Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 13
 UM síðustu helgi Toru liðin tvö. ár frá stofnun Framfafa- banðalags ríkja rómönsku Am- eríku og Bandaríkjanna í bæn um Punta del Este í Uruguay. Á stofnfundinum var sam- þykkt tíu ára áætlun til efling ar friði, framförum og þjóðfé- lagsíegum umbótum í róm- önsku Ameríku. Bandaríkin féllust á að veita ríkjunum 20 þús. millj. dala aðstoð, og ríki rómönsku Ameríku samþykktu að nota þetta fé á sem beztan hátt til umbóta á sviði landbún- aðar, fjármála og stjórnarhátta Fróðir menn telja, að ekki hafi mikíli' árangur orðið af starfi Framfarabandalagsins á þessu tveggja ára tímabili. Hinar háleitu vonir, sem menn gerðu sér fyrir tveim árum, hafi ekki rætzt. Hins vegar er bent á, að menn hafi gert sér of miklar vonir í upphafi og búizt við of skjótum árangri. * MARGT GERT , Þar til í marz sl. var unnið að 392 frainkvæmdum á vegum bandalagsins i 23 Iýðveldum rómönsku Ameríku. Hér er m. a. um að ræða byggingafram- kvæmdir, framkvæmdir í iðn- aði, efnahagsáætfanir og að- stoð á sviði menutamála, heil- brigðismála, vetferðarmála o. fl. Á síðastliðnum tveirn árum hafa 140 þúsund ný heimili ver ið reist, bætt hefur verið 8200 kennslustofum við skóla og 4.000.000 kerinslubækur hafa verið gefnar út og þeim dreift. Bændur í rómönsku Ameríku hafa fengið 160 þúsuud bún- aðari'án, 700 vatnsveitum hefur verið komið upp og um 900 sjúkrahúsum og heilsuverndar- stöðvum. En þótt margt hafi verið gert þykir það ekkí nóg. Og þótt Bandaríkjamenn hafi orð- ið fyrir vonbrigðum eru þeir staðráðnir í að halda starfinu áfram. Á yfirstandandi fjár- hagsári veita Randaríkin banda laginu um 852.000.000 dollara tjál starfseminnar. Bandalagið hafði bcðið um 902.000.000 dollara og þrátt fyrir aukna andúð í bandaríska þjóðþing- inu á aðstoð við erlcnd ríki fær það ineira fé en á síðasta ári. segja, að Bandaríkjamenn hafi beitt sér fyrir stofnun banda- lagsins af ótta við útbreiðslu kommúnismans og áhrif Fidel Castro. Bandalagið hafi opnað þeim auðvelda leið til þess að draga úr áhrifum kommúnista. Aðrir Suður-Ameríkumenn vé- fengja þetta eklti en segja. að ekki megi gera Iít;ð úr góðúm vilja Bandarikjamanna. Á þeim "tveim árum, sem bandalagið hefur starfað, hefur byftingin á Kúbu ekki verið tekin til fyrirmyndar í róm- önsku Ameríku. Þótt Fidel Castro eigi stuðningsmenn í öllum löndum rómönsku Áin- Teodoro Moroso eríku hefur ekkert lánd farið að dæmi Kúbumanna. Margir þessara stuðningsmanna Castr os stunda undirróðtirs- hryðjraver&astarfsemi. Sú staðreynd, að Kúb algeríega háð valdáblökk kommúnista og tekur sömu af- stöðu og kommúnistaríkin hef ur einangrað Kúbu frá öllum nema öfgasinnum. Samúð fólks í rómönsku Ameríku með bylt- ingunni hefur minnkað til muna. ★ GAGNRÝNI * AHRIF CASTROS ' MINNI Framfarabandalagið hefnr sætt þó nokkurri gagnrýni, bæði I Bandaríkjunum og Suð- ur-Ameríku. Meðal annars hef ur sú gagnrýni komið frain, að Bandaríkjamenn hafi ckki ver- ið rausnarlegir með aðstoð sinni fyrir milfigöngu banda- lagsins og fyrst og fremst hugsað um eigin hagsmunl. Sumir Suður-Ameríkumenn Annað atriði, sem gagnrýnt er, er það, að ríki rómönsku Ameríku fái ekki að taka nógu mikinn þátt í stjórn banda- lagsins og stjórnin sé nær ein göngu í höndum Bandaríkja- manna. Forseti Framfarabanda lagsinr,, Teodoro lHnroso, er frá Puerto R'co, en hefur bandarískan ríkisborgararétt. Þá finnst ýmsum bandalagið ekki gera nógu mikið af því að stuðla að sönnu lýðræði í rómönsku Ameríku. Gagnrýn- endurnir benda á aðstoð banda lagsins við stjórnir herfor- ingja í Argentinu og Perú á síðasta ári. í báðum þessum ríkjum hefur að vísu verið horfið aftur til lýffræðislegs stjórnarfars. Venjulegir borgarar, sem spurðir hafa verið áfits á banda laginu, hafa komlð fram með gagnrýni og óánægju. Þeir hafa t.d. gagnrýnt, að aðstoð þess skuli fara fram um stjórn irnar, sem oft steli fénu, sem lánað er. Ef bandalagið snúi sér beint til fólksins verði vandamál þeirra leyst. Stjórnmálamenn í rómönsku Ameríku