Alþýðublaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 4
INGÓLFS-CAFÉ
Bingó í dag kl. 3
Meðal vinninga:
Teak-kommóða — Svefnpoki — Bakpoki —
12 manna kaffistell o. fl.
Borðpantanir í síma 12826.
Frá Skólagörðum
Reykjavíkur
Böm, sem hafa í hyggju að starfa í skólagörð-
unum í sumar, komi til innritunar í garðana
mánudag og þriðjudag kl. 1—5 e. h.
S'kólagarðarnir eru í Aldamótagörðum við
Miklatorg, og Laugardal við Holtaveg.
Öllum bömum ó aldrinum 9 til 13 ára heimil
þátttaka.
Þátttökugjald er krónur 200,00 og greiðist við
innritxm.
GARÐYRKJUSTJÓRI
' ' REYKJAVÍKUR
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í efni og uppsetningu hitavatns- og hrein-
lætistækja í Félagsheimilisbyggingu Egilsstaðakauptúns.
Útboðsgagna má vitja í skrifstofu vora gegn kr. 300,00 skila
try_ggingu.
Innkaupastofnun ríkisins
Ránargötu 18
Móíorvélstjóra-
félag íslands
heldur aðalfund að Bárugötu 11 laugardaginn
1. júní kl. 14.
FUNDAREFNI:
1. Aðalfundur.
3. Samningar.
Stjómin.
Tilboð óskasf
LJÓIER HUN GRY
ÞJÓÐVILJINN sagði á dögunum, að komm-
únistagrýlunni hefði verið sleppt lausri og ætti
að vinna Alþýðubandalaginu tjón í kosningabar-
áttunni. Tíminn hafði sem sé leyft sér að segja
kommúnistum til syndanna, (og höfðingjunum á
rússneska útibúinu rann heldur en ekki í skap.
Hingað til hefur verið sama allt kjörtimabilið,
hvort menn hafa lesið Tímann eða Þjóðviljann.
En nú fara kosningarnar óðum í hönd, og þá er
enginn annars bróðir í leik — jafnvel ekki við-
bótarþingmaður kommúnista, Þórarinn Þórar-
insson.
Ásakanir Tímans í garð Alþýðubandalagsins
hafa miklð til síns máls og munu raunar flestar
gamalkunnar. Hitt kann vel að vera, að Þórarinn
Þórarinsson sé hér að rjúfa gnð og sættir. For-
ustumenn Alþýðubandalagsins hafa sennilega
treyst því og trúað, að Framsóknarflokkurinn
sæi þá í friði í kosningabaráttimni. En tilætlun-
arsemi maddömunnar er löngum söm við sig. Nú
vill Framsóknarfloltkurinn gjarna hremma at-
kvæði af Alþýðubandalaginu. Hann er bæði ófyrir
leitinn og eigingjam. Og þá er ekki um annað
að ræða en Tíminn og Þjöðviljinn hárreytist
með viðeigandi munnsöfnuði.
Ófagur lestur.______________________________
ÁSAKANIR Tímans í garð Alþýðubandalags-
ins reynast ekkert smáræði: Því er stjórnað af
kommúnistum, og þeir eru ábyrgðarlausir í inn-
anlandsmálum, uppboðsmenn, sem engan vanda
leysa, en hafa í frammi hvers konar sýndar-
mennsku. Og þeir eru sízt skárri, þegar sögunni
víkur að utanríkismálum: Alþýðubandalagið er
óþjóðlegur flokkur, háður framandi en viðsjár-
verðu stórveldi, situr á svikráðum við frelsi okk-
ar og lýðræði, afsakar harðstjórnina og kúgun-
ina fyrir austan járntjald og gerist þannig sam-
sekt valdhöfunum þar. Slíkar og þvílíkar eru
syndir Alþýðubandalagsins.
Og Tíminn gleymdi vitaskuld ekki að taka
fram, að stefnuskrá Alþýðubandalagsins sé mark
laust plagg. Hann tilfærði nokkur atriði hennar
og útskýrði síðan, hvað væri raunverulega við
átt. Þetta var ófagur lestur: Alþýðubandalagið
siglir undir fölskum fána, þykist vera lysti-
snekkja, en er í raun og veru ræningjaskip.
Vondur félagsskapur.
ALLT ÞETTA er vægðarlaus ádcila, en Alþýðu
bandalagið á naumast annars von. Fengin reynsla
sýnir og sannar, að þessar ádeilur Tímans hafa
við rök að styðjast. Þórariun Þórarinsson hefur
ekki búið kommúnistagrýluna til af mannvonzku
sinni. Þetta er upptalning á ávirðingum Alþýðu-
bandalagsins, en þær gera kommúnista óalandi
og óferjandi í íslenzkum stjórnmálum.
