Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 2
; ilTIT]*—T' Gúdl J. ABiporssor- (éb; Bcnedlkt GröndaL- AOsttrtJarrltstjOn i ^Cnfnln GuCmundsspc Fréttastjórt: SigvalcU Hjálmarsson. — Simar I iSWO - 14 JOJ — 14 903. Auglýslngasimi: 14 906 — Aösetur: Alþýöuhúsiö j %. VrentamlCja AIÞýöublaösns, Hverfisgötu 8-10 — Askrtftargjald kr. 65.09 t oaaautv. I lmuuiaiilu kr. 4 00 eint. Otgefandl: Alþýö uflokkurina LÓÐABRASKIÐ ] MORGUNBLA;ÐIÐ er ekki alls kostar ánægt með þá niðurstöðu Alþýðublaðsins, að uppbygging igamla bæjarins og varanleg gatnagerð hafi h<vort tveggja verið vanrækt vegna langvarandi íhalds- , stjórnar í Reykjavík. Bendir blaðið á hinar miklu byggingaframfevæmdir, sem nú standa yfir víðs veg ; ar um borgina, sem sönnunargagn gegn þessari full yrðingu okkar. Þetta er ekkert svar. Morgunblaðið hliðrar sér hjá því að nefna ádeiluatriðin tvö, hvernig sem á því stendur. Auðvitað hefur verið mikið byggt í Keykjavík og borgin þanin út um holt og hæðir. Kjarni málsins er hins vegar þessi: Hvernig stendur á því, að stór- hýsin rísa í úthverfum bæjarins, en uppbygging gamla bæjarins gengur svo seint sem raun ber vitni? Ritstjórar Morgunblaðsins þurfa ekki annað en líta út um gluggana á höllinni sinni til að sjá hin lágreisu og Ijótu hús og skúrarægsnin, sem eru f miklum meirililuta í miðbænum. Grjótaþorpið lag ast ekki, þótt byggt sé við Suðurlandsbraut. Ástæðan til þess, að bærinn befur byggzt svona, er hið háa lóðaverð í miðbænum. Þar hafa einstakl- ingar mátt hækka verð lóða sinna um milljónir ár eftir ár til að stórauðga sjálfa sig án þess að gera : neitt. Þetta hefur verið látið iviðgangast og þess vegna hefur bærinn þanizt út með ærnum kostn- aði, en gamli bærinn er hálfbyggður, skipulagslaus og algerlega vansæmandi miðbær í höfuðborg ís- lenzka lýðveldisins. Það er íhalds- og hagsmuna- .pólitík að balda verndarhendi yfir lóðabraski mið- bæjarins undir því yfirskini, að ekki megi skerða frjálst framtak eða eignarétt. Því miður getur lýsingin frá 1907 enn átt við um húsbyggingar miðbæjarins annars vegar og götur í úthverfunum hins vegar. Sjálfstæðismenn vissu á sig skömmina varðandi göturnar, þegar þeir lögðu fram fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar áætlun um gatnaframkvæmdir á næstu árum. Þeim þótti vænlegra að státa af því, sem þeir ættu eftir að gera en hinu, sem þeir væru búnir að gera.- ÍÞRÓTTAFERÐIR | FJORIR íslenzkir íþróttaflokkar kepptu nýlega í Færeyjum og töpuðu allir. Stærsti íþrótta- fiokkur, sem héðan hefur farið, hefur það helzt til síns ágætis, að með honum eru 15. fararstjórar. Ferð eftir ferð og varla hægt að segja, að við stöndum okkur eftir vonum miðað við mann fjölda, hvað þá betur. Er ekki komið svo, að ferðirnar eru aðalatriðið — en íþróttirnar au’kaatriði? WINDUS gluggaþvottalögur er hentugur og fljótvirkur. WINDUS fæst í mjög þægilegum umbúðum, og því handhægur í hverjum bíl. WINDUS þekkja allar húsmæður. WINDUS fæst í næstu búð. Einkaumboð: ÖRYGGII AKSTRI - REINAR BlLRÚÐUR H. A. TULINIUS Ósmekkleg auglýsing um íslenzkar konur. ir