Alþýðublaðið - 15.09.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Qupperneq 8
mxm::::::::::::::; ALLUR heimurinn hefur lesið minningar Sorayu prinsessu! En heima í Persíu er bannað að gefa út ævisögu hinnar óhamingju- sömu keisaraynju. En núverandi keisaraynja, Farah Diba, hefur allt um það getað lesið frásögnina af örlögum hinnar fögru drottn- ingar, því að Farah les jafnan frönsk blöð til að halda samband- inu við Frakkland, sem er henni sérlega hjartfólgið. Soraya segir frá hinum erfiðu árum í Persíu og landflóttanum, frá stjórnmálaflækjunum, sem smám saman leiddu til þess, að hjónaskilnaður varð óumflýjanleg ur. Um þær mundir, er ævisaga Sorayu birtist í franska blaðinu France Soir brauzt út bylting í Teheran. Það var í júní. Farah Diba, sem sat heima í höllinni og las France Soir-blaðið sitt við morgunverðarborðið var í ná- kvæmlega sömu aðstöðu og Sor- aya hafði verið tíu árum fyrr. Uppreisnir í Austurlöndum eru oft blóðugar og ofsalegar. Keis- arahöliin í Teheran er ekkert heilagt vé. Þúsundir manna, vopn- aðir löngum hnífum og sveðjum óðu þennan dag til keisarahallar- innar og æptu: Drepum keisar- ann! Uppreisnarmönnum var helzt í hug að myrða keisarann og fjölskyldu hans í nafni Allah. Keisarinn var alvarlegur og á- hyggjufullur á svip þennan morg- un. Það var búizt við óeirðum. Chiitamir, (strangtrúaður sértrú- arflokkur Múhameðstrúarmanna) sökuðu stjórnina um að bregða frá boðum Kóransins, m. a. með því, að keisarinn hefði veitt konum kosningarétt. Farah Diba er auk þess formaður samtaka, sem berj- ast fyrir auknum kvenréttindum í landinu. Margar konur í Persíu eru ambáttir samkvæmt boði Kór- ansins. Þegar Farah fer inn í barna- herbergið til að huga að Reza litla sj'ni; sínum, heyrir hún fyrsta skotið ríða af. Hún hringir þegar til eiginmanns síns, sem reynir að róa hana og lofar að skýra þetta alít fyrir henni, þegar hann komi til hádegisverðar. Farah gengur út á svalir og sér reykina frá húsunum, sem upp- reisnarmennirnir hafa kveikt í. í gegnum vélbyssudyninn heyrir hún neyðaróp fólksins. Fyrstu fréttimar, sem berast til hallarinnar eru hræðilegar. Tveir lögreglumenn hafa verið brenndir lifandi. Margar konur hafa verið myrtar á götunni vegna þess, að þær hafa gengið um meðal fólks án þess að hafa blæju fyrir andlit- inu. Margir voru særðií. Þegar keisarinn kemur heim til hádegisverðar, finnur hann konu sína í bamaherberginu hjá Reza prins og hinni þriggja mánaða gömlu prinsessu Farahnaz. Keis- araynjan er róleg, og keisarinn segir, að...... Samt biður hann eiginkonu sína að yfirgefa höllina ámamt með börnunum og dveljast á óhultum stað þar til friður sé kominn á. En Farah færist undan. Hún vill ekki flýja frá skyldum sínum. — Hún veit;>að hún er tákn í huga þjóðarinnar. Meðan barizt er á götUnum í Teberan, er það skylda hennar að vera kyrr. Uppreisnin stóð í tvo daga, og allan þann tíma stóð Farah við hlið keisarans. Hann hefur sagt vinum sínum, að trúfesta hennar, ÞAÐ var sár sorg á báða bóga, þegar Pérsfukeisart skildi við Sorayu, drottningu sína. Keisarinn gitfist síðar, eins og kunnugt er, Farah Ðiba, -sem þá var ung stúdína £ París, — en helzt lítur út fyr- ir, að hin unga frú hafi getað gefíð k-eisaranum gleðina aftur. Hún hefur að minnsta kosti gefið honum son og dóttur og páfuglakrún- unni er borgið. Sál Sorayu virðist aftur á móti ekki hafa öðlazt þann frið, sem hún leitar. Þótt hún flakki land úr landi, finnur hún ekki hamingj- una, og hugurinn virðist enn heima í Persiu. gefið keisaranum son — og hún. hafði enga möguleika á að segja nei við bónorði keisarans! - - , Það var engan veginn auðvelt hlutverk, sem hinni ungu stúdínu var falið, — að setjast £ sæti So- rayu við hlið keisarans. Soraya var með afbrigðum