Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 16
ÞAÐ ER víðar en í Naut-
hólsvík, sem menn stunda
sjóskíðaferðir. Þessi mynd
er tekln á Laugarvatni í gær,
og synir mann, sem er i
fyrstu ferð sinni og ber ekki
á öðru en að hann kunni list-
ina. Sjóskíðin og báturinn
eru til Ieigu, og kostar löng
„salibuna” einar 75 kr. Bát-
urinn fór með 30 mílna
hraða, og finnst öllum, sem
reyna, þetta bezta skemmtun.
NÚ er svo komið, að hjn
nýja fangageymsla við Síðu-
múla gegnir ekki aðeins því
hlutverki a/5 hýsa næturgesti,
lieldur er þar einnig fullt
alla daga. Hefur lögreglan átt
annríkt við að hirða úr bæn-
um sína gömlu kunningja,
sem löngum hafa orðið að
treysta á gestrisni lögreglunn
ar í sambandi við húsnæði.
Að jafnaði eru það 15—20
menn hér í Reykjavík, sem
ekki vinna handtak og eyða
flestum stundum dagsins á
Arnarhóli í óþökk bæjarbúa,
enda þykir að þeim lítill sómi
Yfir sumartímann slást hinir
og þessir menn í för með þess
um náungum, sem hafa vín-
drykkju að aðalatvinnu nokk
urn hluta ársins.
Þessi hópur virðjst hafa
stækkað töluvert í sumar, og
liggja fyrir því margar or-
sakir. Þeim virðist ganga bet-
ur að ,,slá“, og má ætla að
það stafi af aukinni peninga
veltu.
í sumar hefur lögreglan
gengið betur fram í því en
oft áður, að fjarlægja þessa
menn úr bænum og er þá
ekki í annað hús að venda
með þá en fangageymslurnar.
Þar hvilast þeir yfir daginn,
og fá einnjg oft að dvelja þar
yfir nóttina, því ekkert er
hægt að fara með þá.
Þessi liður í rekstri bæjar
ins er orðinn all kostnaðar-
■ samur, og væri skömminni
skárra að taka þessum mönn
um í einhverjar vinnubúðir,
þar sem þeir gætu unnið fyr
ir mat sínum — þó ekki værj
annað.
Nærri kafnaður í
herbergi sínu
SLÖKKVILIÐIÐ var í gærmorg ]
un klukkan rúmlega sjö kvatt að
GóÖ veiöivon út
af Glettingi
ÆGIR fann í gær nokkrar
síldartorfur á 4 faðma dýpi
42 sjómílur út af Glettingi,
og var þar talin g:óð veiðf-
von. Voru margir bátar á leið
þangað og nokkrir búnir að
kasta síðdegis. Þetta er
nokkru norðar en aðalveiðin
hefur verið undanfarið.
Stöðug löndun hefur verið á
Seyiíisfirði síðastfiðinn sólar
liring og kl. 7 í gærmorgun
höfðu 44 skip tilkynnt síld-
arleitinni þar um afla.
Bugðulæk 8. Þar var eldur Iaus
í forstofuherbergi á II. hæð. Ein-
hver í nágrenninu hafði gert
slökkviliðinu aðvart, þegar það sá
mann úti í glugga herbergisins og
kalla á hjálp, en töluverðan reyk
Iagði út.
Þegar komið var á vettvang, log
aði eldur í legubekk í herberginu,
en annar sem þar var, var brunn-
inn að mestu. Nokkrar skemmdir
urðu af vatni og reyk, og maður
brenndist töluvert og var flutt-
ur á Slysavarðstofuna, en síðan á
Borgarspítalann.
Maður þessi hafði verið leig-
andi í herberginu, og komið heim
fyrr um nóttina töluvert undir á-
hrifum. Er talið líklegt að kvikn-
að hafi í út frá logandi vindling.
Er maðurinn rankaöi við sér, var
herbergið fpllt af reyk. Hann opn
aði þá glugga, bæði til að anda að
sér fersku lofti og kalla á hjálp.
