Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 15
Dyrnar a3 númer 12 voru opn ar, en rétt innan við dymar var lilíf. Þetta var fyrsta sinni, sem ég sá slíka hlíf á móttökudeild- inni og rauð hlíf táknaði alltaf hættu. Ég gekk í kringum hlíf- ina, en svo stanzaði ég. Enginn, sem var þar fyrir innan, tók eftir mér. Ég var því fegin. Ég þurfti að jafna mig. Á miðju gólfinu stóðu börur. Umhverfis börurnar stóðu sjúkra flutningamenn með uppbrettar skyrtuermar, lögregluþjónn herra Spence og einu aðstoðar- lækna hans, — báðir næstum ó- þekkjanlegir án hvítu slopp- anna. Þeir höfðu líka brett upp ermarnar. Aðstoð'arlæknirinn var móður eins og hann hefði hlaup ið fyrstur. Systir Davis stóð við hlið hans. Þau störðu öll á mann inn, sem kraup við börurnar og hreyfði handleggina stöðugt í sama takt fram og aftur eins og hann væri að róa. En jafnframt l.yfti han nog lagði niður hand- leggina á einliverju, sem líktist einna helzt hvítri, máttlausri brúðu. Brúðu með blautt, Ijóst, hrolckið hár. Hr. Spencer beygði sig niður og lyfti augnaloki bamsins. — Þetta gengur ekki Joe. Reyndu munn-að-munn aðferðina aftur. Við skulum Skipta. Ég skal taka við núna. en svo er víst bezt, að ég fari og tali við foreldrana, Ég þekkti manninn, sem liann kallaði Joe. Það var herra Ross, deildarlæknir á lyflækningadeild ínni. Systir Davis gaf mér merki. — Er yfirhjúkrunarkonan hjá foreldrunum, hvíslaði hún. Já, systir. Ég gat ekki slitið augun frá iitlu verunni á börun- um. — Lifnar hún við aftur, syst ir? Herra Ross heyrði hvað ég sagði um leið og hann stóð upp. Ég vildi bara óska, að við gæt- um sagt eitthvað um það, syst- ir. Hann leit á Davis. — Hvernig taka foreldrarnir því? Davis sneri sér að mér.__Þér voruð inni hjá þeim, Standing. Hvernig taka þgu þessu? Allir horfðu á mig nema herra Spenc- er. — Þau virtust . . . mjög ör- vingluð, svaraði ég. Nokkrum mínútum seinna spurði herra Spence. — Hvað er klukkan systir Davis. — Vantar tíu mínútur í eitt, læknir. — Hann andvarpaði. — Ég lofaði Waiúng, að ég skyldi líta á sjúkling hjá honum kortér fyr- ir eitt. Vilduð þér gjöra svo vel og senda skilaboð til hans og segja, hvers vegna mér hafi seink að? Ég verð að tala við foreldr- ana fyrst. Davis bað mig fyrir skilaboð- in. — Farið þér svo í matstof- una og sækið te og smurt brauð handa öllum hérna, sagði hún lágt. — Já, systir. Viðtalsherbergi yfirlæknisins var tómt, þegar ég kom þangað. Svo heyrðist allt í einu rcdd Jak es úr skrifstofukonsunni fyrir innan. — Vilduð þér mér eitthvað systir? — Já, svaraði ég og fór inn tii hans og flutti honum skilaboð in. Hann virtíst ekkert hissa á þeim. — Já, ég bað sjúklinginn að koma scinna, þegar ég frétti um barnið. — Hvernig líður henni? Hefur hún ekki ennþá féngið meö vitund? — Ekki ennþá. En svo varð ég að fá svar við spurningu, sem lá mér á hjarta. — Herra Waring, sagði yfir- hjúkrunarkonan yður frá.henni, Er nokkur von? Hann stóð upp, gekk fram fyr ir skrifborðið og hallaði sér upp að því. — Já, yfirhjúkrunarkona an sagði mér frá heuni. Hún sagði mér líka, að barnið væri fimm ára, — og lijartaþol hennar er ekki meira cn fimm ára barns. Hann stakk höndunum í vasana og horfði niður í gólfið, svo aftur á mig. Systir sagði mér, að hún hefði legið í vatninu nokkuð lengi, áður en hvarf hennar varð uppv.