Danskur grínisti og íslenzkt flugfélag. ic Ósæmilegt hirðuleysi um þjóSargrafreitinn á Þiiigvöllum. ic Nokkur crð til Þingvallanefndar. NORSKUB blaðamaður skrifar fiiein í Morgunblaðið í gær og lýs ir þar áhrifum, er hann varð fyr- ir, þegar liann dvaldi hér í sumar. Greinin er skemmtilcg og alltaf þykir okkur gaman að lesa það, sem erlendir menn segja um land og þjóð. — Rlaðamaðurinn ber mikið lof á íslenzkar stúikur og birtir setningu, sem hann scgist hafa lesið í einum ferðapésanum, sem hann liafi fengið. ÞESSI SETNING kemur mönn- um á óvart. Ekki hafði ég séð þennan bækling og U’úði því ekkí er ég las greinina, að hún væri í íslenzkum ferðapésa. Setningin er á þessa leið: „Látið ekki íslenzku stúlkurnar verða mosavaxnar". Hér cr um að ræða ferðapésa, sem flug félag hefur sent frá sér, en höf- undur hans er Willy Breinholst, danski grínistinn, sem hingað var boðið. ÞAB GETUR VERIÐ, að ýmsir álíti, að maöur eigi aldrei að taka það sem danski grínistinn segir án varúðar — og þannig ætlist hann til að ummæli hans séu tekin. En svona auglýsingar, landkynning af þessu tagi, er vægast sagt ósmekk leg. Og þó að Breinholst hafi skrif að þetta, þá hefði flugfélagið átt að ritskoða handritið, því að pés inn er á ábyrgð þess. En um leið á ábyrgð þjóðarinnar. Skyldi nokk ur önnur þjóð leyfa sér að aug- lýsa konur sínar á þennan hátt? RAGNAR JÓHANNESSON skrifar mér eftirfandi. „Ég'skrapp til Þingvalla úm næstliðna helgi. Af gömlum vana rölti ég upp hjá Inngvallabæ og kirkju og fram hjá þjóðargrafreitnum svokallaða. I En þar nam ég staðar í undrun og hneykslun, og er mér þó ekki ýkja hneykslunargjarnt. Hvílík við urstyggð var ekki umhirðan á þessum stað, sem helgaður er jarðneskum leifum. og minningu tveggja höfuðskálda vorra. Og mér komu samstundis í hug orð Kaup mannahafnarskáldsins: „íslenzku skáldin ástmey firrt angurvær súpa á glasi, lognast svo út af litíls virt lífsins frá argaþrasi; um þeirra leiði er ekkert hirt, allt fer á kaf í grasi . . . “ JÁ, LEHJIN ÞEIRRA geta far- ið á kaf í grasi, þótt beinin hvíli 1 ú- í virðulegum heiðursgrafreit heima á Þingvelli, en ekki undir týndu leiði í AssiotentskirkjugarB inum úti við Eyrarsund. Hér yar allt kafið í óræktarlegu grasi, sem sums staðar var lagzt í legur. Kantarnir á grasreitunum voru ójafnir og ósnyrtilegir. Mölin á gangstígnum órökuð. í einu horn inu lágu flöskubrot, og fer nú kannski ekki sem verst á því, þar eð bæði skáldin þóttu belzt til gef in fyrir pelann í lifanda lífi!! MÉR EIl SAGT, að í Þingvalla- nefnd sitji þrír fínir menn, sem ég man ekki hverjir eru. Ég legg til, að þremur mönnum verði bætt við í nefndina . . . þeir þurfa ekki að vera út af eins i'ínir, — svo að hinir geti haldið áfram að gera ekki neitt. Ef til vill gæti nefnd- in þá komizt yfir að sjá um, að fínasti grafreitur þjóðarinnar væri ekki þjóðarskömm. Þá mun Þing vallaprestur vera um leið þjóð- garðsvörður. Oft liafa klerkar tal 2 27. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framh. á 12 síðn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.