Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 7
-SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI SKÓLAMÁL KristnifræSikennarinn (í góSum holdum); GeturSu sagt mér, Bjössi, hvernig fer fyrir þeim manni, sem vanrækir sálina en hugsar einung- is um þarfir líkamans? Bjössi litli: Hann fitnar. Það var eðlileg forvitni, þegar storkunginn spurði móður sína: — Hvaðan kom ég, mamma- Kennarinn (gramur): Komdu hing að, Tommi, og skyrptu því í rusla- körfuna, sem þú ert með í munn- inum. Tommi: Ég get það því miður ekki, herra kennari. Ég er nefni- lega með tannkýli. Hún: Þú hefur sett hattinn öfug- an á þig. Hann: Hvernig í ósköpunum gaztu séð í hvaða átt ég ætlaði að ganga? | I SVI&JOÐ er talið, að ár- ið 1970 muní útskrifast um 27.000 stúdentar, þar af 10. 000 frá vcrzlunarskólum og tækniskólum. Þetta veldur fjórföldun stúdentatölunnar frá 1963. Háskólar og kenn- araskólar í Svíþjóð útskrifa árlega 10.000 kandidata, og mun sú tala hafa hækkað um 160 prósent árið 1970. Vandamál í Danmörku NÝLEGA var lagður hornsteiniij að nýrri hótelbyggingu í París« Verður hótel þetta í nágrennii Eiffel turnsins og mun stærsta hótelið, sem byggt hefur verið it París í þrjátíu ár. Hótelíð' mun tlH búið árið 1965. 150 ÁHUGAMENN um dansmúsik tóku þátt í hljómleikakeppni, sem haldin var hér á dögunum í Hljómleikaliöllinni í París. Var þar keppt um verðlaunin „Guitare d‘Or“, sem nefna mætti „Gullgítar- *nn<' — Piltarnir hérna á myndinni urðu hlutskarp astir í keppninni og hlutu verðlaunin. Þeir kalla sig „Les Victomes“. NÚ hyggjast New York búar fara að hefja sínar eigin kvik- myndahátíðir að hætti margra frægra borga. Munu Nýju Jórvík- ingar leggja mesta áherzlu á list- rænar og vel gerðar myndir, en engin verðlaun veita. Kvikmynda hátíð þessi verður væntanlega haldin í september ár livert, ef úr hugmyndinni verður. TVEÍR munu verða urn livert sæti í enskum háskól- um næsta vetur. Er þetta mikið áhyggjuefni enskra skólayfírvalda og ekki enn sýnt, hvernig bæta megí úr því. Skólayfirvöldin munu að líkindum sjá síg tilneydd að neita öðrum hverjum stúdenti um háskólavist. Þyk ir mönnum það að vonum all viðsjárverð þróun. Forráðamenn nokkurra nýrra liáskóla í Bretlandi, sem hefja munu starfsemi sína næsta haust sjá þegar fram á það, að þurfa að neita mörgum um skólavist. Há- skólinn í York hefur tii dæm is þegar fengið 1.70U umsókn ir um 2C0 sæti. rtWWWWWWWWWWttWWWi hóte „EF VIÐ ætlum að fá hugmynd um menntunarþörf hins iðnvædda þjóðfélags, verðum við að beina athyglinni til þeirra Ianda, sem byrjað hafa kerfisbundnar rann- sóknir á þessu sviði og á ég þar einkum við Frakkland og Sví- þjóð“. Þannig kemst hinn kunni skóla- maður Jens Ahm að orði í grein, sem hann skrifar í danska blaðið Politiken. Rektorinn hugleiðir þetta vandamál og kemst að ýms- um athyglisverðum niðurstöðum. Meðal annars færir hann rök að því, að Danir þurfi ekki að óttast offramleiðslu menntamanna í ná inni framtíð. í Danmörku hefur lengi vel ver ið talið, að árið 1965 muni verða orðin offramleiðsla danskra menntamanna, þannig að þeir geti ekki fengið vinnu við sitt hæfi. „Þessi skoðun er á misskilningi byggð — eða kannski aðeins röng ályktun“, segir rektorinn. Til sönnunar þessari fullyrðingu sinni nefnir hann dæmi úr frönsku skóla lífi, sem heimfæra má upp á Ban- mörk og fleiri lönd. GJÖF DANA TIL KENYA: HÓPUR Dana í Nairobi hefur í hyggju, að festa kaup á húsi danska rithöfundarins Karen Blix en, en hún var sem kunnugt er lengi búsett þar. Danirnir hyggj- ast gefa stjórn Kenya húsið, þeg ar landið verour sjálfstætt ríki iim næstu jól. Blixens húsið skal uotað í framtíðinni sem skóli og þá helzt einhvers konar kvenna- skóli. Hús Karenar Blixen er í útjaðri Nairobi og nefnist „Hús Karen- ar“v Nágrenni hússins cr nefnt „Karen“, og gatan, sem húsið stendur við nefnist „Karenarveg- ur“. Af þessari upptalningu sést, að íbúar Nairobi hafa nafn Kar- enar Blixen í heiðri og eru stolt- ir af því að hún var þar svo lengi búsett. Bandaríkjamaður einn er nú eig andi að „Húsi Karenar“ en hann kveðst vera reiðubúin að selja það, ef viðunanlegt tilboð fæst. Hann hefur að vísu nefnt nokkuð háa upphæð sem væntanlegt sölu vcrð en allar líkur eru til að það muni fást lækkað nokkuð. Hugmyndinni að kaupum á ,,-Húsi Karenar“ hefur verið vel tekið af Dönum en enn sem kom ið er skortir noklcurt fé til að Itrinda þessu í framkvæmd. Enn- þá hafa dönsk stjórnarvöld ekki heitið neinum styrk til þessa mál efnis og verður því að treysta á framlög einstaklinga. Forystu- menn um málið láta í ljós óskir um að það nái fram að ganga áð- ur en þ'að verður um seinan, þar sem hér sé um að ræða hús, sem sé sögulega merkilegt bæði fyr- ir Dani og Afríkumenn. Föstudagur 21. júní 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —■» 8.35 Tónleikar. — 10.00 Yeðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00. „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veðui> fregnir. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Píanómúsik: Vladimir Horowitz leikur lög eftir Chopin. 20.45 í ljóði: Dagur og nótt, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonai-, Lesarar: Finnborg Örnólfsdóttir og Bjarni Guðmundsson. 21.10 Tónleikar: Hornkonsert nr. 4 í Es-dvir (K-495) eftir Mozarfe (Dennis Brain og hljómsveitin Philharmonía í Lúndúnunt leika; Herbert von Karajan stjórnar).' 21.30 Útvarpssagan: „Albert og Jakob“ eftir Coru Sandel; VIII. (Hannes Sigfússon). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn í Alaska" eftir Peter Croma; II. (Hersteinn Pálsson). 22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. 23.15 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.