Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 8
8 21. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐÍÐ FYRIR nokkru var á það drep- i5 í biaðinu sð mikil þörf væri á því að settar yrðu sérstakar reglur um ieigubifreiðir, sem leigðar eru án ökumanns. Kom, það' þá á daginn að reglurnar um þetta efni eru til. Er því ekki úr vegi að birta hér í heild, þær regíur, sem nú gilda um leigu bifreiða án ökumanns. f greininni sem birtist hér í blaðinu um þetta efni, var með al annars stungið upp á því að þessar bifreiðir yrðu merktar sér síaklega sem og aðrar leigubif- reiðir. Ekki er þó gert ráð fyrir slíkri merkinou í núgildandi regl ■>m. en sú hu<rmvnd að bessar hifrsiíiEr vef??i merkfar virðist þó eiíra f»Uon rétt á sér. 2. gr. Umsókn um leyfi samkvæmt 1. gr. skal fylgja: 1. TJpplýsingar um tölu þeirra atvinnutækja, sem ætlunin er að Ieigja, skráningarnúm er þeirra, tegund og stærð. 2. Vottorð bifreiðaeftirlits rík- isins um að ökutæki þau, sem ætluð eru til leigu, séu hæf til þeirrar notkunar. 3. Vottorð vátryggingafélags um, að ökutækið verði tryggt samkvæmt 70. gr. umferðarlaga nr.. 26/1958 til leigu án ökumanns. 4. Upplýsingar um hvar starfs- stofa verður. 3. gr. Ökutæki, sem Veyft hefur ver ið til leigu án ökumanns, skal fært til skoðunar hjá bifreiða eftirliti ríkisins ÁRSFJÓUÐ- UNGSLEGA. Fella skal niðui leyfi, ef ökutæki er ekki leng ur hæft til leigu, að dómi bif r i <V a e f t i ri'ií frni a mj(s. REGLUR um leigu á skráningar- skyldum ökutækjum til mannflutninga án öku- manns. 1. gr. Enginn má selja á leigu i : t- vinnuskyni skráningarskylt ökutæki til mannflutninga án ökumanns, nema fengið hafi verið leyfi til þess hjá lög- regVustjóra, þar seni leigusali æflar að hafa starfsstofu, svo og viðurkenningu lögreglu- stjóra á þeim ökutækjum, sem nota á við starfræksluna. Skilyrði til þess að fá leyfi eru, að umsækjandi fullnægi þessum skilyrðum: 1. Sé lögráða. 2. Hafi forræði á búi sínu. 3. Sé heimilisfastur á ísl'andi. 4. Hafi óflekkað mannorð. Heimilt er að veita félaji leyfi samkvæmt þcssari grci.i enda fullnægi framkvæmda- stjóri þess skilyrðum 1.-4. tölu- iiðs. Fyrir leyfi samkvæmt 1. mgr. skal greiða kr. 500.00 í ríkissjóð. Nú ætlar leyfishafi að endurnýja eða bæta við bi. reiðakost sinn og ber þá að íá lcyfi lögreglustjóra til notkur- ar þeirra bifreiða, endi liggi fyrir upplýsingar samkvæmt 1.-3. tölulið 2 gr. 5. gr. Leigusal’i skal skrá alla gerða leigusamninga í sér- staka bók, löggilta af lögreglu- stjóra. í bókum skal greina nafn leigntaka, stöðu, heimil- isfang cg aldur. Enn fremur skráningarnúmer ökuíækis, á hvaða stundu og degi leigutími hefjist og end', farna vega- lengd, svo og numer ökuskír- teinis stjórnanda. Lögreglu- stjóri getur krafizt þess, að frekari upplýsingar séu skráð- 6. gr. Leigusala ber að gera skrif- legan samning í tveimur cin- tökum um liverja leigu og fær le^gutaki annað þeirra. Lág- marksleigutími er þrjár klukku stundir og skal innheimta