Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 11
Norska stjórnin Framh. af 1 síðu róttækari stefnu, hlutleysi í utan- ríkismálum og stendur að ýmsu leyti nálægrt kommúnistum. Nú réðist Gustavaen með miklum sví- ▼irðingum á jafnaðarmenn og stjórn þeirra og kvað þá hafa rek- ið of ihaldssama stefnu. Hefðu þeir kosið borgaralegan frið við borgaraflokkana í flestum málum off brugðist verkalýðshreyfing- unni. Hins vegar kvaðst Gustav- sen tala fyrir verkalýðshreyfing-- una. Hann kvaðst vera á móti hvaða liægri stjórn sem væri og mundi flytja á hana vantrauststillögu. Hins vegar væri hann ekki björg- unarhringur jafnaðarmannastjórn arinnar, sem hefði brugðizt hlut- verki sínu og nú siðast stigið til hægri með því að gera Tryggve Lie að iðnaðarmálaráðherra. Gustav- sen kvaðst helzt vilja róttækari stjórn jafnaðarmanna. Að lokinni ræðunni urðu stutt orðaskipti og tóku aðeins þátt í þeim Nils Hönsvald, leiðtogi jafnaðarmanna á þingi, og Gust- avsen. Kvaðst Hönsvald skilja Gustavsen svo, að þeir félagar mundu greiða atkvæði með van- trausti borgarafiokkanna. Kvað hann það mundu vera einstakt í stjórnmálasögunni, að vinstri jafnaðarmenn styddu borgara- flokka til að fella jafnaðarmanna- stjórn. Honum virtist sama, hvort landið hefði borgaralega stjórn eða sósíalistiska — vildi jafnvel heldur hina fyrrnefndu. Hönsvald kvaðst viss um, að hefðu þessir atburðir verið kunnir fyrir síð- ustu kosningar, hefðu þeir SF- j menn aldrei náð kosningu á þing. I Gustavsen átti síðasta orð um- JAPÖNSK EIK Nýkemið: Japönsk eik: 1, 114, IV2 2 og 21/2“. Brenni: 1, 114, 114, 2 21/2 og 3“. Birki: 1, 114, IV2 og 2“. Burma Teak: 2, og 214. Afromosia: 114“*. Mahogny: 114“. Siam-Teak og Oregon-Pine væntanlegt. Tökum á móti pöntunum. Loftskeytanámskeið hefst í Reykjavík um miðjan september 1963. Umsóknir,' ásamt prófskírteini miðskólaprófs eða annars hliðstæðs prófs og sundskírteini, sendist póst- og símamálastjórn- inni fyrir 1. september næstkomandi. Inntökupróf verða væntanlega haldin dagana 9. og 10. september 1963. Prófað verður í ensku og reikningi, þar á meðal bókstafa reikningi. Nánari upplýsingar í síma 1 10 00 í Reykjavík. Reykjavík, 19. ágúst 1963. Póst- og símamálastjórnin. Miðstöðvartæki óskast ræðnanna og kvað tillögu borgara-' flokkanna skynsamlega og því greiddi hann henni atkvæði. Kraf- an um róttæka verkamannastjórn væri sterk og nú fengi Verka- mannaflokkurinn tækifæri til að mynda nýja stjórn. Fundinum var slitið og fer at- kvæðagreiðslan fram í dag. LESTARRÁNIÐ Framh. af 3 .síðu velli, en lögreglan er ekki viss um, að skötuhjúin hafi komizt burtu flugleiðis. Er talið hugsan- legt að bíllinn hafi verið skilinn þarna eftir til þess að villa lög- reglunni sýn. Leynilögreglumenn og spoo: hundar rannsökuðu í dag hótel eitt fyrir sunnan London. Hafði lögreglunni borizt til eyrna. að maður og kona, sem þátt tóku í ráninu hefðu búið á hótelinu fyr ir nokkrum dögum. Þau höfðu greitt beinann með fimm-punda- seðlum. í sl. viku fundust 100.000 pund í grennd við hótelið. SJÖTUGUR Framh. af 14. siðu Nýbýlið í mýrinni hefur blessast þeim hjónum, veitt þeim og öðr- um marga yndisstund, en líka framkallað marga svitadropa. Það er gleði framleiðandans að erf- iða og sjá árangur starfs síns. Það hafa þau hjón vissulega séð. Þórarinn var kosinn í hrepps- nefnd Eyrarbakkahrepps 1954 og jafnan síðan. Þar héfur hann ver- ið samstarfsmaður minn, og und- an því samstarfi þarf ég sannar- lega ekki að kvarta hann hefur jafnan verið tilbúinn til aðstoðar við úrlausn þeirra mála sem að hafa borið og lagt gott til mála hver sem í hlut hefur átt. Þórarinn er ákveðinn flokks- maður Framsóknarflokksins og hefur unnið þeim flokki vel. Það hefur þó ekki haft áhrif á sam- starf hans \þð anna'rra jflokka menn innan hreppsnefndar. Enda fer bezt á því að svo sé í litlum sveitarfélögum, meðal þeirra manna sem með forystu fara á hverjum tíma. Ég vil að lokum flytja þeim hjónum fyllstu árnaðaróskir hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps og mínar persónulegu á þessu 70 ára afmæli þeirra. Hennar 28. janúar sl. og hans í dag. Eyrarbakka 21.8 1963 Sigfús Jónsson Pressa fötin meðan þér bíöiS. Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. Erum kaupendur að olíukynntum miðstöðvar' katli ca .6 ferm. með öllu tilheyrandi. Algjör reglumtíbur Tilboð sendist blaðinu fyrir sunnudag 25. óskar eftir rúmgóðu herbergi á rólegum stað, helzt í Miðbæn ágúst. um eða Austurbænum. Sími 1 81 28 eftir kl. 3 e. h. Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvemig mamma fer að: Lítið á einu sinni oft- ar. En þú hefur rétt fyrir þér — mað- ur byrjar aldrei of snemma á réttri húðsnyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu; Nivea dag- lega. Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce rit — efni skylt húðfit unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 ^'‘^BJÖRNSSON & co. P. O. BOX 1580 Simi 24204 - REYKJAVÍK Skrifstofustúlka Staða skrifstofustúlku við BæjaYfógetaembættið í Ilafn- arfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 7. september n.k. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Skrifstofur Veðurstofunnar í Sjómannaskólanum verða lokaðar á laugardögum til septemberloka. Afgreiðslutími aðra virka daga kl. 9—-17. Reikningar verða framvegis greiddir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—16. Veðurstofa íslands. Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu ALÞYDUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.