Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 27

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 27
149 L ö G R J fe T T A 150 og' fyrst og fremst listrænna. Vínið er ljett- ara en nokkurt Spánarvín hjer. Það gerir menn káta og ærslafulla en ekki drukna. Kl. 12 fer síðasti sporvagninn inn í bæinn og um leið er lokað og slökkt og alt dottið í dúnalogn í Grinzing. Þess var getið í upphafi þessa máls, að Vínarborg væri fögur borg, og það dylst ongum, sem þangað kemur, en vitanlega er þar sjón sögu ríkari. Maður skyldi nú halda að svona gömul borg væri óreglulega bygð, með þröngum, krókóttum og loftillum strætum. En það er nú eitthvað annað. Bænum er skift niður í 18—20 regluleg hverfi og á ekkert þeirra skilið að heita gamalt nema eitt — miðbærinn eða i n n b æ r i n n eins og hann er oft nefndur — bæjarhverfi nr. 1. Hann er miðdepill Vín. arborgar og gamla Vín. í honum eru stærstu bankarnir, peningastofnanir og verslunarhúsin, klaustrin, kirkjumar, 90% kaþólskar, og listasöfnin, Keisasahöllin og ýmsar opinberar byggingar, t. d. fyrir póst og síma og einnig stærstu veitingahúsin, flestöll með musik. Þar er Kártnerstrasze, ein aðal verslunargata bæjarins, ogerhverj- um útlending starsýnt á allan þann list,- iðnað og listsmekk, sem þar sjest í búðar- gluggum, og hinn frábæra smekk Vínar- stúlknanna í klæðaburði, þótt ekki sje hann ávalt íburðarmikill. — Miðbærinn er einnig fullur af sögulegum menjum og listaverk- um og get jeg þ ví miður ekki farið út í það. Utan um miðbæinn er afar breið gata eða stræti með trjágöngum, sporbrautum, akbrautum og gangstígum, sem heitir Hringbraut — Ringstrasze. Við hana standa háskólinn, ráðhúsið, þinghúsið, þjóðleik- húsið (Burgtheater) og söngleikhúsið (Staatsoper). Aðal listasöfnin — aðal ho- telin — ráðuneytin og aðrar opinberar byggingar og bankar, garðar keisarahallar- innar o. fl. í stuttu máli fult af glæsileg- ustu stórbyggingum, ekki hverri niður í annari, heldur þannig, að hver nýtur sín og hefur sína landhelgi eftir virðingu. f einni af þessum glæsilegu byggingum sá jeg íslands-sýningu Theo Hennings sumárið 1930. Út frá hringbraut skiftist bærinn í 8 iiverfi og ganga breiðar aðalgötur hvers þess hluta beint út frá hringbrautinni eins og geislar í 8 mismunandi stefnur. • Utan um þau gengur aftur hringbraut — der Gúrtel — og gengur rafknúin jám- braut bæjarins eftir og yfir henni. Þar utan við koma svo úthverfin og villuhverfin — einnig 9 talsins. Hvert hverfi er auðkent nafni og númeri hverfisins og hvert hús hverfisnúmeri og götunafni, auk venjulegs götunúmers. — Af þessu ágripi er sýnt, að auðvelt er að rata um bæinn, og ekki nóg með það, heldur hefur það haldist frá gamalli tíð, að númer skiftast nokkuð í hverfinu eftir stjettum. Iðnaðarmenn í einu, verslunamienn í öðru, mentamenn í þriðja o. s. frv. í einu hverfinu, því IX. búa eink- um háskólakennarar og læknar, þar er einn- ig aðalspítali bæjarins og lækningastofur háskólans. Nær þetta yfir aðalhluta hverf- isins og- er heimsfrægt, þótt sumt sje þar fornfálegt að byggingu til. Það er að nokkru leyti bær fyrir sig. Þangað sækja læknar allra þjóða til framhaldsnáms og þykir gott þar að vera, því að fjöldinn af prófessorunum eru heimsfrægir menn í sinni grein, og svo var einnig í minni sjer- grein. Mætti um það margt segja, en fellur utan við þann rammá, sem hjer er mark- aðúr. Hvarvetna þar sem farið er um borgina, eru sögulegar minningar um ýms andans stórmenni eða þjóðhetjur. T. d. stendur hús Schuberts með svipuðum ummerkjum og þegar hann dó þar. Um 30 hús þekkja menn l>ar, sem Beethoven hafi búið í. Þá eru víða á fögru umhverfi líkneski þessara og fjöl- margra fleiri andans manna. Og svipur þeirra birtist í tignarlegum meistaraverk- i’m, einkum byggingarlistinni. öll borgin er talandi vottur um arfgróinn smekk og mikla menning. í Vínai'borg búa nú um 2 n.ilj. manna, og lifa af verslun, iðnaði og útlendingum, að ógleymdum skemtana- skatti. Hún bjargast einna best áfram af austurríksku fylkjunum og er það mest að þakka legunni og þeirri aðstöðu til um- hverfisins, sem legan gefur. Hún er miðstöð milli Balkan og Miðevrópu og hefur svip- aða aðstöðu gagnvart Balkan eins og Kaup- mannahöfn hafði gagnvart Islandi fyrir 30

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.