Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Side 11

Lögrétta - 25.06.1930, Side 11
LÖGRJETTA eftir eigin þörfum og landshátt- ! um. Stjórnarskrá og þingskipun Bandaríkjanna er einnig eftir- tektarverð að því leyti, að hún er elsta skrifuð stjórnarskrá heims- ins, sem nú er í gildi — þótt hún sje ekki nema 143 ára, svo mikil og tíð eru umskiftin í þessum efn- um. Bandaríki Norður-Ameríku eni lýðveldissamband 48 ríkja (og nokkurra lýðlenda), sem hvei’t um sig eru sjálfstæð í mörgum greinum og hafa sín eigin þing, en koma fram út á við sem ein ríkisheild og hafa ýms mál sam- eiginleg, sem ráðið er af sameig- inlegu þingi og forseta. Þingið (congress) er í tyeimur deildum og kemur saman árlega, fyrsta mánudag í desember. Önn- ur deildin heitir senat eða öld- -ungaráð, en hin fulltrúadeild. Senatið er taiið virðulegasta stjórnarstofnun alríkisins og hef- ur að ýmsu leyti mest völd. Sena- toramir, sem eru 2 fyrir hvert sambandsríki, hvort sem það er stórt eða lítið, eru kosnir til sex ára í senn, en þriðjungi þeirra er rutt annaðhvort ár. Þeir mega ekki vera yngri en þrítugir, þurfa að hafa 9 ára borgararjett og vera heimilisfastir í ríki því, sem þeir kom fram fyrir. Varaforseti sam- bandsríkisins er jafnframt forseti ! senatsins, en hefur ekki atkvæðis- rjett nema þegar atkvæði standa á jöfnu. 1 fulltrúadeildinni sitja 430— 440 þingmenn, eða sem .svarar 1 fulltrúa fyrir 211 þúsund kjós- endur, kosnir til 2 ára í senn með | almennum kosningarrjetti karla ! og kvenna í senn. Kjörgengir eru allir, sem eru 25 ára og hafa 7 ára borgararjett. Þingmenn beggja deilda hafa 7500 dollara árslaun. Báðar deildirnar eru að lögum jafnrjettháar í löggjafar- | málum, en fjárlög ber þó fyrst að j leggja fyrir fulltrúadeildina. For- i seti þeirrai' deildar hefur einnig j nokkura sjerstöðu og talsvert mikil völd og áhrif, sem að vissu leyti gera starf hans hliðstætt starfi forsætisráðherrans í Bret- landi. Hann er kosinn af meiri- hluta deildarinnar og getur verið alt að því einráður um vinnu- brögð hennar og m. a. um skipun fastanefnda, En slíkar nefndir vinna mest af eiginlegum störf- um deildarinnar og ráða mestu um úrslit mála, óbeinlínis að minsta kosti. En senatið hefur aftur á móti að öðru leyti meiri völd og áhrif en fulltrúadeiidin, því það á mikinn þátt í allri framkvæmdastjóminni ásamt for- setanum, getur haft gagngerð áhrif á embættaveitingar og ekki síst á utanríkismál, eiíis og ljós- lega kom fram í viðskiftum þess og Wilson forseta. Senatið hefur einnig dómsvald að því leyti, að 1 það dæmir pólitískar ákærur, sem fulltrúadeildin getur sett fram á hendur forsetanum. Forsetinn hefur, einkum á síð- ustu árum, orðið æ mikilsverð- ari liður í stjómarfarinu og valdamikill. Hann er valinn af þar til kosnum kjörmönnum til 4 ára í senn og má endurkjósa hann, en það er venja, að sami maður sje ekki forseti lengur en 2 kjörtímabil. Forsetinn hefur, eins og sambandsstjórnin, aðset- ur í Washington, verður að vera fæddur í Bandaríkjimum og ekki yngri en hálffertugur. Hann fær 100 þúsund dollara árslaun og er fjórðungur þeirra talinn ferða- kostnaðarfje. Forsetinn, sem að ýmsu leyti svarar til konungs og forsætisráðherra í löndum þing- bundinnar konungsstjórnar — fer með framkvæmdastjórn ríkisins og er fulltrúi þess og fyrirsvars- maður út á við. Afstaða hans og staða senatsins eru sjerkennileg- ustu þættimir í amerísku stjóm- arfari og valda því, að eiginlega er ekki hægt að segja að þing- ræði sje þar á evrópuvísu, þótt lýðræði sje þar mikið lögum sam- kvæmt. Þetta lýsir sjer í því, að for- setinn er ekki einungis óafsetjan- legur, en einnig þannig settur, að hann ber eiginlega ekki stjórnar- farslega ábyrgð gagnvart þinginu og það getur ekki haft áhrif á hann eða komið fram ábyrgð á hendur honum nema með mála- rekstri, þar sem fulltrúadeildin kærir og senatið dæmir, en þarf þó tvo þriðjunga deildarinnar til þess að kveða upp áfellisdóm. For- setinn hefur sjer til ráðuneytis 10 ráðherra, sem hann útnefnir sjálfur án íhlutunar þingsins og eru þeir embættismenn hans, bera ábyrgð gerða sinna gagn- vart honum einum, en ekki þing- inu, og mega meira að segja ekki vera þingmenn eða sitjá á þing- fundum. Þetta snertir alt saman stöðu forsetans, sem yfirmanns fram- kvæmdavaldsins. Hinsvegar er hann lögum samkvæmt alls ekki aðili löggjafarvaldsins, það er ein- göngu