Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 17

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 17
129 LÖGRJETTA 180 , Nú þykir það undrum sæta um þvert og endilangt ísland, ef einhver gerist til þess að segja sannleikann hlífðarlaust, hver sem í hlut á, en lýgi og rógburður óhlutvandra manna eru daglegt brauð, sem mjög mörg- um virðist falla vel og telja hina bestu nær- ingu“. — Ilins er þó skylt að geta, að und- antekningar eru hjer sem annarsstaðar, og að víðar mun pottur brotinn í þessum efn- um en hjer á landi, þótt vjer af hagsýnum ástæðum höfum tekið það dæmið er næst lá. Þetta er forsenda vor, að í nútíðarstj órn- málalífi voru sje lýgin notuð og varin sem vopn og verja. Nú er spurningin, sem oss langar til að leysa úr, hvort þetta sje rjett skoðað, hvort lýgin sje í raun rjettri nauð- synleg og til blessunar og sigursældar á þessu eina sviði mannlegs lífs. Vjer munum allir á það fallast, að það er tilgangur ríkisins að efla heillir allra þegn- anna með þeim ráðum og dáðum, sem happa- drjúgar reynast i bráð og lengd, en útiloka og útrýma öllu, sem er skaðlegt fyrir þjóð- arheildina. Þessvegna ber öllum þeim, sem vilja þjóðinni vel — og þá einkum forvígis- mönnum hennar og leiðtogum — að rísa seid einn maður gegn öllum þeim kenning- um og bardagaaðferðum, sem eru eitur í beinum þjóðlíkamans. Er og vert að minn- ast þess, að jafnvel það, sem sýnst getur ávinningur i bili, er kanske í raun og veru til vanheilla og niðurdreps. Má sýna fram á það með ofur einföldu dæmi. Menn vita, að áfengi hefur fyrst í stað fjörgandi og styrkjandi áhrif á mannslíkamann. En hitt vita menn og, að sú fjörgun er lýgikraftur, sem svíkur alla fyr en varir og dregur æ slæman dilk á eftir sjer. Er áfengið jafnvel svo mikill skaðvaldur mannslíkamans, að það eyðileggur hann á tiltölulega skömmum tíma, ef það nær á honum verulegum tök- um. Nú er vitað, að lýgin er í sjálfu sjer hið mesta skaðræði. Og hún er svo óþokkasæl, að lygarinn sjálfur vill aldrei við hana kann- ast, heldur ber hana fyrir sig undir nafni sannleikans. Það er og vitað, að hún er eins og óheillavopnin í þjóðsögunum, sem snúast í höndum þeirra er beita þeim og vinna þeim sjálfum mein. Þannig er lýgin til nið- urdreps andlegu lífi stjórnmálamánnsins eins og hverra annara. Er því snildarlega lýst meðal annars í leikriti Björnsons: „Paul Lange og Tora Parsberg“. Loks er vitað, að menn leita eigi leiðsagnar þeirra, er þeir ætla að ljúgi að sjer, og leiði þá í álinn frekar en á vaðið. Af þessum almennu atriðum drögum vjer þegar þá ályktun, að lýgin sje til óheilla og óverjandi á stjómmálasviðinu sem öðrum' sviðum mannlífsins, enda grafi hún þar æ grunninn undan velferð þegnanna. Fara hjer á eftir nokkrar sannanir. Allir kannast við Jesúíta. Þeir eru eins og fyr getur illræmdir um víða veröld fyrir aí> hafa fundið upp og fylgt fram þeirri rangnefndu siðreglu „að tilgangurinn helgi meðalið“ á öllum sviðum, svo að vopn sjeu leyfileg og meira að segja æskileg til sigurs góðum málstað. Raunar hefur þessi munka- regla orðið hvað voldugust og áhrifamest allra kaþólskra reglna, og gengi hennar ver- ið mjög glæsilegt á sumum tímum. En hitt er enn sannara, að enginn f j elagsskapur hef- ur verið meira hataður og fyrirlitinn, vegna þess hve reynslan hefur gert augljósa skað- semi þessarar lífsskoðunar hans, ekki síst á sviði þjóðmálanna. Er skemst frá því að segja, að á liðnum öldum hafa Jesúítar vei-- ið gerðir landrækir úr einu landi af öðru, og er það ætlun vor að nú eigi þeir að lögum hvergi griðland undir sólunni, þ. e. a. s. þeir Jesúítar, sem verja þetta rjettnefnda sið- leysisboðorð. Fyrir lýgina hafa þeir fyrir- gert landi og eignum, orðið landlausir og úr sögunni. Á gullaldartímum Rómverja var sannleik- urinn tignaður þar í landi. Sagan segir, að þegar Ágústus hjelt sigurreið sína, eftir hrakfarir Markúsar Antoníusar og Cleo- pötru, hafi prestur einn egiptskur verið meðal fanga þeirra, er líflát var ætlað. En er öldungaráðinu var frá því skýrt, að mað- ur þessi hefði aldrei orðið ber að skreytni, og að víst væri talið, að hann kynni ekki að segja ósatt, gaf það honum ekki aðeins líf og frelsi, heldur fjekk honum æðstaprests- embætti, og ljet gera líkneski honum til heiðurs. Aftur á mÓti er hermt að líkama hins

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.