Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 13
Nyjar um tó af Habsburg DEILUR hafa enn risið upp í Aust'urríjki um Ottó erkijier- toga af Ilabsburg. Margir eru mjög andvígir |>ví, að erkiher- toginn fái Ieyfi tli að ferðast til landsins. Þótt dómstólarnir hafi fellt úr gildi ákvörðunina um, að vísa Habsborgurum úr landi, en hún er frá því á árunum eftir heimsstyrjöldina 1914-18, fær erkihertoginn samt sem áður ekki að fara til Austurríkis. Jafnaðarmenn hafa ekkl viljað fallast á þennan úrskurð dómstólanna og ekki er langt síðan að umræðt^r voru um máfíð í austnrríska Þjóðarráð- inu og voru þær síður en svo friðsamlegar. Þjóðarflokkurinn tclur, að við urkenna beri ákvörðun dómstól- anna, en stjórnarflokkarnir eru ekki sammála um álit dóm- stólanna. Þingmenn jafnaðarmanna töl- uðu um „stjórnarskrárbrot“. Það tclst varla furðulegt, að þingmenn í Vínarborg vilji helzt, að erkihertoginn láti sér úrskurð dómstólanna nægja án þess að snúa aftur til landsins. Nokkur félagssamtök, sem tengd eru verkalýðshreyflng- unni og austurríska Jafnaðar mannaflokknum, hafa hótað verkfalli og mótmælaaðgerðum ef Ottó fær leyfi til þess að ferð ast til landsins. Það eru jafnaðarmenn, ser.t stjórna innanríkis- og utanrík- is'ráðuneytunum. Þau hafa á kveðið, að á vegabréfi Ottós skuli standa áfram, að það gildi ekki í Austurríki. Franz Josef Ottó erkihertogi elzti sonur Karls keisara I. dvaldist aö mestu leyti í Banda- ríkjunum á heimsstyrjaldarárun um síðari, en seinna kom hann aftur til Austurríkis. Þegar Rússar kröfðust þess síðan, að hann færi úr landi, settist hann að í Frakklandi. Það er móðirin, Zita fyrrver- andi keisaraynja, sem alið hef- ur upp erkihertogann. Hann kall aði sig Ottó af Habsburg, þegar hann varð myndugur. 1930. Krafan til konungsdóms í Aust- urríki og Ungverjalandi vakti þá meiri áhuga en áður þar sem aðrir menn af ættinui höfðu dregið sig í hlé. Árið 1935 var ákvörðunin um útlcgð Habsborgara afnumin, og mikhun hluta eignanna, sem gerðar höfðu verið upptækar skilað aftur. Þegar Hitler_sotti síðan inn í landið hélt Ottó.ein . dregið í kröfu sína til hásætif- . ins. Þetta varð til þess, að; eign~~ ir hans voru gerðar upptækar, á nýjan leik. Ástæðan var sögð- „svik við Þriðja r£kið.“ Ottó af Habsburg gekk að eiga Regínu prinsessu af Sach*.. OTTO af IIABSBURG — fær ekki að koma „heim“. sen-Me,Sniingen árið 1951.' Þá* var talið, að hann gegndi engu hlutv. lengur í stjórnmálum. En oft hefur hann orðið tilefni um- ræðna og deilna, og hann éi--- ennþá „persona non grata“ þ.e. óæskilcgur í Austurríki. Þetta stafar ugglaust af tölu- verðu leyti af fyrri atburðum, sem hann hefur sjálfur á engan hátt verið viðriðinn. Habsborgarar glötuðu öBu í lieimsstyrjöldinni 1914-18. Þeg ar Franz Josef keisari lézt 1916 eftir 68 ára stjórnartíð steig bróðursonur hans, Karl i hásæt- ið. Þegar keisararíkið Austur- ríki-Ungverjaland liðaðist í sundur hét hann hinum ýmsu þjóðfiokkum sjálfsstjórn, en ár- ið -1918 varð hann að gefast npp, leggja niður völd og flýja til Sviss. Tvívegis reyndi Karl að ná aftur völdunum í Ungverjalandi en Horthy, sem varð einvaldur í landinu og kaUaði sig ríkis- stjóra þar eð Karl, sem var kon ungur Ungverjalands, hafði fln ið, svaraði honum með mótmæl- um og fjandskap. í síðara skiptið var Karl hand