Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 43

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 43
181 LÖGRJETTA 182 BÓKMENT ABÁLKUR___________________ -------- LÖGRJETTU ^Jslenskar bækur Dr. Stefán Einarsson í Baltimore hefur lengi viðað að sjer efni í æfisögu Eiríks Magnússonar og er hún nú komin út, all- mikið rit og myndarlegt. Er þar lýst ætt og uppruna Eiríks og rakinn nákvæmlega starfsferill hans hjer og erlendis, ritstörf iians og afskipti af opinberum málum. En hann ljet margt til sín taka og var merkur maður á ýmsa grein, fjölhæfur og fjölfróð- ur. Dr. Stefán hefur haldið af lærdómi og smekkvísi á miklu efni og gert úr sögunni fróðlega og læsilega bók, sem er ekki ein- ungis góð og sanngjörn mannlýsing Eiríks, en varpar einnig að ýmsu leyti fróðlegu ljósi á sumt, sem merkilegt var í sögu samtíma hans. Af fornritaútgáfunni eru komin tvö bindi, Egla og nú síðast Laxdæla í útgáfu dr. Einars Ól. Sveinssonar. Hann hefur skrifað fróðlegan formála og skýringar neðanmáls eins og þær, sem fylgdu Eglu. Þessum út- gáfum hefur miðað fremur seint áfram, og miklu röskar gengu hinar myndarlegu dönsku þýðingarútgáfur, sem eru merkilegt verk, þótt sitt hvað megi að þeim finna eins og gengur, t. d. því, sem sumstaðar hefur verið felt úr. En hvorug þessi útgáfa nær líklega þeim tilgangi, að verða almennings- eign á þann hátt sem útgáfur Sigurðar Kristjánssonar urðu hjer og eru að vissu leyti enn. Þó eru nýju útgáfurnar vandað- ar og fallegar og formálar þeirra og skýr- ingar til góðs fróðleiks, þótt ýmislegt í þeim orki tvímælis eins og eðlilegt er og títt í þessum fræðum. Axel Thorsteinsson hefur nýlega gefið út tvær sögubækur, aðra nýja, Dokað við í Hraunahreppi og Hannibal og Dúna. Hann hefur orðið vinsæll höfundur hjá almenn- ingi. Hann segir vel frá og lipurt, en hisp- urslaust og athugar margt skemtilega og glögt. Hann hefur að einu leyti sjerstöðu meðal íslenskra höfunda. Hann mun vera sá eini, sem talist getur stríðstímaskáld, að því leyti, að hann var sjálfur hermaður og hef- v j ur það orðið honum yrkisefni í sjerkenni- legar sögur og nokkuð einstæðar í bók- mentunum hjer. Á seinustu árum hefur bætst við íslenskan bókaforða allmikið af nýjum kenslubókum og er það á margan hátt breyting til bóta, þótt ýmsar þær bækur sjeu að vísu nokkuð dýrar, og jafnvel dýrari en aðrar bækur. t haust hafa bætst við tvær nýjar bækur, aðallega fyrir verslunarskóla. Bókfærsla, kennslubók og handbók eftir Þorstein Bjamason, fyrsta þessháttar bók á íslensku. Það er fróðlegt og skilmerkilegt yfirlit og kemur víða við, vel samið og læsilegt með mörgum skýrum dæmum. Ensk verslunar- brjef eftir Eirík Benedikz og Þórarinn Bene- dikz er einnig fyrsta þessháttar bók á ís- lensku, vandvirknislega samin, handhæg og lipur. Báðar bækurnar ættu að geta orðið að góðum notum, einnig fýrir kaupsýslu- menn utan skóla. Ljóðmæli Gríms Thomsen eru nýkomin út í heild á kostnað Snæbjamar Jónssonar bók- sala. Þau eru í 2 bindum og útgáfan mjög smekkleg og vönduð. Framan við fyrra bindið er æfisaga Gr. Th., eftir Jón Þorkels- son skjalavörð, prentuð upp úr Andvara, en framan við síðara bindið ritgerð um Gr. Th., eftir Sigurð Nordal prófessor, prentuð' upp úr Eimreiðinni. Þrjár myndir fylgja, tvær af höfundinum og ein af Bessastöðum á hans dögum. Útgefandinn helgar þessa fyrstu heildarútgáfu af ljóðum Gr. Th. minni fegðanna Björns Jónssonar og ólafs Bjömssonar ritstjóra. — Þessi útgáfa er l'arft verk og gott. Hjálmarskviða (Hjálmar og Ingibjörg), eftir Sigurð Bjarnason, er einnig nýkomin út í 4. útgáfu á kostnað Snæbjarnar Jóns- sonar. Það er falleg og vönduð útgáfa og fylgir henni fróðleg ritgerð um höfundinn, eftir Snæbjörn Jónsson. títlendar beekur Margt og merkilegt hefur komið í ljós við foi'nminja- og mannfræðarannsóknir síðustu ára, sem varpað hefur nýju ljósi yfir frum- sögu mannsins. Saga lians er nú rakin óra- langt aftur í forneskjuna, miklu lengra eu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.