Hann komst þá skömmu síðar
hjálparlaust út úr herberginu og
44. árg. — Fimmtudagur 22. ágúst 1963 — 178. tbl.
'^ ’■ - ■ ■.yýssí'fr-'- .'s.'VSA, sS'JVX/.
, ,
Drykkjuflækingum f|
fjölgar í Reykjavík
FREYR SELDI FYRSTUR
ERLENDUM MARKAÐI
208 tonsi fyrir 187.000 m'érk
KARFAVEIÐIN, sem hefur ver-
ið talsvert skárri á Iieimamiðum í
sumar en undanfarin ár, virðist
rsú búin, og eru flestir togararnir
byrjaðir eða 'að byrja veiðar fyr
ir erlendan markað. Karfinn fékk
st mikið til á heimamiðum, og hef
ur hann verið frystur til sölu í
Rússlandi ogr Bandaríkjunum.
Fyrsti togarinn, sem seldi er
lendis í haust, er togarinn Freyr.
Seldi Iiann í Cuxhaven í Vestur-
Þýzkalandi í gærmorgun og fékk
167.536 mörk fyrir 208 tonn. Er
Kviknar í bíl
í FYRRAKVÖLD kviknaði í
Skodabíl neðst á Öldugötu í Hafn-
arfirði. Talið er að kviknað hafi
í benzíntanknum, en liann er stað
settur undir vélarhlífinni ofan við
vélina, og hafði hann verið nýflytt
ur. Benzínlokið var týnt og hafði
verið troðið tvist I staðinn. Slökkvi
liðið kom strax á vettvang og tókst |
að koma í veg fyrir að eldurinn
breiddist um bílinn, en þó
skemmdist fremsti hluti lians tölu
vert.
Leikhús æsk-
unnar sýnir
austanfjalls
LEIKHÚS Æskunnar kom
úr lcikför um Norður- og
Austurland um síðustu mán-
aðarmót, þar sem það sýndi
„Einkennilegur maður“ eft-
ir Odd Björnsson við mjög
góðar undirtektir.
Félagið hyggst nú sýna
leikinn á nokkrum stöðum í
nágrenni Reykjavíkur um
helgar, áður en sýningar
hefjast- í Tjarnarbæ.
Fyrsta sýningin verður að
Flúðum, laugardaginn 24.
ágúst. Næsta sýning í Hvera
gerði 25. ágúst.
Mynd: Sigurlína Óskars-
dóttir og Valdimar Lárusson
í hlutverkum sínum í leikn-
þaö ágæt sala. Talsvert var a£
karfa í þeim afla.
Næsti togari, sem selur erlend-
is, verður væntanlega Fyikir.
Hann mun selja í Þýzkalandi á
mánudag. Togarasölur hafa enn
ekki hafizt í Bretlandi, en búast
má við því, að þær hefjist fljót-
le-ga, aö því er blaðinu var tjáð
hjá L.Í.Ú. í gær.
FÉKK GLAS
í ANDLITIÐ
SLYS varð í Þórskaffi í
fyrrakvöld. Var glasi kastaö
í andlit á einum dansgest-
anna, og skarst hann tölu-
vert. Ekki reyndist nnnt að
hafa upp á tilræðismannin-
um, en sá sem fyrir slysinu
varð, var fluttur til aðgerð-
ar á Slysavarðstofuna.
5/90 mál fil
Keflavíkur
Keflavik í gær.
HINGAÐ komu í dag fjórir
bátar með samtals 5190 mál
af sUd.
Voru það Ágúst Guðmundsson
með 950 mál, Ingiber Ólafsson með
1240, Vonin með 2000 og Steinunn
gamla með 1000. Þá komu þrír bát
ar í gær: Hólmanes með 1266 mál,
Hilmir 470 og Þorgeir 650. Eitt-
hvað af þeirri síld fór í frystingu.
Magnús.