Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 25

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 25
145 LÖGRJETTA 146 rík og hámentuð, og ber glæsilegan vott um menningarfrömuði og brautryðjendur á mörgum sviðum. Þetta ber öll borgin vott um h i ð y t r a, og íbúunum' er það í b 1 ó ð r u n n i ð, enda heldur hún virðingu sinni og viðurkenningu meðal stórborganna vegna heirra andlegu verðmæta, sem hún sjálf hefur þroskað og ausið út meðal allra menn- ingarþjóða. Jeg hef þrisvar komið til Vínarborgar og í tvö skiftin dvalist þar meiri hluta árs í hvort skifti, við sjernám rnitt í eyrna-, nef- og hálssjúkdómum. Kyntist jeg þá borginni nokkuð, en borgarbúum þó meira, sökum sharfs míns. — Jeg kom þangað fyrst 1921, þegar hungursneyðinni eftir stríðið var hvergi nærri afljett til fulls. Þá var rúg- brauðið blandað sagi til drýginda og mjólk- ina þótti óráðlegt að drekka ósoðna, sökum berklasmitunarhættu. Allavega limlestir betlarar voru þá víða á fjölförnustu götum og götuhornum, sem talandi vottur nýaf- staðinna stríðshörmunga. — Þrátt fyrir all- an skort og snögga lífsvenjubreytingu hvíldi þó ekkert farg á þeim ekta Vínarbúa. Hann er glaðlvndur og ljettlyndur og eðlisfari, og hafði spaugsyrðin á takteinum, þótt vonir um betri tíma virtust útilokaðar. Að vísu var honum tamt að sökkva sjer niður í gamlar endurminningar og segja frá glæsi- leik og snyrtibrag borgarlífsins eins og það var fyrir stríðið og bölva svo allrækilega ástandinu, sem þarna rikti eftir stríðið, dá- litla stund, en það hvarf fljótt fyrir með- fæddu ljettlyndi og glaðlyndi. — Það þýddi hvort sem er ekkert, að vera að ergja sig, heldur taka lífið eins og það kemur fyrir. Jeg varð þess strax var, að öll umgengni manna á milli var með nokkuð öðrum hætti en jeg hafði átt að venjast annarsstaðar, miklu ljettari og óbundnari, meira blárt áfram og frjálsmannlegri en tíðkast á Norðurlöndum meðal ókunnugs fólks. Þó voru í kveðjum manna oft notuð ýms orð, eða runa af orðum, sem vitanlega komu upprunalega frá hirðinni, eins og t. d. I c h habe die Ehre — jeg hef þá æru eða þann heiður — undirskilið að heilsa yður. Þá eru titlar oft afar langir, og þó altaf notaðir allir, eins og t. d. Herr 0 b e r- landesgerichtsrat — yfirdómari í landrjetti. Og þegar menn kvöddust var enn meira um að vera. Meine Hoch- aclitung — mína dýpstu lotningu —, Gehorchsamster Diener — jeg er yðar auðmjúkasti (hlýðnasti) þjónn —, Empfehlen uns Ihnen — miælum með oss — o. s. frv., stundum eitt í einu, stundum heila romsan og fleira en hjer er lalið. Þetta rennur upp úr þeim viðstöðu- laust, elskulega og blátt áfram eins og sá ailra eðlilegasti hlutur, en þegar við útlend- ingarnir ætluðum að leika þessa alúðlegu kurteisissiði eftir, varð úr því tómt stirð- busalegt hnoð, laust við alla alúð og yndis- þokka, sem Vínarbúum er svo lagið að fljetta inn í það. öllum þessum ástúðlegu kveðjum fylgir svo hlýtt handtak og auk þess — ef kvenfólk á í hlut — djúp hneig- ing og handkoss og auðvitað náðuga frú eða ungfrú í hverri setningu. Annars tíðkast mest kunningja á milli að heilsast bæði og kveðjast með alúðlegu Grúsze dich Gott eða Grusz Gott — Heilsi þjer guð — eða þá með latnesku kveðjunni „S e r v u s“ — þjónn — og er þá oft for- nafni mannsins hnýtt aftan í (servus Hans), og sumir nota vitanlega þýskar kveðjur með góðan morgun, góðan dag, gott kvöld og góða nótt. Fyrstu áhrif í persónulegri viðkynningu koma í kveðjunni. Hún er þessvegna þýð- ingarmikill þáttur um alla frekari viðkynn- ingu þegar marka má. Þess vegna hef jeg einnig tekið hana svo nákvæmlega, því að þarna er hana að marka. öll viðkynning við Vínarbúa er ákaflega alúðleg, teprulaus, frjálsmannleg og óþvinguð, jafnt hjá æðri sem lægri, og jafnt hjá hreinræktuðum Vín- arbúum og hinurn mörgu innflytjendum. Þetta liggur í landi og jafnvel milli and- siæðra kynflokka eins og Semita og Ger- mana ef þeir þurfa að umgangast hverír aöra, sem þeir oftast reyna að koma sjer hjá. Ef draga ætti einhverjar sameiginlega drætti úr skapgerð hreinræktaðra Vínarbúa í e i 11, eftir frekari viðkynningu við þá, mætti auk þess, sem áður er sagt um Ijett-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.