Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 4
Enn vandræöi með kornastærð Kjarna
Laiinagreiðslur Áburðar-
verksm. 13,8 milljónir
TIL ársloka 1962 hafði Áburðar
'í'erksmiSjan h.f. framleitt samtais
S.72.226 smálcstir af Kjarna á níu
ára starfstíma, cða rúmlegra 19.136
wnálestir á ári til jafnaðar. Fram-
Keiðsla ársins 1962 nam 19.836 smá
Kestuni, sem var 3228 smálestum
■xninna en árið áður. I árslok 1962
yoru 115 manns starfandi lijá verk
íimiðjunni og voru launagreiðslur
íliennar á árinu 1962 13,8 millj. kr.
Aðalfundur verksmiðjunnar var
ihaldinn í april sl. og var þar tekin
ákvörðun um að greiða 6% arð á
Mutafé fyrir árið 1962.
í skýrslu formanns verksmiðju-
stjórnar, Péturs Gunnarssonar,
íieildai’stjóra, kom í ljós, að sam-
rlráttur sá, er orðið hafði á fram-
leiðslu verksmiðjunnar 1952 staf
aði aðaliega af tvennu:
1. Vegna minnkandi, fáanlegr-
ar raforku minnkuðu afköst um
:cúmar 1000 lestir.
2. Vegna bilana á spenni í verk-
-smiðjunni minnkaði framleiðslan
um því sem næst 2150 smálestir
og olli það 4.15 millj. kr. reksturs-
tjóni.
Þá var á árinu lokið við byggingu
áburðargeymsiu, sem ætluð er iil
geymslu Kjarna og innflutts efii-
is til íramleiðslu blandaðs áburðar
í Ijós kom í skýrslu formanns
stjórnarinnar, að enn hefur
ekkí iekizt að stækka kornin x
Kjarna með þcim tækjum, sem
keypt voru í því augnamiði frá
Allis-Chalmers Internationai.
ílins vegar væri komin til lands
ins ný kvörn, sem sett yrði upi»
á næstunni og stæðu vonir til
að takast mætti að stækka korn-
in meö henni.
Hjálmar Finnsson framkvæmda-
«tjóri las reikninga fyrir árið Í962.
Niðurstöður rekstrarreiknings sýna
zreksturstialla á árinu 1902 að upp
3áæð kr. 2.312.176,06.
Til þess að íþyngja ekki áburðar
verði vegna 4,15 milljóna kr. tjóns
af völdum eins árs óhapps, svo sem
spennubilunarinnar, var varasjóð
ur látinn bera það tjón og fullt
framlag því innt af hendi til fyrn-
ingasjóðs og varasjóðs.
Undir sérstökum dagskrárlið
gerði fráfarandi formaður Vil-
hjálmur Þór ýtarlega grein fyrir
þörf aukinnar framleiðslu köfnun-
arefn;sáburðar í landinu og að-
kallandi stækkunar Áburðarverk-
smiðjunnar.
Meðal annars benti har.n á, að
frá því að undirbúningur að verk
smiðjubyggingunni hófst árið 1950
hafi notkun köfnunarefnis í land-
iriu aukizt um 20 þús. smálestir
miðað við Kjama, og var notkunin
árið 1962 tæpar 27 þús. smálestir,
en mesta afkastageta verksmiðjunn
ar 24 þús. smálestir á ári, miðað
við að engar takmarkanir séu á
raforku til hennar.
Um áburðarþörf næstu ára
sagði hann að ekki yrði aagt til
um með nákvæmni, en áætla mætti
þörfina 1968 32-39 þús. smálestir
og árið 1973 48-67 þús. smálestir.
Virtist af þessu þörf á tvöföldun
afkasta verksmiðjunnar.
Þá sagði hann, að byrjunarathug-
anir hefðu þegar verið gerðar.
Kæmu einkum tvær aðferðir til
greina, þ.e. stækkun á grundvelli
vetnisframleiðslu með rafmagni,
eins og nú er gert, en hin leiðin,
'sem mjög hefur rutt sér til rúms
! byggðist á innflutningi jarðolíu
I til framleiðslu vetnis.
