Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 4
KRÚSTJOV forsætisráðherra er lagður aftur af stað í ferðalag — að þessu sinni til Júgóslavíu. IÞetta er þriðja heimsókn hans jþangað, og ef til vill er þessi heim- sókn mikilvægari en báðar hinar. Krústjov fór í fyrstu heimsókn sína til Belgrad árið 1955, og var markmíðið það, að binda enda á einangrun Júgóslavíu frá valda- blökk kommúnista. Einnig var heimsóknin l'yrsta skrefið í þá átt, að bæta íyrir hrottafenginn verkn- að Stalins 1948, þegar hann gerði Júgósiava útlæga úr herbúðum kommúnista. Nú eru líðin fimmtán ár síðan -Júgóslavía var rekin úr Komin- i'orm. Brottreksturinn var upphaf fyrsta meiriliáttar klofningsins í tieimi kommúnista. Júgóslavar hafa farið gætilega í deilum Kín- verja eg Rússa, sem eru jafnvel enn meiri en deilurnar fyrir 15 árum. Önnur heimsókn Krústjovs til •Júgóslavíu var farin 1956. Þá reyndi hann að stuðla enn frekar að því, að færa samskipti Rússa -og Jugóslava í eðlilegt horf. En skömmu síðar brauzt út bylting í Ungverjalandi og allt sótti í sama Ihorfið aftur. Þegar Tito Júgóslavíuforseti fór í heimsókn til Moskvu í des- ember í fyrra voru alúðleg sam- skipti þjóðanna endurvakin. — Þriðja heimsókn Krústjovs í Júgó slavíu á enn að efla friðsamleg samskipti Rússa og Júgóslava, og jafnframt á að nota hana til þess að veita Kínverjum ákúrur. ★ „ENDURSKOÐUNAR- STEFNA.” Kínverjar hafa veitzt harðlega •að Júgóslövum og kalla stefnu þeirra vestræna villutrú eða end- urskoðunarstefnu. Þeir hafa jafn- 1 vel gengið skrefi lengra og lagt endurskoðunarstefnu Júgóslava og stefnu Rússa -um friðsamlega sambúð að jöfnu og sakað Rússa um frávik frá sönnum marxisma- I lenínisma. Kínverjar saka Júgóslava um ögranir og „skemmdarverk á mál staði heimskommúnismans.” Tito sakar kínverka kommúnista um, að stuðla að því, að þriðja heims- styrjöldin skelli á. 1 í ræðu, sem Tito hélt í maí, sagði hann, að Kínverjar hefðu hvatt til einingar í alþjóðahreyf- I ingu kommúnista til þess að unnt yrði að undirbúa heimsbyltingu. En eins og nú standa sakir, hefði slík bylting í för með sér heims- styrjöld og algera útrýmingu miiljóna fólks, sagði Tito. Margt bendir til þess, að Krúst- jov muni nota heimsóknina til harðvítugra árása á Kínverja og í stefnu þeirra. Sést það ef til vill bezt á því, að hugmyndafræðimað- urinn Andropov, sem var einn af fulltrúum Rússa í viðræðunum við fulltrúa kínverska kommúnista- flokksins um liugmyndaágreining flokkanna, er með í förinni. Einnig mun Krústjov reyna að afla stefnu Rússa stuðning í Au-Evrópu. ★ SJÁLFSTÆÐ STEFNA. En Ijóst er, að Júgóslavar vilja ekki fórna sjálfstæðri stefnu sinni í utanríkismálum. Greinilega þyk- ir hafa komið fram, að ýmsir Jú- góslavar eru lítt hrifnir af því, að sótzt sé eftir vinfengi Rússa, enda eru þeim fórnirnar, sem Stal- in lagði á Júgóslava, enn í fersku minni. Tito marskálkur hefur orðið að leggja mikla áherzlu ó fullvissan- irnar um, að nánara samband við alþjóðahreyfingu kommúnista merki enga breytingu á sjálfstæðri stefnu Júgóslava í utanríkismál- um eða vinslit við Yesturlönd. — Þessar fullvissanir voru ekki síð- ! ur ætlaðar fólki í Júgóslavíu en | almenningsálitinu í heiminum. Tito marskólkur á mikið í húfi ! að Krústjov og stefna hans verði sigursæl. Hann mundi lenda í miklum erfiðleikum, ef Krústjov missti völdin eða ef Rússar tækju á ný upp ósveigjanlega, staliniska j stefnu. Tito rökstyður stefnu sína ' um nánara samband við Rússa á þeim grundvelli, að Júgóslavar geti eflt þau öfl í alþjóðahreyfingu kommúnista, sem andvíg séu Kín- verjum. Af þessu má