Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 5
105 LÖGRJETTA 106 gyðinglegu sagnir, á að kenna fólkinu forn- ar germanskar, norrænar sagnir. Það á ekki að kenna fólki drauma um hatur og her- skáa messiasartrú, heldur á að kenna mönn- um trú á drengskap og frelsi, eins og þetta kemur fram í norrænum, germönskum sög- um, frá Óðni, um forn æfintýri til Meistara Eekeharts og Walters von der Vogelweide. Það er eitt af stórfeldustu viðfangsefnum okkar aldar, að veita þrá og þeli hinnar norrænu sálar form og framrás í þýskri kirkju. Hin nýja germanska kirkja á ekki að hafa krossinn fyrir merki sitt og hún á að hætta að predika um undirgefni og þræl- dóm og um það guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir. Hún á að predika um hinn eldlega anda og um hetj uskapinn, hún á að flæma burtu Jesúítastílinn, hún á að boða kraft kærleikans og hreínleika kynstofnsins, og sannan frið, en ekki þann boðskap, sem undir yfirskyni heimsfriðarins sáir sæði úlfúðar og ófriðar. Hún á fyrst og fremst að leggja áherslu á kærleikann og á kraft hans og höfðingskap, því að Jesú var höfðingi og dó eins og' höfðingi, fórn- aði sjer eins og höfðingi. Á þessu stutta yfirliti um langan kafla i riti Rosenbergs má sjá nokkuð trúar- og kirkj umálaskoðanir hans, og eitthvaö í þessa átt hugsar fjöldi Þjóðverja. Samband ])essara kirkjumálahugsana og þjóðernis- kenninganna sjest í öðrum kafla, í sama riti hans. Þjóð er dáin og glötuö, segir hann þar, þegar hún er hætt að finna einingu í yfirliti um sögu sína og prófun á fram- tíðarvilja sínum. Slík eining gildír einnig um þýska sögu og þýsk verðmæti. Út 'frá þessari hugsun leitar hann einnig í trú sinni aftur í germanska og norræna fornöld, m. a. aftur í óðinstrúna. Eitt form Óðins er dáið, segir hann, sá Óðinn, æðstur margra goða, sem var ímynd og átrúnaður kynslóð- ar, sem trúði á náttúrusymbólik. En sá Óð- inn, sem er eilíf spegilmynd sálrænna frum- krafta hins norræna manns, hann lifir í dag, eins og fyrir 5000 árum. í honum sam- einaðist: drengskapur og hetjuskapur, óður, þ. e. listin, verndun rjettlætisins og hin ei- lífa leit að vitsku. llann er óánægður og síieitandi um alla heima, til þess að skilja eðli og örlög verundarinnar. Hann fórnar auga sínu til þess að öðlast hina æðstu vitsku. Hann er ímynd hinnar norrænu, sí- leitandi og verðandi sálar, sem ekki getur látið sjer nægja, að hvílast sjálfum glöð í Jahve eða staðgengli hans. Norræn eða germönsk á að vera undirstaða lífsins og trúarinnar. Stærsta skíp heímsíns Stóru farþegaskipin, sem fara yfir Atlants. hafið, eru einhverjar mestu undrasmíðar verkvísindanna, fljótandi furðuverk, sem engin æfintýri hefur dreymt um. Skipafje- ’ögin keppast um það að gera þessi skip sem stærst og fegurst og glæsilegust, svo að kappið um þetta er orðið að ofurkappi, sem ýmsum lítst illa á. Nú sem stendur eru það ])ýsk skip, sem eiga hraðametið í sig'lingum yfir Atlanshafið, en Bretar og* Frakkar eru jui að keppast um smíði stærsta skipsins og vænta þess, að vinna einnig í hraðakeppn- inni. Smíði stærsta skips Breta, og stærsta skips heimsins, er nú að verða lokið, svo að það verði flotfært. Það er 73 þús. smálestir, 1018 fet (ensk) á lengd, en 236 fet á hæð milli kjalar og sigluhúns. í skipinu eru að sjálfsögðu mikl- ar og öflugar vjelar. Á því eru fjórar skrúf- ur, hver um sig knúin af sjálfstæðum vjel- um. Það er tii marks um það, hversu stór og öflug bákn þessar vjelar eru, að stærstu hjólin eru 200 smálestir að þyngd, en olíu- geymslur skipsins, sem eru 50, taka 8 þús. smálestir. Auk þessara vjela eru í skipinu margvíslegar aðrar vjelar, til ljósa, hitunar og ýmiskonar starfrækslu og' verður þetta stærsta aflstöð, sem til er á floti, eða nægi- leg til þess að fullnægja ljósaþörfum borg- ai', sem væri meira en fjórum sinnum stærri en Reykjavík. í skipinu eru tugir þúsunda af ljósaperum og' bjöllum. Þetta geisimikla rúm í skrokki skipsinr er notað á margvíslegan hátt. í skipinu eru 11 þiljur, eða 11 hæðir og ganga 22 lyftur upp og ofan um þessar hæðir, 11 farþega- lyftur, 10 vörulyftur og 1 lyfta fyrir vjela-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.