Alþýðublaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 13
INGU
ÞARNA eru þær allar
stilltar, dömurnar, sem kepptu
um titlana Fe&ursta stúlka ís-
lands 7 9fl3, otr Fegurðardrottn
ing Reykjavíkur 1963, á föstu-
dagskvöldið í Súlnasalnum í
Hótel sögu.
Frá vinstri: Theodora Þórðar
óttir, Thelma Ingvarsdóttir, Jó-
hanua Pálsdóttir, Sonja Egils-
dóttir, María Ragnarsdóttir og
Gunnhildur Ólafsdóttir.
Því miður getum við ekki
birt úrslitin í blaðinu í dag,
þar sem fegurffarsamj^eppmn
fór fram í gærkvöldi, en blað-
ið fór í prentun fyrir kl.
Ljósm. Alþýðubl. J. Vllberg.
ALDREI
Franh. af 3. síðu
maður hefur getað veitt sér
meira á síðari árum en fyrr. Nú
getur maður valið um margar
tegundir og gæðaflokka, hvort
sem farið er í matvöru, vefnað
ar- eða skóverzlun.
Ég man þá tfma, þegar
skömmtunin var að drepa fólk
ið, og maður varð að halda á
spöðunum af snerpu til þess,
að matur og klæði hrykki til
á fjölskylduna.
Ég man þá tíma þegar ávext
ir voru ófáanlegir nema rétt
fyrir jólin. Jafnvel þurrkaðir á-
vextir fengust ekki frekar en
roðasteinar eða gull, og þá
sjaldan þeir komu, voru þeir
rifnir út samdægurs.
Nú fæst allt þetta árið um
kring, og enginn þarf að
hrinda öffrum í biffröðum eft-
ir nauffsynjavörum.
Að vísu eru ávextir dýrir nú,
en fólkið hefur efni á að kaupa
þá, þaff virðist hafa efni á að
kaupa allt sem því dettur í
hug. Er þá ekki allt í lagi?
Sumt hefur lækkað stórlega,
þar á meffal matvörur, Fyrir
nokkrum dögum keypti ég súr
ar asíur til að hafa með kjöti.
Ég kevpti eina krukku, og dró
upp f jörutíu lirónur til að borga.
En afgreiffslumaðurinn hristi
höfuffiff og sagffi, að nú kost-
affi krukkan ekki nema 16.30 í
stað 36 króna áffur. Þetta er
mikil Iækkun á matvöru. Ótrú
lega mikil miðuð við ekki
meira. magn en er í einui
krukku.
Nú, vöruvaliff. Ég get nefnt
eitt dæmi, sem sannar hve það
BETRA
er mikið. Fyrir nokkru vóru hjá
mér dönsk hjón, sem ég gekk
meff í búffir m. a.
Þegar við vorum að skoða i
gluggana á matvöruverzlunum
hrópaði konan upp yfir sig:
Hún haföi aldrei séð þvílíkt úr
val. Hún hafði aldrei séð jafn-
mikið af búðingum, ávöxtum
og matvörum yfirleitt. Hún
varð bókstaflega veik, þegar
hún sá, hvað íslenzkar húsmæff-
ur höfffu úr að moða. Hún hafði
aldrei kynnst þessu í Dan-
mörku. Og að lokum keyþti hún
fleiri pakka af köldum búðing-
um, sem fæst mikið af hérna
og eru einkar handhægir og ó-
dýrir. Hún flutti þá með sér
yfir hafiff til Danmerkur og
sagðist ætla að sýna vinkonum
sínum þar eitt lítið dæmi um
þá paradís að ganga í búffir á
íslandi.
Þetta sagffi íslenzka húsmóð-
ir, ein úr þeirri stétt, sem er
fróffust allra um það, hvernig
er að verzla á íslandi á árinu
1963, þegar kommúnistar blása
í kaun, og framsóknarmenn
berja lóminn yfir harðæri.
NATO
Framhald af 5. síðn.
áhuga á því, að því vcrði ekki
lýst yfir, að hún sé upphafið aff
marghliða kjarnorkuherafia.
í umræðunum verffur einnig
drepiff á marghliða áætiunina,
og þar gefst tækifæri til þess
að gera ljósa grein fyrir við-
horfi Norffmanna. Ástandiff er
nú þannig, að Frakkar, Danir
og Norffmenn eru eindregið and
vígir hcnni. Bretar eru í raun-
inni einnig andvígir henni, en
geta ekki látiff það í ljós, þar
eff núverandi stjórn teiur sig
bundna af Nassau-tilkynning-
unni. Stjórn Verkamannaflokks-
ins verður aftur á móti ekki
bimdin af Nassau-samningnum.