íst. Það var — kalt í veðri. En ég býst við, að þér hafið heyrt, hvernig þetta gerðist? — Nei, ekki nákvæmlega. Móð ir hennar sagði mér svolítið, en var alltof niðurbrotin til að geta talað skipulega. — Ég skil það, sagði liann al- varlega. Það er haldið, að hún hafi misst teddybjörninn sinn í vatnið og hafi hoppað út í til þess að ná í hann aftur. Það var auðvitað ekki skynsamlegt, en hver getur búizt við því, að fimm ára barn hagi sér skynsamlega? Hann var þögull um stund, svo hélt hann áfram. Og hvaða skyn söm manneskja mundi leyfa fimm ára barni að leika sér á ár bakka? Þér. liafið ekki verið lengi í mótttökunni, systir, svo að þér hafið kannski ekki gert yður ljóst, hve mörg böm við fáuni hingað inn í hverri viku og það er alltaf sama sagan. Þér haf ið hitt foreldrana, — en ég ekki. En sagði mamma hennar ekki: — Ég hélt, að hún væri úti að leika sér, ég liélt, að það væri allt í lagi með hana. Ég hélt, að hún væri með Mary, Tom eða Jane? Sagði hún það ekki? — Jú, hún sagði það, svaraði ég. Hann gekk til dyra. — Þegar einhver ætlar að gæta barns á hann ekki að balda eitthvað held ur vita. Og ef við aðeins gætum gert öllum góðu og ástríku mæðrunum hérna í borginni þetta skiljanlegt gætum við bjargað lífi að minnsta kosti fimm barna á viku. Ætlið þér þangað aftur, — spurði hann, þegar ég var líka komin fram að dyrunum. , Ég sagðist eiga að fara inn í matstofuna Hann liorfði hugsandi á mig. — Þér virðist ekki yfir yður lirifnar af þeirri sendiferð, systir. Mér fannst hann allt í einu mannlegri en mér hafði virzt liann áður. Og ég gleymdi allt í einu, að ég var að tala við yfir- lækninn. Ég fann bara, að hann var maður, sem mátti treysta, — maður með ríka reynslu, söm ó- hætt væri að tala við. Þess vegna sagði ég án þess að liugsa mig um. — Það er ekki sjálft verkið heldur hitt, að mér fínnst svo kalt, að geta verið að hugsa um matstofuna Hann horfði hugsandi veit ennþá, hvort barnið getur lifað . . , hvort það er nokkur von. Ilann stanzaði. — Hevrið þér snöggvast, systir, sagði hann mjög alvarlegur á svipinn. Ég var að segja yður, að þetta barn er á engan hátt einstætt tilfelli. Kannski er annað þegar komið inn. Og ef það er ekki nákvæm lega sama sagan með það, — þá er það þó að minnsta kosti víst, að einhver, sem þarfnast hjálp- ar þegar í stað er á leiðinni htngað. Þér getið s.vrgt sjúkling, en gleymið ekki að nota skyn- semina. Við fáum öll löngun til þess að núa hendumar i örvænt ingu öðru hvoru, en getið þér sagt mér, hvaða gagn yrði að því. Ég hristi höfuðið. Hann kinkaði kolli og hélt á- fram. Lífið, reglan, máltíðimar verða að halda áfram. Yður finnst þetta kaldranalega sagt, þess vegna verð ég að nota önn- ur orð. Hvernig mundi yður líða . . . hann leit hörkulega á mig . . . ef þér væmð móðir fár- sjúks barns í dag. Þér kæmuð hingað með það og fengjuð þá frétt, að herra Spencer væri frá vinnu, því að hann hefði unn- ið átján tlma samfleytt og hefði ekki gefið sér tíma til að borða allan daginn. En ég get fullviss- að yður um, að herra Spencer hefur oft þannig vinnudag, — og ef yfirhjúkrunarkonan eða einhver deildarhjúkrunarkonan útvegar læknunum ekki te og