Alþýðublaðið - 15.09.1963, Page 7
HIN' SIÐAN
.
Danny Kaye
Norðurlanda
UNGUE norskur listamaður, Per
Asplin, hefur að undanförnu verið
að skapa sér „nafn“ á hinu kunna
Savoy-hóteli í Lundúnum. Þar cr
hann á tveggja vikna samningi.
Asplin, sem oft er kallaður
„Danny Kaye Norðurlanda" kem-
ur fram í hinum ólíkustu gervum
og hefur í frammi margvísleg at-
nði til skemmtunar og aðhláturs.
Norðmenn eru mjög hrifnir af
Asplin og Englendingar virðast
einnig eetla að verða það. Ef til
vill fáum við íslendingar einnig
tækifæri til að hrifast.
PEE ASPLIN
HUNDUM
ÚTRÝMT
MEXÍKANSKA stjórnin hefur
haft á prjónunum áætlanir um að
útrýma fjórum milljónum hunda
í landinu til að vinná bug á hinu
skæða hundaæði. Áætlanir þessar
hafa hins vegar mætt mikilii and
stöðu mexíkanska dýraverndarfé-
Iagsins. í tilmælum til forsetans
hefur dýraverndai-félagið farið
þess á leit, að hundarnir verði ekki
drepnír heldur bólusettir gegn
hundaæði. „Það ætti ekki að verða
dýrt“, segir talsmaður félagsins.
„Aðeins þrjú pesos á hund“.
Ostát
Á Narðurlöndunum er cetiuV'
vinsæl og vel látin fæðutegund, en
sömu sögu er hreint ekki alls
staðar að segja. í Kína, Japan,
Indlandi, Pakistan Og Burma er
til dæmis mjög lítið rnn ost sem
fæðu. Milljónir af íbúum þessara
landa, já, velflestir þeirra, hafa
aldrei á ævinni smakkað ost. j
í Tíbet er snæddur mjög sér i
kennilegur ostur, sem nefna '
mætti súrmélost. Hann er bæði
einkennilegur að lögun og gerð. j
Súrmélosturinn á að vera grjót
harður og þurrkast í sólarljósi
eða ofni. Oft eru ostar þessir
skornir níður í hluta. göt gerð á
hlutana og þeir þræddir upp á
band. Á þennan hátt er auðvelt
að flytja súrmélostinn, til dæmis
er algengt að hann sé festur um
hálsinn á hestum og öðrum áburð
ardýrum, þegar hann hefur ver
ið þræddur á band.
Áður en súrmélosturinn er
borðaður er hann bleyttur upp
og rifinn. Þykir mönnum þetta
hin mesta kostafæða og éta súr
mélsostana af engu minni lyst en
við hér heima á íslandi Flóabús
ostana okkar.
UNGI maðurinn, sem við sjáum á þessari mynd, er 17 ára gamall og varð fyrir skömmu þes»
heiðurs aðnjótandi að verða tekinn í hljómsveit jazzleikarans fræga Count Basie. Count Basie, seirs
verið hefur í hljómleikaferð í Danmörku, heyrðia unga manninn, Niels Henning Örsted, leika ú
kontrabassann sinn á jazzhátíð í Landskrona og varð svo hrifinn af hæfileikum unga mannsins að hannr
réði hann til sín sem bassaleikara.
Það er hinn mesti heiður að leika með Count B asie, því að hann er einn fremsti jazzleikari, sen*
nú er uppi og velur aðeins til sín úrvalsmenn. Örsted hefnr leikið á bassa frá tólf ára aldri og náð •
á hann framúrskarandi leikni. Bud Powell, Dexter Gordon, Sahib Shihab, Lucky Thompson, Quincey
Jones og margir aðrir jazzmúsikkantar, sem hafa heyrt til Örsted segja, að hann sé tvímælalaust meffa*
fremstu bassista, sem fram hafa komið í sögu jazzins hin síðari ár.
Þeir umræddustu
í síbasta mánuði
UMTÖLUÐUSTU menn í
heiminum síðastliðinn mán-
uð, þ. e. a. s. ágústmánuð
1963, voru eftirtaldir menn.
