Alþýðublaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 9
HLUTDEILD LAUNÞEGA
í ÞJÓÐAK-
FRAMLEEÐSLUNNI
ÞÁ KEM ÉG að þeirri staðhæf-
ingu, að hlutur launþega í þjóðar-
framleiðslunni hafi farið minnk-
andi. Ég hef í þessu sambandi
beðið Efnaliagsstofnunina um upp-
lýsingar um þjóðartekjiu' íslend-
inga síðan 1950, eða frá sama tima
og traustar upplýsingar liggja fyr-
ir um atvinnutekjur þeirra laun-
þegahópa, sem ég gat um áðan.
Síðan hef ég beðið Efnahagsstofn-
unina að gera samanburð á breyt-
ingu þjóðarteknanna á mann og
breytingu atvinutekanna, til þess
að, komast að raun um, hvort at-
[vinnutekjur verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna hafa hæk-
að minna eða meira frá ári til árs
en þjóðartekjumar á mann. Á því
sést, hvort hlutur þessara helztu
launþegastétta hefur farið minnk-
andi eða vaxandi í þjóðartekjun-
um.
Ég skal nú lesa töflu Efnahags-
stofnunarinnar um breytingu
hreinha þjóðartekna á mann síð-
an 1950:
1950 100.
1951 93.3
1952 90.2
1953 106.2
1954 113.9
1955 122.2
1956 123.7
1957 119.0
1958 127.8
1959 127.4
1960 125.5
1961 132.1
1962 134.7
Síðan hefur Efnahagsstofnunin
reiknað út vísitölur, sem sýna
breytingar á hlutdeild fyrrgreindra
launþegastctta, verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna, í þjóð-
artekjunum. Þegar vísitalan lækk-
ar, er hlutdeild launþeganna að
minnka, þegar hún hækkar er hún
aðj vaxa. Þessar vísitölur eru þann-
ig:
1950 100 1957 100.7
1951 97.5 1958 101.6
1952 99.4 1959 109.3
1953 94.4 1960 110.8
1954 97.5 1961 106.2
1955 98.9 1962 106.0
1956 99.8
LÍFSKJÖKIN BATNA -
IILUTDEILD LAUNÞEGA VEX
ÞÉSSAR upplýsingar, sem vrnnar
eru ejns vandlega og unnt er á
grundvelli allra traustustu gagna
seln fyrir hendi eru leiða í ljós, að
þáð er rangt, sem endurtekið hef-
ur verið í sífellu undanfarna mán-
uði og ár, að lífskjörin hafi farið
síVersnandi í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. Þau hafa þvert á móti far
ið> batnandi. Eftir því sem náest
verður komizt, verða lífskjör verka
manná, sjómanna og iðnáðar-
manna á þessu ári um 10% betrí
en þau voru á árinu 1958, síðasta
árinu, sem ríkisstjóm Hermanns
Jónassonar sat að völdum. Og
hlutur launþega hefur farið vax-
andi hin síðari ár.
Hitt er svo annað mál, að þótt
þessi hafi verið þróun lífskjar-
anna yfirleitt, þá hefur þróun án
efa verið ærið mismunandi fyrir
það eru því miður litlar upplýs-
ingar fyrir hendi. Eins og oft hef-
ur verið bent á áður, em það ein-
mitt hinir launuðu meðal laun-
þega, verkamenn, sem stunda al-
menna verkamannavinnu, sem
dregizt hafa nokkuð aftur úr öðr-
um launþegum. Þetta hefur ekki
skeð fyrir tilstuðlan núverandi
ríkisstjórnar heldur einmitt vegna
þess, að verkalýðshreyfingin hef-
ur ekki viljað fara að þeim tilmæl-
um, sem ríkisstjórnin beindi til
hennar. Hér er um mikið vanda-
mál að ræða, vandamál, sem ekki
verður leyst, nema verkalýðshreyf
ingin sjálf stuðli að lausn þess £
samráði við ríkisvaldið. Og nú er
enn komið að því sama og ég
ræddi um áðan. Hvers vegna hefur
íslenzk verkalýðshreyfing reynzt
vanmáttugri til að tryggja æski-
legt samræmi í launaþróuninni en
verkalýðshreyfing flestra annarra
landa? Er ekki svarið augljóst? Er
ekki skýringin fólgin í sundrung-
inni og glundroðanum, sem þrjá-
tíu ára starf kommúnista og fylgi-
fiska þeirra hefur fært yfir ís-
lenzka verkalýðshreyfingu. Það er
þess starfs, sem Dagsbrúnarmenn
og aðrir verkamenn nú verða að
gjalda.
