Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 14
%) ÍMINNISBLBÐ FLUG Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi fer til Glasgow og K- hafnar kl. 08.00 í dag. Væntan- íeg aftur til Rvíkui- kl. 22.40 í kvöld. Skýfaxi er væntanleg til Rvíkur í dag kl. 16.55 frá Bergen, Osló og Khöfn. Skýfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08.00 í fyrramálið. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22.40 annað kvöld. Innanlandsflug: í dag r áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) og Vmeyja. Á morg un er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Vmeyja (2 ferð ,ir), ísafjarðar, Hornafjarðar, Fagurhólsmýrar, Kópaskers, Þófshafnar og Egilsstaða. Loftleiðir h.f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl 09.00. Fer til Gautaborgar, Khafnar og Ham borgar kl. 10.30. Snorri Þor- finnsson er væntanlegur frá New York kl. 11.00. Fer til Osló og Stavangur kl. 12.30. Leifur Eiríksson er væntanleg ur frá Luxemborg kl. 24.00. Fer til New York kl. 01.30. r skíp Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss kom til Rvíkur 23.8 frá Antwerpen. Brúarfoss fer frá New York 28.8 til Rvíkur. Dettifoss fer frá Akureyri kl. 17.00 í dag 24.8 til Dublin og New York. Fjallfoss fer frá Raufarhöfn 23.8 iil Gautaborg ar, Lysekil og Gravarna. Goða fims kom til Rvíkur 21.8 frá Ngw York. Gullfoss fór frá R- vík 24.8 til Leith og KhafnSÍ í.ágarfoss fer frá Akureyri f kvóld 24.8 til Hólmavíkur, Vest fjarða- og Faxaflóahafna. Mána foss fór frá Khöfn 19.8, væntan legur til Rvíkur kl. 21.30 í kvöld 24.8, kemur að bryggju um kl. 23.00. Reykjafoss er í Hull, fer þaðan til Rotterdam og Rvíkur. Selfoss fór frá Vm eyjum 21.8 til Norrköping, Rostock og Hamborgar. Trölla foss fer frá Keflavík í kvöld 24.8 til Hafnarjarðar og þaðan á morgun 25.8 til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar,' Hull og Hamborgar. Tungufoss fór frá Stettin 22.8 til Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins Hekla er væntanleg til Thors- havn í fyrramálið. Esja er í Rvík. Herjólfur er í Rvík. Þyr ill fór í gær frá Manchester í gær áleiðis til íslands. Skjald- breið er á Norðurlandshöfnum. Herðubreið er væntanleg til R víkur á morgun að austan úr hringferð. Skipadeifd S.Í.S. Hvassafell fór 23. þ.m. frá Len ingrad til Rvíkur. Arnarfell er í Borgarnesi. Jökulfell fór 21. þ.m. frá Camden til Reyðar- fjarðar. Dísarfell er væntan- legt til Aabo á morgun, fer þaðan til Helsingfors. Litlafell losar á Vestfjörðum. Helgafell fór í gær frá Hammerfest til Arkangel. Hamrafell fór 22. þ. m. frá Palermo til Batumi. Stapafell er í olíuflutningum í Faxaflóa, Jöklar h.f. Drangajökull er í Camden, fer þaðan til Gloucester og Rvíkur Langjökull fór 23.8 frá Akur- eyri til Ventspils og Hamborg- ar. Vatnajökull er í Grimsby, fer þaðan til Hamborgar, Rott erdam og Reykjavíkur. i Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla er í Leningrad. Askja er á leið til Riga. Hafskip h.f. Laxá fór frá Part ington 23. þ.m. til Kristian- sand. Rangá er í Gdynia. Merkiskonan frú Guðrún Ryd- elsborg, Klapparstíg 29, verð- ur 80 ára í dag. Húsinæðrafélag Ueykjavíkur fer í skemmtiferð 29. ágúst frá Bifreiðastöð Íslands. Upplýs- ingar íVsímum 3-77-82, 1-44-22 og 3-24-52. I Lauffarneskirkja: Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 Séra Magnús Runólfsso*. