Lögrétta - 25.06.1930, Side 15
LÖGRJETTA
15
Rrszll llriisii
Bókaverslun
Laaugaveg 4
Reykjavík
ImleRdar 01 íiMiií Imkii
Pappl
Pástkart
Eldavélar
hvíLemaileraðar, ýmsar stærðir, nýkomnar.
---Verðið lágt.-
J. Þoráksson & Norðmann.
Bankastræti 11. Símar 103 og 1903.
að stríðskostnaðurinn verði fyr
eða síðar tekinn af almannafje
— bak við tjöldin.
Mútur og allskonar yfirboð eru
þriðja ráðið til þess að afla at-
kvæðanna. Áhrifamiklum stjett-
um er lofað styrkjum og stuðn-
ingi, einstökum mönnum stöðum
eða öðrum gæðum. Og svo yfir-
býður hver flokkurinn annan og
leiðir þetta til sívaxandi eyðslu
og hækkandi skatta. Mútufjeð er
auðvitað tekið úr vasa almenn-
ings, en hverri stjett hættir til að
trúa því, að gjöldin lendi á hin-
um stjettunum, en ekki á sjer.
Eilíf innanlandsstyrjöld fylgir
þessu skipul.agi, fjandskapur og
flokkadráttur út um alt land. Það
hefur í för með sjer kjósenda-
spilling, blaðaspilling þingspilling
og stjórnarspilling.
Og hvað verður svo úr áhrif-
um og völdum almennings við
þingi'æðið? Það heitir svo að kjós-
endur ráði öllu, en í raun og veru
ráða þeir því einu hvort flokks-
fomginn heitir Pjetur eða Páll.
Almenningsálitið, ef það er þá
nokkurt, er búið til af því flokks-
blaðinu, sem best kann að snúa
sinni snældu. Þingmennirnir
verða ætíð fulltrúar flokksins en
ekki fólksins, enda ráða flokk-
amir.
Þannig er stjómarfarið, sem
vjer búum við og heimskir menn
halda að ómögulegt sje að bæta
það.
Svo svartsýnn er jeg ekki. Jeg
þykist þess fullviss, að ekkert er
auðveldara en að bæta það til
mikilla muna. Bæði jeg og aðrir
hafa bent á ýms ráð til þess.
Guðm. Hannesson.
Fram hjá
Alþingishátíðinni
íslendingar hafa varla tíma til
að staldra við — og minnast 1000
ára Alþingis. Svo örar eru fram-
farir síðustu ára og svo mörg eru
óleyst vandamál þings og þjóðar,
er hrópa á athafnamenn landsins
og krefjast úrlausnar. Barátta Is-
lendinga hefir verið barátta við
veður og vind, við óblíð náttúru-
öfl, við loft, sjó og land. Islensk-
ur landbúnaður hefur í 1000 ár
verið fjötraður hlekkjum þekk-
ingarskorts og vanafestu, ís-
lenskar fiskiveiðar hafa fram á
20. öld aðeins verið órar hinna
risavöxnu framfara síðustu 20
ára. Veðurfræðin bjargar nú
mörgum mannslífum á hverju ári,
efnafræðin kennir sveitabóndan-
um að rækta landið, og vjelafræð-
in sparar mannsaflið og eykur
orkuna. Nýtt landnám hefst,
ræktunarlögin, búnaðarbankinn,
tilbúinn áburður og aukin þekk-
ing munu gerbreyta íslenskum
landbúnaði á næsta mannsaldri
Á aðra miljón dagsverka eru nú
unnin árlega að jarðabótum.
Togaraútgerð og vjelbáta hafa
umskapað Island á þessari öld,
veitt fjármagni inn í landið; auk-
ið þrótt landmanna og átt veru-
legan þátt í andlegum og efna-
legum framförum síðustu ára,
stælt þjóðarviljann og stuðlað að
sjálfstæði landsins. íslendingar,
er áður voru athafnalitlir draum-
óramenn, eru að verða drotnar
láðs, lagar og lofts. Vísindin eru
tekin í þjónustu atvinnuveganna,
og loftið sjálft verður að hta
vilja þess, er stýrir knerri sínum
landshorna á milli á örfáum
klukkustundum. Vegalengdir all-
ai' eru að hverfa, vegir brýr og
aðrar samgöngubætur hrista í
sundur, hlekki þá, er áður hafa
tálmað framförum landsmanna.
Þjóðin er að verða frjáls. En
landið er næstum enn ónumið og
ótal verkefni bíða. Verið er að
koma skipulagi á verslun og at-
vinnuvegi landsmanna, en raflýs-
ing og hitun alls hins bygða bóls
er eitt af stærstu verkefnunum.
Hið nýviðurkenda ríki á eítir að
skipa málum sínum bæði inn á
við og út á við. I siðgæði og
sjálfstjórn hvers einstaklings og
alls ríkisins er mörgu ábótavant,
er íþróttir og uppeldismál munu
vinna bug á. Metnaður Islands er
að setjast á bekk með beztu
mentaþjóðum heimsins. Hver
þjóð er metin af ágæti einstakl-
inga, en ekki af höfðatölu. Al-
þingishátíðin minnir á viðfangs-
efni framtíðarinnar, en síður á
sögu liðinna alda. En arfur sög-
unnar er leiðarvísir inn á land
komandi tíma. Alþingishátíðin á
að marka tímamót í -framförum
íslands, hún verður í hugum hinn-
ar uppvaxandi kynslóðar eins og
geislar morgunsólar, sem eru að
gægjast upp yfir fjallatinda og
vefja dali og hlíðar mjúkum
bjarma framtíðarvonanna.
