Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 44

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 44
183 LÖGRJETTA menn dreymdi nokkru sinni um áður. Einn af helstu fræðimönnum á þessu sviði L. S. B. Leakey hefur skrifað bók um það, sem nýjast hefur komið í ljós um þessi mál, og kallar bókina Forfeður Adams (Adam’s Ancestors, Methuen). Hann lýsir þar elstu menningum, segir frá öpum og mönnum og frændum mannsins á steinöld, og ræðir að lckum framtíðarmöguleika mannsins. Leakey hefur sjálfur gert merkilegar uppgötvanir á þessu sviði (Homo kanamensis) og er því rr.anna færastur til þess að lýsa þessu, enda hefur hann gert það af miklum lærdómi, en þó mjög lipurt og læsilega. Lögrjetta hefur áður sagt frá ýmsum bókum um Austurlandamálin. Þau eru ein- hver merkustu úrlausnarefni nútímans. Prófessor Martin, alkunnur útlandaritstjóri Journal de Genéve, nýlega dáinn, skrifaði bók um Kínamálin, en til Kína fór hann í fyrra. Bókin heitir: Skiljið Kínverja (Understand the Chinese) og segir skemti- lega frá mörgu einkennilegu, sem fyrir augun bar þar eystra, frá landi og lýð og lifnaðarháttum og frá mönnum og málefn- um. Hann spáir því, að Kína múni sennilega eiga eftir að verða einhver mesta fram- kvæmda og menningarmiðstöð heimsins. — Victor Dane hefur skrifað einkennilega bók frá Indlandi (Naked Ascetic), þar sem hann segir frá ýmislegri viðkynningTi sinni við töframenn og trúmenn Indlands og er ófag- nrt sumt. Þyldr honum sem menn hafi á Vesturlöndum ýmsar skakkar hugmyndir um dulspeki og vitsku Austurlanda, því að margt af því, sem svo sje nefnt, sje að rniklu leyti yfirborðsháttur, öfuguggaskapur eða ósiðlæti. Andersen-Nexö hefur skrifað allstóra bók um Rússland og ferðalög sín þar (To Ver- dener) og lætur vel af. Ensk bók (Russia To-Day eftir Sherwood Eddy) er líka ný- komin um þessi efni og segir kost og löst á tilraununum í Rússlandi og ber þær sam- an við vestrænt ástand. Gyðingamálin eru sífelt ofarlega á baugi og má því benda á, að ekki fyrir löngu kom út á dönsku bók Jerome og Jean Tharaud um sögu þeirra, eðli og hlutverk (Jödemes Historie i Om- rids). 184 Einn af helstu og sjerkennilegustu sálar- fræðingum nútímans er C. G. Jung, upphaf- lega lærisveinn Freuds, en síðan gagnrýn- andi hans að mörgu leyti. Eftir hann (og nokkura lærisveina hans) er nýkomið safn af ritgerðum, sem heitir Veruleiki sálarinn- ar (Wirklichkeit der Seele), og gerir Jung þar m. a. grein fyrir afstöðu sinni til Freuds. Eugene O’Neill má sjálfsagt teljast helsta ieikritaskáld Ameríkumanna nú, og er leik- inn víða um lönd. Nýjasta bók hans eru tvö leikrit, sem heita: Ah. Wilderness og Days Vöithout End. Aðalpersóna síðara leiksins er John Loving og lýsir leikritið klofningi sál- arlífs hans og leit hans að trú og festu í lífinu, og endar á því, að hann beygir sig fyrir krossinum. Hitt leikritið er lýsing á arnerísku smábæjalífi og er ástaleikur. John Dewey, einn af helstu heimspekijig- um Ameríkumanna, hefur gefið út merki- lega bók um listir (Art as Experience). Hann gerir þar grein fvrir þeirri reynslu í daglegu lífi, sem liggur að baki listinni og listaverkunum'. Hann hefur einnig rýlega skrifað bók um trúmál (A Common Faith). Gott yfirlit um nýtísku list er Modern Art eftir Thomas Craven. Cambridge-mennirnir svonefndu, sem hjer ferðuðúst 1932 og fóru vfir Vatnajökul, eru hjer ýmsum kunnir. Einn þeirra, J. Angus Beckett hefur skrifað um ferðina bók (Ice- land Adventure) og segir þar lipurt frá ýmsu því, sem fyrir augun bar dags dag- lega, og frá jökulförinni, en ekki virðast vera í bókinni neinar sjerstakar eða merki- legar nýjungar. Margaret Schlauch hefur skrifað fróðlega og merkilega bók um íslenzku lygisögufnar eða æfintýrasögurnar (Romance in Iceland). En það efni hefur hingað til verið of lítið rannsakað. Hún lýsir sögunum sjálfum skil- merkilega og skemtilega, rekur skyldleika þeirra og afstöðu til erlendra samskonar bókmenta. Dómai- hennar og lýsingar bera vott um víðtækan lærdóm og smekkvísi. Rannsóknirnar eru góð viðbót við íslenska bókmentasögu, og almenna samanburðar- bókmentasögu,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.