Alþýðublaðið - 25.08.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Síða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIERIR: LUCIILA ANDREWS ann með höndina undir kaldri vatnsbununni. — „Kjáninn þinn, sagði húp, þegar hún sá hvað var á seyði. Hvers vegna kallaðirðu ekki á mig strax? Þú getur ekki annazt þetta ein. Til þess er sár- ið alltof djúpt. Seztu Rósa.“ — Hún ýtti mér niður aftur á brauð kassann. — „Þú ert náföl í fram an. Reyndu að haida hendinni þannig, að ekki blæði mikið“. — Hún gekk út og kom að vörm- um spori með lyfjaglas i hendi. „Drekktu þetta, sagði hún og rétti mén glasið. Þegar ég hafði gert eins og hún ráðlagði, athug aði hún lófa minn betur. „Þetta er nú meira en meðalskeina. Hvernig fórstu að því að reka hnífinn svona djúpt? Varstu ekki með sjálfri þér eða hvað?“ ,,-Jú, ég var bara ögn utan við mig. Ég var ekki að hugsa um það, sem ég var að gera. Það var allt og sumt“. „En sú óheppni“. —P Hún vafði sárabindi um hönd mína. — „Það kemur stundum fyrir okk ur á næturvaktinni, að á okkur sígur værð. Ég kannast við það af eigin raun. Þú hefur kannski ekki sofið vel í dag? Svona, haltu hendinni betur að mér. Bíddu svo kyrr á meðan ég hringi í yfir- sjúkrunarkonuna“. „Er eitthvað að?“, spurði ég. „Það er allt í lagi með sjúkl- .Ingana. En við verðum að gera eitthvað við höndina á þér.“ „Æ, systir, er það nauðsyn- legt?“ stundi ég upp. Hún kink aði kolli. „Já, það verður að sauma skurðinn saman“. Yfirhjúkrunarkonan kom um það bil tíu mínútum eftir að Jon es hringdi. Hún var mjög vin- gjarnleg á svip, þegar hún sá mig Hún skoðaði höndina og autt aði með samúð í röddinni. „Já, það verður að sauma þetta sam- an. Það er ekki um annað að ræða. Ég ætla að hringja strax á Waring lækni. Hann er ein- mitt núna á stofugangi. „Hún sneri sér að Jones. „Þér verðið að fá hjúkrunarkonu til að leysa , systu'r Standing af. Ég skal senda systur White til yðar“. Systirin fór fram í vakther- bergið til að hringja á Jake. Jon es yarð að fara aftur til skyldu- starfa sinna á deildinni og ég varð einsömul eftir á brauða- kassanum. Ég var alveg miður mín sérstaklega vegna þess að von var á Jake. Nú áttu þessi mistök mín að bætast við blóma vandræðin áður. Ég var nú sann- færð um að Jake væri orðinn hundleiður á mér. Yfirsystirin kom um hæl. — „Waring læknir bað mig að fylgja yður til skurðstofunnar". — Hún leit gaumgæfilega á mig. — „Veslingurinn. Þér lítið sannar- lega illa út“. — Hún stakk hand leggnum undir handarkrika minn. — „Haldið þér að þér treystið yður til að ganga. Á ég ekki að sækja yður hjólastól?" „Nei, systir, flýtti ég mér að segja. Þakka yður samt fyrir en ég treysti mér vel til að gánga.“ Hin mikla umhyggja hennar jók á einstæðingsskap minn og vand ræði. Ég var ekki lengur undir- maður hennar. Ég var allt í einu einn af sjúklingunum. Það var sannarlega undarleg tilfinning. Jake var líka öðru vísi gagn- vart mér að þessu sinni en venju lega. — „Þetta er fjárans mikill skurður, systir Standing", sagði hann vingjarnlega. — „Ég er hræddur um að hann þurfi æði mörg nálspor. Hafið þér verið saumuð áður?“ — Svipur hans var fullur meðaumkunar, að ég íór að iðrast þess að hafa ekki skorið mig í smáparta fyrir löngu. „Ég skal reyna að valda yður eins litlum sársauka og unnt er en þér komist ekki hjá því að finna dálítið til“. „O, ég hef verið saumuð fyrr“, sagði ég og revndi að bera mig borginmannlega. „Og þá fann ég ekkert voðalega til“. Hann brosti kankvislega — „Gerið þér mikið að því að skera yður, systir Standing?" Yfirsystirin svaraði samstund is fyrir mína hönd. — „Systur Standing hefur aldrei orðið slíkt á vakt fyrr, herra læknir". Waring leit á mig. -— Ágætt, sagði hann þurrlega, en alls ekki óvingjarnlega. „Þetta hefur þá verið áður en þér tókuð til við hjúkrunarnám- ið“. Ég kinkaði kolli og sýnd hon- um ör á upphandleggnum. — „Hérna var saumaður saman skurður með níu nálsporum". — Hann fór höndum um gróinn skurðinn og virti hann fyrir sér. „Þetta hefur verið heljarmikið sár. Hvernig hlutuð þér það.