Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 34

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 34
163 LÖGRJETTA 164 „Kossuth einn varð hildi að heyja, honum sje lof um alla stund!! Hans skal nafn uin allar aldir, Arpaðs meðan stjarna skín öldum lýsa’ að Óðins hallar æðstum flaumi' uns sólin dvín“ o. s. frv. Þegar Rússar sigra Ungverja færist Gísli rnjög í aukana og hellir skömmium yfir Rússa. Hann heitir enn á Þór og segir: „Lyftu Mjölni, manna vin, merðu’ hið arma þursa kyn!“ í næsta kvæði væntir Gísli hefnda: „því kvíðið, kappar, eigi, sem Kossúth fylgduð best enn að efsta degi — yðar skal hefna mest; og hans skal heiðbjart ljóma ó himni nafnið enn, er foldar fellidóma fymda hafa menn. En þeir, sem illa undu og ættjörð sviftu fró á vondri vjela stundu, þeim verður ei heipt að ró; þeir eiga enn í stríði við úlf og næturhrafn, þá skelfur kvöl og kvíði og Kossuths mikla nafn“. Þegar Bismark kemur til sögunnar dáist Gísli mjög að honum: „Hans er frægð í heimi rík; heiptarblóði drifin Austumikis aldin f)ík er í sundur rifin". Ungverjaland varð þá sjálfstætt, í kon- ungssambandi við Austurríki. Þetta kvæði endar Gísli með orðunum: „Heyrt svo Þór nú hyggjustór hefur bænir mínar“. Hann yrkir langa lofdrápu um Bismark og líkir honum við sjálfan Ása-Þór. Enn yrkir hann um stríðið milli Rússa og Tyrkja 1879. „Dagur er horfinn, dofnað blóð, dregur að aldurtila", segir hann um Tyrki. En það þykir honum sárt, ef Rússar eigi að erfa þetta ríki: „Hitt væri mein, ef óþjóð ein arfinn mikla tæki“, og „Andra þjóð (Rússar) var aldrei góð, öngvir lofa hana“. Hann lofar Tyrki og kallar þá „ós- rnanns kyn hið snjalla“, en um óvini sína, Rússa, segir hann: „Miklagarðs hið mæta bú mega þeir aldrei hljóta“. Og Gísla hitn- ar mjög um hjartarætur við þá hugsun, að slíkt gæti komið fyrir: „Fyr skulu drífa dreyraský dökk með himinröndum og aftur hefjast hildi ný heims í öllum löndum. Fyr skal rofna heiðishöll, hafið á löndin stríða og hrynja öll hin fomu fjöll um foldargeiminn víða. — Heldur en lengi þræla þjóð þolum svikin manna, og Grikkja seljum grýtta lóð greyjum Væringjanna. Komi íram ó víga völl að verja rjettinn þjóða annað kyn en ólóns tröll, sem eitt hafa grand að bjóða. þeir, sem ánauð ætla fold og argskap mestum stýra, sigri ræntir momi’ í mold, en magnist frelsið dýra. Og hina, sem að bröndum blóðs búast öld að verja, styrki alla guð til góðs gunni’ að heyja hverja”. Jeg hef dvalið við þessi kvæði Gísla bæði af því, að þau eru nokkuð sjerstæð í ís- lenskum kveðskap á síðastliðinni öld að því leyti, að samtima heimsviðburðir eru yrkis- efni hans, og líka af því að þau sýna glögt, hve frelsishreyfingar samtímans hafa átt í honum einlægan talsmann. En hjer heima á ættlandi Gísla hafa menn litið á hann eins og andstæðing frelsisbaráttu hans eig- in þjóðar. Það voru, að sögn, oft óþvegin orð, sem helt var yfir hann á fundum Hafn- ar-lslendinga út af stjórnmálaskrifum hans í dönsk blöð. Ungur mentamaður hafði t. d.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.