Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 7
HIN SlOAN Tannskemmdir óþekktar VÍSINDAMENN hafa nú fundið lítið samfélag manna, þar sem tannsjúkdómar eru algjörlega ó- þekktir. Þar þjáist með öðrum orð um enginn af tannpinu. Þetta er í þorpinu Angoram í Norð-austur Nýju Gíneu. íbúar Angoram eru 110 að tölu og mjög frumstæðir í háttum. Angoram er lítil þyrping strá- kofa á þökkum krókódílafljótsins Sepik. íbúarnir eru ekki ýkja langt frá mannætustiginu. Þeir ganga með blóm í hári og bein í nösum. Og þeir hafa allir með tölu heilar tennur fram á elliár. David Barnes, tannlæknir, for- stöðumaður einnar deildarinnar í Heilbrigðismálaráðuneyti Ást- rölsku Nýju-Gíneu var nýlega á ferð í þorpi þessu. Hann komst svo að orði um ástandið þar: „íbúar Angoram lifa á grjónum, rótum, Leikur Keeler CHRISTINE KEELER er hætt við að leika hlutverk sjálfs sín í kvikmyndinni „Sagan af Christ- ine Keeler“, sem áformað er að byrja á í Danmörku 28. ágúst næst komandi. í hennar stnð hefur ensk leikkona, Yvonne Buchingham, sem er 25 ára að aldri, verið val- in í hlutverkið. Myndin að ofan er af Yvonne Yvonne sagði við blaðamenn fyrir skemmstu, þegar hún gérði nppskátt um þessi áform: „Ég geri ráð fyrir, að margir álasi mér fyr- ir að fara að flækja mér í Keeler- lineykslið. En ég sé ekki neina ástæðu til slíkra athugasemda. Margar leikkonur hafa leikið lif andi fyrirmyndir, sem höfðu miklu meira að skammast sín fyrir en Christine Keeler.“ fiski, krókódílum og snákum. Og svo eru tennur þeirra sterkar að þeir láta sig ekki raga um að bíta börk af trjám og draga tappa úr flöskum með tennurnar að vopni. Fyrr á þessu ári var Barnes tann læknir, sem er 45 ára gamall, sæmdur doktorsnafnbót við Háskól ann í Queensland fyrir átta ára rannsóknir á tönnum og tannsjúk- dómum í Nýju Gínéu. Nú hefur Barnes verið boðið til Michigan háskóla í Bandaríkjun- um, þar sem hann mun bera bæk- ur sínar saman við þarlenda starfs bræður sína. — „Ég mun ræða niðurstöður rannsókna minna við bandaríska tannlækna, segir Barn es. Það er grunur minn, að efni eins og cobalt og molybdenum valdi því að tannskemmdir þekkj ast ekki í Angoram. í Ameríkuför inni mun ég rannsaka þetta nán- ar”. SMÆIKI- — Jæja, litla mín. Var ekki skrítiS að koma í kirkju í fyrsta sinn? — Jú, en það skrítnasta var að mamma sagði ekki orð allan tím- ann. ★ í GÖMLU skáldsögunum kyssti hetjan ástkonu sína á síðustu blað síðu. Nú kyssast þau á kápunni. „MÉR finnst nú tími til kominn, að hún dóttir okkar giftist", sagði konan við mann sinn. „Ég tel nú skynsamlegast, að hún bíði með það, þangað til hún finnur þann rétta“ svaraði bóndi hennar. „Bíða þess rétta?" hrópaði kon an æst. „Ég gerði það ekki og ég sé enga ástæðu til að dóttir mín geri það nokkuð frekar". Morð á stúlkubarni HRÆÐILEGT morð á 6 ára frömlu stúlkubarni fyllir Stokkhólmsbúa skelfingu þessa dagana. Telpan Berit Glesing var barin með grjóti til ðauðs í skemmtigarði ein- um í útjaðri Stokkhólms fyr- ir síðustu helgi. Ekki er vit- að um ástæður morðsins, en ekki virðist um kynferðis- glæp að ræða eins og haldið var í fyrstu. Enn hefur ekki hafzt upp á árásarmanninum en lýsing sjónarvotta á útliti hans mun vera fyrir hendi. HIN GÖMLU KYNNI GLEYMAST EI: Það er ekki nokkur vafi á því, að þessi