Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 13
 Landsþirtg Kvenfélagasambandsins vill Rannsóknarstöð, sem starf- ar í f)águ 15. landsþing Kveníélagasam- bands íslands var haldið í Reykja vík dagana 24.-27. júní sl., og sátu það 42 fulltrúar frá öllum hér- aðasamböndum auk stjórnar- kvenna sem ekki voru fulltrúar og aðalritstjóra „Húsfreyjunnar1- blaðs sambandsins. Þinglð var haldið í Iðnó, uppi Viðstödd setningu þingsins var forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir. Predikun flutti sr. Óskar J. Þor- láksson og forseti sambandsins Rannveig Þorsteinsdóttir irl. flutti ávarp og setti þingið. Þingforsetar voru kjömar þær Rannveig Þorsteinsdóttir og Að- .-albjörg SigUrðafdóttiir. Helztu mál þingsins voru: 1. Starfsemi Kvenfélagasambands íslands, ráðunautamál og blað sambandsins. Rannveig Þorsteinsdóttir gaf skýrslu um störf sambandsins á sl. tveim árum. Félagskonur inn- an sambandsins voru hinn t. janúar 1961 14.183, en hinn 1. janúar 1963 voru þær 14.265 og hafði því aðeins fjölgað í sám- bandinu. Héraðssamböndin eru 18 og voru félög innan þeirra hinn 1. janúar 1961 216, en hitin 1. janúar 1963 218. Höfðu 4 - félög hætt starfsemi sinni á tíma- bilinu, en 6 ný komið í staðinn, þannig að félagsdeildunum fjölg- aði um tvær. Árið 1961-1962 hafði Kven- félagasamband íslands engan ráðunaut í þjónustu sinni vegna þess að enga konu var hægt að fá til starfans. Beitti sambandið sér þá fyrir því að fá sérmennt- aðar konur til þess að flytja erindi hjá kvenfélögum í Reykja- vík og nágrenni og urðu peð allmargir fyrjrlestrar Starfsárið 1962-1963 hafði Kvenfélagasambandið sauma- kennara, sem kenndi fatasaum og lét hún nemendur sína sníða sjálfa og laga fötin til. Sairna- kennarinn, Ólína Jónsdóttir. kenndi allmikið hjá fjórum liéraðssamböndum. Það er mikið áhugamál kven- félaganna, að jafnframt þvi, sem Kvenfélagasambandið sjálft hafi færum ráðunautum á að skipa til þess að senda út til félaganna ' þá fái félögin einnig aðstoð til námskeiðahalds og fræð&lustaví'- semi heima fyrir. Þess vegna var það mikið fagnaðarefni, að liv. Alþingi veitti á fjárlögura ársips 1963 kr. 100.000.00 til héraðsráðunautsstax-fs meðal hér aðssambanda kvenfélaganna. Er ákveðið, að þessu fé verði skipt niður á samböndin í hlutfalli við fræðslustarf þeirra. Blað sambandsins „Húsfreyj- an,“ kemur út ársfjórðungslega og er nú byrjaður 14. árgangur þess. Ritið er með svipuðu sniði og næstu ár á undan, en þó með nokkrum nýjungum. Allur út- gáfukostnaður hefur hækkað stórkostlega, og varð ekki hjá því komizt, að hækka áskriftar- gjald ritsins nú nýverið. Fuil- trúar voru sammála um það, að „Húsfreyjan" væri afbragðsrit, og mjög margt í henni, semihúm- ilin og húsmæður varðar. : ií 2. Skýrsla starfsnefndar K,|. Á formannafundi í júnf"1962 var samþykkt að kjósa neöwÞ til þess að gera áætlanir um -fjam- tíðarstarf' Kvenfélagasanúian .ls íslands. í nefndinni áttuíiæti: Aðalbjörg Sigurðardóttir Reykja- vík er var formaður nefndsctian- ar, Halldóra GuðmundsÖ&ttir Miðengi Grímsnesi, Helga Mjgn- úsdóttir Blikastöðum MosSlls- sveit, Steinunn IngimundaSSíott- ir skólastjóri Húsmæðragft^áns að Varmalandi Borgarfirði öj* Vig dís Jónsdóttir skólastjóri.jBÚs- mæðrakennaraskóla íslaijds, Reykjavík. Nefndin lagði fram eftirfatándi tíllögur, er þingið samþykkti ó- breyttar: 1. Skrifstofa K.í. skáWafn- framt því, að annast alöíenxi skrifstofustörf, hafa á írendl fræðslu- og upplýsingastacföéjni fyrir húsmæður. 2. Stjórn K.í. ráði í bví« wnena- miði fastan starfsmann, or ann- ist, ásamt skrifstofustörfumAupP lýsingaþjónustu og fræð«É»starf. Leitað sé til sérfræöingá^um hin ýmsu málefni lieimilahna, eftir því sem með þarf og £Ína- hagur leyfir. 