“ „Ég var að klifra yfir gadda- vírsgirðingu og datt“. Hann leit snöggt á mig og hleypti brúnum, er ég sýndi hon um tvo aðra skurði, sem höfðu verið saumaðir saman endur fyr- ir löngu, — annar var á hnénu en hinn höfðinu. — Hvernig hlut uð þér þessi meiðsl?", spurði hann. „Það var í sama skiptið, sem ég skaddaðist á hnénu en höfuð skurðinn hlaut ég þegar bróðir minn sló mig með golfkylfu." „Ég skil“. — Hann brosti við. — „Slóguð þér ekki bróður yöar aftur?" „Nei, ég gat það ekki“. Yfirsystirin, sem með hverri minútu varð umhyggjusamari sagði, að það hefði verið rétt af mér. — „Þar höguðuð þér yður skynsamlega eins og yðar er von og vísa“. „Já, sannast að segja systir, þá var högg bróður míns svo vel úti látið, að ég gat' ekki goldið í sömu mynt, vegna þess að mig svimaði". Jake brosti aftur. — „Eftlr að hafa heyrt þessar endurminning ar yðar, systir, sagði hann, þá furðar mig ekki á því, þó að þér kippið yður ekki upp við skurð eins og þennan“. Yfirsystirin undirbjó aðgerð- ina. Á sjúkrahúsinu var semsé siður, þegar einhver úr starfs- liðinu slasaðist, að þeir háttsett- ustu gerðu að sárunum. Þess vegna var það, að yfirlæknirinn og yfirhjúkrunarkona næturvakt arinnar bjuggu um hinn óveru- lega skurð, sem ég hafði hlot- ið. „Æ'tlið þér að nota silki - eða nælonþráð, læknir", spurði yifr systirin. „Nylon, takk“. — Hann leit á hana og bros færðist í munn- vikin. Þau brostu hvort til ann- as. Jake lagði hönd mína í hand kló. Svo leit hann á mig. — „Hverju hef ég nú gleymt?" Systirin horfði undrandi á hann. — „Hafið þér gleymt ein- hverju Waring?“ — Hún leit í kringum sig. — ,JÉg hélt að allt hefði verið tilbúið undir aðgerð- ina“. Ég hafði einmitt verið að furða mig á, hvers vegna hann setti ekki upp andlitdúlc. Ég hafði aldrei séð hann sauma saman skurði án þess að viðhafa slíkar varúðarráðstafanir. Meðan þau skimuðu bæði í kring um sig sagði ég: „Kannski að þér eigið við and litsdúkinn, læknir?“ Jake kinkaði kolli. — „Já, auðvitað. Rétt til gelíið, syst- ir.“ Yfirsystirin álasaði sjálfri sér yfir gleymskuna og hnýtti grim una á lækninn. — „Ég er aldeil is hissa á gleymskunni í mér“. Þegar Jake var búinn að sauma skurðinn saman til hálfs hringdi síminn skyndilega. Yfir- systirin var kölluð burtu. — „Ég kem eins fljótt og ég get aftur", sagði hún. „Ég vona læknir, að þér getið bjargað yður sjálfur á meðan“. „Já, já, systir, við björgum okk ur. Hvemig líður yður annars, systir Standing?" Ég gerði tilraun til að brosa. — „Ágætt, læknir“ stundi ég upp. Yfirsystirin kinkaði kolli til mín í viðurkenningarskyni. — „Þér eruð reglulega duglegar, systir Standing." — Mér létti. Þetta voru sannarlega sjaldgæf orð af hennar munni. „Ef Waring lýkur aðgerðinni áður en ég kem aftur, þá þætti mér vænt um að þér biðuð mín hér, systir". „En systir. Get ég ekki farið beint upp á deildina mína? Ég er viss um að ég get unnið öll mín störf, þó að ég geti ekki notað nema aðra höndina". Jake varð fyrir svörum. — „Kemur ekki til mála“, sagði hann einarðlega um leið og hann laut yfir hönd mína. „Grátið þá bara“, hélt hann áfram vingjamlegur í bragði. — „Héma, takið við þessu." — Ég fann, að hann stakk vasaklút í þá hönd mína, sem var heilbrigð. — „Grátið bara eins og yður lyst ir. Kærið yður kollótta um nær veru mína. Ég hef séð mörgum tárum úthellt um ævina. Það er oft fróun í því að gráta svolítið. Ég kannast við þetta." — Hann snart öxl mína um leið og hann gekk frá skurðborðinu. Vinsemd hans og samúð voru dropinn, sem fyllti mælinn. Hefði hann verið hrjúfur og skip að mér með hörku að hætta að vola hefði ég eflaust gert það. En vegna hlýju hans tók' ég nú að hágráta. Ég grét og grét og vasaklúturinn hans var orðinn gegnvotur af tárum. Hann var lengi að þvo sér um hendumar. Hann skrúfaði frá báð um krönunum og hljóðið frá þeim yfirgnæfði næstum grát minn. Þegar ég loksins fékk þerr að burt tárin settist hann and- spænis mér. „Líður yður nú betur?“ Jake var þögull, eftir að yfir- systirin var farin. — Öðm hverju leit hann rannsakandi framan í mig til að sjá, hvernig mér liði. Hann mælti ekki orð af vörum fyrr en hann hafði dregið siðasta nálsporið. „Reynið að hreyfa finguma, systir, sagði hann þá. — Ég eins og hann ráðlagði og hann fór höndum um fingur mína. „Þér finnið þetta? Ágætt. Lokið nú augunum og segið mér við hvaða fingur ég kem.“ — Hann reyndi þá alla. — „Gott. Nú meg ið bér opna augun aftur." Ég veit ekki af hverju ég fór allt í einu að gráta. Ég veit ekki hvort það var af þreytu, tauga- óstyrk eða þvf að innan skamms átti Jake að yfirgefa sjúkrahús- ið. Kannski var það af öllu þessu. Það eina sem ég vissi með fullri vissu var, að ég hafði aldrei grát ið áður í viðurvist ókunnugra. Og kannski var bað verst af öllu að gráta svo að Jake sæi til. „Hvað er að“, spurði Jake vin gjarnlega. „Var þetta svona sárt? Eða eruð þér þreyttar?" Ég kinkaði kolli án þess að koma upp nokkru orði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.