Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 12
Merkisstctrf Framh. úr opnu f Reykjadal er aðallega stundað sund og börnin þjálfuð til að bœta liðan þeirra. Börnin þurfa mjög á þessum æfingum að halda, sérstak lega sundinu. .Þeim hefur farið mjögr fram í sumar, þótt aðstæð- urnar séu ekki orðnar nógu góð- ar. •— Fötluðu börnin verða að vera liér allt sumarið. Vikudvöl dugar ekki, ef einhverjum árangri á að ná. Segja má að svo komnu máli, að börnin hafa haft mjög gott af dvölmni í Reykjadal í sumar. Börn in eru hraustleg að sjá eftir dvöl ina og virðast vera mjög glöð og ánægð með lífið. Við vonum að lokum, að happa dætti styrktarfélagsins gangi vel, svo að mögulegt verði að reka á- fram sumardvalarheimilið í Mos- fellssveit á viðunandi hátt. Reynsl an hefur sannað, að vissulega er mikil þörf á slíku heimili. BÍLA' OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg SífTsl 2 3136 EinangrEsnargfer Framleitt einungis úr úrvals gler, — 5 ára ábrygð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlaaöin 57. — Sími 23200. TRÉHESTURINN síðar lagði konungurinn af stað til himnaihallar- innar að finna dóttur sína. í hvert skipti, sem kon ‘ungurinn heimsótti dóttur sína, var hann vanur að vigta hana. Hann vissi sem var, að ef kona hafði ver.ð í tygjum við karlmann var ekki ólíklegt að hún þyngdist svolítið. Sér til mikillar undrunar komst hann að því nú, að prinsessan hafði þyngst. Augu hans skutu gneistum og hann varð ofsa- lega reiður. — Einhver ástæða hlýtur að vera fyr ir þessu, hugsaði hann með sjálfum sér. Síðan hélt hann strax aftur t:l hallar sinnar til að reyna að grafast fyrir um ástæðuna fyrir þessu. Þegar ráðgjafar hans sáu, að eitthívað amaði að honum, komu þeir til hans og spurðu hvað væri að. Sagði hann þeim þá alla sólarsöguna. — Hver getur hafa komizt þarna upp?, hugs- aði hann með sér. Reynið þ:ð að finna ráð svo ég megi handsama þennan náunga. — Við höfum hér fjóra afbragðsriddara sagði einn ráðgjafinn. Hvernig væri að setja einn ridd- ara á vörð v:ð hvert horn hallarinnar. Ef þessi ná ungi freistar inngöngu á nýjan leik, þá ættu ridd- ararnir að geta varnað honum vegarins. Þetta fannst konungi afbragðs hugmynd. Um kvöldið tók hann riddarana f jóra með sér til himna hallarinnar, og sagði þeim að gæta vel að öllum mannaferðum. Þegar riddararnir voru búnir að koma sér fyrir, hélt konungur aftur til jarðar. En hverjum skyldi nú hafa dottið í hug, að þessir riddarar væru svo miklar svefnpurkur, að þeir svæfu alla nóttina í stað þess að standa vörð? Það var einmitt það sem þeir gerðu. Þessa nótt átti ungi prinsinn því ekki í neinum erfiðleikum með að komast til prinsessunnar sinnar. Þegar konungurinn vigtaði dóttur sína dag- inn eftir fann hann, að enn hafði hún þyngst. Nú varð konungur orðlaus af reiði. Þegar hér var komið, var það orðið almennt umræðuefni fólksins í borginni, að einhver væri farinn að hitta prinsessuna fögru á laun í himna- höllinni að næturlagi. Konungurinn skammað'st sín svo mikið fyrir þetta, að hann vildi ekki láta sjá sig opinberlega. Hann kallaði nú á einn ráð- gjafa sinn og spurði hann ráða í þessu mikla vandamál. Ráðgjafinn ráðlagði honum að mála stigann í höllinni og rúm prinsessunnar þá um kvöldið. með málningu, sem væri lengi að þorna. Daginn eftir gætu þeir svo farið um borgina og leitað uppi mann sem hefði sett málningu í föt- in sín. MOCO I WAS KIDDIN', \N0T WiEANIN' 1 KATE.1 I'M &AP ] TO INTE2ROPT, TO SEE youj Xr-/ MISS POTEE, Mum,but wot's V | M\ AFOOT WITH YONCOLONIALS SOME APE EXCHAN6E SCHOLAES,SOM£ AR£ SPECIAL STUDENTS... NOT AFTER A PE6REE ÍK AT MAUMEE... w CAN IT BE? IS fíATE THE CROWD THINKING OF HER- 1 SELF ASA MAUMEE COED? COLOSSUS OF PHOPES ? — Nei, nci Poteet. Ég fékk svo gott baup í Ameríku. Auðvitað sendi ég mest af því heim til hennar mömmu, en ég er samt alls ekki blönk. — Ég var bara að stríða þér Kata, mér þykir mjög gaman að sjá þig. — Heyrðu Peteet, hvað er eiginlega á seyði hér meðal stúdentanna. — Snmt eru skiptistúdentar, aðrír eru hér á sérstökum styrkjum Hvers vegna spyrðu? — Hvað er þetta eiginlega. Er Kata farin að líta á sig sem uemanda við Maumee skólann? |2 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.