Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 5
DAGANA frá 12. til 15. ágúst var haldið í Osló norrænt þing um fávitaframfærslu og vanvita- skóla. Þingið er hið 12. í röðinni, sem haldið er um þessi mál, en þetta er í fyrsta skipti, sem ís- lendingar taka virkan þátt í því. Þingið sóttu um 1000 manns frá öllum Norðurlöndunum <pg hefur það aldrei verið jafn fjölsótt. Frá íslandi voru 5 þátttakendur. Ragn hildur Ingibergsdóttir læknir og Björn Gestsson forstöðumaður úr Kópavogi. Frú Sigríður Ingimars- dóttír, sem er í stjórn Lyngáss, dagheimilis styrktarfélags vangef- inna. Jónína Eyvindsdóttir for- stöðukona og Kristinn Björns- son skólasálfræcingur úr Reykja- vík. Ávörp og kveðjur fyrir hönd Islendinganna fluttu Ragnhildur Ingibergsdóttir og Björn Gests- son. Helztu viðfangsefni þingsins voru nýjustu rannsóknir á fá- vitasjúkdómum, uppeldi og sál- arfræði vangefins fólks, fræðsla, atvinnumöguleikar vangefinna og skipulagning framfærslu þeirra. Framsöguerindi fluttu: Dr. Hall- vard Vislie yfirlæknir frá Osló um nýjustu rannsóknir á orsökum fá- vitaháttar. Dr. Annalise Dupont, yfirlæknir, frá Drejning' í Dan- mörku um meðferð og horfur fá- vitasjúkdóma. Prófessor Niilo Maki frá Finniandi um ný sjónar- mið í uppeldis og sálarfræöi. Ni- els Albertssen skólastjóri í Árós- um um félagslcgt uppeldi van- vita. Ingrid Fröstedt skólastjóri frá Svíþjóð um skynjunaræfing- ar. B. Möhl-IIansen námstjóri frá Danmörku um uppeldi fullorð- inna. N. E. Bank-Mikkelsen frá Danmörku um. skipulagningu. Gestir mótsins voru A. Meuze- laar frá Gröningen í Hollandi, sem flutti erindi um atvinnumögu- léika vangefins fólks og Dr. H. C. Gunzberg frá Birmingham í Eng- landi, sem talaði um ný sjónar- mið varðandi félagslegt uppeldi og verkkennslu. Auk framsöguerinda voru flutt tvö til fjögur styttri erindi um hvert mál og síðan frjálsar um- ræður. Annan dag þingsins voru flutt Ragnheiður Ingibergsdóttir yfirlitserindi um það, sem gert hefur verið í þessum málum á Norðurlöndum frá því, að síðasta þing var haldið. Ragnhildur Ingi- bergsdóttir flutti erindi frá ís-- iandi. í sambandi við mótið var sýning, sem öll Norðurlöndin tóku þátt í. Mest bar á hælisteikningum frá öllum Norðurlöndunum. Frá íslandi voru sýndar teikningar frá Lyngási, dagheimili styrktarfé- lags vangefinna nýreistu starfs- mannahúsi Kópavogs og fyrirhug- uðum hælisdeildum í Kópavogi. Frá Danmörku voru sýndar iðn- aðarvörur unnar af vangefnu fólki. Frá nokkrum heimilum í Noregi var ‘sýnt föndur og handa- vinna. Einnig voru á sýningunni kennslutækni, kennslubækur og fleira. Erindi voru ekki haldin um byggingar, en arkitektar og aðr- ir, sem um þau mál fjalla og mótið sóttu, hittust og ræddu hin ar ýmsu teikningar, sem á sýning- unni voru, sín á milli og skiptust á skoðunum. Teikningar af fyrir- huguðum hælisdeildum í Kópa- vogi vöktu athygli og hlutu mjög góða dóma. Arkitektarnir Gísli Halldórsson og Jósef Reynis hafa gert þær. Flestar teikningamar, sem sýnd- ar