Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 4
iUilÍIUuttl&i
KARL GISLI GISLASON verk
-íítjóri í Mjólkursamsölunni, Með-
alholti 17, lézt snögglega föstudag
inn 16. þ. m. — Hann verður jarð
sunginn frá Kapellunni í Fossvogi
i dag.
Karl Gíslason var sonur hjón-
anna Ásbjargar Þorkelsdóttur og
Gísla Gíslasonar verkamanns, sem
lengst af áttu heima að Lindargötu
21 hér í borginni. Gísli var einn af
Karl G. Gíslason
þcim verkamönnum, sem með þrot
íausri elju og samvizkusemi lögðu
grunninn að þeirri borg, sem við
byggjum nú.
BÖrn þeirra hjóna drukku í sig
pegar í æsku helztu eðlisdyggðir
jþessara alþýðuhjóna, vinnusemi og
-orðheldni.
Strax þegar Karl gat rétt út
Lendi, fór hann að vinna. Hann
vann alla algenga vinnu meðan
hann var ungur og dró ekki af
sér.
En þegar Mjólkursamsalan var
stofnuð gerðist hann bifreiðastjóri
hjá henni, enda hafði hann áður
starfað hjá Mjólkurfélagi Reykja
víkur. Þegar Karl hafði starfað
sem bifreiðastjóri hjá Mjólkursam
sölunni í tvö ár, gerðist hann verk
stjórl hjá henni og því starfi
gegndi hann til dauðadags. Karl
var einn af beztu fimleikamönnum
Reykjavíkur fyrr á árum og starf
aði í Ármanni. Hann fór oftar en
einu sinni utan á vegum félagsins.
Karl varð tæplega fimmtíu pg
fjögurra ára gamall, fæddist 15.
nóvember árið 1909. Hann kvænt
ist 21. desember 1935 Nönnu Ein
arsdóttur úr Höfnum. Þau eignuð
ust þrjá drengi, einn dreng hafði
Karl eignazt áður en hann kvænt
jist.
{ Karl Gíslason var traustur mað
ur, orðheldinn, tryggur í lund og
'góður vinur vina sinna. Hann hné
út af þar sem hann stóð í á við
veiðar. Hann hafði um nokkurt
skeið kennt veikj þeirrar, sem
leiddi hann til bana, hjartabilunar.
Það stóð til að hann færi utan til
lækninga og hafði það í undir-
búningi, en kallið kom áður en
varði. Karl gerði alltaf lítið úr
veikindum sínum og dró ekki af
sér. Ef til vill hefði honum orðið
lengra lífs auðið ef hann hefði
ekki ætlað sér um of við skyldu-
störfin.
Við söknum vinar í stað, góðs fé t
laga og öruggs flokksmanns.
Vinur.
Þetta glæsilega skip lét ný-
lega úr höfn í Baltimore í USA
Þetta er sæsímaskip, alveg nýtt
af nálinni, og hið fyrsta sem
Bandaríkjamenn eignast.
Fyrsta verkefni skipsins,
sem það hefur rcyndar þegar
hafið, er að leggja sæsíma frá
Bandaríkjunum til Bretlands.
Núverandi sæsími er frá Ný-
fundnalandi til Skotlands. Síma
strengurinn verður Iagður frá
Tuckerton New Jersey til
Widemouth í Cornwall. Eftir
strengnum verður samtimis
hægt að afgreiða 128 símtöl og
er búizt við að hægt verði að
taka hann í notkun síðar á
þessu ári.
/Minningarorð
KARL GISLI GISLASON
verkstjóri
Guðbjartur Erlingsson
Minningarorð
HINN 7. ágúst síðastliðinn varð
Guðbjartur Erlingsson strætis-
iagnsstjóri bráðkvaddur að heim-
íli sínu hér í bænum. Hann hafði
stundum kennt nokkurrar van-
heilsu hin síðari ár, en þó stund-
aði hann störf sín allt til dauða-
dags.
