Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Blaðsíða 4
SEGJA MÁ, að fylkingar konnnúnista á íslandi logi af ófriði um þessar mundir. Ósig- ur þoirra i alþingiskosningun- um losaði öll bönd, og tók hver klíkan á fætur annari til ó- spilltra mála. Á föstudag sauð upp úr, er Einar Olgeirsson og Magnús Kjartansson birtu I Þjóðviljauum fyrirferðarmikla afmælisgrein um Sósíalista- flokkinn 25 ára. Merkilegast við þessa grein er, a'ð afmæli flokksins er ekki fyrr en eftir rúman mánuð. Af hverju þá afnuelisgrein nú? Svarið er augljóst. Deilt er um íramtíð Sósíalistaflokksins, og hcíúr þeim mönnum vaxið fylgi, sem vilja afnema flokk- inn og gera Alþýðubandalagið að eiginlegum stjórnmála- flokki. Þetta mega Einar, Magn ús og fleiri kommúnistar ekki heyi-a nefnt, og þeir reyndu að styrkja andstöðjma með þvi aö birla afmælisgrein um flokk- inn rnánuði fyrir tímann. Þessi viðkvæma deila um flokksskipulagið er sjö ára gömul. Hún á rætur sínar að rekja til vorsins 1956, þegar Alþýðubandalagið var stofn- að. Finnbogi Kútur Valdimars- son stjórnaði atburðunum í apríl 1956 að tjaldabaki, og notaði þá eins og oftar bróð- ur sinn, Hannibal, til að koma pólitískum áformum sínum fram. Alþýðusambandið var látið gera samþykkt um stjórn- málasamtök til að gcfa sam- særinu fagurt yfirskin. Þjóð- varnarflokkurinn brást að vísu í það skiptið, en Málfundafélag Alþýðuflokksins var látið sam- þykkja á 20 manna fundi að ganga í bandalag við kommún- ista. Hin nýju samtök voru mynduð 4. apríl og var aldrei upplýst, hvort „miðstjórn” samtakanna var tilnefnd af að- ilum eða útnefndi sjálfa sig. Hið síðara er líklegast. Alþýðubandalagið bar góð- an árangur í kosningunum 1956 og lilaut mun meira at- kvæðamagn en búizt var við. Finnbogi hóf nú baksamninga annars vegar við Hermann Jón- asson og hins vegar við Lúð- vík Jósefsson. Var efni þeirra á þá lund, að mynduð skyldi vinstristjórn, en þeir Finnbogi, Hannibal og Lúðvík áttu að einangra hina „gömlu komm- únista” í Sósíalistaflokknum, gera Alþýðubandalagið að nýj- um „verkalýðsflokki” og þar- með skapa grundvöll undir langt valdatímabil þeirra fé- laga. Þetta vor talaði Ilannibal oft um brezka Verkamannaflokk- inn, sem væri bandalag ýmissl vinstriafla og verkalýðssam- taka, og alþýðuflokkanna á Norðnrlöndum, sem einnig væru ttl orðnir úr samruna margra afla. Hann ætlaði sér að gera Alþýðubandalagið að nýjum flokki, sem gæti sett bæöl kommúnista og Álþýðu- flokkinn í skuggann. Sennilega hefur honum verið lofað, að kommar skyldu gangast við hinu pólitíska lausaleiksbarni með því að gera Alþýðubanda- lagið formlega að flokki símmi. Þetta hefur þó. dregizt í sjö ár. Um skeið sendu kommún- istar áróðursmenn um landið til að stofna „alþýðubandalags- félög”. En samt hefur það aldr ei verið lýðræðislegur flokkur. Er óljóst, hverjir eru í banda- laginu eða hvernig stjórn þess hefur verið kjörin. í rauninni hefur hún verið sjálfskipuð. Hefur Ilannibal kvalizt undir •þessu ástandi, en kommúnist- ar jafnan færzt undan að standa við loforð sín. í kosningunum 1959 og 1963 töpuðu kommúnistar fylgi, og telja þeir nú margir, að þeir geti lítið frekara gagn haft af Hannibal. Hann hefur festst I röðum þeirra og er í raun jréttri pólitískur fangi, sem getur ekkcrt gert, nema starfa með þeim. Aðrir telja rétt að nota Alþýðubandalagið og gera það að raunverulegum stjórn- málaflokki í þeirri von að vinna aftur fylgi undir merkj- um þess. Um þetta eru nú harð- vítugar deilur. Kommúnistar hafa sviklð Hannibal í sjö ár. Það er ótrú- legt, að þeir leggi Sósíalista- flokkinn niður og efni loforð- in um að gera Alþýðubanda- lagið að flokki. Hannibal verð- ur sennilega svikinn áfram — og verður að sætta sig við það, því hann er algerlega á valdi kommúnista. 4 BÝLI Framh. af 1 síðu þykkt að lofa hesthúsunum að standa til 1. júní næsta ár, en þá liggur fyrir borgarráðssamþykkt um, að garðyrkjustjóri fái þau og nágrenni til ráðstöfunar. Nú sem stendur er svæðið, þar sem erfða- festulöndunum hefur verið sagt upp, í skipulagningu hjá garð- yrkjustjóra og Reyni Vilhjálms- syni, skrúðgarðaarkitekt, en síðar munu fleiri aðilar f jalla um málið. Ástæðan til þess, að garðyrkju- stjóri og skrúðgarðaarkitekt gera fyrstu skipulagsdrögin er sú, að í framtíðinni er fyrirhugað, að í- þróttamannvirkin á Laugardals- svæðinu verði þar einkum a'ð sunnan og vestan, en ræktunar- stöðin í Laugardal, trjágarður og botanískur garður fái aukið rýml og athafnasvæði að norðan og austan. Um þessar mundir er það botaníski garðurinn, sem orðið er tiltölulega þrengst um, en síðar er ætlunin, að hann teygi sig út uð Þvottalatigunum — meðfram Engjavegi, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri í stuttu viðtali við blaðið í gær. Á svæðinu, sem um er að ræða, eru a. m. k. 4 býli, þar sem ein- hver búskapur er stundaður, en þau eru: Laugabðl, Dalur, Múli og Laugabrekka. — Þó að engar sam- þykktir hafi enn verið gerðar þar að lútandi, má telja líklegt, að áð- ur en langt um líður verði fleirl erfðafestulöndum innan bæjar- landsins sagt upp, og kæmi þá sennilega Krossamýrarblettirnlr og Ártúnshaginn einna fyrst til grcina. i. .« 1 1 I s : f Sýníng á skrifstoffutaekium tialdin f húsakynnum Verzlunarsköla Islands ái vegum Stjórnunar- félags Islands 13.-21. september EOHGARFELL HF. EINAR J. S'KÚLAS Olf G. HELGASON MELSTEP HF. GEORG ÁMUNDASON <S CO. GÍSLI J. JOHNSEN GOTTFRED BERNHÖFT .& CO. HF. GUNNAR ÁSGEIRSSON HF. H. EENEDIKTSSON HF. H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT L BRYNJÓLFSSON <S KVARAN IDNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS LANDSSTJARNAN HF. OPIÐ KL. 5 LARUS FJELDSTED MAGNÚS KJARAN O. KOHNERUP HANSEN OFFSETPRENT HF, ORKA HF. OTTÓ A, MICHELSEN OTTÓ B.. ARNAR PÓSTUR OG SÍMI RADIÓ- OG RAFTÆKJASTOFAN SNORRI P. B. ARNAR VÉLAR OG VIÐTÆKI f’ÓR HF. Stiórnunarfélag Islands '4 15. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLftÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.