Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 3
101 LÖGRJETTA 102 sundruð og skift. Hún greindist í tuttugu og átta smáríkjakirkjur, sem hver um sig var sjálfstæð, og engin eining milli þeirra. Kirkjan var að vissu leyti eins og ríkið sjálft — sambandskirkja. Að vísu gat þýska kirkjan að sumu leyti komið fram sem eining út á við, og þá einnig að ýmsu leyti sem höfuðkirkja lútherskunnar, vegna fornrar frægðar sinnar og arfsins frá Lúther sjálfum, en þó fór á seinustu árum meira og meira að bera á sænsku kirkj- unni, sem fyrir skörungsskap Söderblom erkibiskups hafði ýmsa forustu evange- liskra kirkna á hendi. En inn á við var þýska kirkjan ávalt sundruð, eins og ríkið. Svo kom Hitler og hans menn og þeir gátu á undraskömmum tíma sigrað sundr- ung ríkisins, gert úr smáríkjunum eina samstæða ríkisheild. Innan kirkjunnar höfðu áratugum saman heyrst raddir um það, að áþekk sameining evangelisku kirkn- anna væri nauðsynleg, og nokkurar árang- urslausar tilraunir höfðu verið gerðar til þess að koma slíkri einingu á. Hitler-stjórn- in vildi nota sjer þessar einingaróskir, kirkjunnar vegna og vegna sjálfrar sín. Sterk sameinuð kirkja gat orðið þriðja rík- inu ómetanleg stoð. Hitler, sem sjálfur er reyndar kaþólskur, eins og mikill hluti Þjóðverja, studdi opinberlega þessa evan- gelisku einingarviðleitni, og það var náinn, persónulegur vinur hans, Miiller, sem falin var forusta einingarstarfsins og fyrir hann var stofnað nýtt ríkisbiskupsembætti og honum til aðstoðar og örfunar var lögfræða- ráðunauturinn Jáger. Það var þó, að nafn- inu til, ekki veraldlega valdið, sem kom þessu í kring, heldur var látið heita svo, að kirkjurnar rjeðu þessu sjálfar, á þjóðlegu kirkjuþingi, sem kosið var sumarið 1933. Ivirkjueiningin hafði frá upphafi á sjer talsvert pólitískan blæ, og ýmsir forustu- menn hennar hjeldu því fram afdráttar- laust, að kirkjan ætti að vera pólitísk og styðja hið þjóðlega viðreisnarstarf. Meðal þessara manna hefur Miiller ríkisbiskup ver- ið hvað harðorðastur. Þessi pólitíski blær ríkiskirkjunnar varð þó undir eins mörgum þyrnir í augum, og reis upp sterkur and- stöðuflokkur gegn hinni pólitísku kirkju, og boðaði til sjerstaks kirkjuþings í Bar- men, og í sumar var haldið annað kirkju- þing í Danmörku, sem snerist að mestu ieyti um afstöðu ríkis og kirkju í Þýska- landi. Mótstaðan gegn hinni nýju kirkjuskipun er ekki nema að litlu leyti pólitísk andúð gegn Hitler og hans stefnu. Mótstaðan er aðallega af kirkjulegum toga spunnin, og að vísu ekki öll af sömu hvötum. Sumir vilja alls enga kirknasamsteypu. Aðrir vilja að vísu samsteypuna, en ekki eins og hún hefur verið framkvæmd, og enn aðrir eru aðallega á móti ríkisbiskupinum og því valdi, sem honum hefur verið fengið, eða iiann hefur teldð sjer. Þetta síðasta atríði er mjög veigamikið, enda hefur það oftar en einu sinni komið til tals að Miiller segði <af sjer. Það er enganveginn óhugsandi, að cðrum manni, með öðru verklagi og öðrum hugsunarhætti hefði tekist betur en Múller, að bræða saman andstæðurnar og koma á friði í kirkjunni, en það er ófriðurinn, sem fyrst og fremst stendur henni fyrir þrifum. Muller er strangur nazisti og hefur tekið upp mjög eindregna baráttu fyrir kenning- um þeirra. Ein þjóð, eitt ríki og ein kirkja í anda þjóðernisjafnaðarstefnunnar, sam- einuð þýsk þjóðrækniskirkja, það er hug- sjón hans. Hann fylgir t. d. út í æsar kenningunum um rjett og gildi hins hreina aríska kyns, og þar af leiðandi hafa verið útilokaðir úr kirkjunni ýmsir prestar, t. d. af gyðingaætt. Mikið af mótstöðunni gegn ríkiskirkjunni, er mótstaða gegn þessum og þvílíkum skoðunum, en fyrst og fremst al- menn andstaða gegn því, að kirkjan sje notuð í pólitískum tilgangi. Á kirkjuþinginu í Fanö, sem fyr er nefnt, voru samþyktar ályktanir um það, að kirkjan skyldi vera óháð stjórnmálaflokkum og ekki blanda sjej- í mál þeirra. Ennfremur var þar lýst yfir samúð með kristnum söfnuðum í Þýzka- landi, og sjerstaklega með andstæðingum klúllers, og var lýst vantrausti á því, að of- beldi væri beitt við andstæðinga ríkisbisk- upsins. En það hefur veríð eitt höfuðákæruefnið á Múller og Jáger, að þeir hafi farið með offorsi og ofsóknum á hendur andstæðing-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.