Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 3
Samkomulag um beint samband milii K. og K. Genf, 20. júní. I NTB-Reuter. Fulltrúar Bandarikjanna og' Sovétríkjanna undirrituðu í dag samning nm beint fjarskiptasam- band milli Kreml f Moskvu og Hvíta hússins í Washington. Nota á fjarskiptasambandið I hugsan- Iegu hættuástandi, ef nauðsyn- legt reynist að stórveldin hafi beint samband sín í milli, ef til vopn- aðra átaka kemnr. Samningurinn hefur verið rædd ur alllengi og hafa formenn sendi nefnda rikjanna á afvopnunarráð- stefnunni stjórnað viðræðunum. Þeir eru Charles Stelle frá Banda ríkjunum og Semjon Tsarapkin frá Sovétríkjunum. Samningurinn er eini haldgóði árangurinn, sem orðið hefur í afvopnunarviðræð- unum í Genf. Bein lína verður milli Moskva og Washington um London, — Stokkhólm og Helsingfors. Línan verður í stöðugri notkun. Jafn framt verður komið á radíó-rit- síma sambandi, sem einnig á að vera hægt að nota allan sólar- hringinn. Ef nauðsyn krefur á og að vera möguleiki á símastrengs- sambandi eftir samkomulagi milli aðilanna. Haft var eftir heimildum í London, að Bretar fögnuðu að þessu sambandi væri komið á og teldu möguleika á að geta fengið að tengjast því síðar. Samning- urinn sé skref í átt tii takmarkaðr- ar afvopnunar. Hrein eign Reykja- víkur 900 milljónir VARÐBERGSFUND- UR UM SÁMVINNU EVRÓPURÍKJA VARÐBERG, félag ungra áhuga manna inn vestræna samvinnu, efnir til fundar í Þjóðleikhús- kjallaranum laugardaginn 22. júní kl. 12 á hádegi. Þar mun forstöðumaður upplýsingadeildar Evrópuráðsins, Paul M. G. Levy, halda erindi um viðhorfin í sam- vinnu ríkjanna í Vestur-Evrópu og hlutverk Evrópuráðsins. Eins og kunnugt er af fréttum er hér um að ræða tímabært efni. Hafa ýmsir stjórnmálamenn undanfar- ið látið í ljós þá skoðun, að eftir slit viðræðnanna í Briissel um aðild Breta að EBE sé Evrópu- ráðið öðrum stofnunum líklegra til að geta fjallað um vandamál- in með árangri. Paul M. G. Levy er Belgiumaður. Hann er staddur hér á landi í þriggja daga heim- sókn, og mun hann eiga viðræður við ýmsa stjórnmálamenn, emb- ættismenn og blaðamenn. Innrás á Kúbu MIAMI 20.6 (NTB-Reuter) Kú- banska byltingarráðið í útlegð til- kynnti í dag að, strandhöggssveitir þess hefðu gengið á land á Kúbu. Talsmaður ráðsins gat ekki gefið nánari upplýsingar, en sagði,, að l®r^jangan hefiðii verið gerð á tveimur stöðum. Hann vildi heid ur ekki segja, hvaðan, innrósfn liefði hafizt. Tala innrásarmanna mun vera um 500. Ekki telja menn í Washington að um „alvöru <nnrás“ að ræða. Grikklandi AÞENU 20.6 (NTB-Reuter). Miðflokkurinn í Grikklandi, flokka samsteypa sem hefiu: 79 fulltrúa á þingi mun reyna að steypa brað birgðastjórn Panayoitis Pipinelis og hyggst neita þátttöku í kosn ingum sem stjórnin kann að efna til. Leiðtogi Miðflokksins, George Papandreou, skýrði frá þessu í dag ! Nýja sjórnin var skipuð í gær, og tók við af stjórn Konstantíns Karamanlis, sem sagði af sér 11. júní vegna þess að hann er mótíall inn fyrirhugaðri heimsókn grísku konungshjóoianna til Bretlads í júlí. REIKNINGUR Reyhjavíkur- borgar fyrir árið 1962 var lagður fram í borgarstjóm Reykjavíkur í gær og tekinn þar til fyrstu um- ræðu. Samkvæmt honum hafa eign ir borgarinnar og fyrirtækja henn ar