Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.06.1963, Blaðsíða 9
 ::;a ólaeinkennisbúningTim. Þær mála andlit sitt hvítt og end- ar málningin í tenntun Kanti aft- an á hálsi. Munninn mála þær lít- inn og lograuðan. Hárið er upp- sett og ekki alltaf ekta. Kimono- inn er skrautlegur og flúvaður. Þær voru eins og af öðrurn heimi eða huldukonur, sem maður átti von á að hyrfu sýnum þá og þegar. Kjartan Jóhannsson. dönsuðu geishurnar og sungu. Þær vor svifaléttar og yndisþokkalegar í hreyfingum. Það voru dulmögn í þessum ævintýraheimi, sem þær skópu manni á einni kvöldstund. Þær blökuðu blævængnum í skap- brigðatakt við dansinn og lagið. Þeim var tamast og hjartfólgnast að syngja um brostna ást, og það var tregi í gleðinni í söngnum hjá þeim litlu brúðum, sem höfðu ver- ið seldar örlögum sínum í barn- æsku e. t. v. til þess að metta munna hungraðra systkina. Geishurnar eru í scnn svo mann lega viðkvæmar og þó svo óraun- verulegar í ævintýraheimi sínum. Unga fólkið, blað Æ.K. ÆSKULÐSRÁÐ Kópavogs hef- ur sent frá sér blað, sem það nefn ir Unga fólkið. Blaðið er eingöngu skrifað af ungu fólki innan tvítugs aldurs og í ávarpi segir, að tilgang ur blaðsins sé aðallega tvenns kon ar: Að kynna starfsemi Æskulýðs ráðs Kópavogs og að gefa ungu fclki tækifæri til að setja fram á prenti skoðanir sínar svo og rit- smíðar ýmiss konar. Eftir þessu fyrsta blaði að dæma virðist vel af stað farið og framtakið athyglisvert. Meðal efnis í blaðinu má nefna: Kópavogur, bærinn okkar. Um Æskulýðsráð Kópavogs, Viðtöl við ungt fólk í bænum, sem vakið hef ur á sér athygli fyrir margvísleg störf. Barnaopna. Tónlist, íþróttir. Smásögur- eftir ungt fólk í Kópa vogi svo og ljóð og hugleiðingar. Ritnefnd blaðsins skipa: Stefán Egill Baldursson, Ketill Högnason, Guðmundur Þórðarson. Blaðið er skemmtilega upp sett, prentun og frágangur góður, en það er prentað í Prensmiðju Jóns Helgasonar. Forsíðu prýðir kápumynd eftir Ásmund Harðarson. ÞESSA skemmtilegu mynd fengum við frá Englandi fyrir skömmu. Þetta eru allt ::::: Austin bílar, sem hér hefur verið „raðað“ svona skemmtilega upp. Kannske er hér fundin lausn á bílastæðavandamálinu? jjt:: Fordverksmiðjum- | ar í Dagenham IIIN mikla ímynd Bú[jda í Kamakura. Þessi Búddamynd þykir einna listrænust allra Búddamynda í Japan. Við fótstall styttunnar stendur skál með ávöxtum. í NÓVEMBER MÁNUÐI árið 1903 kom Englendingur nokkur frá New York til London og hafði hann þá með sér tvo Ford bíla, af A-gerðinni. Hann hafði fengið einkaleyfi á að selja framleiðslu- vörur Ford í Evrópu næstu fimm árin. Þannig byrjaði þetta. í dag vinna 45 þúsund starfs- menn í einni af Ford-verksmiðjun um í Evrópu, verksmiðjunni í Dag enham í Englandi. Þetta samg fyr irtæki og fyrir rúmri hálfri öld seldi aðeins nokkra bíla á hverri viku, selur nú ökutæki fyrir 180 milljónir íslenzkra króna á dag. BORG í BORGINNI. Ford-verksmiðjurnar í Dagenliam eru næstum því „borg í borginni" Þar starfa 45 þúsund manns. Fóík ið kemui- til vinnu á reiðhjólum, gangandi, í strætisvögnum eða á eigin bílum. Níundi hver starfs- maður í verksmiðjunum kemur til vinnu á eigin bíl. í vinnutímanum standa því samtals 5000 bílar fyr ir utan verksmiðjurnar. Á verk- smiðjusvæðinu hafa allir vegir ver ið lagðir af fyrirtækinu sjálfu. Þar er og stærsta járnbrauf akerfi í einkaeign í öllu Bretlandi. 1200 umsjónarmenn hafa umsjón með að öll umferð gangi greitt fyrir sig. Þarna er rekinn sérstakur skóli fyrir starfsfólkið. Læknaþjónusta er því til reiðu, nótt sem nýtan dag. Fjöldinn allur af hjúkrunar konum starfar þar og að heilsu- gæzlu. Til þess að sýna enn betur fram á að hér er um eiginlega borg að ræða, má geta þess, að hún hef- ur sinn eigin síma og póstkerfi Strætisvagnar ganga milli hinna ýmsu verksmiðja. í hinum ýmsu hlutum verksmiðjanna starfa hundruð kvenna að matseld einni, og hafa það eitt verk, að hafa til búið kaffi og heitar máltíðir handa starfsmönnunum. Þarna er gefið út sérstakt blað.' Bærinn hefur sína eigin aflstöð og rafkerfi. Alfstöð- in er nógu stór til að sjá 350 þús und manna bæ fyrir orku. 60 ÁRA ÞRÓUN. Vöxtur og