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Hóladómkirkju og Hólastaðar verður minnst í messunni. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. |11 (Útvarps.mdssa). Heimillis- presturinn. SGFN Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30-3.30. Landsbókasafnið. Lestrarsalur er opinn alla virka daga kl. 10-12, 13-19 og 20-22 nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Útlán alla virka daga kl. 13-15. Bókasafn Dagrsbrúnar er opið föstudaga kl» 8-10 e.h., laugar- daga kl. 4-7 e.h. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugar- daga kl. 1?-19. Þjóðminjasafnið er opið dag- lega frá kl. 1.30-4. Listasafn ríkisins er opið kl. 1.30-4. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið alla daga í júlí og ágúst nema laugardaga frá kl. 1.30-4. Árbæjarsafnið er opið á hverj- um degi kl. 2-6 nema mánudaga, á sunnudögum frá kl. 2-7. Veit- ingar í Dillonshúsi á sama tíma I LÆ&NAR Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringin. — Næturlæknir kl. 18.00-08.00. Sími 15030. Neyðarvaktin sími 11510 hvern virkan dag nema laugardaga. 14 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ NEHRU í VANDA í FYRSTA sinn síðan Indland öðlaðist sjálfstæði hefur verið bor in fram tillaga um vantraust á Nehru forsætisráðherra og stjórn hans. Tillagan var borin fram af 72 stjórnarandstæðingum, sem ekki eru kommúnistar. Þar var sljórnin harðlega gagnrýnd fyrir fræðslukennda og óörugga stefnu. í tillögunni sagði, að vandamál Indverja á sviði þjóðfélagsmála, efnahagsmála og utanríkismála hefðu ekki verið leyst. Ástæðan til þess, að ekki hafa verið borin fram áþreifanleg ákæruatriði er sú, að hinir ýmsu stjórnarandstöðuhóp- ar hafa ýmsar forsendur fyrir gagn rými sína. Enginn raunverulegur möguleiki var til þess að fella stjórnina. Kongresflokkurinn liefur hreinan næirihluta í neðri deildinni — 361 þingsæti af 507. Þó varpar ástandið ljósi á hina miklu spennu i indverskum stjórn málum eftir árás Kínverja í landa mærahéruðunum í fyrrahraust. Ó- sigur Indverja gerði endurskoðun á stefnunni í varnarmálum nauð- synlega. Jafnframt sagði Nehru, að atburðirnir sýndu, að hann hefði lifað í „draumaheimi." (Vantrauststillagan var felld í indverska þinginu á fimmtudaginn með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Einn af eltu og reyndustu þingmönnum Sósíalistaflokksins, dr. Ram Manohar Lohia kallaði stjórn Nehrus þjóðarskömm í um ræðum þingsins. Árás hans á Nehru er sú harðasta, sem forsæt isráðherrann hefur sætt í þjóð- þinginu. HLUTLEYSISSTEFNAN. Margt bendir til þessð ag fyr ir Kínverjum hafi vakað að árás inni í fyrrahaust, að færa Indverja í fang vesturveldanna og jafnframt niðurlægja þá í augum annarra ríkja Asíu og Afríku. Hernaðaraðstoð Breta og Banda rikjamanna, sem Indverjar hafa þegið, má nota i áróðrinum, en Nehru getur fyrir sitt leyti bent á það, að mörg hlutlaus ríkjanna hafi þegið víðtæka hernaðaraðstoð án þess þó að hlutlaus stefna þeirra hafi þar með verið dregin í efa. Til þess að benda á mótvægi gegn of rriiklum áhrifum vestur- veldanna getur hann einnig sagt, að hann hafi einnig fengið hernað arlega aðstoð frá Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu. Segja