aukizt um 96.7 mUlj. kr. á sl. ári og nemur hrein eign Reykja- víkurborgar nú 900.9 miUjónmn króna. Rekstrargjöld námu á sl. ári 288.5 millj. en tekjur námu 351.2 mUljónum. Mismunurinn fór að mestu til framkvæmda samkv. eignabreytingarreikningi, eða 61.4 millj. kr. en 1.4 millj. gekk tU afskrifta og eftirgjafa á skuld- um. t Borgarstjórinn Geir Hallgríms- son, gerði greiil fyrir helztu atr- iðum reikningsins. Fara hér á eft- ir nokkur atriði úr ræðu hans og greinargerð þeirri, er fylgir reikn ingnum. Til gundvallar gjaldahlið fjár- hagsáætlunar Reykjavíkur fyrir árið 1962 voru lögð laun og verð- lag tímabilsins okt.-des. 1961 að viðbættri 4% kauphækkun þeirri, er tók gildi vorið 1962 og fyrir- sjáanleg var. Sá grundvöllur breyttist ekki að öðru leyti en því, að 20. september 1962 var sam- | þykkt að greiða frá 20. júní sama i ár 7% uppbót á kaup starfs- \ manna borgarinnar, eins og það þá var orðið. Jafngildir það 7.28 % hækkun á launaliðiria í 7 mán- uði eða 4.25% hækkun á ári eða alls 5.7 millj. kr. hækkun ó rekstr arútgjöldum. Rekstrarútgjöldhi voru í fjár- Fundur með Hlíf í kvöld Sáttafundur með Verkamanna félaginu Hlíf í Hafnarfirði og at- vinnurekendum fór fram í fyrra- kvöld og stóð frá kl. 8,30 til 11,30. Þar ræddust deiluaðilar við en ekkert gekk saman með þeim. — Fundur með þessum aðilum hefur verið boðaður kl. hálf niu í kvöld. hagsáætluninnl fyrir árið 1962 á- ætluð 288.2 mUlj. kr. en reynd- ust 288.4 millj. Tekjur voru á- ætlaðar 337.4 millj. en reyndust 351.2 milljónir. Útistandandi skuldir hækkuðu úr 106.1 milljón í 119.0 millj. kr. Munar þar mestu að skuldir skuldunauta jukust um 6.9 millj. og skuld Grjótnámsins um 5.8 millj. Greiðslujöfnuður varð hag- stæður um rösklega 1 milljón kr. Það vekur athygli í reikningn- um, að Bæjarútgerð Reykjavíkur skilaði nú hagnaði upp á 392 þús. en í fyrra var hins vegar fært 9.9 millj. kr. tap. Astæðan fyrir þess- ari miklu breytingu er sú, að nú eru Bæjarútgerðinni færðar til tekna tekjur úr aflatryggingasjóði sjávarútvegsins. Eru greiðslur sjóðsins til BÚR, samtals 12.7 millj. kr. færðar útgerðinni til tekna á reikningi fyrir árið 1962. Greiðslur þessar úr Aflatrygginga sjóði eru fyrir árin 1960 og 1961 og 1961. Ef þeir væru færðar á reikningum þeirra ára mundu reikningamir breytast sem hér segir: 1960 tap kr. 7.5 millj. í stað 14 millj. kr. taps. 1961 tap kr. 3.7 millj. í stað i 9.9 millj. kr. taps. 1962 tap kr. 12.3 millj. í stað 391 þús. kr. hagnaðar. Vítur samlsykktar á John D. Protumo Leone reynir mynd- un Italíustjórnar Róm, 20. júní. (NTB-Reuter). ítalska forsætisráðherraefnið Giovanni Leons, átti í dag viðræð- ur við Palmiro Togliatti og einn annan kommúnistaieiðtoga í sam- bandi við stjórnarkreppuna á Ítalíu. Leone sem er lögfræðiprófess- or og hefur verið þingforseti síð- an 1955, var falin stjórnarmynd- un í gær. Hann ræddi samdægurs við háttsetta stjórnmálamenn úr Kristilega demókrataflokknum og átti einnig viðræður við kommún- istaforingja og Nenni, foringja vinstri sósialista. Flokkur Nenn- is bað hann í gær að lialda áfram formennsku, og varð það til þess að Aldo Moro úr Kristilega demó krataflokknum gafst upp við til- raunir sinar til stjórnarmyndunar. Bæði Nenni • og Togliatti sögðu