Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Glsli J. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal,—AðstoBarritstJðrl Björgvin Guðmundsson. - Fréttastjóri: Sigvaldi HJálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðcins, Ilverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á máuuðl. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurin*. VERÐLAGNING BUVARA VIÐRÆÐUR um 'verðlagsgrundvöll landbún- aðarafurða eru nú hafnar en þær fara fram árlega um þetta leyti árs. Mun almenningurbíða þess með mikilli eftirvæntingu, hver niðurstaða þeirra verð- ur, þar eð verðlag landbúnaðarafurða hefur ætíð mikil áhrif á lífskjör alls almennings. Lögum samkvæmt er kaup bóndans miðað við tekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Hækki tekjur þessara launastétta, er gert ráð fyr- ir, að kaup bóndans hækki einnig. Hefur þetta sam fcand milli kaupgjalds launþega og bænda hald- izt um langt skeið. Af þessu fyrirkomulagi leiðir, að þegar almennar kauphækkanir verða hjá laun- þegum, hækkar verð landbúnaðaraíurða. Er hér um einn þátt víxlverkana kaupgjalds og verðlags að ræða, sem ýtir undir verðbólguþróun. Þegar verkalýðsfélögin semja um kauphækkanir, vita þau það, að mikill hluti kauphækkunarinnar hverf ur í hækkað vöruverð, m. a. í hækkun landbúnað- arvara. Vandi verkalýðsforingjanna er því sá, að finna þá kjarabót, er kemur að haldi, semja um þær kauphækkanir, sem líkindi eru til þess að færi launþegunum raunhæfar kjarabætur. Skoðanir eru mjög skiptar um það, hvort rétt sé að hafa tengslin svo mikil milli kaupgjalds og verðlags landbúnaðarafurða sem verið hefur. Hvað sem því líður, er augljóst, að viðmiðunin í þessu efni er orðin mjög óeðlileg. Nægilegt er, að sjómenn fái auknar tekjur vegna góðrar sumarsíldveiði til þess að meðaltekjur launastéttanna, sem kaup bóndans er miðað við, hækki. Nokkrar viðbótar- tekjur sjómanna geta því skapað grundvöll hækk aðs verðs landbúnaðarafurða án þess að tekjur verkamanna eða iðnaðarmanna haf i hækkað og sýn ist það vissulega hæpin forsenda fyrir því að hækka búvöruverðið. Íslendingar eiga í svo miklum erfiðleikum með að sigrast á verðbólguþróuninni, að þeir verða að gera allt til þess að stöðva óþarfa víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Fyrirkomulag verðlagn- ingar búvara er mikið viðkvæmnis- og vandamál. En telja má þó víst, að endurskoðun þeirra mála mundi leiða til góðs. Auglýsingasím! Alþýðublaðsins er 14906 Viötal við Ólaf Þ. Kristjánsson skólastjóra sextugan ÞÓTT sólskinið baSi Hafnar- fjörð og góðviðrið lokki, situr skólastjórinn í Flensborgarskóla inni við skriftir í hinum myndar- legu skólahúsi — hátt á hamrin- um. Hann er sem óðast að lesa próförk af síðasta hefti kennara- tals á íslandi sem hann hefur unnið að í áratug eða vel það. Ól- afur Þ. Kristjánsson hefur þar unnið stórvirki með því að safna og skrifa sjálfur æviágrip 4184 kennara, sem hafa uppfrætt æsk- una í landi okkar síðan um 1800. Verkinu fylgja yfir 4100 myndir, og er þarna um ómetanlegt heim- iidarrit að ræða. — Eg hef tekið alla þá í kenn- aratalið, sem hafa kennararétt- indi eða hafa kennt þrjá vetur eða lengur, sagði Ólafur, þegar Alþýðublaðið heimsótti hann í til- efni af sextugsafmæli hans á morgun. Hins vegar eru þeir ekki taldir með, sem hafa verið stunda- kennarar eða kennt styttri tima, en þeir skipta þúsundum. Ólafur bendir á, eftir þessi miklu kynni af íslenzkum kennurum, að ekki hafi verið um að ræða heil- steypta kennarastétt fyrr en á síðustu árum. Hann segir, að fjöldi manna, sem aldrei fengu kenn- araréttindi hafi áður fyrr verið unnið mikið og gott kennslustarf. Telur hann áberandi, hve mikil og farsæl áhrif gagnfræðingamir frá Flensborg og Möðruvöllum hafi haft með kennslu víða um land á sínum tíma. Þá er áberandi, — að margir búfræðingar stunduðu áð- ur fyrr kennslu, en margir nám- fúsir unglingar lögðu fyrir sig bú- fræðinámið af því þeir áttu ekki annarrar skólagöngu kost. Ólafur kveðst snemma hafa fengið áhuga á ættfræði og mann- fræði. Amma hans, Ingileif Ólafs- dóttir, var ættfróð og minnug, en sjálfur segist Ólafur hafa fengið áhugann við að lesa sýslumanna- ævir innan við fermingu, enda las liann allt bókarkyns, sem iiann kom liöndum yfir á þeim árum. — Ólafur hefur lesið mikið um þessi efni og sérstaklega kannað ættir á Vestfjörðum, ekki sízt í