Þar sem skoðanaágreiningur
inn innan NATO er svona mik-
ill, er erfitt aff sjá aff marghliða
hepaflinn geti nokkurn tíma
orðiff að veruleika.
Vöruúrval
t'ramhald af 3 siðu
vefnaðarvöruverzlun. Haukur
Jacobsen er búinn aff standa
fyrir verzluninnl £ yfir 28 ár,
en sjálf hefur verzlunin starf
að síöan árið 1906.
— Vöruúrvaliff hefur aldrei
verið meira en núna. Það ei
satt, sagffi Ilaukur, og um vöru
gæðin þarf enginn að efast.
Tollabreytihgin er eitt stærsta
skref í framfaraátt, sem stig-
ið hefur verið í verzlunarmál-
um. A3 henni er stórbót.
Nú eru vörurnar skemmti-
legri en áður, það er meira
fyrir hinn alinenna kaupauda.
Þó er margt eftir til úrbóta,
og er ekki að efa, að fullur
viljl er fyrir hendi til að gera
allt, sem hægt er til þess, að
fullkomiff réttlætl geti ríkt í
sambandi viff verzlunarmálin al-
mennt.
Satt er það, að gífurleg liöft
hafa verið leyst, en þó hefur
vefnaðarvaran einhvern leg-
inn farið varhluta af þeirri los
un að nokkru leytl. Til dæmis
er bómullarvaran heft ennþá.
Það þarf að gefa álagningu
frjálsa. Að því ber að stefna.
Ég er viss um, a'ð vöruverff
hækkar ekki við þá ráðstöfun.
Þá getur hagur kaupmanna orð
ið betri, vegna hagstæffari vöru
kaupa o. fl. Þetta þarf ekki að
tákna neina vöruverðhækkun.
Jú, vissulega er búið að gera
margt, en þó er fleira eftir. Og
þaff verðum viff aff miða við að
bæta.
F-ramkvæmdir
Framhald af 1. síðu. -
1964 800 —
1965 800 —
1966 800 —
Fjárfesting í mannvlrkjvm og
byggingum hins opinbera er sem
hér segir:
1957 672 millj.
1958 705 —■
1959 741 —
1960 736 —
1961 687 —
1962 786 —
1963 980 —
1964 1210 —
1965 1210 —
1966 1210 —
Alþýðublaðið vill undirstrika
það, að hér er um sambærilegar
tölur að ræða, þ. e. allar tölur
eru á verðlagi ársloka 1962. Töl-
urnar leiða það í ljós, að þegar í
tíð núverandi ríkisstjórnar hafa
framkvæmdir stóraukizt, en ráð-
gerð er, samkvæmt framkvæmda-
áætluninni enn meirl aukning. —
Sýna þessar tölur bezt, hversu
miklar blekkingar eru í áróðii
stjórnarandstöðunnar um það, að
framkvæmdaáætlunin boði sam-
drátt. Hið rétta er, að aldrei hefiir
verið lögð fram meiri uppbygg-
ingaráætlun en einmitt framkv.-
áætlunin. En forsenda jiess, a3
i unnt verði að halda þá áætlun, sem
framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar-
innar felur í sér er sú, að unnt
verði að halda áfram viðreisnar-
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Krústsjov
Frh. af 1. síffu.
Castros forsætisráðherra, sem
gefin var út í dag. Castro hefur
dvalizt í Sovétríkjunum í tæpan
mánuð.
Þeir Krústjov og Castro segja i
yfirlýsingunni, að þeir séu sam-
mála um að Kúba fái aukna efna-
hagsaðstoð frá Rússum. Rússar
samþykkja að greiða hærra verö
fyrir kúbanskan sykur, en verð
sykurs á heimsmarkaðnum hefur
hækkað.
Einnig segjast þeir vera sam-
mála um að leysa beri deilumál
þjóða án styrjalda. Þetta er talið
tákna fylgi Kúbubúa við Rússa £
deilum þeirra við Kínverja.
Kínverjaofsókn-
ir í Indónesíu
(NTB—Reuter)
Indónesíustjórn hefur bælt niður
öldu mótmælaaffgerða gegn Kín-
verjum og ofbeldisverk á Java,
Súmötru og Borneó, að því er hin
opinbera fréttastofa, Antara,
skýrffi frá £ dag.
Að sögn upplýsingamálaráð-
herra Indónesíu, Ruslan Abdul-
gani, er nú allt með kyrrum kjör-
um á þeim svæðum þar sem mót-
mælaaðgerðirnar gegn Kínverj-
um hafa átt sér stað.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. maí 1963 |,3