3. Aflað verði sérfræðibóka, tímarita og blaða til noJJkunar og úrvinnslu fyrir starfsmenn K.Í., svo að jafnan séu fyrir hendi nýjustu niðurstöður rann- sókna og athuguna, sem unnar eru í þágu heimilanna á erlend- um stofnunum og heima fyrir. 4. Unnið sé að því að koma þeirri þekkingu og armarri tíma- bærri til almennings í gegnum blaö K.í. „Húsfreyjuna,“ útvarp, almenna upplýsingaþjónustu, út- gáfu smárita og bæklinga eða handbóka fyrir húsmæður eftir því sem mögulegt er, og með því að ú,tvega sambandsfélögúnum þá kennara og fyrirlesara, sem þau óska eftir og tök eru á að i)á, • enda beri þá kvenfélögin sjálf kostnað af þessari starf- semi. 5. Rannsóknamiðstöð fyrir mál- efni heimilanna er nauðsynleg. Sýnist eðlilegast að setja hana í samband við rannsóknástofnun ríkisins í þágu atvinnuveganna. Þingið leggur því til að fela stjórn K.í. að vinna að því, að bætt- sé inn í frumvarpið um rannsóknir í þágu atvjnnuveg- anna frá síðastp A^':ngV, og ekki var afgreitt á því þingl, á- kvæði um rafinsóknas^ofnun heimilanna. 6. Starfsemi ráðunautanna skal tengja þessu starfi. Skrifstofa K.í. verður þá ,miðstöð ráðu- nautaþjónustunnar, ráðunautarn ir hafa þar aðgang að fræðirit- um, skipuleggja störf sín, halda fundi og námskeið, sem konið er á fyrir milligöngu skrifstof- unnar. 3. Samstarfið við Húsmæðra- nefnd Norðurlanda. í lok síðasta landsþings, haust- ið 1961, var haldinn hér á landi f fyrsta sinn stjórnarfundur Hús- mæðrasambands Norðurlanda, sem Kvenfélagasamband íslands er aðlli að. Var þá rætt um það, hvort ísland gæti séð um þing- hald fyrlr sambandið nú bráð- lega, en ákveðið er að xæsta þing verði haldið í Bodö í Norð- ur-Noregi sumarið 1964. Sam- þykkt var, að stjórn K.í. gangist fyrir hópferð íslenzkra kvenna á það þing. Jafnframt var stjórn- inni falið að gera ráðstafanir til þess að leggja fram boð um það, að þing Húsmæðrasambands Norðurlanda verði árið 1968 ha’.d ið á íslandi. 4. Saga kvenfélaganna. Á landsþingi árið 1955 var á- kveðið að hefja söfnun á gögn- um til þess að rita sögu kven- félaganna á íslandi, og brugó- ust félög og sambönd vel við þvi, að rita sögu sína og senda til Kvenfélagasambandsins. Nú hef- ur milliþinganefnd sérfróðra kvenna farið yfir það, sem borizt hefur, og var það álit þeirrar nefndar, að elrki væri rétt að hefja útgáfu á sögu kvenfélag- anna með þeim gögnum, sem fyrir liggja. Féllst þingið á það, en skoraði jafnframt á héraðs- sambönd og kvenfélög að geyma vel frumgögn um starfsemi kvenfélaganna og fá fróðar konur til þess að rita niður það, sem þær muna um félagsstarfið fyrr á árum, og halda til haga upplýs- ingum um félög, sem ekki starfa lengur, jafnt og hinna, sem nú eru starfandi. Sigríður Kristjánsdóttir, hús- mæðrakennari, flutti á þinginu erindi um rannsóknastörf í þágu heimilanna og lýsti því, hvernig rannsóknastörf þessi eru fram- kvæmd á Norðurlöndum. Var þetta erindi flutt með hUðsjón af því, að hér komi upp rann- sóknastöð, er starfi í þágu heim- ilanna, eins og áður er getið um. Þingið gerði allmargar álykt- anir og fara nokkrar þeirra hér á eftir: Um þátttöku kvenna í ýms- um nefndarstörfum. 15. landsþing K.í. mælist til þess, að kvenfélögin vinni að því, að fleiri konur séu kosnar í skóla- nefndir, stjórnarnefndir sjúkra- ixúsa, elliheimila og f önnur ráð og nefndir, sem fjalla um heilbrigðis- uppeldis- og mennta- mál. Ekkl sízt ber að leggja á- herzlu á hlutdeild kvenna í stjórnum þeirra stofnana, sem kvenfélög hafa safnað fé til. Um fræðsTu í grænmetis- rækt. Landsþing K.