voru, voru af aðalhælum, en um hlutverk þeirra fjallaði N. E. Bank-Mikkelsen meðal annars í framsöguerindi sínu. Norðurlöndum er flestum skipt í héruð og í hverju héraði er eitt aðalhæli, en fólksfjöldinn á ís- landi er ekki meiri en svo, að eitt aðalhæli geti fullnægt þörf- inni. Aðalhæli er stofnun þar sem hægt er að rannsaka fávita og veita þeim þá meðferð læknis- fræðilega og uppeldislega, sem þeir þarfnast. Á þeim stofnunum eru þeir fávitar vistaðir, sem þarfnast hælisvistar. 1. Þeir, sem þarf að rannsaka. 2. Þeir, sem þarfnast sérstaks lækniseftirlits og meðferðar. 3. Þeir, sem þarfnast uppeldis og kennslu, að undanskildum þeim börnum og unglingum, sem sækja vanvitaskóla eða aðrar heimangöngustofnanir. Aðalhæli þarf að ná ákveðinni stærð, svo að hægt sé að greina vistfólkið. í samstæða hópa. Deild- irnar verður að gera eins heimil- islegar og hægt er, en það krefst meðal annars, að þær séu ekki hafðar of stórar. Aðalhæli verð- ur að vera svo stórt, að þar sé hægt að hafa það sérmenntaða fólk sem þörf krefur vegna kostn- aðar. Hæli fyrir 300 til 400 vist- menn er yfirleitt talin heppileg- asta stærð, en það svarar þeirri þörf, sem vera mun hér á landi. Á aðalhæli þarf einnig að vera aðstaða til að mennta starfslið, en þjálfað starfslið er frumskil- TRÚNAÐAR yrði þess, að hægt sé að reka slíka stofnun sæmilega. Þangað verða foreldrar og aðr- ir einnig að geta leitað eftir rann sókn og ráðlegglngum vegna þeirra, sem heima búa. Vísir að þessu öllu er þegar í Kópavogi. Aðalhæli þarf að vera nálægt stórum spítala, sem hefur þeim sérfræðingum og tækjum á að skipa, sem ekki er hægt vegna kostnaðar að hafa á hælinu sjálfu. Öll þessi mál þróast nú mjög ört á Norðurlöndum og í stuttu máli má segja, að niðurstöður þess, sem mótið f-jallaði um séu, að ekki hefur .enn komið neitt fram innan læknisfræðinnar, sem leitt geti til þess að hægt sé að lækna fávitahátt, aftur á móti er unnið af kappi að rannsóknum á ýmsu, sem getur komið í veg fyr- ir, að einstaklingar verði fávitar i vegna nokkurra meðfæddra eða i áunninna sjúkdóma. Rétt er þó að taka fram, að umrædd sjúkdóms- tilfelli eru mjög sjaldgæf. Talið er, að keppa beri að því, að allir vanvitar fái þá fræðslu, sem þeir geta notið bæði bóklega óg verk- lega og þannig uppeldi, að sem flestir þeirra verði færir um að sjá sér farborða á vinnumarkaði. Einnig að hálfvitum gefist kostur á að nýta þá starfsgetu, sem þeir kurma að hafa til þarflegra starfa, Að ekki séu fleiri vistaðir á hæl- um, en þeir sem nauðsynlega þurfa þess með og að stefnt sé að því, að líf allra vangefinna geti verið eins eðlilegt og eins líkt lífi almennings og kostur er. Formaður undirbúningsnefndar þingsins var Dr. med. Chr. Lohne Knudsen, yfirlæknir. Heiðursgest- ir þingsins voru prófessor Dr. med. Asbjörn Fölling og Marie Peter- en fyrrum fræðslumálastjóri van- vitaskólanna í Noregi. Danska blaðið Politiken skýrði frá því fyrir skömmu, að allmarg- ar fjónskar stúlkur, eða nánar til tekið 46 hefðu