viðgangur verksmiðj- anna í Dagenham hefur verið hæg ur og jafn. Nokkurt hlé varð ,á framleiðslunni í heimsstyrjöld>nni síðari. Áður en hún hófst var fram leiðslan komin upp í 10 þúsund einingar á dag. Árið 1925 lagði Edsel Ford, son ur Henry Ford, hornsteininn að verksmiðjunum í Dagenham. Stað inn hafði Henry Ford sjálfur val- ið af mikilli umhyggju. Að flestra jdómi var það fásinna ein, að ætla að stofna bílaverksmiðjur í mýr- | unian við Thames.. En það sýndi sig fljótlega, að staðurinn hafði verið vel valinn. Frá Dagenham ler greið leið til allra hafna í Ev- 1 rópu, og engin brezk bílaverk- smiðja mun hafa flutt út meira af bílum en Ford í Dagenham. Árið 1938 var ársframleiðslan orðin 87 þúsund bílar, en 1946, fyrsta árið eftir stríðið var hún orðin 91 þúsund bílar á ári, þrátt fyrir fimm ára hlé. Samkvæmt á- ætlunum fyrir þetta ár, á áð vera hægt að framleiðsla rúmlega 800 þúsund bíia í ár. ALLT Á SAMA STAÐ. Á síðari árum hefur það gerzt æ algengara að reistar væru sam setningarverksmiðjur. Sumar bíla verksmiðjur, eins og íil dæmis Volvo, liafa lagt áherzlu á „des- entraliseringu", þá eru hinir ýmsu hlutar bílsins framleiddir í verk- smiðjum staðsettum á víð og dreif um landiö og síðan fluttir allir til sama staðar þar sem bíilinn verður endanlega til. í Dagenham er það Ford og bara Ford. Bílarn- ir eru að öllu ieyti, eða því sem næst, framleiddir þar á staðnum. Við verksmiðjubryggjurnar er járngrýtinu skipað upp næstum því við sömu bryggju og tilbúnir bílar eru settir um borð í skip, sem flytja þá á markað. Fordverksmiðjurnar eru meðal jjjijj þeirra fáu bííaverksmiðja, sem jjjj: framleiða sitt eigið hrájárn og það jjjj: meira að segja á sama staö og jjjj: yfirbyggingarnar, grindurnar og jjjj: vélarnar eru framleiddar. Dagen jjj:| ham verksmiðjurnar eru i fyllsta jjjj: samræmi við kröfur nútímans. Fjárfesting þar síðustu tíu ár hef ur numið 30 milljöðrum íslenzkra króna. RAFEINDAHEILI STJORNAR FRAMLEIÐSLUNNI. Síðasta nýjungin, sem tekin hef ur verið í notkun þarna í verk- smiðjunum er rafeindaheilar eða feikn miklar reiknivélar. Þegar pantanir streyma inn til verksmiðjunnar víðsvegar frá, eru þær merktar inn á gataspjöld, sem rafeindaheilar vinna úr. Heilarnir senda síðan skilaboð út um allar verksmiðjurnar um hvað hefur verið pantað, og hvað framleiða skuli. Þetta gengrur til dæmis þannig Framhald á 1?,. síöu. , 55JS3 I Frakklandi voru á síð'astliðnu. jj::: ári 123 bílar á hverja 100 íbúa landsins. ............................................ ■■•■■■■■■■■>■■■■■••■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*bbbb;;;m:S5SÍ!!255"!!S!5S5SSSS!S5!!!!;5!S!!S!5I!5SIS5!I■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■»■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■»■»■■■■■■»■■■»■■■■■■■■■;■;;;;;;■;■■] .■.■■■■.■•■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•.••■^■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■•fc' ■•«■■■■■■■■•■■■«■■■•■■" ■■*■■•■■■■ ■ ■ ■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■ ■■,■■■■ ■■>■■■■■■■■■■■■■«■ N » ■ «■ * ■ ■■■■.■,•■■■■■•••■•*■■■•-■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■ ■ ■ * ■ ■ ■ . B ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■>■ — - ■■■BeMBCKONBBBB '.<■■■• ■■ >■■■•'■•■■■■■■■■■■•■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B ■■■■■■■■ ^> ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■>■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■•«■■■■■■■■ ••••aBBBBBBVBBBaa,BB>a> •■■■■■■■■■ ■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ U ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* ■•.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ »>•«»««■*»»-»»»■»■■»»»■■■■■■»■■»»■•••■•■*••«■■'■■■■»-■■*«»■■■»■»■»■»■■«■■■»«■»•■■■■■»*•« •■■■■■■■••■■•■■■■»***«*»»****************»»***»***»***********.***************************»*»******«*,'**y* *»'■■■■■■»» ■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■^■■■■•■■■•■■■■■■••■■•■•■■■■» «.■■*■* »■■»■■*«■*■*■■■■*■***■■■*■■•» ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. júní 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.