Alþýðublaðið - 30.07.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 30.07.1963, Side 7
HIN SfÐAN : :\iZ >V%WWWWWMWWMHWWWWMWWWWWWWWMMWW Varhugaverð skemmtiferð DRENGIRNIR hérna á myndinni tókust á hendur hættu- legt ökuferðalag laust fyrir síðustu helgi. Þeir heita Brian og Sean og eiga heima í Giasgow. Einn góðan veðurdag voru þeir að leika sér skammt frá heimilum sínum og komu þá auga á þriggja tonna vöruflutningabifreið, sem freistaði þeirra meira en lítið. Snáðamir tóku sér sæti aftur undir palli bif- reiffarinnar og uggðu ekki að sér er bílstjórinn, Sam Jeffrey ók af stað án þess að veita þeim eftirtekt. Sátu nú piltarnir sem fastast og bíllinn ók áfram á fleygiferð. Það var ekki fyrr en kona nokkur tók eftir þeim og tókst aö láta stöðva bifreiðina eftir að hún hafði ekið meira en mílu vegar, að leik tvímenn- inganna lauk. Það er talin hafa verið mesta miidi að ekki hlauzt slys af þessu tiltæki ungu mannanna. Á myndinni sjáum við Brian litla til vinstri og Sean til hægri þar sem þeir sátu í ökuferðinni eftirminnilegu. I UliiiiiiiitiiMiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii /iiiiiiiiiiiiutiiu* i ! Verölauna- veitingar á kvikmynda- hátíð ÍTALSKI kvikmyndastjór- inn Federico Fellini fékk fyrstu verðlaunin á þriðju al þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu fyrir mynd sína „88&i4“. Danska kvikmyndin „Den kære familie" fékk verð laun fyrir framúrskarandi góða myndatöku. Gullverð- laun fengu tékkneska mynd- in „Við getum ei fyrirgefið" og júgóslavneska myndin „Kozara“, — þær fjalla báð ar um baráttuna gegn nazist um. Bezti leikarinn var kjör inn Bandaríkjamaðurinn Steve Macqueen fyrir leik sinn í „Flóttinn mikli“ og hin indverska Suhitra fékk verðlaun „sem bezta leikkon an fyrir leik sinn í mynd- inni „Giftingarhringurinn". Hámark hátíðahaldanna var þegar hinn kunni Fell- ini gekk fram á sviðið og tók við fyrstu verðlaununum úr hendi rússnesks kollega síns Grigory Chukrau, formanns dómnefndar kvikmyndahátíð arinnar. Hinir sex þúsund þátttakendur hátíðahaldanna vorú samankomnir í salnum, þar sem verðlaunaveitingin fór fram, og fögnuðu þeir Fellini ákaflega. T arzan bjargar gestum HUNÐURINN „Tarzan" bjarg- aði 40 mannslífum á áströlsku fjallahóteli 370 km. fyrir sunnan Sidney, er eldur kom þar upp að næturlagi. Allir voru í fastasvefni unz hótelstjórinn vaknaði við span gólið í „Tarzan", sem lét sem óður væri. Hóteístjórinn vakti svo gest ina einn af öðrum og flúðu þeir í náttfötunum einum saman út i snjóstorm og hríð, sem geisaði úti fyrir. Fleiri afforot MIKIL fjölgun afbrota átti sér stað í London árið 1962. Frá þessu skýrði Sir Joseph Simpson iögreglu fulltrúi í nýútkominni ársskýsiu um lögreglumái í Lundúnum. Tel- ur Simpson að fjöiga þurfi f Lundúnalögreglunni um 6000 manns til þess að fullnægjandi sé fyrst nm sinn. Mest fjölgaði ofbeldisglæpum. Líkamsárásum fjölgaði um 271 frá árinu áður og urðu 2.991. Nauðgan ir uxu um 178 í 1.345. Morð f Lundúnum árið 1962 urðu 38 og er það þremur meira en var 1961. í fyrsta slnn x sögu Lundúnalögreglunnar fóru svo rán yfir 1000. Lundúnalögreglan framkvæmdi 18,610 handtökur á unglingum inn an 21 árs árið 1962 og er það 454 meira en árið áður. 25.302 hand- tökur fóru fram á fólki yfir 21 árs. öngvit 40 ARA gömlum bankarængja í Phíladelphia í Bandaríkjuirum tókst ekki betur til en svo að þatS steinleið yfir hann í miðji* ætlunarverki sínu. Ræninginn