sjá, að Tito óttast að í Moskva séu til sterk öfl, sem fús séu að slaka nokkuð til gagnvart Kínverjum og ganga nokkuð til móts við kröfur vald- hafana í Peking um meiri „ævin- týramennsku” í utanríkismálum. Ekki er talið ólíklegt, að fundur miðstjórnar sovézka kommúnista- flokksins í Moskva í júní og við- ræður Kínverja og Rússa um hug- myndaágreining hafi bætt aðstöðu Titos, þar eð í Júgóslavíu töldu margir fundi þessa prófstein á stefnu Krústjovs og dómgreind júgóslavneskra leiðtoga. ★ VARKÁRNI í BELGRAD. Stjórnmálamenn í Belgrad hafa vérið bjartsýnir með tilliti til deilna Kínverja og Rússa. Þeir hafa sagt sem svo, að Krústjov muni standa af sér alla storma og ekki slaka til gagnvart Kínverj- um í grundvallaratriðum stefnu sinnar um friðsamlega sambúð. Júgóslavneskur stjórnmálamað- ur sagði brezkum blaðamanni ný- lega, að þótt margir Júgóslavar tryðu því, að þeir hefðu fengið Rússa á sitt mál, ættu þeir að hafa lært það af reynslunni, að treysta beri Rússum varlega. Eins og marg- ir aðrir í Júgóslavíu taldi hann, að Júgóslavar ættu að styðja Krústjov nú, en hafa þetta samt sem áður í huga. Þrátt fyrir hin bættu samskipti Júgóslava og Rússa telja stjórn- málafréttaritarar óhugsandi, að Júgóslavía muni aftur ganga í ríkjablökk kommúnista. Júgóslav- neskur embættismaður sagði í sumar, að jafnvel þótt kommún- istaflokkar Júgóslavíu og Sovét- ríkjanna næðu algeru samkomul. mundi þá enn sem fyrr greina á í innanríkismálum, og Júgóslavar mundu ekki ganga í Varsjárbanda- lagið eða Comecon (efnahags- bandalag austantjaldsríkjanna), — þótt ekki væri útilokað, að Júgó- slavar mundu gera samninga við einstök ríki Comecon. Júgóslavar hafa þegar gengið of lahgt á eigin „leið til sósíalisma” og hafa komið á ýmis konar tengsl um við umheiminn. Bent er á, að erlendir skemmtiferðamenn, sem flykkjast til Júgóslavíu ár hvert, en þeir koma flestir frá Vestur- löndum, séu ekki ómerkilegustu tengslin við umheiminn. 53% verzlunar Júgóslavíu eru við Vesturlönd, og í fyrra bægðu ban- darískar umframbirgðir af hveiti ; frá alvarlegri hættu vegna slæmrar uppskeru og óhagstæðs greiðslujöfnuðar. meðal þessara ríkja og eru einir hinna „fimm stóru” í þeirra hópi auk Indlands, Arabíska sambands lýðveldisins, Ghana og Indónes- íu. Þessi ríki. hafa beitt sér fyrir „ósvikinni” friðsamlegri sambúð og gera þau sér vonir um, að heimsókn Krústjovs muni stuðla að þessu. Andstaða Kínverja gegn Moskvu samningnum um stöðvun kjarn- orkutilrauna hefur ekki mælzt vel fyrir í Asíu Afríku og þvi vonast Júgóslavar og Rússar tii þess, að stefna þeirra muni bera ávöxt í þessum heimshluta, m. a. í sambandi við veitingu lána og annarrar aðstoðar. Tito hefur veitzt harðlega að stefnu Kínverja í Asíu og Afríku og fordæmt þá fyrir að æsa þjóðir Asíu Afríku og rómönsku Ameríku gegn þjóðum Evrópu og háþróuðu þjóðunum. Hann gaf í skyn, að Peking-stjórnin vildi stofna til bandalags litaðra gegn hvítum og allri Evrópu — bæði gegn komm- únistaríkjum og ríkjum, sem ekki aðhyllast kommúnisma — og Bandaríkjunum. Áhrifa Júgóslava gætir allmik- ið í Asíu og Afríku, og hafa þeir veitt aðstoð við ýmsar framkvæmd- ir þar. Sennilegt er talið, að Rúss- ar og Júgóslavar vonist til þess, að þessi áhrif og aðstoð Júgóslava muni vega upp á móti áhrifum og aðstoð kínverskra kommún- ista, sem einnig hafa haft sig mikið í frammi í Asíu og Afríku og berjast þar opinberlega gegn Rússum. j Tito sagði nýlega í ræðu, að Kínverjar veittu ríkjum Asíu og Afríku aðstoð — og væri ekkert við það að athuga. En þeir gagn- rýndu Júgóslava fyrir að gera slíkt hið sama — jg við það væri nokk- uð að athuga. — S.P. KARTÖFLUSKORTUR í SOVÉTRÍKJU MOSKVA (NTB-AFP). Moskvu- blaðið „Pravda“ hefur kvartað yf- ir skorti á grænmeti og kartöfl- um í Moskvu og öðrum stórborg- um Sovétríkjanna. Blaðið, sem er höfuðmálgagn sovézka kommún- istaflokksins, fordæmdi galla þá, sem eru ó skipan kaupa ó þess- um vörum og bix-gðum. „Pravda" segir, að 10. ágúst hefðu ríkisfyrirtækin, sem hlut eiga að máli ekki keypt meira en 14% hins áætlaða grænmetis- magns, og aðeins 2% af kartöflu- magn því, sem átti að hafa verið keypt. 