í. skorar á land-" búnaðarráðherra og búnaðar- málastjóra að beita sér fyrir þvi, að héraðfcráðunaubar, sem útt- skrifast flrá bændaskólum, fái undirstöðufræðslu í grænmetis- rækt, svo að þeir geti á ferðum sínum um landið einnig leið- beint heimilum á þessu sviði. Um áfengismál. 15. landsþing K.í. endurtekur fyrri áskoranir sínar til hins háa Dómsmálaráðuneytis um, að komið verði á vegabréfaskyldu, svo að auðveldara verði tð fram- fylgja þeim lögum og reglum, sem í áfengislöggjöfinni íelast. Ennfremur skorar fundurinu á ráðuneytið, að það hlutist til um, að mjög verði þyngdar refsiugar fyrir ólöglega útvegun og sö,u á- fengra drykkja til ungliaga. Um heimilisaðstoð við aldr- að fólk. 15. landsþing K.í. beinir þeixn tilmælum til kvenfélaga landsi ís að þau skipuleggi hvert á sinu fé'agssvæði heimilisaðstoð við aldrað fólk, sem slíkrar að&to\*ar þarfnast. Starfsemi þessi bein- ist að því, að aldrað fólk geti sem lengst búið að sinu, bótt nánir ættingjar eða aðrir vanda- menn hafi ekki aðstæður til að veita því nauðsynlega heim'lis- aðstoð. Um kristindómsfræðslu í skólum. 15. landsþing K.í. beinir þeirri áskorun til Menntamála- ráðuneytisins, að kristindóms- fræðsla í skólum verði aukin aZ miklum mun, m.a. með því að kenna kristinfræði til loka skyldunáms. Telur þingið æski- legt, að prestum landsins verði falin þessi kennsla, þar sem því verður við komið. Um hækkun f járveitingar til orlofssjóðs húsmæðra. 15. landsþing K.í. þakkar hækk un þá, sem veitt hefur verið til orlofssjóðs húsmæðra frá því, sem upphaflega var ákveðið. En vegna mjög aukinnar starfsexr.i orlofsnefndar telur þingið þó, að frekari hækkun á framlagi rxir.'s- ins sé nauðsynleg. Fer þingið þess á leit við Alþingi og ríkis- stjórn, að framlag til orfofs- sjóðs verði hækkað í næstu fjárlögum. Kosningar fóru fram seint á þinginu. Úr stjórn áttu að ginga formaður og meðstjórna adi. Rannveig Þorsteinsdóttir sem setið hefur í stjórn K.í. í 16 ír, þar af 4 síðustu árin sem for- maður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður var kos- in Helga Magnúsdóttir Blika- stöðum Mosfellssveit og með- stjórnandi Ólöf Benediktsdóttir Reykjavík; Fyrir var í stjórninni Jónína Guðmundsdóttir Reykja vík. í varastjórn voru kjöi-nar: Sig ríður Torlacius, Elsa Guðjónsson og Guðlaug Narfadóttir allar úr Reykjavík. í útgáfustjórn .Húsfreyjunuar' voru endurkjörnar: Svava Þór- leifsdóttir, Elsa Guðjónsson, Kristjana Steingrímsdóttir, Sig- ríður Kristjánsdóttir og ligríður Torlacius. Búnaðarfélag íslands ba ið þinginu til kaffidrykkju að H )< '1 Sögu og höfðu konur mikla á- nægju af því að koma í þetta vcg lega hxís. Einnig bauð Sveinbjörn Jónsson forstjóri, þingkonum að skoða verksmiðjur sínar, Ofna- smiðjuna í Reykjavík og Vefar- ann í Mosfellssveit og nutu þær ágætra kaffiveitinga í Hlégarði á eftir. Var þessi ferð bæði skemmtileg og fróðleg og /oru konurnar mjög þakklátar Svein- birni Jónssyni og fjölskyldu lians fyrir vinsemd þeirra og rausn. ÞETTA örsmáa tæki, sem komið hefur verið fyrir í eyra mannsins, gegnir mjög sérstöku hlutverki. Þetta er ekki heyrnartæki í venjulegiun skilningi, heldur er það ætlað fyrir bílstjóra, sem bæði þurfa að fylgjast með þvi sem samferðamenn þeirra segja og sömuleiðis liljóðum og há- vaða úr umferðinni. Tækið er þannig úr garði gert, að það lætur bílstjórann ekki heyra nema ákveðin hátiðnihljóð, önnur hljóð útilok- ar það. Bílstjórinn heyrir til dæmis ekki í vél bflsins, sé vindgnauðið á rúðunum. Hann heyrir hins vegar mæta vel í fólki inni í bflnum og sömuleiðis ef bfll flautar í grennd við hann. wwvwwwvwwwwwvwwwvwwwvwwwvwwwvwwwwww ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. júlí 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.