hjá þinginu og þar sem hvorki forsetinn nje ráðherrar hans — og að vísu engir em- bættismenn — mega sitja á þingi, getur hann lítil áhrif haft á lög- gjöfina beinlínis (nema ef hann er áhrifamikill foringi meirihluta- flokks). Það eru þingmennirnir, sem öllu ráða einir um löggjöf- ina og frumvarpafjöldinn er afar mikill. Rjett fyrir stríðið komu t. d. fram á einu þingi 27500 frum- vörp, þar af 20 þúsund í fulltrúa- deildinni. En þessi frumvarpa- fjöldi er síaður eða skorinn niður í stórum stíl í nefndum og kem- ur aldrei til umræðu. Að nokkru Íeyti er samt sam- starf milli forsetans og senatsins, þannig að forsetinn, getur haft áhrif á löggjöfina og senatið á framkvæmdastjórnina. Forsetinn hefur sem sje frestandi neítunar- vald við lögum þingsins. Ef hann í stað þess að skrifa undir þau, endursendir þau þinginu innan 10 daga frá samþykt þeirra ná þau ekki fram að ganga nema tveir þriðjungar beggja deilda sam- þykki þau á ný. Forsetinn getur einnig kvatt til aukaþings þegar hann vill, aðra hvora deildina eða báðar. Hann getur einnig frestað þingfundum, en aldrei komið á þingrofi. Senatið hefur aftur á móti hönd í bagga með fram- kvæmdavaldi forsetans, þannig, að hann getur ekki gert samn- inga við erlend ríki án samþykkis 11 -pTE 3G Simar. 819, 1850, 2319 Pósthólf 427 Simnefni: Tóbak Tóbaksverslun Tobaccoco Selur allskonar: Neftóbak. Munntóbak, Reyktóbak, Vindla, Cigarettur, Eldspýtur, Reykjarpípur. Tóbaksáhöld, Sælgæti, Súkkulaði. Einkaumboð fyrir: British American Tobacco Co. Ltd, London, \ Crosse & Blackwell Ltd. London, C. J. von Houten & Zoon Weasp, Burk & Braun, Cottbus. Umboð og einkaumboð fyrir: Brödr. Braun, C. W. Obel, E. Nobel, Chr. Augustinus, A. M. Hirscprung & Sönner o. fl. firmu i Kaupm.höfn. Stærsta sjerverslun landsins í Tóbaks- og Súkkulaðivörum. 3E þess og verður oft að taka tillit til þess um embættaveitingar. Það er loks einkennilegt um stjórnar og þingskipulag Banda- ríkjanna, að hæstirjettur hefur einskonar yfirumsjón með lög- gjafarstarfi þingsins og getur af- numið lög, sem honum þykja koma í bága við anda eða bókstaf stjórnarfars ríkisins og grund- vallarlaga. Jafnframt hverjum for- setaskiftum fara einnig venjulega fram embættismannaskifti í stór- um stíl, t. d. sendiherraskifti er- lendis — og í öll helstu embætti eru skipaðir fylgismenn forsetans og flokks hans. Flokksveldið ræð- ur. Kanada þingið. Þingskipulag og stjórnarfar Ivanada hefur orðið fyrirmynd stjórnarfarsins í öðrum sjálf- stjórnarlöndum innan bretska heimsríkisins og því rjett að at- huga það nokkuð. Fulltrúaþing var fyrst stofnað í landinu 1774, er landið, sem áður var frönsk nýlenda, komst undir breskt yf- irráð 1763. En 1867 komst á það sambandsskipulag, sem enn gildir og var þess minst hátíð- lega fyrir nokkru og komu ís- lendingar í Winnipeg þá m. a. fram með sýningu hins foma Al- þingis, sem mikla athygli vakti. Kanada ræður raunverulega sjálft öllum málum sínum, þótt nokkrir málaflokkar sjeu taldir sameigin- leg mál þess og Bretlands og æðsti maður landsins sje lands- stjóri útnefndur af Bretakonungi. Þingið er í tveimur deildum. í annari, senatinu, sitja 96 eða í hæsta lagi 104 þingmenn, sem landsstjórinn útnefnir og eiga þar setu æfilangt. f hinni deild- inni sitja fuiltrúar kosnir almenn- um meirihluta kosningum karla og kvenna í sjerstökum kjördæm- um í hverju fylki. Hvert fylki hefur einnig sjerstakt þing og ráðuneyti og talsverða sjá!f- stjórn. Kanada hefur nokkra sjer- staka sendiherra erlendis, auk sendiherra alríkisins og sjerstak- an utanríkisráðherra. Ráðherr- arnir bera ábyrgð gagnvart þing- inu. Þeir hafa 10 þúsund dollara árslaun. Það er sjerstakt kana- diskt skipulag, að leiðtogi stjórn- arandstæðinga í neðri deildinni hefur úr ríkissjóði sömu laun og ráðherrar. íi'ska þingið. Þingskipulag írska fríríkisins (Saorstat Eireann) er eftirtekt- arvert vegna ýmsra sjerkenna sem á því eru og vegna stöðu ríkisins í bretska sambandinu.. Fyrir fslendinga er það einnig fróðlegt að fylgjast með írskum málum, vegna þess að frá fornu fari hafa verið nokkuð náin við- skifti milli landanna. Samkvæmt stjórnarskránni frá 16. júní 1922 er í írlandi þingbundin konungs- stjórn. Konungurinn er Bretakon- ungur, sem hefur ríkisstjóra i landinu, en löggjafarþingið (á keltnesku: Oireacktas), er í

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.