tekinn og vikið löglega frá völdum. Því næst var hann ænd ur ásamt konu sinni til Madeira, þar sem hann lézt skömmu síð ár. Þau eignuöust 5 syni og 3 dætur. Fyrir skömmu lézt í Vínar- borg dóttir Rúdolfs krónprins (sopar Franz Josefs), María El- í§abet. Nafn licnnar í-hinu borgara- legu lífi var frú Petzek. Hún var virkur áróðursmaður fyrir austurríska jafnaðarmenn. Hugsanlegt er, að hún hafi tek ið Ieyndardóminn um harmleik inn í Mayerling með sér í gröf- ina. Árið 1889 fannst Rudolf lát- inn I veiðihöllinni Mayerling á- samt Marié Vetsera barónsessu. Þetta var einn harmleikurinn af mörgum, sem Franz Josef varð fyrir um ævina. Bróðir hans, Maximilian, var tekinn til fanga og skotinn árið 1867, en hann hefði verið gerður keis ari í Mexíkó. Kona hans, Elísa- bet, var myrt í Genf 1898. Árið 1945 úrskurðaði skipta- rétturinn í Björgvin, Noregi, að steinprentarinn (litograf) Henry Köhler væri sami maðurinn og þremenningur Franz Josefs keisara, Johann Nepumuk Salva tor. Köhler lézt í bænum Kristian sand i Noregi. Hann hafði ver- ið búsettur í Noregi um árabil. Johann Nepumuk Salvator áfsalaði.sér öllum mannvirðing- um og réttindum árið 1889. Hann fór í hnattsiglingu, en sjiipið forst við Góðravonar- höfða.. Árið 1911 var lýst yfir að hinn horfni frændi keisar- ans væri látinn. Síldarstúlkur - Undirritaðan vantar síldarstúlkur á RAUFARHÖFN — VOPNAFJÖRÐ og SEYÐISFJÖRÐ. Á stöðum þcssum voru saltaðar 35 þúsund tunnur s. I. sumar. — Stúlkurnar yerða fluítar á milli staða. Upplýsingar á Hótel Borg — herbergi 301 kl. 10 — 12 og 17 — 19. Frá starfsemi Tón- skóla Siglufjardar Tónskóli Siglufjarðar var sett- ur 1. október 1962 að Gránugötu 14 Viðstaddir voru nemendur, kenn arar og formaður skólaráðs, Óskar Garibaldsson Kennarar við skólann þetta ár voru þeir Gerhard Schmidt, sem kenndi á blásturshljóðfæri og píanó og skólastjóri, Sigursveinn D. Krist insson, sem kenndi á fiðlu og pí anó og auk þess í undirbúnings deild á blokkflautu og byrjendum á önnur blásturshljóðfæri. Einnig kenndi hann tónfræði. í framhaldsdeild • voru 40 nem- endur, sem skiptust þannig á hljóð færi: píanó 11, fiðla 9, trompet 9, klarinett 5, waldhorn 1, básúna 1, saxophon 2, sláttarhljóðfæri 1. Fiðlusveit skólans, sem skipuð var nemendum á 3.-5. námsári, hafði samæfingar tvisvar í viku frá því um miðjan desember. Námsafrek á landsprófi Landprófsdeild Gagnfræðaskóla Austurbæjar var slitið 13. þ.m. Miðskólapróf stóðust 44 nemend ur, þar af 30 með framhaldseink- unn, 6 og þar yfir í landsprófsgrein um. Sex nemendur fengu Ágætiseink unn, 14 fyrstu einkunn, 10 aðra einkunn og 14 þriðju einkunn. Hæstur varð Þórarinn Hjalta- son, 9,70 og er það hæsta einkunn sem nokkrum nemanda hefur hlotn ast á landsprófi miðskóla til þessa. Auk þess hlutu þessir 5 nemendur ágætiseinkunn: Stefán Örn Stef- ánsson 9,54, Kolbrún Haraldsdótt ir 9,41, Povl Ammendrp 9,36, Snorri Kjaran 9,31 og Karl Tryggvason 9.20. Fengu nemendur þessir bókaverðlaun frá skóla sín- um fyrir ástundun og ágætan náms árangur. Blásarasveit nemenda, skipuð nemendum á 1. og 2. námsári æfði saman 3-4 sinnum í viku síðustu 6 vikur skólatímans. Æfingar blás arasveitarinnar og fiðlusveitarinn. ar annaðist skólastjóri. Lúðrasveit Siglufjarðar starfaði í nánum tengslum við skólann og með henni léku þeir nemendur