verið beittar tál- brögðum undir þvi yfirskini að gefa ætti þeim kost á að leika í kvikmynd. Snemma í vor birtist auglýsing í blöðum þess, efnis, að kvikmynda félag eitt ætlaði að láta gera kvik mynd eftir metsölubók, og var ósk- að eftir stúlkum á aldrinum 20-30 ára sem áhuga hefðu á að spreyta sig við kvikmyndaleik. Umsókn- um skyldu fylgja ljósmyndir. Þær 46 stúlkur, sem auglýs- ingunni svöruðu heyrðu síðan ekki vitund um neina kvikmyndatöku. Sá sem sett hafði auglýsinguna í blöðin lét síðan gera allt að 200 eintök af þeim myndum sem hon- um þótti fallegastar. Myndirnar voru síðan sendar út um hvippinn og hvappinn til piparsveina, sem leitað höfðu tiLhjúskaparmiðlara eins, en það var einmitt hann, sem setti þessa auglýsingu í blöð- in. Hann hefur nú setið í fang- elsj í töluverðan tíma, meðan lög reglan hefur verið að rannsaka misferli hans. Við, sem tókum þátt í mótinu erum mjög þakklát fyrir þá alúð og gestrisni, sem við urðum að- njótandi. GRIKKLAND er eitt af þeim löndum, sem Vesturlönd geta ekki verið stolt af, skrifar Claus Seid- en fyrir skömmu í danska blaðið' Aktuelt. í Grikklandi eru nú 1100 póli- tískir fangar, mál- og prentfrelsl er takmarkað og sumir íbúanna bera þar trúnaðarkort upp á vas- ann, aðrir ekki. Þetta gerir það a&' verkum, að ekki er í landinu neir» trygging fyrir því að stjórnarfar- ið verði ekki algjört einræði. Trúnarkortin hafa verið vi&’ lýði frá því að borgarastyrjöldinni lyuk. Um það bil tvær og hállr milljón íbúa landsins fá ekki slík kort. Af þeim sökum fær þetta fólk engin störf hjá því opin- bera, né í bönkum eða neinni mik: ilvægri iðngrein. Starfsfólkið £ tóbaksiðnaðinum verður t. d. allt að hafa trúnaðarkort. Hvað viðkemur mál og prent- frelsi þá má segja að gríska stjórr.i in hafi nokkuð lært af þeirri frönsku. Dagblöðin eru öll undir nákvæmu eftirliti. Ritstjóri einn. var fyrir nokkru dæmdur í níia mánaoa fangelsi fyrir að hafa ljóstrað upp upplýsingum um kor.i ungsfjölskylduna, sem ekki þóttu viðurkvæmilegar. Eins og í Frakk. landi þá er haft strangt eftirliÉ með útsendingum útvarpsins, eci það er bezta áróðurstæki stjórn- arinnar. Svo langt gengur þetta meira að segja, að í þingfréttumi er því næstum því sleppt að minn ast á stjórnarandstæðingana. Stjórnarandstaðan hefur alla tíð lialdið því fram að úrslit síð- ustu kosninga væru fölsuð, og fá ir eru þeir meðal stjórnarandstöðí unnar, sem hafa nokkra trú á a£T komandi kosningar verði öðruvísi. Sagt er að þær muni fara fram á sama hátt og síðustu kosningar. En ýmislegt á sér nú stað á stjórn málasviðinu. Talið er að gera eigi konungholla hlutann af flokk: Karamanlis að sérstökum flokki, sem síðar gæti orðið þungur á meii unum. Talið er að loiðtogi þessa nýja flokks muni verða hershöfö inginn Potaminao, sem hefur lýsú því yfir að hann muni nú hefja þátttöku í stjórnmáJum. Hann var Framh. á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. ágúst 1963 ■§

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.