Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 5
V.-íslendingar... Frh. af X6. síðu. smiður og tengdasonur gullsmiðs, Guðjóns Ingimundarsonar. Hann hefur farið víða og lært iðn sína og m.a. menntazt í háskólanum í New York og í París af fyrirlestr- SÍS veltir... Framhald af 1. síðu. húnaðarvörum, sjávarafurðum og iðnaðarvörum fór nú í fyrsta skipti yfir 1000 milljónir króna og varð samtals 1010 millj. kr. Forstjórinn bcnti á, að sala á ísienzkum fram leiðsluvörum hefði vaxið jafnt og þétt á undanfcYnum árum,, og sýndi það vaxandi þátt Sambands- ins og kaupfélaganna í þjóðarbú- skapnum. Sala sjávarafurða hjá sölufélagi Sambandsins í Bandaríkjunum het ur vaxið mjög mikið undanfarin ár Árið 1959 seldi félagið 7,2 millj. lbs., en 21 þús. millj. lbs. árið 1962. Salan hefur þannig næstum þre- faldast á sl. 4 árum. um Salomons Beinecke. Hann vevzi aði lengi í Winnepeg og Brandon, 1952 fluttust hjónin til Vancouver og liugðust setjast í helgan stein, en „síðan hef ég haft meira að gera en nokkurn tímann áður sagði Eggert í gær. Loks hittum við Filípus Filipus- son frá Guíunesi, sem býr í grennól við San Francisco og er íasteigna sali. Hann er mjög stariancii í ís- lendingafélaginu þar í borg. Fararstjóri íslendinganna frá Vancouver er Snorri Gunnarsson og sagði hann biaðinu að Þjóð- ræknisfélagið á ströndínni væri nú hið stærsta í Kanada, hefði 370 meðlimi, sem borgað hefðu fé- : lagsgjöld fyrir 1963, þegar hann fór j að vestan. Hins vegar mUncli fóik' j af íslenzku bergi brotið vera una | 700 talsins vestur þar. Ilann minnt ist á ágætt svar, sem kona ein £ j samkvæmi hefði geíið fyrír Iiann^ j er hann var spurður hvernig hann gæti elskað tvö lönd. Konan sagði: „Er það ckki eins og að elska mó£> ur sína og eiginkonu?" Thor- nsfélagsins UM NÆSTU helgi verSur tekin | til notkunar liin nýja vöggustofa : Thorvaldsensfélagsins við Dyngju vog í Reykjavík. Eins og skýrt hefiir verið frá í fréttum afhenti félagið Reykjavíkurborg vöggu- stofuna að gjöf í fyrradag. Þetta er fallegt liús bjart og vistlegt, teiknað af SkarphéSni Jóhanns- syni, arkitckt, en frú Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur sá um litaval og húsbúnað. Hús þetta er 1033 fermetrar að gólf- fleti, en 2894 rúmmetrar. Þegar fréttamaður blaðsins kom í vöggustofuna í gær, var verið að flytja húsgögn í hana og hreinsa í til og fága. í anddyrinu, sem er sérkennilegt og fallegt, búið lág- um stólum, skemmtilegri Kjar- valsmynd og myndum af þrem látnum forustukonum Thorvald- sensfélagsins, tók forstöðukonan, frú Auður Jónsdóttir, á móti okk- ur, og gekk með okkur um húsið. Þarna verður hægt að hafa 32 börn samtímis. Er vöggustofunni skipt í þrjár deildir ein er fyrir böm á aldrinum 0-8 mánaða, önn- ur fyrir börn 8-12 mánaða og hin þriðja fyrir 12-18 mánaða gömul börn. Hver deild hefur sérstaka svefnstofu og leikstofu og baðsal- ir fylgja hverri deild. Forstöðukonan kvaðst búast við að starfsliðið auk hennar yrði 12 stúlkur, matráðskona og þvotta- ráðskona. Áfast við aðalbygging- ima er sérstakt starfsmannahús þar, sem forstöðukona og matráðs kona hafa íbúðir sínar og einnig cru þar herbergi fyrir nokkrar stúlkur. Frú Auður sagði, að þetta væri eina vistheimili fyrir smábörn sem starfrækt er á landinu. Eins og fyrr segir, verður hægt að hafa þarna 32 börn. Flest eru þetta börn frá vandræðaheimilum og eins heimilum þar sem foreldrar eiga við veikindi að stríða. Barna verndarnefnd sér oft um að koma 1 börnum fyrir á vöggustofunni, en fólk getur eins snúið sér beint til forstöðukonunnar og rannsak- ar hún þá óstæður heimilanna, og hvort börnin skuli tekin. Eldri börn en 18 mánaða eru ekki tekin á vöggustofuna, en börn geta verið þar allt til þriggja ára aldurs. Af vöggustofunni fara börnin á barnaheimiiin á Silunga polli og í Reykjahlíð í Mosfells- sveit. Vöggustofa Thorvaldsensfélags- ins stendur rétt við Barnaheimil- ið Hlíðarenda við Sunnutorg, en börnin þaðan, 23 að tölu, verða nú flutt í nýju vöggustofuna, en gamla i húsið verður gert að dagheimili. : Við litum þar inn og heilsuðum upp á börnin, sem