Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 4
103 LÖGRJETTA 104 um sínum og viljað kúga þá til hlýðni við hina nýju nazistakirkju. Það er líka rjett, að nijög hefur skorist í odda milli andstæðing- anna, og Miiller hefur vikið frá ýmsum and- stæðingum sínum, og þeir halda því einnig fram, að beitt sje njósnum og þröngvað á ýmsan hátt kosti þeirra, sem ekki hafa verið reknir. Þeir halda því einnig fram, að Miiller hafi sjálfur þverbrotið sína eigin kirkjuskipun, þegar honum bauð svo við að horfa. Út af því hafa orðið nokkur málaferli, og sumum þeim málum hefur Miiller tapað. Prestar þeir, sem andstæðir eru ríkiskirkjunni eiga á ýmsan hátt við erfið kjör að búa í prestsstarfi sínu og þurfa að sumu leyti að fara huldu höfði með andróðursstörf sín, þó að margir þeirra hafi einnig einarðlega og opinberlega lýst andmælum sínum úr predikunarstólunum. Eitt af því, sem nú veldur mestum erfið- leikum í kirkjudeilunum, er hinn nýi presta- eiður, sem þjóðkirkjuþingið samþykti. Hinn gamli þýski prestaeiður (frá 1815) var af- numinn 1918. í hinum nýja eiðstaf er þeim báðum svarinrt hollustueiður, Hitler og Míiller. Það er einmitt þessi hollustueiður við ríkisbiskupinn, sem andstöðuprestarnir vilja ekki vinna. Það er ekki einungis evangeliska kirkjan, sem átt hefur í þessum erjum, heldur einn- ig kaþólska kirkjan, sem er voldug og áhrifamikil í Þýzkalandi, einkum Suður- Þýzkalandi. Að vísu var gerður samningur niilli páfastólsins og stjórnarinnar í Berlín um afstöðu kaþólsku kirkjunnar í Þýzka- landi. En kaþólskum mönnum þykir svo, að Þjóðverjar hafi mjög gengið á þá samninga og viljað þröngva kosti kaþólskra klerka. Út af þessu hafa orðið nokkrar viðsjár og sumir kaþólskir kirkjuhöfðingjar í Þýzka- landi hafa kveðið upp úr með allhvöss um- mæli um málið, aðallega Faulhaber kardin- áli. En bak við þetta liggur, frá hendi sumra ieiðtoga þjóðernisjafnaðarmanna, önnur og víðtækari fyrirætlun en sú ein, sem nú hefur verið lýst nokkuð. Þeir vilja sem sje ekki einungis sameina allar evangeliskar kirkjudeildir, heldur líka kaþólskuna og stofna úr öllu saman nýja þýska þjóðkirkju, evangelisk-kaþólska og germanska. T^ý trú og norræn heíðní Einn af þeim mönnum, sem haldið hefur fram þessari hugmynd um nýja og alþýska allsherjarkirkju er Alfred Rosenberg. Til- gangurinn með kirknasamsteypunni, ef rjett er þá að tala um kirkju — á að vera sá, að búa til nýtt samfjelag hreinræktaðra þýskra manna umí hreinræktaða þýska trú á grund- velli forngemansks anda og trúar, og einn- ig á grundvelli ómengaðrar kristni eða Jesútrúar, en með því að skera burtu ýms þau einkenni, sem lútherska og kaþólska hafi skeytt við hina sönnu trú. I aðalriti sínu (Der Mythus des 20. Jahr- bunderts), sem jafnframt er eitt af önd- vegisritum þjóðernisjafnaðarstefnunnar, hefur Rosenberg gert grein fyrir skoðunum sínum á þýzkri þjóðkirkju og skóla. Þýzk þjóðkirkja er nú þrá margra miljóna, segir hann. Það er efalaust, að hans áliti, að sí- vaxandi fjölda manna þyrstir í trú, þráir nýja trú. Það er fáránlegt, að halda að vís- indin hafi sigrað trúna. Einkenni nútímans er andlegur hringlandaháttur og óvissa, og rjetttrúnaðurinn og frjálslyndið eiga jafna sök á þessu. Miljónir manna hrekjast milli óskapnaðar marxismans og kirkjutrúarinn- ar, eru leitandi menn og finna ekki. Þeir finna ekki, m. a. af því að skygt hefur verið á, eða falið það, sem þeir leita að og þurfa að finna, trú Jesú. Páll postuli kom að vísu af stað heimsbyltingu, en hann hefur að áliti Rosenbergs falsað guðspjöllin, og byrjað að vefa utan um þau nýjum dogmum. Trú Jesú var predikun um kærleikann. Alt trúarþel er, að áliti Rosenbergs, að miklu eða mestu leyti sálarhræring, sem er að minsta kosti ávalt skyld ástinni. Kirkjan á að hans áliti að vera frjáls og óháð ríkinu. Hún verður hvorki kaþólsk nje protestantisk. Hin gamla kaþólska hefur ekki verið verki sínu vaxin og mótmælendakirkjan er hætt að mótmæla. Sögur og sagnir kirkjunnar, þær, sem hún kennir og byggir á, eiga að breytast. í stað sagnanna í gamla testamentinu, hinar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.