Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 29

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 29
153 LÖGRJ ETTA 154 þar læra karlmenn að kókettera og kaupa prívat á Hótel Borg. Það æskulíf er þó ekki beysið , sem offrar nautnunum slíkri fóm- og fellur oftast í auðnuleysið um eigin verk eins og ríkisstjórn. Það leynast dreggjar í leigðum vínum og lognum ástum er sjaldan rótt; það hlýtur margur af syndum sínum, að syrgja í þúsund og eina nótt. En hví jeg leita svo langt til fanga er leyndarmál, sem að geyma skal. Þær eru til, sem að ennþá ganga rneð æskuroðann í þessum dal. Nú væri, hugsa jeg, hægt að fá þær, þær hyggja margar til valda og fjár. — Jeg hef nú verið að horfa á þær og hugsa til þeirra í nokkur ár. En eitthvað veldur að alt er svona og engin komin í bólið mitt. — Það lagast alt, því jeg er að vona, að erfðafjeð mun gera sitt. Þeir hækka oft, sem í heiminn fæðast rneð hendur tómar í lægstu stjett og óvart fram fyrir aðra læðast, sem illa vernda sinn lagarjett. Og oft þann volduga auðnan blekti og erfðarjettinn í sorpið tróð. — Hann Adolf Hitler, sem enginn þekti, er orðinn mestur hjá sinni þjóð —. Jeg var nú fátækur vinnumaður, að vísu talinn á gróðabraut, en illa greiddur og óheflaður, en einkar traustur í hverri þraut. Jeg kvntist Amor á einkafundum, en afarlítið, sem betur fer. Jeg þekti Bakkus og bað hann stundum um' blessun sína til handa mjer. Jeg hengdi þorskinn á heimamiðum og hirti kindur og plægði og sló, en skeytti minna þeim mannasiðum, að miða lífið við tískuskó. Jeg sá þær litu þó sumar á mig og sýndist vera það nokkur fró; en hvað það var, hvort þær vildu fá mig jeg veit um; fæstar, — en sumar þó. En nú er tæpast að tala lengur um tækifæri í minni sveit, þvi í þeim sumum er enginn fengur, en aðrar farnar — í karlmannsleit. En margt er annars, sem ugg mjer veldur, og illu spáir hún reyndin sú hve okkar heimur er ofurseldur þeim aldarhætti, sem ríkir nú. Jeg skrifast á við hann Hall frá Hala og hefi gert það í nokkur ár, liann þekkir glaum hinna glæstu sala og gleði þeirra og sorgartár. Hann er nú sannorður að jeg vona, og aldrei kendur við lygaraus, en hefur gengið það svona og svona og svamlað gegn um það konulaus. Hann þekkir stúlkur á öllum aldri úr öllum stjettum, þær heldri best cg kynnist öllu því orðaskvaldri, sem er þar tíðkað og dýrkað mest. Hann metur konunnar mesta galla hve margt hún talar, en skilur fátt. „Þær dæma“, segir hann, „alt og alla og ykkur bændur á þennan hátt: Þeir vaða óþverrann eins og grísir cg elginn líkast og pólitík, og svo er mosinn, sem Möller lýsir cg mykjulyktin af hverri flík. Og einn er til, sem að aldrei þvær sjer og er því sokkinn 1 skít og leir, hann biður konuna að koma nær sjer og kyssa betui er ljósið deyr. Þeir eru í fötum úr ull af kindum og allajafnan á leðurskóm; þeir fylla húsin af helgimyndum og’ hylla páfann og Stóradóm; þeir gæla flestir við syndir sínar, en syngja hátt eins og villiljón; þeir koma heim þegar dagur dvínar og drekka landa við grammófón; þeir hlaupa á fjöll eins og hlákuvindur með hlaðna byssu við öxl og kinn; þeir yrkja drápur um kýr og kindur og konugarminn og hundinn sinn; þeir verpa haug yfir harma sína, en halda gleðinni veitsludag; þeir lofa guð meðan geislar skína, en gerast fúlir um sólarlag“.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.