danshljóm-* sveit, sem við sjáum hér á myndinni er skipuð færustu hljóðfæraleikurum, sem nokkru sinni hafa myndað eina hljómsveit. Hér höfum við Ted Heath á básúnu, Joe Loss á fiðlu, Edmundo Ros með bongóbumburnar, — og um stjórnina sér Jim Davidson og taktsprotinn hans við þetta tækifæri var borðhnífur. Án gamans ber þess að geta, að hljómlistarmennirnir hér á myndinni, sem á sínum tíma voru þeir frægustu í heimi á sínu sviði, komu saman fyrir skömmu til kveðjusamsætis höldnu í tilefni af burtför Jims Davidson, sem nú er 60 ára og á förum frá Bretlandi til síns gamla heimalands, Ástralíu. Eftir að hafa snætt saman ákváðu gömlu garparnir að knýja einhverja tóna úr þeim hljóð- færum, sem til taks voru, — auðvitað til heiðurs Jim. Um árangurinn eru fréttaskeytin fáorð, — en allavega voru þetta frægir menn og hljómsveitin stór. Hér sjáum við þá (talið frá vinstri til hægri): Jim Davidson, David Ede, Joe, Kenny Ball, Bill Shepherd, Ted Heath, Ray Ellington, Acker Blik, Viktor Silvester, Ken Machintosh, Edmundo Ros, Bob Miller, Jack Payne og Eric Winstone. Hreinsanir í undirheimum LÖGREGLAN í Japan hefur nú hafizt handa um að hreinsa til í uridirheimum borgarinnar Tokio fyrir Olympíuleikana 1964. Yfir 9000 lögreglumenn hafa tekið þátt í skyndiherförum gegn glæpa- mönnum nú nýverið. Á þremur dögum handtóku lögreglumenn- imir um 1500 bófa hér og þar í landinu og gerðu upptæk 400 vopn, þar á meðal riffla, hnífa og fleira. í Tókíó einni voru hand- teknir 121 glæpamaður. Síðan grip ið var til aðgerða gegn glæpa- mönnum í júní síðastliðum hefur 1579 glæpamönnum verið stung ið inn í Tókíó. m Miðvikudagur 21. ágúst Hinn 16 ára gamli Jean Mare- chal, sem vinnur hjá vínsölufyrir- tæki í Nancy í Frakklandi, lagði sig til svefns í stórri vínámu vegna þess, að hann var ákaflega syfjaður. Þegar hann vaknaði aftur var honum tafarlaust ekið til sjúkra- húss. Hann þjáðist nefnilega a£ alveg óvenjulega illkynjuðum timburmönnum. Hið vínmengaða loft, sem hann svaf í, hafði haft þessi áhrif á hann. 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.20 20.00 20,15: 20.35 21.00 21.15 21.30 21.45 22.00 21.10 22.30 23.35 8,30 Fréttir. — HIN SlÐAN Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. 16.30 Veðurfr. —• Tónleikar. 17.00 Fréttir. — Tónleikar). Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Alfons Bauer leikur á sítar, Carol Kraus jóðlar o. fl. listamenr* skemmta með lögum úr Ölpunum. Fyrsta bílferð norður Springisands (Einar Magnússon, kenn- ari). Lög um sálina og sumarið. — íslenzkir listamenn flytja. Sveinn Bergsveinsson les frumortan Ijóðaflokk. Fatasía í c-moll, K.475 eftir Mozart. — Wilhelm Kempff leik- ur á píanó. „Mælirinn fullur“ smásaga eftir Catherine Mansfield (Ragn- heiður Jónsdóttir þýðir og les). Ballettþættir úr óperunum „Ótello" og „Aida“ eftir Verdi. —- Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins leikur. Ferenc Frieay stjórnar. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelley Roos; IV. (Halldóra Gunnarsdóttir biaðamaður þýðir og les). Næturhljómleikar: Frá tónlistarhátíðinni í Prag í maí s. 1. „Asrael" — sinfónía eftir Josef Suk. Tékkneska filharmoníu- sveitin leikur. Valclav Neumann stjórnar. Dagskrárlok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.