eftir viðræðurnar við Leone að þeir vildu ekki bráðabirgðastjórn. Skólaskipib Sæbjörg í hringferð Skólaskipið Sæbjörg, skip Slysa varnafélags íslands, sem gert er út á vegum Æskulýðsráðs Rey a víkur og er ó hringferð í krW? um landið, kom inn til Eskif jarð ir í gær. Drengirnir voru bæði frísk legir og fjörugir og létu vel af högum sínum, þótt veiði hafi verið heldur treg enn sem komið er. Nú mun vera vika eftir að / "V liuguðum tíma drengjanna í bess ari veáð*ferð. Á Espt'fSrði bíða drengirnir eftir veiðiveðri, en þar var í gær bæði þoka og bræla og engin merkl sjáanleg, að þar færi að birta til. LONDON 20. júní (NTB-Reuter- AFP) Neðri málstofan samþykkti einróma í dag yfirlýsingu þar sem segir að John Profumo, fyrrum hermálaráðherra hafi gerzt sekur um að :f/na Neðri máistofunni mikla lítUsvirðingu er hann gaf skýringu hinn 22. marz, sem hann varð seinna að játa að hafi veríð ósönn. Forlngi þingflokks íhalds- manna, Iain Macleod, bar fram til löguna og þingmenn Verkamanna- flokksins studdu hana. Harold Macmillan forsætisráð- herra ræddi í dag við Harold Wil son foringja Verkamannaflokksins um tilhögun rannsóknarinnar á ör yggishliðum Profumo-málsins. Góð ar heimildir herma, að þeir hafi verið ósammála en muni hittast bráðlega aftur. Áður mun Macmilk an ráðfæra sig við ráðherrana í stjóminni. Verkamannaflokkurinn hefur krafizt þess að sett verði nefnd á laggirnar er fái heimUd til að kalla alla fyrir sig, sem hún óski, einnig forsætisráðherrann sjálfan og yfirheyra þá varðandi það sem þeir hlutu að vita um gerðir hins fyrrverandi hermálaráðherra. R.A. Butler varaforsætisráð- herra var skyndilega kallaður fyr ir Macmillan síðdegis í dag og er talið að um hafi verið að ræða ósamkomulagið við Wilson. Þegar vitað var um ósamkomulagið var spurt um það í neðri málstofunni, hvort skynsamlegt væri, eins og ástandið væri nú, að halda fast við heimsókn Kennedys forseta til Bretlands. Hefur Verkamanna- flokkurinn haldið því fram að rétt sé að fresta heimsókninni. laka Frakkar flota undan NATO - stjórn? PARÍS 20.6 (NTB-Reutcr) Frakkar munu krefjast þess, að Atlantshafsfloti peirra verði leystur undan yfirstjórn NATQ segja góðar heimild ir, er nærri standa frönsku stjórninni í dag. Er búizt við, að ráðherranefnd NATO verði tilkynnt um þessa á- kvörðun á fundi sínum á mið- vikudag. FANGELSANIR ISAVANNAH Savannah, Georgia, 20. júní. NTB-Reuter. UM 250 manns voru sett í fang- elsi í Savannah i dag eftir að lög- reglan hafði þurft að beita tára- gasi til að dreifa hörnndsdökkum mönniun, er safnast höfðu sam- an til að mótmæla kynþáttaað- skilnaði. Lögreglan upplýsti, að 137 fuUorðnir karlar, um 100 ungl ingar og óviss fjöldi kvenna, — kannski allt að 100, hefðu verið handtekin. Fjórir menn særðust í aðgerð- unum. Lögreglan reyndi fyrst að dreifa mannfjöldanum með slökkvidælum, en þegar það ekki gekk, beitti hún táragasi. í Gadsden í Alabama var lög- regla og herlið undir allt búin í dag, þar eð búizt var við nýjum mótmælaaðgerðum. Höfðu leiðtog- ar negra boðað mótmælagöngu j vegna þess að nálega 400 negrar voru handteknir í bænum í fyrra ! dag. Var búizt við, að hvítir mundu blanda sér í það mál. ALÞÝÐUBLA9IÐ — 21. júní 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.