heima- högum sínum í Önundarfirði. Kennarastarfið er erfitt og heimtar mikið af þeim, sem leggja það fyrir sig, segir Ólafur. Þar dugir ekki að mæta 5-10 mínútum of seint eins og ber við í sumum öðrum starfsgreinum, heldur krefst starfið algerrar stundvísi. Ólafur lætur vel af þeim börn- um, sem liann hefur kennt á langri starfsævi. Hann telur unga fólkið nú á dögum duglegt, ef það ætlar sér eitthvað, en oft illa tam- ið og hafa sömu galla og kosti og eldra fólkið. Það er mikið af kæruleysi hjá börnum og ungling- um, eins og lijá fullorðnum, segir Ólafur, en það kemur sjaldan fyr- ir, að kennarar reki sig á beina ó- knytti. Ólafur telur, að gera þurfi breytingar á kennsluaðferðum í samræmi við breytta tíma. Telur hann, að slíkar breytingar þurfi að ganga í þá átt, að nemendur fái meira frjálsræði um val náms- efnis, en jafnframt verði gengið ríkar eftir vinnu og ár- angri. Slikar breytingar munu þó krefjast meira húsrýmis og kenn- araliðs, og kann það að valda erf- iðleikum. Einhverju sinni á æskuárum rakst Ólafur á kennslubók í esper- anto í bókabúð á Flateyri. Keypti hann bókina, las og lærði málið. Hefur hann haft miklar mætur á því máli æ síðan, enda telur hann Ólafur Þ. Kristjánsson. það vera til að bæta kynningu og sambúð einstaklinga og þjóða. í þá daga var Hallbjörn Halldórs- son ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann hafði sem prentari ■sett þessa sömu kennslubók og einnig lært málið. Tók nú Ólafur að skrifa greinar um þetla sameiginlega liugðar- efni sitt og ritstjórans, og hófust þannig kynni hans af Alþýðu- flokknum og jafnaðarsteínunpl. Ólafur telur, að Hallbjörn hafi allra manna bezt sett fram hug- sjónir jafnaðarstefnunnar um réttlátara þjóðfélag, þar sem hinir minnimáttar fengju að njóta liæfi- leika sinna. Ólafur gerðist starfandi félagi í samtökum Alþýðuflokksins skömmu eftir komuna til Reykja- víkur 1926, enda fann hann þar hugsjónaelda, sem honum fannst að væru í beinu framhaldi af ung- mennafélagsskapnum, sem Ólafur hafði tekið þátt í — í heimahögum sínum. Árangur af baráttu jafnaðar- manna hér á landi liefur orðið mjög mikill, segir Ólafur. Ilafa áhrifin ef tii vill orðið mest með því, að móta liugsunar- hátt svo til allrar þjóðarinnar en stefnan liefur haft áhrif á fólk, sem alls ekki telur sig að- hyllast hana. En þannig licfur stefnan með víðtækri fram- kvæmd á vissan hátt veikt sjálfa sig, og hugsjónahiti er raunar minni en áður á öllum svið'- um. Nú virðist vanta mjög í huga yngri kynslóðarinnar hugsjónir um að vinna stórvirki í félags- legum efnum, og virðist samfé- Iagsleg hugsun vera mun minni en fyrir 2-3 áratugum. Það þjóð- félag, sem miðar allt við pen- inga, hvað hægt er að hafa upp úr hlutunum, stenzt aldrei sem menningarþjóðfélag til lengdar, sagði Ólafur að lokum. í þessum efnum blasa mjög alvarlegar hættur við íslenzku þjóðinni. Talið berst á víð og dreif, enda er Ólafur víðlesinn og fróður og heill hafsjór af kveðskap og írá- sögnum um menn og málefni. —, Hann er heilsteyptur og þróttmik- ill kennari og fræðimaður, sem aldrei hefur Iátið hugsjóna- og framfaraneistann slokkna. Hinir mörgu vinir og semherj- ar Ólafs Þ. Kristjánssonar munu senda honum árnaðaróskir á sex- tugs afmælinu á morgun. ÍÞRÓTTIR Framh. af 10 siðu v.-útherja, sem lá jafn aftarlega og afturliggjandi innherjinn. Stundum var þessi útherji jafnvel aftur. Zagallo vinstri útherji Brazilíu fór hvað eftir annað alveg aftur f eigin vítateig. Hvort draga eig h- útherja aftur fer eftir aðstæðum. Þetta þýðir í raun og veru að enginn munur er á 4—2—4 í brazilískri útfærslu og hinu ung- verska M-kerfi. Það var og mis- munandi, hvort Ungverjamir létu annan eða báQa útherjana hjálpa til við vörnina og uppspilið. En það var mjög sjaldgæft á tímum Fuskas og Kocis að hvorugur út- herjinn færi aftur. Þannig er hreint 4—2—4-kerfi sjaldgæft hjá okkur liér í Dan- mörku. (Llauslega þýtt). Framh. af 10. síðu efni þeirra er keppni gegn heims- meistaranum, Harold Johnson. Þetta getur dregizt, því að keppn- in cr hörð í hnefaleikunum í USA og margir kallaðir, en fáir útvaldir. Moore scgir, að verði það Johnson sé hann ekki í neinum vafa hvern- ig keppnin fari. EldEiúskeElar Eldh'úsbörS við Miklatorg. Lesi« áiþýðubW } \ 2 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBIA0IO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.