Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 41

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 41
177 LÖGRJETTA 178 staklega að vera lág og traust af því vjer búnm í jarðeldalandi. Hæfa rafljós og önn- ur orkunýting hinum hagkvæmu húsum. En allar hagsbætur eru háðar framþróun og heimta stöðuga ú r 1 a u s n a 1 e i t. Er oss t. d. brýn nauðsyn að efla afrakstur lands og fiskveiða, hagnýta alt vel, vinna ull vora og skinn, lifa skynsamlega og eins og verða íná af öllu því, er garðyrkja, jarðrækt, kvikfjárrækt og veiði í vötnum og sjó veit- ir oss. En jafnframt sæmir oss að leggja fullt kapp á, áð undirbúa hagkvæm umráð yfir styrkum rafstraumi til þess meðal ann- ars, að færa í horf um aðstöðu til nyt- samra lífsþæginda, t. d. hæfilegs hita í hús- um inni, í hlutfalli við það, er hin veður- farshlýrri lönd láta í tje. Auðsætt að það. verður auðveldara, ef vel er varðveittur arður athafna vorra. Þótt vjer búum norður undir íshafi, stæl- ir það kjark vorn, að vjer eigum sægarpa og ágæta veiðimenn, og að í kringum land vort eru ein hin örlátustu fiskimið sjávar- ins, sem framfleyta oss að mestu nú. Vjer eigum og mikirin mátt jarðhita, þótt vjer höfum lítið hagnýtt. oss hann ennjiá — Og i;l pennans hef jeg’ áræít að grípa, af því að jeg, eins og aðrir, trúi og treysti á öll þau ágæti af vatnsafli í fossum, ám og vötnum lands vors, sem nú falla án veru- legra nota í hafið. En með rafmagnsfram- leiðslu er vatnsaflið afar víða ágætlega ’næft til að gjörbreyta æ f i k j ö r u m m a n n a t i 1 b e t r a h o r f s, og til að a u k a á 1 i 11 e g u m starfsgreinum við fáþætta atvinnuvegi vora. Styrjalda- og krepputímabilin eggja oss fast til ötulla hugleiðinga urn úrræði til að eignast ódýrt afl — rafmagn í ríkum eða stórum mælum — til þess að heilla hug þeirra, er einbeittan eiga vilja og nokkuð geta. Vil jeg þess vænta, að með hinni fyrstu Sogsvirkjun og öðrum vatnsvirkjum greiðist ýmsurn þeim mönnum færar leiðir til aukinna starfa, sem eru gæddir góðum hug, miklum dug, og ekki girnast tvo peninga fyrir einn í upphafi starfs. Það er eðlilegt að vor fábreytta og litla framleiðsla eigi örðugt framdráttar um sölu í fjarlægum löndum, þegar fjárþröng fer sem hausthjela um hina miklu mannlífs- akra. Vjer þurfum að sækja fast fram um að vi.nna prjónles og fatnaði úr ull vorri og skinnum og sem mest af auðseldum vörum úr frumástandi matfanga-framleiðslu vorr- ar, t. d. með því að sjóða niður ýmiss mat- arföng, einkum kjöt, mjólk og fisk með h j á 1 p r a f a f 1 s. En vegna verðruglings og ókyrðar um störf, og varanleg verðmæti, komumst vjer eigi hjá að veita því ná- Kvæma athygli, að starfsgreinarnar heimta venjulega sitt uppeldis. eða þroskunartíma- bil, oft alllangt og örðugt viðfangs. Hraðfara breytingar með almenn skipu- lagsmál hygg jeg yfirleitt óhentugar. — Þjóð vor hefur frá landnámi lifað fámenn og dreifð við vogskornar strendur og um landflæmi mikið. Landið á sterk efnisöfl og þjóð vor marga hæfileikamenn. En hjá oss er eðlilega margt óframkvæmt, eða stutt á leið leitt. Álít jeg það þjóðamauðsyn, að vjer metum sögu vora í n ú t í ð a » breytni og byggjum athafnir vorar á frjálslegu vel skipulögðu ráði vorra bestu og vitrustu manna. Það er kunnugt hve æskilegt er að blanda saman hinum ýmsu næringarefnum í fæðu manna. En sennilega er fjölþætt at- vinnulíf eins nauðsynlegt. — Oss sæmir því, að beita óskiftu afli að þeim verkum (framkvæmdum) er fljótt veita arð, t. d. túnrækt, og þeim, sem eru hæf til að hindra það, að vandræði endurtakist. En mjer hugkvæmast helst traustari atv-innu- umbætur handa þeim, er í bæjum lands vors búa, með stuðningi v a t n s a f 1 s og rafmagns, til flýtis og ljettis um þau störf, sem oss er einna mest um vert að efia. — Hygg jeg bráðabyrgða vinnuúr- lausnir eiga eftir því, sem hægt er, einkum að lúta að því, að a u k a o g b æ t a v e g a- k e r f i n í 1 a n d i v o r u o g u n d i r b ú a ö f 1 u g raforkuve r, k n ú ð a f v a t n s a f 1 i, e r s t u ð 1 a m æ 11 i a ð i ð j u o g i ð n a ð i. Ef einn af hverjum 5—6 verkhæfurn mönnum, er í landi voru búa, ættu þess kost, að 10—20 árum liðnum, að vinna nær því eingöngu að aukinni iðnframleiðslu,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.