Hitt er harla undarlegt, að Framsóknarflokk-
urinn skuli hafa staðið við hlið Alþýðubandalags-
ins í ofstækisfullri en málefnalausri stjórnarand
stöðu allt kjörtímabilið, ýtt undir ábyrgðarleysi
kommúnista í innanlandsmáliun og þagað yfir
þjóðhættulegri stefnu þeirra í utanríkismálum.
Framsóknarflokknum virðist ekki hafa verið sjálf
rátt eftir haustkosningar 1959. Nú vaknar hann
allt í einu við vondan dramn, þegar líður að
kosningum. Hann hefur verið í versta félags-
skap, sem hugsast getur. Og þá laumast við-
bótarþingmaður kommúnista yfir í fylkingu sinna
manna að vara þá og þjóðina við ósköpunum.
Bara skrípaleikur?
ÞJÓÐVILJINN vcrður að gera sér það að góðu *
að sæta þessarl meðferð af hálfu Framsóknar-
flokksins. Alþýðubandalagið á ekki annað skiliff.
Hirtingin er verðskulduff. Hitt gegnir furðu, ef
vöndurinn klórar ekki Framsóknarflokknum í
leiðinni. Það hlýtur að teljast mikið ábyrgðar-
leysi að hafa verið í fóstbræðralagi við annan
eins flokk og Alþýðubandalagið er aff dómi Tím-
ans.
Þess vegna dettur manni í hug, aff kannski sé
þetta bara skrípaleikur til aö reyna að blekkja
kjósendur. Framsóknarflokkurinn vill í kappi
kosningabaráttunnar njóta fylgis þeirra lýffræð-
issinna, sem stutt hafa hann undanfarin ár, og
bæta jafnframt við sig atkvæðum frá Alþýðu-
bandalaginu. Þá man Þórarinn Þórarinsson allt
í einu eftir kommúnistagrýlunni og bendir á
hana. „Ljót er hún Grýla, en gift er hún samt“
— segir þar. Flokkurinn, sem Tíminn ber þannig
og skammar, hefur vakað og sofið í náffarfaðmi
maddömunnar f jögur ár. Ætli Alþýðubandalagið
og Framsóknarflokkurinn kynnu ekki að sættast
eftir kosningar, ef þessir flokkar fengju sam-
eiginlegan meirihluta? Þórarinn er Iéttur á fæti
og fljótur í förum. Auk þess ætti Eysteinn að
komast á skíðum yfir til kommúnista, ef hann
vildi. — Herjólfur.
Fyrir börnin
í sveitina
Gtallabuxur
Peysur
Mittisblússur
Skyrtur
Nærföt og sokkar
Orðsending
til alþýSuflokksmanna og annarra
stuðnlngsmanna A-listans.
Fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins dveljast nú erlendis að
venju. Þeir stuðningsmenn flokksins, er kynnu að þekkja einhverja
þeirra, eru eindregið beðnir að skrifa þeim hið fyrsta og hvetja þá
til a® kjósa. A-LISTINN er listi Alþýðufiokksins í öllum kjördæmum.
Utankjörstaðakosning erlendis fer fram hjá ræðismönnum og
sendiráðum á eftirtöldum stöðum:
Tilboð óskast í hvalveiðibátana Hval I og Hvai II, þar sem
þeir liggja ketillausir við bryggju síldarverksmiðjunnar á
Seyðisfirði.
RÚDOLF
Nánari upplýsingar í síma 11365.
Tilboðum sé skilað í pósthólf 916, Reylcjavík, fyrir 10.
júní n.k.
Síldarverksmiðjur rfldsins.
Laugavegi 95
Sími 23862.
Bandaríkin: Washington; Chieago; Grand Forks, North Dakota;
Minneapolis, Minnesóta; New York; Porland, Oregon; Seattle, Wash.
Kanada: Toronto, Ontario, Vancouver, British Columbia, Winnipeg,
Manitoba.. Noregur: Osló. Svíþjóð: Stokkhólmur. Sovétríkin: Moskva.
Sambandslýðveldið Þýzkaland: Bonn, Lúbeck. Bretland: London, Ed-
inburg-Leith, Grimsby. Danmörk: Kaupmannahöfn. Frakklandi;
■°arís. Ítalía: Genova.
4 26. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