[ Sagði hann, að stjómin hefði
ákveðið að gera ráðstafanir til að
ítarlegar athuganir verði gerðar
á öllum möguleikum framleiðsluað-
ferða til stækkunar verksmiðjunn-
ar, og um leið hvort hagkvæmt
gæti verið að flytja inn ammóníak
til að viðhalda 24. þús. lesta árs-
afköstum og bæta þannig npp skert
afköst af völdum minnkandi fá-
anlegrar raforku.
Að lokum kvað Vilhjálmur það
von stjórnarinnar, að væntanlegar
áætlanlr leiddu til viðbótarvcrk-
smiðju, sem risi í Gufunesl til hags
bóta fyrir þjóðfélagið.
Endurkjörnir í stjórnina voru
Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð-
herra og Jón ívarsson forscjóri,
varamenn þeirra Halldór H. Jóns- i
son arkitekt og Hjörtur HjaUar
framkvæmdastjóri svo og endur-
skoðandi Halldór Kjartansson stór
kaupmaður.
Stjórn Áburðarverksmiðjunnar
h.f. skipa nú: Pétur Gunnarsson
deildarstjóri formaður, Halldór H.
Jónsson arkitekt, varamaður Ing-
ólfs Jónssonar landbúnaðarráð-
herra, Jón ívarsson forstjóri, Tóm
as Vigfússon byggingameistari, og
Vilhjálmur Þór Seðlabankastjóri.
Grikkir fá
nýja stjórn
■ /
NTB-Reuter.
Grikkir fengu í dag nýjan for-
sætis- og utanríkisráðherra, ea
það er Panayotis Pipinelis, sem er
64 ára gamall. Hann var verzli'n-
armálaráðherra í fráfarandi stjórn
Karamanlis, sem sagði af sér 11.
júní vegna ágreinings varðandi
fyrirhugaða heimsókn grísku kon-
ungshjónanna til Bretlands.
Páll konungur hefur lýst því
yfir, að hann muni ráðfæra sig við
nýju stjórnina um heimsóknina.
FÓLKIÐ FLÝR SVEIT-
IRNAR í DANMÖRKU
DANIR bera sig um þessar mund-
ir mjög illa yfir því hversu illa
sveitamönnum haldist á kvenfólki.
Virðist svo sem stöðugur straum-
ur kvenfólks sé úr sveitunum til
borganna án þess að nokkur fái
rönd við reist. Þetta hefur að
ajálfsögðu ýmis alvarleg áhrif í
för með sér. Við það, að kven-
fólkið flýr, hugsa karlmennirnir,
einkum þeir yngri þó, sér til
hreyfings líka.
Við rannsóknir liefur nú komið
í ljós, að í sveitunum í Danmörku
eru nú aðeins einn kvenmaður á
móti hverjum fjórum karlmönn-
um á giftingaraldri, og munu
flestir vissulega sammála um að
það sé ekki gott ástand.
Þótt mikið sé um landbúnað í
Danmörku, og landið hafi til þessa
fyrst og fremst verið talið land-
búnaðarland, eykst iðnaður nú
hröðum skrefum þar. Þetta eru
því byltingatímar að ýmsu leyti.
Þessar breytingar er ef til vill
ekki auðvelt að koma auga á við-
fyrstu sýn, en þær leyna sér samt
ekki þegar til lengdar lætur.
Það gerist nú æ algengara að
landbúnaðarverkamenn gangi til
starfa í verksmiðjum og hefur það
að sjálfsögðu sín áhrif. i Middel-
fart hefur mjólkurbúinu nú verið
lokað. Þar sem áður var geril-
sneydd mjólk, eru nú framleidd
plastveski fyrir ávísanahefíi
Landbúnaðarmenn í Danmörku
hafa lengi verið um það bil 200
þusund, og til þessa hafa þeir átt
við sæmileg kjör að búa. Á síðustu
árum hefur það skeð, að lönd, sem
mikið hafa flutt inn af landbúnað-
arafurðum frá Danmörku, hafa í
vaxandi mæli komið á verndartoll-
um til að hlúa að eigin landbúnaði.