Alexander Jóhannesson.
Fimtardómur
hinn 'forni og konumar.
Alþingishátíðin
og íslenzk kynni við önnur lönd.
Norðurlönd eru það, sem jeg
einkum hef í huga, og þá fyrst
og fremst Noregur og Svíþjóð.
Því að altof lítil eru þau kynni,
sem vjer höfum haft af hinum
nánustu frændþjóðum vorum. Is-
lendingar þurfa að muna betur
eftir því, að Noregur er fyrir oss
„gamla landið“. En einnig Sví-
þjóð, svo mjög sem íslendingar
eru þaðan ættaðir. Jeg hef ekki
til Stokkhólms komið fyr en í
sumar sem leið, og furðaði mig á
hversu mörg andlit bar fyrir á
götunum, lík þeim, sem jeg hafði
sjeð heima á Islandi. Var munur-
inn í þessu efni mikill og eftir-
tektarverður þegar til Kaup-
mannahafnar kom. Hver Islend-
ingur ætti að ástunda að koma
einhverntíma á ævinni til Noregs
og Svíþjóðar, og íslensk skip ættu
að halda uppi ferðum á milli.
Einnig mundi þetta verða til þc-ss,
að Norðmenn og Svíar myndu
betur eftir Islendingum en nú er,
og sæju, að um fleira en verslun-
arviðskifti getur verið að ræða.
Mikið gagn gætum vjer haft af
að kynnast betur þessum frænd-
um vorum, sem að ýmsu levti er
óhætt að telja með allrafremsta
fólkinu, sem jörð þessa byggir.
En það sem vjer höfum á móti að
bjóða, — þegar verslunarviðskift-
um er slept — er þekking á því
tungumáli, sem ekki má gleym-
ast, en um of hefur gleymst. Ætti
það að teljast eitt af vonim allra
þýðingarmestu utanríkismálum,
að vinna að því, að í öllum bama-
skólum á Norðurlöndum væri
kent að skilja íslensku. Vona jeg
að hátíð sú, sem nú fer í hönd,
geti orðið til að greiða fyrir því,
að svo verði.
Helgi Pjeturs.
Með morgundeginum minn-
umst vjer íslendingar þúsund ára
afmælis íslands — vjer minn-
umst þess, að hjer á íslandi voru
fyrir 1000 árum sett ein lög fyr-
ir alla landsmenn.
Frá sögulegu sjónarmiði er
„margs að minnast og margs að
sakna“ — en saga Alþingis á
liðnum öldum verður sennilega
rakin bæði í ræðu og riti í sam-
bandi við þinghátíðina.
I tilefni af Alþingishátíðinni
datt mjer í hug að minnast sjer-
staklega á einn kapítula í Njáls-
sögu, þar sem segir frá setning
fimtardóms.
97. kapítuli Njálssögu segir svo
frá, „að Hildigunnur Starkaðar-
dóttir hafi neitað að ganga að
eiga Höskuld Þráinsson, nema því
að eins að hann fengi mannafor-
ráð, þ. e. færi með goðorð. Þetta
þótti Njáli ilt, hann unni Hösk-
uldi eigi minna en sínum eigin
sonum. Leitaði hann fyrst eftir
að fá goðorð keypt handa Hösk-
ulði, en enginn vildi selja. Þá
dettur spekingnum Njáli ráð í
hug til þess að afla Höskuldi goð-
orðs — að setja fimta dómstól-
inn á stokkana og stofna ný goð-
orð um leið.
Njáll fær Skafta lögsögumann
Þóroddsson og aðra höfðingja til
liðs við sig, en eftir það leiddi
Skafti Þóroddsson í lög fimtar-
dóm, og það er nú var talið'.
Hildigunnur gefur þannig ó-
beinlínis tilefni til þess, eftir því
sem höfundi Njálu segist frá, að
fimtardómur er settur á stofn.
Atvik þetta er harla eftirtekt-
arvert. Ein merkasta breyting,
sem gerð var á stjórnarfari eftir
að sett voru e i n iög á íslandi,
er til orðin fyrir mikillæti Hildi-
gunnar, óbeinlínis að vísu. Þessi
er skoðun ekki óviturra manns
en höfundar Njálssögu á setningu
fimtardóms.
Þótt að fornkonan íslenska hafi
hvorki gefið sig að löggjafar-
staj’fsemi eða dómaskipun, eftir
því sem við best til vitum, þá er
þó hitt jafnvíst, að hennar hefir
gætt þar töluvert á öllum öldum
síðar, sjálfsagt einkum óbeint
| eins og Hildigunnar — en vafa-
| laust hefur hún einnig haft bein
áhrif líka í þessum efnum sem
öðrum, bæði á vini sína, bónda
sinn og syni. Á öllum öldum og
hjá öllum þjóðum hefur franska
I máltækið: „hvar er konan?“ átt
I við.
Með aukinni mentun og þekk-
ingu konunnar, með jafnrjetti
i því, sem konur hafa nú þegar
1 fengið hjá fjölda þjóða — hefur
i svo þetta bæst við, að konur hafa
fengið rjett til embætta — fjöldi
| kvenna víðsvegar um heim skip-
; ar embætti, situr á löggjafar-
! þingum þjóðanna o. fl. eins og
| karlar.
; Það heyrast nú stundum raddir
um, að konunni henti önnur störf
| betur en íhlutun um löggjafar-
i störfin, ekki aðeins frá körlum,
j heldur einnig frá konunum sjálf-
j um. Þetta þarf engann að undra
— aukin rjettindi — ný stai'fs-