12. ágúst höfðu borizt til Moskvu og Leningrad alls 66.100 lestir af grænmeti, en í innkaupaáætlun ríkisins, sem rennur út í byrjun september er gert ráð fyrir 162. 600 lestum handa þessum tveim borgum. ,,Pravda“ gagni’ýndi harðlega galla á birgoaskipar'nni, seinan flutning á grænmetí og léleg vörugæði, sem biaðið segir stafa af slælegu ,eftirliti. „Pravda", segir að járnbrautar vagnar þeir, sem flytja grænmeti, hafi of langa viðdvöl á stöðvunum og þeir séu losaðir með handafli í stað þess að notast við vélar. Ennfremur bendir blaðið á, að fyrirhuguðum birgðamiðstöðvum í rússneska sovétlýðveldinu, Kaza- khstan og Uzbekistan hafi enn ekki verið komið ó fót. „Pravda“ segir, að neytendur á tómat- og agúrkuræktarsvæðun- um í Kákasus geti fengið nóg af vörunni í verzlunum þar en ekki sé flutt nógu mikið magn af græn meti til Moskvu og annarra stór- 'borga. JAFNVEL þótt þetta sé eldii abstraktmálverk. þá j cr ég alls ekki hrifinn af því. ★ SAMKEPPNI I ASIU. í heimsókn Krústjovs til Bel- ; grad nú í vikunni mun ugglaust (Krúsíjoff og Tító eru báðir harðir andstæðiiígar afstaðan tíi hiutiausu ríkjanna í Í , v , Asíu og Afríku bera á góma. Júgó- aOStraKtUStaiV. 'slavar njóta mikillar virðingar ALÞÝÐUBLAÐINU bárust í gær mótmæli 'frá Verkfræðingafé- Iagi íslands og Stéttarfélagi verk- fræðinga vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar til lausnar kjara deilu verkfræðinga. Fara mótmæl- in hér á eftir: STJÓRN Verkfræðingafélags íslands mótmælir liarðlega árás þeirri á verkfræðingastéttina, er felst í hinum nýju bráðabirgða- lögum um svonefnda lausn á kjaradeilu verkfræðinga, þar sem almennur samningsréttur er tek- inn af Stéttarfélagi verkfræðinga og ráðgjafarverkfræðingar svipt- ir rétti til að ákveða gjöld fyrir þjónustu sína, en öðrum óskyldum aðilum ætlað það verk. Bráðabirgðalögin sýna skiln- ingsleysi á þeirri staðreynd, að tæknilegar framfarir eru hverju þjóðfélagi nauðsynlegar, eigi það að halda í horfinu. Getur enginn gengið þess dulinn, að íslenzka þjóðin er þar ó vegi stödd, að verk menning er hér af skornum skammti og á langt í land. Ber því frekar að bæta aðstæður til | eflingar hennar og laða til sín færa menn á því sviði en að beita valdboðum, er munu hafa þveröf- ug áhrif. Stjórn Verkfræðingafélags íslands. STJÓRN Stéttarfélags verk- fræðinga mótmælir harðlega bráða birgðalögum ríkisstjórnarinnar dags. í dag um gerðardóm til þess að ákveða kjör verkfræðinga hjá öðrum en ríkinu og afnámi verk- fallsréttarins í yfirstandandi kjaradeilu verkfræðinga. Hér er um að ræða harkalegustu árás á verkfalls- og samningsrétt stéttar- félags, sem starfar samkvæmt lög- um nr. 80, 1938 um stéttarfélög og vinnudeilui’. Þetta er gert á sama tíma og samningaviðræður standa yfir og von er á árangrl af þeim. Stjórn Stéttarfélags verk fræðinga telur afskipti ríkisvalds ins af þessari deilu tilefnislausa með öllu og krefst þess, að lög þessi verði felld úr gildi. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. 4 21. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.