smurt brauð, þegar þeir þurfa þess með, — gæti slíkt sem þetta vel gerzt. Reglulegar máltíðir og reglulegur vinnutími er yfir- leitt óhugsandi fyrir lækna á stóm sjúkrahúsi. , — Ég hef ekki hugsað um þetta á þennan hátt, sagði ég auðmjúk. — Nei, ég býst við því, sagði hann vingjarnlega. Rökræður í þessum stíl fara ekki fram á hverjum degi. En nú skuluð þér koma yður til matstofunnar. — Já, ég verð að gera það. En ég hikaði ennþá. —■ Þakka yður fyrir allt það, sem þér sögðuð. — Hann kinkaði bara kolli. — Og kannski ætti ég líka að segja yður eitt enn. Þér minnt- uzt eitthvað á það, að læknamir vissu ekki, hvort það væri nokk ur von? — Já, ég gerði það. Ég þorði ekki að segja meira, ég þorði ekki að hugsa til litlu stúlkunnar á númer 12. — Þér skiljið, — vonin skipt ir ekki máli í þessu sambandi. Við höfum verk að vinna og við liöldum því áfram oft löngu eftir að öll von er úti. Við get- um ekki stanzað og spurt spurn inga, —, vaninn kemur þar til sögunnar. Við gerum bara allt, sem í okkar valdi stendur þar til ljóst er, að ekki er unnt að gera meira. Og hvað gerum við þá? Hann yppti öxlum. — Jú, drekkum te-bolla, — fáum okk- ur sígarettu — og förum til þess næsta og svo til þess næsta . . . næsta . . . Þannig er það. Við höfum enga ntíma til að setja á svið, — engan tíma til að gráta. Við höfum aðeins tíma til að fá okkur te eða sígarettu, svo hringir shninn eða kall kem ur úr einhverri sjúkrastofunni vegna áríðandi tilfellis. Og ef þér lítið í öskubikarana héma á sjúkrahúsinu munið þér kom ast að raun um, að það gefst sjaldan tími til að reykja síg- arettuna upp. Án þess að segja nokkuð frek ar gekk hann burt í áttina til númer 12. 8. KAFLI Ég kom of seint til hádegis- verðar þennan dag og ráðskon an var ergileg. Systir Standing. Viljið þér gjöra svo vel og reyna að mæta á réttum tíma í matinn. Og hvers vegna eruð þér með alltof stóra svuntu? Farið þér og skiptið um svuntu, strax og þér eruð búnar að borða. Þér getið ekki gengið svona til fara. Ég hitti Bill Maríin á leið minni gegnum garðinn litlu seinna. — Halló, Rósa? Hvað liggur á? — Ég kem of seint á vakt, ef ég flýti mér ekki þeim mun meir. Mér þykir það leitt BiU, en ég hef engan tíma til að masa núna. Hann sneri á leið með mér. —■ Hvað hefur þú verið að gera? Þú ert náföl. Ég gat ekki sagt honum frá myndinni, sem enn- þá sat föst í nethimnu augná minna og mér reyndist ógöm- ingur að má burt. Þótt ég hefði ekki átt að fara á vakt hefði ég áreiðanlega fundið mér ein.- hverja afsökun til þess að fara inn á deild. Ég varð að fá að vita, hvernig litlu stúlkunni liði, litlu stúlkunni, sem ég þó ekki þekkti með nafni. Ég fékk ekki að vita, hv^ðj gerzt hefði fyrr um daginn, en, um"leið og ég kom til systur, Dav’is, sendi hún mig til herra; Linton, sem var einn aðstoðary læknanna.. Það var augljóst, að: miklar tafir höfðu orðið á deild-v inni þennan morguninn, því að. sjúklingarnir, sem áttu að mæta til skoðunar um morguninn sátu. enn á biðstofunni. r , Þegar berra Ross kom. inn á GRANNARNIR ©PIB t.PENHAUEH s — Nú skaltu bará horfa í aðra átt, og þá skal ég gera við rennUásinn þinn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. júlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.