Áður en ég lýk máli mínu, vil ég
draga saman í stuttu máli nokkur
þeirra höfuðatriða, sem ég hef hér
gert að umræðuefni. Ég vil leggja
á það áherzlu, að kjör íslenzkra
Iaunþega hafa farið batnandi, eu
ekki versnandi frá stríðslokum til
ársins í ár, en þó einkum á sl. tíu
árum. Ég vil ennfremur leggja á
það áherzlu, að hluti launþega af
þjóðartekjunum virðist hafa hald-
izt lítið breyttur öll árin síðan
styrjöldinni lauk, en þó heldur
hafa farið hækkandi á síðustu ár-
um. Versnandi kjör launþega á ár-
unum 1948—1952 stöfuðu af
minnkun þjóðarteknanna, en ekki
misskiptingu þeirra. Á síðustu ár-
um hefur hlutur launþega af þjóð-
artekjunum ekki minnkað, eins og
oft er haldið fram, heldur vaxið
eitthvað. Þrátt fyrir þetta er ekki
ástæða til þess að telja, að þróun
ísienzkra efnahagsmála hafi á
þessu tímabili verið þjóðinni í
heild, og launþegum sérstaklega,
eins hliðholl og mögulegt hefði
verið. Vöxtur islenzkrar þjóðar-
framleiðslu hefur verið hægari en
í flestum nágrannalandanna, og
minni árangur hefur náðst af fjár-
festingu hér á landi en viðasthvar
annars staðar. Skýringin á.þessu er
að nokkru nokkru fólgin í aðstæð-
um, sem við ekki ráðum við, en að-
eins að nokkru. Með skynsamlegri
stjóm efnahagsmála er tvímæla-
laust hægt að ná betri árangri.
Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í
efnahágsmálum hafa stefnt í þessa
átt.
Árangur af þeirri stefnu er þeg-
ar orðinn mikill. Ríkisstjómin vill,
að sá árangur geti haldizt og auk-
izt, og hún er þess reiðubúin að
beita í því skyni þeim aðferðum,
sem annars staðar hafa gefizt vel,
eins og t. d. áætlunargérð í þeirri
mynd, sem lientar íslenzkum að-
stæðum. En hún ræður. ekki ein.-
í því efni kemur ekki hvað sízt
til greina skilningur íslenzkrar
verkalýðshreyfingar á eðli þeirra
vandamála, sem við er að etja, ogr
geta hennar til að taka þau réttum
tökum.
Tízkuverzlunin GUÐRÚN
Rauðarárstíg 1. — SÍMI 15077.
Bílastæði við búðina.
KJARABÆTUR
Tollalækkanir, frjálsræði í innflutningi og
afnám hafta hafa gert oss kleift að hafa
nú meira vöruval, meiri gæði og hagstæð-
ara verð en áður.
Höfum fyririiggjandi:
KJÓLA frá kr. 680,00.
KÁPUR frá kr. 1.790,00.
REGNKÁPUR úr poplíni frá 1.375,00.
REGNKÁPUR úr Terrylene frá 1880,00.
PILS frá kr. 565,00 o. m. fl.
★ verð og gæði.
★
★
★
★
★
★
★
Sendum gegn
póstkröfu um aílt la
IWTT mu
Fyrir skrúðgarða
LUX - URSUS
Plasthúbað stálnet
n 7S A 7S 7S A /V
★ MEÐFRAM GANGSTÍGUM
★ UMHVERFIS LÓÐIR
★ 2 litir, gult og grænt
★ Má setja niður án staura .
★ Þrjár hæðir 16“, 26“ og 36“
★ Þarf aldrei að mála, ryðgar aldrei
★ SELT í METRATALI
LÍTIÐ í MÁLARAGLUGGANN í BANKASTRÆTI
KORKIÐJAN hf.
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1963 Q