Alþýðublaðið - 15.09.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 15.09.1963, Qupperneq 15
 lituðum litla morgunsloppnum og smáu blómaskón\im. _ Pabbi gaf- henni þessa skó. Ég man svo vel, að það var rétt áður en hann dó, — og hann sagði henni, að hann hefði leitað um alla Lundúni til þess að finna skó, sem væru nógu litlir á hlægilega smáa fætur hennar Loks hefði hann orðið að kaupa þessa smáu skó á barnadeildinni! Enginn trúði þessari sögu, — nema kannski mamma! Mamma hefði hiklaust trúað þvi, að Mont Everest væri ekki nema fimm fet á hæð, ef pabbi hefði sagt henni það. Ég vissi, að það var skammarlegt af mér að gagn- rýna hana þannig, en ég var illa sofin og ég var með höfuð- verk. Minningin um það, sem gerzt hafði var eins og tann- pína. Ég forðaðist að hugsa um Peter, — en einmitt, þegar ég hélt, að mér hefði tekizt að gleyma öllu saman, kom sársauk inn aftur og kastaði sér yfir mig eins og valur kastar sér yfir rjúpu, sem hann ætlar að hremma. — Hvert ætlaðir þú að fara, sagði mamma. Ég rétti henni grautinn og þaut inn í setustof una. — Ekkert sérstakt — hrópaði ég til hennar og vonaði, að rödd in kæmi ekki upp um mig. Pet- cr langaði til að fara á tónleika eða eitthvað svoleiðis. Þú veizt, að hann hefur ekkert gaman af tónlist, svo að honum var alveg saman.... _ En þér var ekki sama, —• sagði hún enn og kom inn á eft- ir mér. Elskan mín, mér finnst þetta allt svo leiðinlegt. Ég hefði ekki átt að senda krakkana út, — en ég þoldi ekki hávaðann í þeim. Ég verð að fara tll lækn- isins og fá hjá- honuni meira af þessum töflum. Mér finnst svo leiðinlegt, að ég skyldi eyðileggja fyrir þér kvöldið, Shirley; Þú ferð svo sjaldan út, — og ég veit, að þér þykir gaman að fara á tónleika. Mér fannst það líka gaman — einu sinni, — og við pabbi þinn fórum alltaf, þeg ar við gátum, — jafnvel áður en við giftum okkur. Heldurðu, að Peter geti farið með þér í kvöld? Mér líður miklu betur £ dag, — og ég skal sjá um, að krakkarn- ir verði heima . . . — í guðs bænum, mamma, hrópaði ég, — geturðu ekki hætt að tala um þetta? Ég sagði, að þetta hefði ekki skipt neinu máli, hvers vegna ertu alltaf að stagast á þessu? — Þetta er laglegt tal dóttur við móður, — kom frá Gran, sem hafði hrokkið upp af hænu- blundi eins og gamalt fólk á auð velt með að falla í. — Ef ég hefði talað við móður mína í þessum tón, þegar ég var á þín- um aldri, ungfrú, hefði pabbi minn ekki verið lengi að sýna mér vöndinn, — það máttu bóka . . . Á mínum æskuárum var ungri stúlku kennt að bera virðingu fyrir eldra fólki, — nú er annað uppi á teningnum. Ég hefði fengið að kenna á því, ung frú, ef faðir minn hefði lifað, og ég hefði látið eitthvað þessu líkt út úr mér . . . — Gran er orðinn vitlaus, — sagði Doris önuglega um leið og hún kom inn úr dyrunum með úfið hár og syfjuleg augu. Almáttugur, — ef feður eru svo andstyggilegir, þá megum við bara prísa okkar sæl . . . Hún þagnaði í því að mamma gaf frá sér sársaukafullt hljóð og hljóp inn til sín. Hurðin skall í iás. Doris andvarpaði mæðulega og ranghvoifdi í sér augunum. — Þú ert ómöguleg, sagði ég £ uppgjafartón. Hvemig dettur þér i hug að segja annað eins og þvílíkt, Doris? Nú grætur hún allan morguninn . . _ Ú, la la . . . enginn getur sagt orð i þessu húsi, — án þess að Gran nöldri og mamma gráti. Þú veizt, að ég meinti ekkert illt, — þetta átti bara að vera brandari. — Lélegur brandari um þinn