gjald fyrir þann tíma fyrirfram. Við undlrskrift samnings skal leigutaki leggja fram geymslufé í peningum, , er nemi a.m.k. kr. 500.00. Leggja ber fram geymsrufé, þót.t leigusali sé skuldugur leigu- taka. Eigi ber að endurgreiða geymsluféð að svo stöddu, nema leigutaki gefi um það skriflega yfirlýsingu, þegar leigutíma er lokið ,að hann hafi ekki valdið þriðja manni lík- amstjóni eða eigna með notkun ökutækis. Hafi Veigutaki valdið tjóni, sem fellur undir ábyrgðartrygg ingu eða húftryggingu, ef öku- tækið er þannig tryggt, ber að nota geymsluféð, skv. 2. mgr. til greiðslu tjónsins eði hluta þess, að svo miklu leyti sem leigusali ber sjálfur áhættu af því, sbr. 7. gr. 4. gr. Eigi má lelgja ökutæki án ökumanns öðrum en þeim, sem eru 21 árs að aldri og hafa rétt indi til að stjórna þess konar ökutæki, sem leigja á. Heimilt er þó að gera leigusamning við mann, sem ekki hefur ökurétt- indi, enda tilnefni hann öku- mann skriflega fyrir leigusala og má þá ekki annar stjórna ökutækinu. Skal ökumaður uppfyll'a framangreind skilyrði Leigutaka er óheimilt að nota ökutæki til flutnings far þega gegn greiðslu, lána það eða framleigja. Leigusala ber að ganga úr skugga um, að sá, sem á að stjórna hinu leigða ökutæki, hafi heimild til þess, með því að skoða ökuskírteini hans. 7. gr. Vátryggingartaki (leigusali) ber ábyrgð gagnvart vátrygg- ingarfélagi á fyrstu eitt þús- und krónum af hverju tjóni, sem fellur á vátryggingarfélag vegna ábyrgðartryggingarinnar meðan á leigutíma stendur enda hafi vátryggingartaki, heimilismaður hans eða starfs- maður ekki stjórnað ökutæki, þegar tjón varð. Ef ökutæki er húftryggt, ber vátryggingar- taki sams konar ábyrgð á fyrstu eitt þúsund krónum af hverju tjóni, er falla undir þá trygg- ingu, að undanskildum tjónum, sem stafa af þjófnaði, eldsvoða eða sprengingu. Húftryggingar sala er óheimil't að greiða þá upphæð fyrirfram upp í tjóna- greiðslu. Ef skaðabótaskylda skiptist á aðila, lækkar upphæð sú, sem vátrygging.y-tg/ii bejr á- byrgð á, að tiltölu, miðað við ‘'hlut hans í heildartjóninu. 8. gr. Fari leigusali ekki eftir fyrir mælum regl'ugerðar þessarar, ber hann fulla ábyrgð gagnvart vátryggingarfélagi á þeim tjónum, sem kunna að verða á leigutímanium og falla undir ábyrgðar- eða húftryggingu. 9. gr. Leyfi, sem veitt eru samkv. 1. gr. skal lögreglustjóri aftur kaila ef verufeg brögð verða á brotum á reglugerð þssari, eða leyfishafi misnotar leyfið á annan hátt. 10. gr. Brot á reglum þessum varða viðurlögum samkvæmt VII. kafla umferðarlaga nr. 26/1958 11. gr. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 85. