Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: BRH EiÐSSON ALLT BÚIÐ ÞESSI mynd er tekin að Iok- inni keppni þeirra Listons og Pattersons. Það er eins og heimsmeistarinn segl við Patterson: „Svona nú, Floyd minn, taktu þetta ekki svona nærri þér, þú ert ekki sá fyrsti, sem fellur fyrir mér”. Karl Guðmundsson ráðinn landsliðsfijálfari KSÍ ætlar aö efna til landsliösæfinga FHog MEISTAHAMÓT íslanda í hand- knattleik hélt áfram á Hörðuvöll- um í Hafnarfirði. Fram fóru tveir leikir í kvennaflokki og einn í karlaflokki. 1 karlaflokki urðu þau óvæntu úrslit, að FH, íslandsmeist ararnir frá í fyrra og ÍR gerðu jafntefli, 21 mark gega 21 í æsi- spennandi leik. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel og komu FH greinilega á óvart, um tíma var markatalan S:1 ÍR í vil, síðan tók . FH loödnn smám Englendingar burstuðu" Norð- EINS og kunnugt taka íslenzkir kaattspyrnumenn þátt í nndan- keppni Olympíuleikjanna og leika gegn Englendingum í fyrstu umferð. Leikirnir fara fram I Reykjavík 7. september og í Lon- don 14. september. Lítið hefur verið um undirbún- ing fyrir þessa leiki af hálfu KSÍ, 'en formaður sambandsins skýrði íþróttasíðunni frá því í vetur, að slíkt væri erfitt, bæði vegna erf- iðs fjárhags KSÍ og hinna miklu anna félaganna á keppnistímabil- inu. Þjálfarar hinna ýmsu knatt- spymufélaga hafa því annast und- irbúning væntanlegra landsliðs- manna til þessa. ÍSLAND I ÖRSLIT EINS og skýrt hefur verið frá áður verður háð heims- meistarakeppni í handknatt- leik karla og fer keppnin fram í Tékkóslóvakíu, ísland hefur tilkynnt þátt töku í keppninni og nýlega var ákveðið, að íslendingar ásamt 8 þjóðum öðrum skuli fara beint í úrslitakeppnina. Löndin 9 eru: Rúmenía, nú- verandi heimsmeistari, Tékkóslóvakía gestgjafarn- ir og auk þess ísland, Kan- ada, Japan, Austur- og Vest ur-Þýzkaland, Svíþjóð og Danmörk. íslendingar fóru einnig beint I úrslit í síff- ustu heimsmeistarakeppni. Fyrir nokkru mun þó hafa ver- ið ákveðið, að ráða hinn kunna knattspymuþjálfara, Karl Guð- mundsson til að sjá um samæf- ingar landsliðsins fyrir landsleik- ina, þ. e. leikina við Englendinga og gegn Japan, ef úr honum verð- ur. Allir, sem eitthvað fylgjast með gangi knattspymumála hér munu að sjálfsögðu gleðjast yf- ir því, að Karl skuli hafa verið ráðinn, því vart mun mögulegt að fá annan betri hér á landi. Landsliðsnefnd KSÍ hefur einnig valið nokkra knattspymu- menn tii sérstakra æfinga. Ekki vitum við um nöfn allra þessara knattspyrnumanna, en heyrzt hefur að 16 reykvískir knattspyrnumenn hafi verið valdir. Eitt heyrðum við þó í gærkvöldi, en það var, að Björg- vin ÍHermannsson, hinn snjalli markvörður Vals sé ekki valinn ril æfinganna og það undrar oss mjög. frjálsíþróttum ENGLENDINGAR gjðrsigruðu Norðmenn í landskeppninni í frjálsum íþróttum, sem lauk í Bergen í fyrrakvöld, þeir hlutu 133 stig gegn 81 stigi