Alþýðublaðið - 25.08.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Side 8
er mjög misgott. Nokkur barn- anna eru lítt fötluð, en önnur eru nokkuð illa farin. Flest þeirra haí'a komið á æfingrastöðina á Sjafnar- götu 14 og fengið þar vlðeigandi meðferð hjá lækni okkar, Ilauki Kristjánssyni, segir Svavar. Mosfellsdalurinn er mjög sér- stakur. Öðru megin í honum er kalt vatn. en hinu megin heitt. Reykjadalur stendur við uppsprett I ur heita vatnsins. Ráðizt var í það mannvirki að gera bráðabirgða lögn fyrir heita vatnið til staðar- ins. Lóðin er slétt, en ekki nógu skjólgóð. Búast má við, að hún verði skreytt gróðri, og skjólbelt- um næstu árin. — Ennþá eru allar framkvæmd ir í Reykjadal á byrjunarstigi. Margt er eftir ógert. Vlð ætlum að reyna að koma þar upp góðu sumardvalarheimili sem yrði tengt við starfsemi þar á öðrum tímum ársins. Nú skortir okkur fjármagn til að halda starfseminni áfram. Til úrbóta þessu vandamáli för- um við af stað með símahappa- draetti fyrsta september. Allir. þeir, sem vilja styrkja starfsemina verða að gæta sín á að kaupa mlða, áður en ég hringi upp og tUkynni vinningana. STYRKTARFELAG lamaðra og fatlaða rekur um þessar mundir sumardvalarheimili fyrir lömuð og fötluð börn í Mosfellssveit. Styrkt arfélagið hefur áður verið með sumardvalarheimili á Varmalandi og að Reykjum í Hrútafirði. Svav ar Pálsson, formaður félagsins, seg ir, iað reynslan af þessum s.umar- búðum sýni fram á ágæti þeirra svo ekki verður um villzt. Að Reykjum og Varmalandi voru sundlaugar, en aðstæður að öðru feyti mjög erfiðar og ómögulegt að bæta úr þeim. Styrktarfélagið keypti því í vet ur lóö í Mosfellssveit. Félagið tók við henni fyrsta maí. Innifalið í kaupunum var stórt og gott einlyft timburhús, fjárhús með hlöðu og 4Vi hektari lands. Samfara kaup- unum fylgja nokkur hitaréttindi. — í vor var bætt við nýjum svefnskála, sem notaður var í sum ar. Hann er enn ófullgerður. Síðan létum við girða landið vandlega, og byggðum safnþró og klóaklögn. Þessi lögn var óhemju dýr. Eins fljótt og fjárhagurinn leyfir, mun um við ráðast í að byggja litla sundlaug. Til bráðabirgða var not uð í sumar lítil plastlaug. Börnin komu uppeftir fyrsta júlí. Þau koina heim £ lok ágúst- mánaðar. Búizt er við, að þetta verði áfram á j>ama tíma næsta sumar, cn á því geta orðið nokkr- ar breytingar. Þar sem svefnskál- inn var ekki tilbúinn í tíma, voru í upphafi 20 börn í Reykjadal, eins og staðurinn er kallaður frá gamalli tíð. Frá og með fyrsta ágúst bættust önnur tuttugu í hóp inn. Börnin I Reykjadal eru á aldr- inum 5—12 ára og drengir eru þar í meirihluta. Börnin eru fötl- uð og lömuð af ýmsum ástæðum. Sum vegna lömunarveikinnar og önnur eru fædd þannig. Ástandið Hér sjáum við hluta baruanna í sundlauginni, þau sem eru fremst á myndinni eru við eitt uppá- haldsleikfangið á staðnum. i I Reykjadal er sérstakur sjúkra þjálfari, er veitir börnumun rétta meðferð. Haukur læknir rannsak aði börnin, áður en þau voru send til sumardvalarinnar. Skýrsla hans er notuð til hliðsjónar við meðferð barnanna. Sérstaklega þau börn þjálfuð, sem koma ut- an af landi og hafa ekki fengið meðferð áður. Forstöðukona heimilisins er M'agnea Hjálmarsdóttir. Hún er kennari að menntun og er alvön að sjá um sumardvalir barna. Af öðru starfsliði má nefna stúlkur, sem gæta barnanna, ráðskonu, þvottakonu og vökukonu. Sýnir þetta starfslið, að allt er reynt að gena börnunum í haginn. Börnin hafa það mjög frjálst á sumardvalarheimilinu. Margt geta þau gert sér til skemmiunar úti og inni. Á rigningardögum sitja þau inni og kennir forstöðukonan þeim þá meðal annars föndur með aðstoð starfsstúlknanna og á laug ardagskvöldum eru kvikmyndir sýndar. Dagsskráin fer eftir ao- stæðum í hvert skipti. í góðu veðri fara börnin í berjamó, leiki, sund Iaugina og fleira, allt eftir eigin geðþótta. Sjúkraleikfimi og ann- arri þjálfun er reynt að koma við, þegar aðstæður leyfa, svo að börn unum finnist allt ganga sinn eðli- lega gang. Heilsuhraustustu börn in fá að synda í sundlauginni í /V eru í Reykjadal. Kiðlingarnir vorú sendir með flugvél frá norður- Inndi og voru mjög styggir fyrst eftir komuna. — Þeir er það alls ekki lengur, fræðir Svavar okkur um. Börnunum þykir mjög gaman að hafa dýrin í nágrenni við sig. Kiðlingarnir eru hafur og geit Við vonum, að þetta verði heil fjölskylda, er frá líður, þó það sé e t. v. ekki gott fyrir skógrækt- ina okkar. Framh. á 12. síðu Þetta eru nokkur þeirra barr heimilinu í sumar. í baksýn er að Hér eru börnin setzt til borðs, og finnst greinilega mikið til Ijósmyndarans koma. með blóm í hárinu eins og glöggt sést á myndinni. Sum þeirra eru Reykjahlíð. Tveir kiðlingar og heimalningur 8 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.