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958 og öðl- ast gildi þegar í stað. í dóms og kirkjumála- ráðuneytlnu 25. júlí 1960. Bjarni Benediktsson. Nýtt hefti Búnðóarblaðs Blaðinu hefur fyrir skömmu borizt sjöunda tölublað, þriðja ár gangs Búnaðarblaðsins. í blaðinu, sem er rúmar 30 síð ur að stærð, er m.a. viðtal við Grím Gíslason bónda að Saurbæ í Vatnsdal. Grein er um dráttar- hæfni traktora ásamt fjölda skýr Ingaifmynda. Sfefán Aðaisteins- son skrifar grein um sauðkindina, — vandræðabarn þjóðfélagsins. Þá er grein eftir Þorstein Þor- steinsson á Hvanneyri um Eggja- hvítu. Þá er grein eftir Jón Þor geirsson Skógum í Vopnafirði. er nefnisfT Hafa skal það, er sannara reynist. Fjöldi annarra greina er í blaðinu, sem er skreytt mörgum myndum. RÆTT VIÐ SÆNSKÁN LISl SLENDINGAR MIK EN HIRDULAUSIR Harry Tilgman er Svíi eða Finniands-Svíi og eigandi Kera- miksverksmiðju. Hér á landi dvaldist hann í vikutíma til að skoða náttúruna og kynnast landi og þjóð. Tilgman hefur sjálfur reist verksmiðjuna, sem við hann er kennd. Hann byrjaði smátt á iðju sinni. Með einbeitni og viljaþreki hefur hann gert nafn sitt þekkt í Svíþjóð og öðr- um löndum, þar sem samkeppn- in er hörð. Finnar og íslendingar eru harð gerðustu þjóðirnar á Norðurlönd- um. Austasta og vestasta landið hefur komizt í kynni við heim- ana tvo. Finnar hafa orðið að þola yfirgang annarra þjóða en íslendingar auk þess veðráttuna. Hvað annað styrkir meira þrótt mannsins? Listamenn eru oft næmir ,'yrir ytri áhrifum og er Tilgman eng- in undantekning írá því. H.inn hefur mjög næma skynjun á öliu sem gerist í kringum hann. — Landslag íslands er stórkost legt. Fjölbreytnin nærri því ó- takmörkuð. Hérna eru hrjóstr- ugar heiðar umluktar flauelis- mjúkum fjallstindum. Tindarnir hafa misst oddana og fengið á- vala lögun af yfirgangi náttúr- unnar. Þegar litið er á fjöllin í fjarska, verða þau tignarleg, hlý- leg og fögur. Við rætur þeirra breiðir hin hrjúfa og óunna jörð úr sér. Andstæðu þessa er óvenju legt að sjá í Evrópu, segi ég sem ferðamaður. Þar eru fjöllin venjulega brúnahvöss og hrika- leg en jörðin ræktuð. — Þegar staðið er úti við, og virt fyrir sér liið fjölbreytilega litaspil náttúrunnar, er líðanm eins og maður standi einn og yfir gefinn frammi íyrir sjálfum Guði. Friðurinn er mikill og mað urinn er þar einn með samvizk- una. — Þegar ég kom í Ásbyrgi, komst efst í huga minn: „Hvað hefur hér skeð?“. Landslagið er ekki í sinni upprunalegu mynd, í rás aldanna hafa ummerki nátt- úruhamfara, smám ssman minnkað. En, hver er undirrót þessa alls? Maður finnur sérlega fyrir smæð sinni, vanmætti og þekkingaskorti frammi fyrir gnæfandi hraunveggjunum. — Landslagið við Kleifarvatn fanhst mér stórkostlegt. . Það rigndi, er keyrt var frá leirhvcr- unum til vatnsins, sem var um- lukið hrikalegum svörtum klett- um. Það liggur eins og í dæld. Brennisteinslyktin kom á moti okkur og fannst mér eins og við værum að aka með Karoni eftir undirheimaánni Stycks inn í ríki Hadesar, ríki Heljar. — Hvað vilt þú segja okkur um íslendinga? — Með öfund lít ég á, hversu iðnir íslendingamir eru við vinnu. Það má sjá þá starfandi allan sólarhringinn. Þetta er ó- þekkt fyrirbrigði í Svíþjóð. Slíkri vinnugleði væri ómögulegt að koma þar á, hvað sem á boðstól-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.