Norðmanna. Seinni daginn var aðeins norsk- ur sigur í einni grein, stangar- stökkinu, Hovik vann og stökk þó I ekki hærra en 4.40 m. I Formaður norska Frjálsíþrótta- | sambandsins sagði í viðtali eftir : keppnina, að hann væri að sjálf- sögðu öánægður með þennan mikla . ósigur, þó er því ekki að neita, að margir norskir landsliðsmenn náðu betri árangri í keppninni, en þeir höfðu náð áður, en það dugði bara ekki. Þetta er mesti ósigur Norð- manna í frjálsíþróttum. Hér eru úrslit í einstökum grein um: Stangarstökki: Hovik, Noregi, 4.40, Porter Eng- landi, 4.30, Förde, N. 4.30, Bur- ton E. 4.20. Kúluvarp: Lindsay, E. 17.68. Bang, N. 17.22. Haugen, N. 15.42. Hollingworth, E. 14.52. Sleggjukast: Payne, E. 61.46. Strandli, N. 60.64 Krogh, N. 60.30. Dickson, E. 53.52. 1500 m. hlaup: Simpson, E. 3:47,4. Keeling, E. 3:48.0. Sösven, N. 3:49.2. Ravlo, 3:49.2. Langstökk: Morbey, E. 7.55. Davies, E. 7.43. Bergh, N. 7.13. Petterson, N. 7.13. 10.000 m. hlaup: North, E. 29:29.4. Gomez, E. 29:446. Fuglem, N. 29:48.0. Telles- bö, N. 29:48.8. Englendingar hlutu tvöfaldan sigur bæði í 100 m. og 110 m. grind. saman í sínar hendur, og í hálf- leik höfffu Hafnfirðingar 2 mörk yfir. í síðari hálfleik komst FH í fjögurra marka forskot, en ÍR- ingar gefa sig hvergi, saxa á for- skot Hafnfirðinga og þegar leik lauk var jafnt 21 gegn 21. ÍR-liðið sýndi í heild mjög góð- an ieik, en mesta athygli vakti Finnur í markinu, sem varði stór- kostlega á köflum. Þessi úrslit gera það að verkum, að FH má ekki tapa í síðasta leiknum gegn Víking, þeim nægir aftur á móti jafntefli. En ef ÍR vinnur KR í dag og Víkingur FH á morgun verða þrjú félög jöfn, FH, Vík- ingur og ÍR. Það má því segja, að töiuverð spenna só í mótinu. Úrslit leikja í kvennaflokki urðu þessi: Valur vann Þrótt með yfir- burðum eða 10 gegn 1 og FH sigr- aði Breiðablik í frelcar jöfnuin leik eða 12:9. í dag kl. 3.30 heldur mótið á- fram og þá fara fram tveir leikir, Breiðablik og Valur í kvenna- flokki og ÍR í karlaflokki, en báð- ir leikirnir geta orðið hinir skemmtilegustu. Á morgun lýkur keppninni í karlaflokki með leik Víkings og FH, þá fara einnig fram tveir leikir í kvennaflokki, Víkingur— Valur og Þróttur—Breiðablik. — Keppnin í'.efst kl. 3. JOHN PENNEL Pennel stökk 5.10 m. LANDSKEPPNI Bandaríkja- manna og Pólverja hófst hér í Varsjá í kvöld. Frábær árangur náðist í mörgum greinum og m. a. setti John Pennel nýtt heimsmet í stangarstökki, stökk 5.10 m. (í NTB-fréttinni segir að það sé met- jöfnun, en afrek hans 5:09,8 m. á brezka meistaramótinu verður ekki staðfest nema sem 5:09 m. svo að hér hlýtur að vera um heims met að ræða.) Stangarstökkskeppnin tók gíf- urlegan tíma og það varð að nota lugtir til að lýsa stökkvurum á atrehnubrautunum. Leiðinlegur misskilningur varð einnig í stang- Framh. á 11. síffn 10 27. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.