nú eiga að flytja í nýja húsið. í einni leik- stofunni léku sér börn í sólar- geislunum sem brutust gegnum tætingslega skýjaflókana. Lítil svarthærð og svarteyg stúlka kom labbandi móti okkur og hafði ekk- ert á móti því að láta taka mynd af sér. Frú Auður Jónsdóttir forstöðu- kona er hjúkrunarkona að mennt- un, hefur unnið við bamadeild Landsspítalans, en hefur verið forstöðukona á Hlíðarenda í und- anfarin þrjú ár. Hún kvaðst fagna því að flytja í nýja húsið, þar sem allt er nýtt og búið sem bezt verður á kosið. Hún sýndi okkur stofurnar, böðin og eldhúsið, sem er geysistórt. í húsinu er sét- stakt herbergi þar, sem pelar eru þvegnir og sótthreinsaðir. Vöggustofan kostaði 6.7 milljón- ir króna, og var öllu því fé safn- að af Thorvaldsensfélaginu, og ber þetta vitni einstökum áhuga og ósérhlífni félagskvenna Thor- valdsensfélagsins. Félagið var stofnað 19. nóvember 1875 en Bamauppeldissjóður þess 1906. — 1925 gaf félagið Reykjavíkurbæ 50 þús. krónur til byggingar barna hælis og var síðan fjársöfnun hald ið áfram í rúm 30 ár. 1960 var svo hafin byggingvöggustofunnar, sem nú hefur verið lokið með svo miklum glæsibrag. Heildarumsetning 1,6 millj- arður. Umsetning helztu deilda Sam- bandsins varð, sem hér segir: Bú- vörudeild 417 millj. kr., hafði auk izt um 109,5 millj. frá árinu áður, Sjávarafurðadeild 421,9 millj. kr., aukning 69,7 millj., Innflutnings- deild 322,8 millj. kr., aukning 87,2 aukning 63.9 millj., Skipadeild 77.6 milíj., Véladeild 162,7 millj. kr., millj. kr., aukning 8,3 millj., Iðn aðardeild 171,5 millj. kr.,aukning 29,7 millj. Þegar tekin er til greina umsetning ýmissa smærri starfs- greina, varð heildarumsetning Sambandsins á árinu 1962 kr. 1. 648,4 millj. og Iiafði aukizt um 372,1 milljón eða 29,2%. Tekjuaf- gangur á rekstrarreikningi 1962 varð kr. 7738 milljónir. Afskriftir 14.197 millj. og afsláttur færður í reikninga kaupfélaganna 1947 millj. eða samtals kr. 23.912 millj. á móti 21.592 millj. næsta ár á undan. Helztu framkvæmdir á vegum Sambandsins voru þær, að lokið var byggingu verksmiðjuhúss Fata verksmiðjunnar Heklu á Akureyri og flutti verksmiðjan inn í hið nýja húsnæði sl. haust. Iíaldið var áfram byggingu Véladeildar við Ár- múla í Reykjavík og er nú nokkur hluti starfseminnar fluttur þangað. Lokið var við byggingu tilrauna- ! verksmiðjuhúss Sjávarafurða- déildar í Hafnarfirði og hafin vi.ð I bótarbygging við vörugeymsla Sambandsins í Reykjavíkurhöfn. ■ Áttunda Sambandsskipið, Stapa- fell kom til landsins í nóvember sl. og samið var um smíði nýs vöru- flutningaskips í Noregi. Verður það 12750 lestir að stærð og afhendist á næsta ári. I Verkfræðingar Framh. af 16. síSu Um 100 félagar í Stéttarfélagi verkfræðinga hafa nú hafíð vinnu stöðvun. Þeir starfa hjá eftirtölót um aðilum. Reykjavíkurbæ, SÍS, Vinnuveitendasambandí Islands, Félagi ísl. iðnrekenda og verk- fræðilegum ráðuneytum. Samn- ingaviðræður hafa þegar átt sér stað á milli fulltrúa þessura deila aðila að SÍS og Vinnuveitendasam bandi íslands undanteknum. Að því er Hinrik Guömundssoa verkfræðingur skýrði blaömu fr& í gærkvöldi, eru kröfur verkfræð- jinga þær, að komið verði a »jara- Isamningi á milli verkfræðinga og vinnuveitenda þeirra og iaun ’crk: fræðinga hækkuð að sama sknpl og laun annarra stétta hafa hækkað" frá 1961. Verkfræðingar haía enga kauphækkun fengið síðan 1961 enc flestar aðrar stéttír, sem sambæri leg störf vinna, hafa aftur a móti fengið laun sín hækkuð verúiega. Hinrik Guðmundsson sagði, að? erfitt væri að svo komnu máli <;ð> segja nokkuð um úrslit þessa á- greinings en verkíræðíngar vonuðui að málið leysist á happasælan hátt fyrir al-la aðila. Efri myndin er tekin i gamla húsinu. Forstööúko.'ia- Vöggustofu Thorvaldsensfé lagsins, frú Auður Jónsdóttir situr í miðitf, tii vinstri /ið hana er Anna Ósvald og Bryn liildur Jónsdóttir til hægri. Þær eru hér með hóp barna, sem um helgina flytja í nýju vöggustofuna. Neðri inyndin er af vöggustofunni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. júní 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.