á blásturshljóðfæri, sem lengra voru komnir. Gerhard Schmidt hafði stjórn lúðrasveitarinnar með hönd um. Tónaskólinn og lúðrasveitin komu í félagi upp músík-kabarett í marz, undir stjórn Gerhards Schmidt. Þar var flutt einnar stund ar prógram af alvarlegri músik, sameiginlega af fiðlum og blásturs hljóðfærum og þar á eftir tveggja stunda prógramm af léttri cnúsik í formi kabaretts. Nemendatónleikar voru haldnir 4 sinnum á vetrinum: 1. des., 11. feb., 27. apríl og lokatónleikar 2. maí. Þar voru aflient námsvottorð Einnig voru þá afhentar bókagjaf- ir til þeirra nemenda, sem sýnt höfðu sérlega mikla ástundun við námið. Bækurnar voru gefnar af Snæbirni Kaldalóns og voru það verk föður hans, Sigvalda Kalda lóns, sem gefin voru Alir tónleilcar skólans voru vel sóttir. Á lokatónleikunum, s|em haldnir voru í Alþýðuhúsinu voru 200 manns. Próf fóru fram dagana 27.-30. apríl. Auk þeirrar skólastarfsemi á Siglufirði, sem rakin er hér að framan, voru haldin á Ólafsfirði 2 mánaðarnámskeið á þessu skóla ári á vegum Tónaskólans og Lúðra sveitar Ólafsfjarðar. Hið fyrri f maímánuði, en hið síðara f septem ber. Á þessum námskeiðum vár kennt að lesa nótur, leika á biokk flautur og 20 nemendur lærðu á málmblásturshljóðfæri. í lok hvers námskeiðs voru haldnir nemendatónleikar, har sem barnakór söng, leikið var á blokkflautur í dúett, kvartett og kór og Lúðrasveit Ólafsfjarðar lék í fyrsta sinn. BÓKAVERÐLAUN FYRIR STÆRÐFRÆÐIAFREK ÍTALSKAR KOSN- NGARAÐ NÝJU? Þ. ÁrnascnE - NTB-Reuter. Antonio Segni Ítalíuforseti fóL.-. - Giovanni Leone þingr- förseta stjórnarmyndun. Leone hefur beðið Segni um umhugsun- arfrest og mun skýra Segni trá ákvöröun sinni hið fyrsta. Stjórnarkreppa hefur verið á Ítalíu síðan prófessor Amintore Fanfani baðst lausnar 16. maí. íslenzka stærðfræðifélagið hefur í vor eins og nokkur undanfarin ár veitt bókaverðlaun fyrir ágæt- iseinkunn í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði á stúdentsprófi Að þessu sinni hlutu verðlaun 8 stú- dentar alls, 6 frá MR og 2 frá MA Félagið hefur veitt slík verðlaun flest ár síðan 1952. Sl. 4 ár hefur félagið leitað til nokkurra fyrir- tækja, er ætla mátti að hefðu þörf fyrir stærðfræðilega menntaða starfskrafta í framtíðinni, og farið fram á fjárhagsaðstoð til kaupa á bókum til þessara verðlauna. Ilef ur þeirri málaleitan yfirleitt verið vel tekið. Á þessum 4 árum hafa eftirtalin fyrirtæki lagt fram skerf til þessara verðlaunaveitinga: Al- menna byggingafélagið h.f., Al- mennar tryggingar h.f., Holtsapó- tek, íslenzk endurtrygging, Lands- smiðjan, Líftryggingafélagið And- vaka, Málning h.f., Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, Samvinnu tryggingar, Sementsverksmiðja rík isins, Sjóvátryggingafélag íslands h.f., Verkfræðistofa Sigurðar Thor oddsen. Kann félagið þessum aðilum beztu þakkir fyrir. Bylting kæfð í Argentinu? (NTB-Reuter). Fjöldi liðsforingja úr argen- tínska flughernum var handtek- inn í dag. Ekki er skýrt frá or- sökinni, en orðrómur er á kreiki um að flugherinn hafi undirbúið byltingu. Tveir ofurstar og tveir undirofurstar eru meðal hinna handteknu. Þá hafa 94 liðsforingjar verið settir á eftirlaun en þeir munu hafa verið viðriðnir ýmSar upp- reisnir að undanförnu. ALÞÝÐUBLAÐI9 — 21. júní 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.