Guðbjartur var fæddur á Stóru-
Drageyri Skorradal 16. nóvem-
Uer 1901. Foreldrar hans voru Er-
lingur Jóhannsson og Kristín Er-
lendsdóttir, sem síðar fluttust til
Reykjavíkur og bjuggu þar um
langt skeið. Þau eru nú bæði lát-
in. Fárra ára -gamall fór Guð-
bjartur í fóstur til móðurafa síns,
Erlends Magnússonar og síðari
konu hans, Steinunnar Magnús-
dóttur, en þau bjuggu þá í Máva-
lilíð í Lundareykjadal. Voru þau
hjón Guðbjarti mjög góð og mat
liann þau mikils. Um fermingar-
:aldur fór Guðbjartur að Grund í
Skorradal og átti þar heima næstu
Stján árin. Var hann vinnumaður
_ fijá Bjarna Péturssyni hreppstjóra
i á Grund og eflir lát Bjarna 1928
újá' Kortrúnu Steinadóttur ekkju
.hans og Pétri Bjarnasyni, syni
j fseirra. Kynni mín við Guðbjart
voru mest á þessum árum, en við
vorum samtíða á Grund um það bil
hálfan annan áratug. Guðbjartur
var hvers manns hugljúfi á
Guðbjartur Erlingsson
Grundarheimilinu. Hann var góð-
u.r verkmaður og dyggur og hús-
bóndahollur, svo að af bar. Hann
var skemmtilegur heimilismaður,
rólegur og jafnlyndur, en glaðvær
og átti mikla kýmnigáfu, sem hann
flíkaði þó lítt nema í kunningja-
hópi. Eftir átján ára dvöl á Grund
fluttist Guðbjartur til Reykjavík-
ur, en þar bjuggu þá foreldrar
hans og flest systkini. Var hann
lengstum bílstjóri, fyrst hjá Tób-
akseinkasölu ríkisins og einkafyr-
irtækjum, en síðar réðst hann í
þjónustu Strætisvagna Reykjavík-
ur og starfaði hjá þeim til dauða-
dags. Lengstum ók hann strætis-
vögnum, sem fóru í Langholts-
hverfið. í störfum sínum í Reykja-
vík reyndist. Guðbjartur sami öt-
uli, dyggi og trúi starfsmaðurinn
og hann hafði reynzt sveitinni.
Aldrei lilekktist honum neitt á í
starfi, og mér er kunnugt um það,
að sökum ljúfmannlegs viðmóts
og lipurðar, var hann mjög vin-
sæll af farþegum þeim, sem mest
áttu skipti við hann.
Guðbjartur kvæntist 1934 Sigur-
borgu Magnúsdóttur úr Álftafirði
við ísafjarðardjúp. Er hún af
kunnum ættum þar vestra, langafi
hennar var séra Arnór Jónsson
Iprófastur og skáld í Vatnsfirði. —,
■ Sigurborg er mikil myndarkona
I og bjó manni sínum gott og hlý-
1 legt heimili. Guðbjartur var og
liinn ágætasti heimilisfaðir, um-
hyggjusamur og heimilisrækinn.
Þeim hjónum varð sex barna
auðið, auk þess gekk Guðbjartur
stjúpsyni sínum í föðurstað. Er
mikill sjónarsviptir að slíkum
heimilisföður. Guðbjartur Erlings-
son var enginn hávaðamaður og
kaus helzt að hafa hljótt um sig
í lífinu. En vinum sínum verður
hann minnisstæður. Eftir lifir
minningin um hið glaða Ijúfmenni,
hinn trygga vin og trúa starfs-
mann, sem í engu mátti vamm
sitt vita.
Ólafur Hansson.
KVEÐJA
Starfinu er lokið og leiðin er
gengin
Létt af mér okinu, hvíldin er
íengin
Kveð ég nú alla, er ég elskaði og
unni,
auðsýndi mér kærleika af hjarta
míns grunni.
Öllum hér vildir þú vera hinn
bezti.
Vífi og börnum og sérhverjum
gesti.
Dagprúða framkomu alltaf þú
áttir,
auðsýndir kærleika öllum, sem
máttir.
Framh. á 14. síðu.
Þakkir frá
blindum
EINS og kunnugt er, efndi
Blindrafélagrið til happdrætt-
is í vor. í tilefni þess vill
félagið færa styrktarfélögum
sínum og ölluin öðrum, sem
veittu aðstoð og hjálp, við
sölu og dreifingu miðanna,
sínar beztu þakkir. Enn
fremur vilja hinir blindu fé-
lagsmenn nota þetta tæki-
færi og þakka félögum
Sjálfsbjargar óg lögreglnnni
í Reykjavík fyrir ómetanlega
hjálp þeirra. En síðast en
ekki sízt ber að þakka öllum
almenningi fyrir frábærar
undirtektir og skilning, sem
fram hefur komið við þetta
tækifæri. Happdrættisnefnd
Blindrafélagsins.
L— —
Stærsta skip, sem
Danir smíða
Stærsta skipi, sem til þessa
hefur verið byggt í Danmörku —
tankskiþiV „Samnanger“, 56.00(1
tonn — var hleypt af stokkunum
í dag hjá skipasmíðastöð Burmeist
er og Wain í Kaupmannahöfn í
dag. Skipið er byggt fyrir útgerð-
arfélagið Westfal-Laisen í Bergen.
4 22. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