hafa einnig oft kom ið fram með gagnrýni. Bel- aunde, forseti Perú, hefur u sagt, að bandalagið farl hall- oka í baráttunni gegn vanþró- - un, eymd og fáfræði. Bandalag ið sé seint í svifum, ekki nógu sveigjanlegt og skriffinnska hrjái það. ★ SKÝRSLA LLEARS OG ICUBITSCHEK En algengasta gagnrýnin er á þá lund, að rómanska Amer- íka Ieggi of lítið til samstarfs- ins og er því oft kennt um erf iðleikana. Bandaríkjamenn stefna nú að því, að bæta þenn an galla. í vetur sömdu tveir virtustu stjórnmálamcnn rómönsku Ameríku, Kubitschek, fyrrver- andi forseti Brazifíu, og Lleras fv. forseti Kólombíu, skýrdu um bandalagið. Þeir bentu á ýmsa galla og komu fram mcð gagnrýni. Þeir hvöttu báðir til virkari þátttökq rómönsku Am eríku í bandalaginu. Þeir voru ekki sammála í öllum atriðum. Kubitschek ját aði að bæta þyrfti lífskjör al- mennings í rómönsku Am ;r- íku, en viídi að fyrst yrði lögð áherzla á að efla undirstöðn at- vinnuveganna. Þegar atvinnu- vegirnir værn komnlr á traust- an grundvöll mætti hækka lífs staðalinn. Lleras var á öfugri skoðun. Hann taldi, að fyrst ætti að stuðla að þjóðfélagslegum fram förum, svo sem byggingu húsa og aðgerðum í heilbrigðismál- um, vegamálum og menntamál- um. En þeir voru bóðir sammála um, að þörf væri á aukinni þátttöku rómönsku Ameríku í starfi bandalagsins. Þeir lögðu til, að sett yrði á fót nokkurs konar þing allra -þjóða róm- önsku Ameríku, sem hefði vald til að segja hvaða framkvæmd- ir skyldu ganga fyrir, sam- ræma eyðslu stjórnanna, sam- þykkja frámkvæmdir og stuðla að vöruskiptum og verðfestí- ingu gjaldeyris. EnnfremiUr hvöttu þeir til þess, að þinginu til ráðunautar yrði nefnd sérfræðinga að fyr- irmynd OECD, sem samræmdi Marshall-aðstoð USA í Evrópu eftir heimsstyrjöldlna. >jú hafa fregnir borizt af því, að Banda ríkin hafi fallizt á, að komið verði á fót slíkra samstar,’s- nefnd til þess að hleypa meira Kfi í bandalagið. ★ FRAMKVÆMDA- NEFND Þessari framkvæmdanefnd sem kölluð verður Inter-Am- erican Development Comm- ittee, verður komið á fót í haust. Bandalagið á ekki leng- ur að vera rammi einhliða að- stoðar Bandaríkjanna heldur veita rómönsku Ameríku beina ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd stefnu bandalags- ins, að því er forráðamenn Framfarabandalagsins segja. Vonazt er til þess, að nefnd- in, sem á að fá talsverð póli- tísk völd, geti lagt harðar að ríkjum rómönsku Amrt-íku í því skyni að koma á ýmsum umbótum, en Bandaríkin. Helzta vopn nefndarinnar verð ur vald hennar til þess að segja hvaða framkvæmdir skuli ganga fyrir og hverjar ekki. Ef eitthvert ríki stuðlar ekki nægilega að umbótum eða gerir ekki alvarlegar ráð- stafanir til skipulagningar í cfnahagsmáfum getur það orð ið af aðstoð bandalagsins. Til þessa hefur þetta vald verið að miklu leyti í höndum bandarísku stjórnarinnar. Þetta héfur komið stjórninni í erfiða afstöðu og hefur hún af þessum sökum verið sökuð um að stjórna ein bandalaginu. Ýmsir telja að þessi tilraun til þess að breyta bandalaginu kunni að valda straumhvörf- um í viðgangi þess. Bandaríkja- menn eru staðráðnir í að starf bandalagsins mistakist eksi. Dean Rusk utanrfkisráðherra heftir sagt, að Bandaríkjamenn verði aldrei fullkomlega ánægð ir með bandalagið, cn þeir ef ist ekki um, að lýðræðisleg þjóð félagsbylting í rómönsku Am- eríku geti orðið að veruleika. „STÓRI BRÓÐIR* ‘heitir þetta listaverk, sem við sjáum | 1 hér á myndinni. Það var sýnt á samsýningu, sem haldin var 5 = fyrir skömmu í Vestur-Berlín, og er sagt að þetta verk hafi | i þar vakið mikki athygli einkum þó meðal yngri kynslóðarinnar. = I Samsetningiir alls konar járnaruls gerist nú æ algengari og vin § i sælli meðal listamanna. 5 ■ ' ■ ■!.' 5 ■w jiiii'miiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiumuiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiuiiaiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuaiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiuri ALÞÝDUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.