Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1963, Blaðsíða 4
i BLÖÐ og útvarp hafa sagt , okkur frá liinni óvenjufegu I stjórnarkreppu í Noregi, eins i og þeirra er vandi um mikil og óvænt tíoindi. Þó hef ég ekki heyrt þess getið hér heima, J sem var hvað óvenjulegast við þessa stórpólitísku viðburði. ; Það var sjónvarpið, sem flutti atburðina í Stórþinginu í Osló I inn á svo tii hvert heimili í Noresi. ' Norðmenn hafa haft sjón- ) varp um nokkurra ára skeið. Þar í landi eru kúltúrsnobb- arnir ekki eins áhrifamiklir og hér á-íslandi, og norska þjóð- in því ekki notið þeirrar „menn ingarverndar“ að vefa í\jón- varpstaus, eins og við. Norðmenn ákváðu um 1950-, I að þeir skyldu koma upp sjón- • varpi, og þeir byrjuðu hóflega. \ Var málið vandlega undirbúið og tilraunasendingar gerðar í ? 2-3 ár, áður en þeir hófu reglu-. i legt sjónvarp. Hafa þeir, sem 1 berjast fyrir íslenzku sjón- i varpi, kynnt sér þróun máis- \ ins í Noregi og lagt til, að hér iá yrði að ýmsu leyti fariu svipuð = Icið og Norðmenn völdu. Norska sjónvarpið sendir 2-3 - klukkustunda efni á dag. Þegar sýniiegt varð, að King’s Bay málið mundi verða að stórmáli ■\ í þinginu, að það var gert að tilefni til vantrauststillögu á ríkisstjórnina, var ákveðið að sjónvarpa umræðunum u.n málið í heild. Ýmsir voru mótfallnir þess- ari ákvörðun og töldu, að þing- menn mundu ekki þola þetta og hefja einhvers konar leik- araskap fyrir sjónvarpsnotend- ur í stað þess að ræða málið á eðlilegan hátt. Sem betur fer reyndist þetta óþarffeg svart- sýni. Sumir þingmenn létu að vísu klippa sig vegna sjónvarps ins, en það þótti yfirleitt vera til bóta. Reynslan varð sú, að mikill hluti þjóðarinnar fylgt- ist með umræðunum eða eia- hverjum hluta þeirra, og þótti ýmsum kaffaskipfi í lýðræði Noregs, þegar þjóðin komst í slíka snertingu við þingið. Stórþjóðir telja slíkt útvarp beint frá þjóðþingi vafasamt og leyfa sér það yfirleitt ekki. Hins vegar hefur þetta gefizt vel hjá smærri þjóðum, og hér á íslandi mundi þetta án efa reynast prýðilega. Við erum enn á því stigi, að við viljum láta frambjóðendur halda l'anga umræðufundi, og hér er mikiö hlustað á útvarpsumræður. Er ástæða til að ætla, að sjónvarp á umræðum um stórmál beint úr þingsal mundi verða veiga- mikil viðbót við hið persónu- lega stjórnarkerfi, sem við bú- um við. Framboðsfundir, þar sem til- vonandi þingmenn eigast við í áugsýn kjósenda, eru mikils- verður íiður í lýðræði okkar. Að vísu hefur þessi siður verið afnuminn í þéttbýlinu — því mlöur — en útvarpsumræður hafa komið í staðinn. Þótt ýms- um leiðist slíkar umræður, hafa athuganir leltt í Ijós, að mjög stór hluti þjóðarinnar hlustar á þær. Vafalaust mundi sjónvarp gefa þeim aukið gildi þar sem ræðumenn og aðrir þingmenn mundu sjást um leið. Þetta er að vísu aðeins ein af mörgum ástæðum til þess, að við ættum að vera byrjaðir á íslenzku sjónvarpi. Sjónvarpsnotendum hér hefir fjölgað stöðugt í vor og sumar, og eru þeir nú vafalaust hátt á annað þúsund. Allt þetta fóík horfir á hermannasjón- varpið frá Keflavik og eru á- hrif þess að verða svo mikil, að íslendingar geta ekki við unað. Sjálfsagt er, að varnarliðs- menn, sem eru innilokaðir á Keflavíkurvelli hafi sjónvarp sér til dægrastyttingar, en það er engin ástæða til að láta þetta sjónvarp ríkja á hverju íslenzku heimili, af því að við þurfum endilega að vera eina þjóðin í Evrópu fyrir utan Grikki, sem er nógu menningar lega þroskuð til að hafa ekki sjónvarp! FUNDI FÉLAGSMÁLA- RÁÐHERRANNA LOKIÐ DAGANA 22.