otaði byssu sinni að gjaldkeranum, Samuel D. Galati, og sagði við hann hvössum rómi: „Þetta er rán. Upp með pen- ingana“. Hinn 66 ára bankavörður, Step- hen Ryan, stóð við enda annars borðs í afgreiðslusalnum og sá, hvað verða vildi. Hann seiltíist undir borð og þreif þar riffil og hleypti af skoti. Ræningjanum brá svo við þetta að það leíð yfir hann. Þustu menn þá til og afvopnuðu hann. Flestum, brá þó í brún, þegar í ljós kom a0 byssa ræningjans var lcikfanga- byssa hlaðin meinlausum plastkul um. Hann: Þú vilt alls ekki giftest mér? Hún: Nei, en það er allt í íagt með að vera trúlofuð þér dálítinn tíma. | Naglar og nálar \ | í maga konunnar | SOVÉZKIR fæknar hafa orð ið að framkvæma mikla skurðaðgerð á armenskri konu, Antaram Khachatryan, sem er fertug að aldri og þjáðist af óvenjulegum og ill kynjuðum taugaköstum. Læknarnir veiddu hvorki meira né minna en 230 nagla og 340 nálar úr maga konunn ar. Hún gaf þá skýringu á þessu undarlegu fyrirbrigði, að „illir andar“ hefðu gef- ið henni fyrirskipanir um að gleypa þessa hluti. Tass fréttastofan hermdi, að nokkrir naglarnir hefðu stungizt í lifur konunnar og önnur viðkvæm líffæri, en bætti því við að hún væri samt sem áður úr allri hættu. Læknarnir áttti í fyrstu í mestu erfiðleikum með að greina sjúkdóm konunnar. Hún kvartaði sáran yfir maga verkjum og héldu sumir læknanna, að hún kynni að þjást af magakrabba. Var loks tekin röntgenmynd af konunni, sem sýndi að van- líðan hennar stafaði af miklu magni nagla og nála, sem liún hafði látið ofan í sig. Ekki fékkst konan til að játa naglaátið fyrr en uppskurð- urinn hafði átt sér stað. ai iii 11111111*111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiii 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.20 20.00 20.20 20.50 21.10 21.30 21.45 22.00 22.10 23.00 HIN SIOAN ÚTVARP REYKJAVÍK Þriðjudagur 30. júli Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. *—• 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir), Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. 4 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Vcður- fregnir. — Tónl. — 17.00 Fréttir . — Endurt. tónlistarefni). Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 18.50 Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Xónleikar í útvarpssal: Mauno Nelimarkka hornleikari frá Hel&* inki leikur, við undirleik Ólafs Vígnis Albertssonar. a) Canto serioso eftir Carl Nielsen. b) Andante fyrir horn og píanó eftir Herbert Hriberschek Ágústsson. c) Tveir þættir úr hornkonsert op. 8 eftir Franz Strauss. Frá Japan; III. erindi: í Kyoto, borg hofa og hátíðahalda (Kjar« an Jóhannsson verkfræðingur). Kórsöngur: Lögreglukór Reykjavíkur syngur. Söngstjóri: Páll Kr. Pálsson. Píanóleikari: Fritz Weisshappel. a) „Kaldalónskviða", níu lög eftir Sigvalda Kaldalóns, útsctft fyrir karlakór af söngstjóranum. b) Þrjú tvísöngslög, raddsett af Páli Kr. Pálssyni. c) Tvö lög eftir Pál Kr. Pálsson: „Syngdu mér söngva,, cg „Heilir frændur". Þýtt og endursagt: Henry Ford, forvígsmaður vélaaldar (Bakl- ur Pálmason). Samleikur á tvö píanó: Kjell Bækkelund og Robert Levin lci!;rw norska dansa op. 35 eftir Grieg (Hljóðr. á tónlistarhátíðinni * Björgvin á þessu sumri). íþróttir (Sigurður Sigurðsson). Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Guðný Aðalsteinsdóttir). Dagskrárlok. ALÞÝÐUBLAÐTÐ — 30. júlí 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.