vinsæl í Pers- íu og þjóðin vissi gjörla, hve sár- an keisarinn saknaði hennar. Höll- in i Teheran hafði verið tóm og drungaleg, og keisarinn var í hæsta máta andvígur því að gift- ast að nýju, þótt hann neyddist fyrr eða síðar til að taka sér nýja eiginkonu. Lögum samkvæmt má hann eiga fjórar konur en hann er alinn upp samkvæmt vesturlenzk- um siðum og kann ekki við að nota sér rýmileika Kóransins, jafn vei ekiri- fallast á þá þrautaiend- ingu. Samt tókst Farah vel upp í hinu erfiða hlutverki keisaraynjú Pers- íu. Kannski hefur. henni tfekizt á margan .hátt betur upp en Sorayn? Hin erfiða fjölskylda keisarans, sem er oft og tíðum afskiptasam* ari en góðu hófi gegnir, hefur al- veg fallið fyrir kvenlegum töfrum Farah,. sem virðist kæn að sigla milil skers og báru. Diba þýðir líka silki. Fólkið ann henni kanh- ski fyrst og fremst vegna þess, að hún hefur gefið landi sínu krón- prins en einnig sökum þess, að hún er ein af því. Farah vinnur að því eins og hún frekast má að afnema hið þjóðfélagslega ranglæti, sem enn er við lýði í Persíu Hún og keis arinn hafa sama markmið: að Persía verði nútíma lýðræðisriki, þar sem borgararnir búi við rétt- arfarslegt öryggi og möguleika til menntunar. Þjóðfélagslegur áhugi Farah er ekki aðeins orðagjálfur, og hlutverk hennar sem keisara- ynju er ekki aðeins að ala börn. Þegar hörmungar hafa dunið yfir Persíu, hefur þjóðin kynnzt því, að hin unga keisarafrú tekur inni- legan þátt í sorg þeirra og áhyggj- um. Hún hefur megnað að veita hinum syrgjandi yl samúðatinnar, sem getur verið meira virði en efnahagsaðstoð. ...... i Út á við hefur hún einkum kom iðfram sem hin unga keisaraynja, sem kemur af stað nýrri hártízku. En jafnvel á því svíði hefur hún verið til mikils gagns fyrir Persíu. Eins og Jackie Kennedy hefur hún gert mikið til að auglýsa land sitt óg þjóð. Fögur kona getur haft meiri áhrif á stjórnmálin, en ætla mætti. í einkalífi er henni lýst sem gáf- aðri og Iistrænni konu. Henni er tign og virðuleiki i blóð þorinn. Hún er fulltrúi nýrrar kvennakyn- slóðár í Persíu. Hún er vel fnennt- uð, — en það er óalgengt meðal persneskra kvenna. Hún er áhuga- söm um íþróttir, leikur köríubolta og tennis, ríður á hestum og lelk- ur sér á vatnaskíðum o. s. frv.' Hún hefur áhuga á listum svo sem tónlist, — bæði sigildri og jazz. Hún er prýðilegur píanóleik- ari, og nú hefur hún fengið áhuga á ljósmyndun. Fyrst og fremst tek- ur hún auðvitað mynd af bömum sínum. Skyldur hennar eru márgvis- legar og vinnudagurinn langnr. Farah Diba segir sjálf, að það sé fyrst nú, hugrekki og ákveðni hafa vakið hjá sér aðdáun. Og þjóðin spyr sjálfa sig, hvemig Soraya hefði brugðizt við undir sömu kringum- stæðum. Hefði hún talið keisar- ann á að flýja til útlanda og hætta þar með á það, að þeim yrði ekki afturkvæmt til Persíu? Líf Farah Diba með keisaran- um kann að virðast eins konar Öskubusku-ævintýri, en í raun- inni er sú saga miklum mun ó- rómantískari en hin óhamingju- sáma ástarsaga Sorayu og kéisar- ans á páfuglshásætinu. Farah var valin úr hópi margra kandídata, vegna ættar hennar, uppeldis og líkinda á að hún gæti HBkl _ jív v<; <•' j v z v< •' •. • ; ; * ■ sém sér hafi skilizt til fullnustu, að keisaraynjuembætt- ið sé fyrst og fremst, strit. Reza prins verður alinn upp samkvæmt vesturlenzkum siðum. Keisaraynjan hefur lagt stund á barnasálfræði, en samt seti áður fær hún lítið að leggja til mál- anna varðandi uþpeldi sonar síns, bg móður og sonur fá sjaldán að eyða löngum tíma saman. í'j Þeim mun glaðari várð Farah, þegar prinsessan fæddist., Hún fær að hafa hana meira út af fyr- ir sig óg umráð yfir uppeldi hénn- ■■yy*;;-'. Keisarhjónin af Períu. $ .15. sept. 1963 — ALÞÝÐUf&AÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.