-23. ágúst 1963 var norrænn ráðherrafundur um fé- lagsmál haldinn í Bifröst. Fundinn sátu eftírtaldir ráðherr- ar: Frá Danmörku: Lars P. Jensen innanríkisráðherra. Frá Finnlandi: Verner Korsback ráðherra og Omni Nárvanen sam- göngu og verkamálaráðherra. Frá Svíþjóð: Sven Aspling, fé- lagsmálaráðherra. Frá íslandl: Emil Jónsson fé- lagsmálaráðhérra. Auk ráðherranna sátu fundinn 28 embættismemr frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og ís- iandi. Á fundinum voru þessi mál rædd: 1. Laun og dagpeningar í sjúk- dómsforföllum (ísl. framsaga). 2. Sambandið á milli ellilífeyris og dvalartíma (norsk frams.) 3. Verkþ.iálfun og starfsfræðsla i launþega (dönsk frams.). 4. Húsnæðismál og heimilishjálp aldraðs fólks (finnsk og sænsk framsaga). Skýrslur frá félagsmálaráðu- neytum þátttökulandanna og frá nefndum, sem starfa á milli funda lágu fyrir fundinum. Fundur var haldinn með níu manna félagsmálanefnd Norður- landaráðsins. Danski ráðherrann Lars P. Jen- sen bauð til næsta fundar í Dan- mörku á árinu 1965. Fundinum lauk kl. 12 á hádegi í dag. ; , Félagmálaráðuneytið 23. ágúst 1963. Sæmdir stórkrossi hinnar brazilísku orðu Við virðulega athöfn á heimili ræðismanns Brazilíu, Bergs G. Gíslasonar, fimmtudaginn 22. á- gúst 1963, sæmdi sendiherra Brazi líu á íslandi, herra Francisco d’Alamo Lousada, forsætisráð- herra Ólaf Thors og utanríkisváð herra Guðmund í. Guðmundssn stórkrossi hinnar brazilísku orðu „Ordem Nacional' do Cruzeiro do Sul;“. Við það tækifæri sæmdi sendaherra Brazilíu einnig Berg G. Gíslason ræðismann riddara- krossi þessarar sömu orðu. Við athöfn þessa lagði sendi- heira Brazilíu áherzlu á hið góða samband sem ríkti milli ríkis- stjórna íslands og Brazilíu og kvaðst sendiherrann vera þess full viss að samstarf landanna ætti eft ir að blómgast og þróast báðum löndum til góðs. Sendiherrann minntist þess að nú væri starfandi ungur íslenzk- ur prófessor við háskólann í Sao Paulo og kenndi þar haffræði með áhuga og helgaði þjónustu sína landinu, sem hann starfaði fyrir. Herra Lousada er um það bil. að ljúka starfi, sem sendiherra lands síns á íslandi og Noregi, og lýsti ánægju sinni og þakklæti fyr ir virðingu og fyrirgreiðslu, sejn liann hefur ætíð notið hér. DOTTUR- SONUR . KRÚSA Ekki eiga öll börn jafn glæsi legra leiktækja völ og snáðinn hér á myndinni. Þessi piltur er átta ára gamall og heitir Aleksei Adjoubei. Bíllinn, sem hann er að leika sér í, er ekki leikfang í venjulcgum skiln- ingi, því þetta er alvörubíll knúinn litlum benzínmótor og á gúmmíhjólbörðum. Að öllu léyti smækkuð útgáfa af venju Iegum bíl. Ef þið viljið vita deili á pilt- inum, þá er hann dóttursonur Krústjovs, og er faðir hans einn af ritstjórum Izvestia. Hann keypti þennan forláta bíi handa syni sínum í Bandaríkj- unum, því leikföng af þessn tagi munu heldur sjaldgæf £ Sovét og ekki á færi allra sovét borgara að eignast slíkt. ' Sjötugur Hallghmur Gu&mundsson Sjötugur verður á morgun, 26. ágúst, Hallgrímur Guðmundsson, verkamaður, Stangarholti 28, Reykjavík. Hallgrímur hefur alla tíð verið áhugasamur baráttumað- ur vérkalýðshreyfingarinnar óg Alþýðuflokksins. Alþýðublaðið sendir honum hugheilar afmælis- óskir á sjötugsafmælinu. 4 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.