Þessvegna er ekki hægt að reikna
með því að útflutningur landbún-
aðarafurða frá Danmörku aukist.
Þvert á móti telja Danir sig mega
vel við una, takist þeim sð halda
núverandi mörkuðum,- Mjög er nú
nauðsynlegt að bæta kjör landbún-
aðarverkafólks, og verður það
helzt gert með því, að reyna að
lækka reksturskostnað búanna,
með aukinni vélvæðingu og hag-
kvæmni í rekstri. Það mundi gera
það unnt að greiða verkafólkinu
Framhald á 14. síðu.
Hinn nýi ambassador Bei"'- S
íu, herra Louis-Ghislain S
Delhaye afhenti í dag forseta S
íslands trúnaðarbréf sitt viö S
liátíðiega athöfn á Bessastöð- S
um að viðstöddum utanríkis- S
ráðlierra. Myndin er tekin S
við það tækifæri. S
Það er fróðlegt að athnga
viðbrögð stjórnarandstöð-
unnar við samningnnum
um kauphækkanir verkafólks
nyrðra. Þjóðviljinn er ön-
ugur yfir samkomulaginn og
hefujj greánilega gert sér
vonir um verkfall. Iteynir
biacið að gera tilmæli ríkis-
stjórnarinnar um rannsókn
á því, hve kaup geti hækk-
að mikið, tortryggilega.
Þjóðviljinn segir í fornstu
grein: „Tilboð ríkisstjórnar-
innar um slíka rannsókn er
enn sem komið er almenns
eðlis. Stjórnin þarf hins veg
ar ekki að ætla sér þá dul að
hún geti látið sér nægja að
mata alþýðusamtökin ó töl-
um, sem hagfræðingar hafa
tínt til í þágu viðreisnarinn
ar.“
Þessi ummæli Þjóðviljans
lofa vissulega ekki góðu um
afstöðu kommúnista tU hlut
lausrar rannsóknar á því,
hversu mikil raunhæf kaup
hækkun geti orðið. Sannleik
urinn er sá, að frumkvæði
ríkisstjórnarinnar að rann-
sókn á greiðslugetu atvmnu
veganna og möguleikunum
til þess aö veita raunhæfar
kjarabætur, er hin merkasta
og getur, ef vel tekst til,
markað þáttaskil í launamál-
unum. Þetta óttast komm-
únistar greinilega. Þeir hafa
engan áhuga á nýjum vfnnu-
brögðum í iaunamálunum.
Þeir vilja einmitt skapa sem
mestan glundroða í þjóðféiag
inu með sífeildum vinnu-
stöðvunum.
Tíminn reynir að halda því
fram í fyrrad. að ríkisstjórn
in hafi haft einhverja aðra
stefnu í launamálum nú en
1961. Segir blaðið, að
stjórnarflokkarnir hafi ver-
ið á móti öllum hækkunum
1961 en nú hafi þeir ljáð
máls á kauphækkun. Hér er
mjög hallað réttu máli hjá
blaði Framsóknar. Alþýðu-
blaðið mælti eindregið með
því vorið 1961 að tiilaga sátla
semjara um áfangahækkun,
64-4+3% yrði samþykkt en
sú tillaga hefði fært verka-
fólki 13% kauphækkun á 2
árum. En þessi tillaga var
feild og Framsókn og komm
ar knúðu fram meiri stökk
breytingar kaupgjalds vjrax
vorið 1961, sem þó fólu ekki
í sér meiri kjarabætnr en
tillaga sáttasemjara hefði
gert. Nú virðist svo
verkalýðsfálögin séu að
hneygjast að áfangahækkun
Þau semja um hóflega kaup
hækkun nú og gera sér að
sjálfsögðu von um aðra hækk
un síðar og væntanlcga verð
ur unnt að gera þessar hóf-
legu hækkanir raunhæfar.
21, júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