má, að i augum Kínverja sé samvinna við Rússa eins niðurlægjandi og sam skipti við vesturveldin, því að eft ir vinslit valdhafanna í Moskvu og Peking eru Sovétríkin og ríki Austur-Evrópu (að Albaníu undan skilinni) sögðu tilheyra „hvítu yf irstéttinni." Deila valdhafanna í Moskvu og Peking mun sennilega varpa nýju ljósi á viðleitni Indverja til þess að gæta hlutleysis. Andúðin á því, að Indland tengist vesturveldun- um kynni að vera minni eftir því sem meiri tilhneyinga gætir til að draga úr spennunni í sambúð aust urs og vesturs. Jafnframt mun braut sú, sem Indland velur, verða undir stefnu Kínverja komin. Ef aftur verður hart að þeim lagt, munu Indverj ar sennilega finna sig knúða til að slaka meira á grundvallaratrið unum um hlutleysi en áður. Afstaðan til Pakistan gerir mál- ið flóknara. Pakistan hefur bætt sambúð sína við Kína. Að baki þessari framvindu er hin óleysta Kasmírdeila, og sættir með Ind- verjum og Pakistönum eru óhugs andi þar til mál þetta hefur verið leyst. ★ LOK TÍMABILS NÆRRI. En ef Indverjar standa and- spænis endurskoðun á utanríkis- NEHRU stefnunni er þar með ekki sagt, að það gerist í stjórnartíð Nehrus. Algerlega burtséð frá því, að for- sætisráðherrann er nú 73 ára og að hann þjáðist af sjúkdómi í fyrra, kann að vera margt, sem bendir til þess, að endalok „Neh- ru-tímabilsins” séu ekki langt und an. Enda þótt stjórnarandstaðin hafi ekki minnstu möguleika til þess að steypa stjórninni verður vart vax- andi óánægju með ástand — og horfur. Á það er bent að mat- vælaframleiðslan bregðist og ekki hafi tekizt að hafa eftirlit með verði matvæla. Mótmælafundir, er haldnir hafa verið víða í landinu með kröfum um, að Nehru segi af sér, liafa m. a. átt rót sína að rekja til matvælaástandsins. Annar grundvöllur gagnrýninn- ar hafa verið fyrirætlanir stjórnar- innar um sameiginlegar loftvarna- æfingar méð Bandarikjamönnum og Bretum. Því er haldið fram, að þetta stefni hlutleysisstefnunni í voða. Sama er sagt um samning við ríkisútvarpsfyrirtækið Voice of A- merica um byggingu öflugrar sendi stöðvar í Kalkútta. Það lítur nú út fyrir að Nehru kunni að neyðast til að fara þess á leit, að samningn um verði breytt. Kommúnistar í stjórnarand- stöðu, 29, studdu ekki vantraustið. Þeir leggja hart að Nehru í því skyni, að endurskipuleggja stjórn sína. Það er því lagt hart að for- sætisráðherranum frá vinstri og hægri, auk þess sem ólga ríkir í flokki hans sjálfs. Nehru hefur vakið athygli á á- standinu í norðri og hvatt til þjóð legrar samheldni gagnvart ógn- uninni um nýja kínverska árás. Ný árás Kínverja gæti fylkt þjóðinni um Nehru eins og í fyrrahaust, en ef aftur væri lýst yfir neyðará- standi gæti Nehru orðið fyrir barð inu á því. í fyrra batt það endi á stjórnmálaferil Krishna Menons landvarnaráðherra. - (S-ö í Arbeid- erbladet). Gnkkland Framh. af 5. síðu áður í háu embætti við hirðina en varð að hætta vegna hneyksl is, en hefur samt haldið vinskapn um við fjölskyldu konungs. Bílasala Matthíasar, Höfðatúni 2 Sími 24-540. Útför Magnúsar Bjömssonar ríkisbókara verður gjörð frá Dómirkjunni þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10,30. Athöfninni verður útvárpað. Elín Björnsdóttir Vilborg Björnsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.