann þá, að samskipti þeirra væru öll hin kurteislegustu. Hann kvað það nauðsynlegt, þegar menn fengj ust við alþjóðamál, að láta þau ekki hafa of mikil áhrif á sig per- sónulega. Slíkt gæti komið í veg fyrir hlutlægt mat á hlutunum. ) í sambandi við líkur á því, að Bretar fengju aðild að EBE, sagði ráðherrann, að líkurnar hefðu ekk ert batnað, síðasti fundur út af málinu hefði valdið miklum von- brigðum. Engar horfur væru á því, að -Frakkar breyttu hinni nei- kvæðu afstöðu sinni. Auk þess kæmi svo til óvissan, sem væntan legar kosningar í Bretlandi sköp- uðu. Hins vegar benti hann á, að menn væru dauðlegir, og þessi mál kvnnu að leysast. „Njósnamál Þjóö- viljans upplýst" VÍSIR flettir í gær ofan af „njósna máli” Þjóðviljans. Skýrir blaðið frá því, að skýrslur þær, er Þjóð- viljinn hefur undanfarið birt og kallar „njósnaskýrslur” séu einka- plögg, er maður að nafni Ásgeir Magnússon hafi skrifað sér til dundurs fyrir nokkrum árum. Hef- ur maðurinn áhuga á ættfræði og mun þar að finna skýringu þess, að hann hefur skrifað umræddar upplýsingar hjá sér um einstaka ! menn. ! Plöggunum var stolið úr íbúð Ásgeirs og hefur hann nú kært þann stuld til rannsóknarlögregl- unnar. Daginn sem síðasta „njósna skýrslan” birtist í Þjóðviljanum 9. mai gaf Ásgeir Magnússon svo- hljóðandi yfirlýsingu: „Gögn þau í Þjóðviljanum, sem birzt hafa þar undanfarna daga eru stolin frá mér. Þau eru nokk- urra ára gömul og erú aðeins skrif- uð mér til dundurs og minnis. Mun stuldurinn verða kærður til rann- sóknarlögreglunnar. Reykjavík, 9. maí 1963”. v ÞJÓÐVILJINN hóf birtingu skjala Ásgeirs Magnússonar 5. maí sl. og sagði, að þau sönnuðu „njósn- ir bandaríska sendiráðsins um ís- lendinga”. Hefur nú- verið upp- lýst, að kommúnistar hafa hér gengið feti framar en nokkru sinni fyrr í áróðri sinum. Þeir hafa hér vísvitandi logið upp njósna- sögum um íslendinga og banda- ríska sendiráðið og þannig hafa þeir ætlað að leiða athyglina frá njósnum, sem hafa verið SANN- AÐAR á kommúnista hér. Þessi „kosningabomba” komm- únista er nú sprungin í höndunum á þeim og hefur sannað það, að kommúnistar svífast einskis í bar- áttú sinni. v BLAÐIÐ ræddi í gær við Loga Einarsson, yfirsakadómara, en mál þetta heyrir undir hann. Logi | sagði, að málið væri í rannsókn, og Ásgeir hefði verið yfirheyrður. Annað vildi hann ekki segja. v- ÞÁ RÆDDI blaðið við Magnús Kjartansson, ritstjóra Þjóðviljans. Er hann var spurður hvað hann ASGEIR MAGNUSSON Vísis, sagði hann: „Þið getið lesið allt um það í Þjóðviljanum á vildi segja um fyrmefnda frétt morgun!” þ. e. í dag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 18. maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.