1. Krústjov, Sovétr.
2. J. F. Kennedy, Bandar.
3. De Gaulle, Frakklandi.
4. Rusk, Bandar.
5. Diem, Suður-Vietnam.
6. Tító, Júgóslavíu. : I }
7. Nethru, Indlandi.
8. Ben Bellað Alsír.
9. F. Youlou, Kongó-Iýð-
veldinu.
10. Lord Home, Bretlandi.
11. Wennerström, Svíþjóð.
12. Adenauer, Vestur-
Þýzkalandi.
13. U Thant, Burma.
14. Macmillan, Bretl.
15. G, Schröder, V-Þýzkal.
16. Gromyko, Sovétr.
17. Ngo Dinj Nhu, Suður-
Vietnam.
18. C. Lodge, Bandar.
19. Kennan, Banda.
20. Abrahams, S.-Ameríku
rikjasambandinu.
Api rænir
ungbarni
Taminn api f úthverfi Kalkútta
hélt fyrir nokkru tugum manna
í orðlausri angist, er hann kleif
upp í trjágrein í tuttugu metra
hæð frá jörðu með ungbam í
fanginu. Barninu hafði hann rænt
frá foreldrum þess, er þau voru
í svefni.
Apinn er heitir Buri og er mjög
vinsæll af fólkinu í nágrenninu,
smeygði sér inn í svefnherbergi
árla morguns, tók ungbarnið úr
vöggu sinni og klifraði upp i upp
áhaldstréð sitt. Brátt safnaðist
múgur manns undir trénu og
reyndi að lokka Buri niður en allt
kom fyrir ekki.
Maki Buris kom nú á vettvang
og tók þátt í gamninu, en þegar
Buri tók undir sig stökk og fór
að hlaupa á milli trjátoppanna,
fór fyrst fyrir alvöru að setja
hroll að áhorfendunum á jörðu
niðri. Buri lenti þó um síðir á
jörðu, lagði frá sér bamið ofur
varlega án þess að því hefði orð
ið nokkuð meint, og hvarf að
því búnu upp í tréð til maka síns.
Þótti mörgum sem apinn glotti
við eftir aðfafijrnar og raddir
voru um, að þetta væri ábending
til foreldra að gæta betur barna
sinna. En áreiðanlega gerði apinn
þetta af engum illum hvötum þvi
að hann hefur aidrei áreitt böm
í nágrenninu.
Sunnudagur 15. septcmber
8,30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir.
9.10 Morguntónleikar. — (10.10 Veðurfregnir).
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson.
Organgleikari: Dr. Páll ísólfsson). ,
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónleikar.
15.30 Sunnudagslögin. — 16.30 Veðurfregnir).
17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur):
a) Leikrit: „Túlútta og Matrónella í hjóireiðaferð1 ‘eftir Bablb
is Friis Bostad. — Leikstj.: Baldvin Halldórsson.
b) Saga: „Runki og Ribbi“ eftir Beverly Cleary. — Ólöf Jóns-
dóttir þýðir og les. ■;
18.30 Dísa mín, góða Dísa mín“: GÖmlu lögin sungin og leikin.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Létt hijómsveitarverk eftir Tjaikovsky. Offenbaeli og Smfr»
tana (Hans Carste stjórnar hljómsveitunum, sem leika).
20.15 Albert Luthuii; fyrra erindi (Óiafur Ólafsson krinstniboðí).
20.40 Frá tónlistarhátiðinni í Schumann, Brahms og Richard Straúss.
Við píanóið: Giinthér Weissenborn.
21.10 í borginni, — þáttur í umsjá Ásmundar Einarssonar blaða-
manns.
22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok.
Kvölddagskrá mánudagsins 16. september
20.15 Um daginn og veginn (Axel Thorsteinsson rithöfundur).
20.30 íslenzk tónlist: „Isiandia" eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
(Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi: Bohdan 11 a
Wodiczko).
20.40 Erindi: Kennið þeim (Séra Helgi Tryggvason á Miklábæ).
21.15 Píanótónleikar: Dinu Lipatti leikur verk eftir Bach.
21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftir Dagmar Edquist; XIII. ,
(Guðjón Guðjónsson). !'l '
— 15. sept. 1963,,, 7,