eigin föður, — byrjaði ég frem ur mildilega, þvi að ég sá á roðanum í vöngum hennar og gljáa augnanna, að henni stóð ekki á sama og var særðari en hún vildi kannast við. Hún leit allt í einu framan í mig með hreinskilnislegum svip. — Fólk gerir stundum að gamni sínu, sagði hún alvarleg. Nei, ég meina það, Shirley. Ég þekki stelpu i skólanum, sem missti pabba sinn og hún og móð ir hennar tala um liann eins og hann væri enn á lífi, þú skilur, — þær hlæja að því, sem hann var vanur að segja eða gera, — þær hlæja að því hvernlg hann var vanur að segja: þú veizt,hvað ég meina — í lok hverrar setn ingar. — En þeim þótti vænt um hann, — ég veit það. Það er erfitt að útskýra það, en ein- hvem veginn finnst mér skemmtilegt að láta fúlk lifa þannig áfram í stað þess að leika alltaf sí og æ jarðarfarar- sálm. Þá er einhvern veginn allt af öllu lokið — (hún kyngdi). — Þú skilur: — Það er alltaf verið að tala um upprisu og allt það, — en mér finnst, að, ef fólk er svo visst um, að hinir dauðu hafa það stórfint á himn um, — það sé dálítið leiðinlegt gagnvart guði að gnísta sífellt tönnum og gráta út af þeim, sem farnir eru til hans . . . Ég hefði getað skellt upp úr af skelfingarsvipnum á andliti vesalings Gran gömlu. En mér var skemmt að heyra, að Doris, sem jafnan virtist svo hugsun- arlaus og flögrandi, skyldi velta slíkum hlutum sem þessum fyr- ir sér og geyma i hjarta sínu. Svona einkennilegar hugsanir. Auðvitað settar fram á grófan hátt, — en það var mikill sann- leikur fólginn i skoðununum? Var ekki, — þótt það sé dálit- ið svakalegt að segja það, ein- hver mótsögn í því fólgin að fólk skyldi sífellt sýta hina dauðu, sem farnir eru til betri heima — elns og syrgjendurnir segja sjálfir? Auðvitað 'er ekki gott að komast hjá sorginni — en ætti ekki að vera unnt að kom ast yfir hana, — ætti ekki að koma í hennar stað einhvers kon ar friður jafnvel gleði? Mamma og pabbi höfðu notið óvenjulegr ar hamingju, og það virtist ein- kennilegur máti að sýna þakk- læti að ganga um syrgjandi til æviloka. Harry kom þjótandi inn til að snæða morgunverð — seinn eins og jafnan fyrr, og ég hafði ekki tíma til að grufla lengur yfir þessu merkilega umhugsunar- efni. En vissulega voru þessar hugsanir óforskammaðar? _______ eða hvað? Gran talaði ekki við mig orð, hvorki yfir borðum né heldur, þegar ég fór til að laga um hana á eftir. Ég vlssi, að gamla konan var djúpt særð vegna þess kæruleysis, sem lienni fannst við hafa sýnt en ég var alltof niðursokkin í hugsan ir mínar til þess að skipta mér af því, livort henni líkaði betur eða verr. En það, sem mér þótti verra, var, að mamma var greinilega komin úr jafnvægi, —- og allar líkur á, að hún mundi ekki ná sér þennan dag- inn. Ég flýtti mér eins og ég gat við að ganga frá og taka til, gáði að eldinum og fór svo inn til mömmu. Hún stóð við glugg ann og starði yfir akrana í átt- ina til hússins hans Peters. Hún var ekki að gráta, og mér til mik illar undrunar sneri liún sér að mér og brosti, þegar ég kom inn. Peter var rétt að fara, sagði hún allt I einu. Ég sá hann taka út bilinn. Segðu honum að koma hingað í kvöld. Mig langar til að biðja hann fyrirgefningar á þvi, að ég skyldi eyðileggja allt fyrir honum í gærkvöldi. Elsku drengurinn. Ef þú flýtir þér, ætt ir þú að mæta honum á kross- götunum, og hann ekur þér upp eftir. Hvort, sem þið trúið því eða ekki, greip ég hatt minn og tösku og var komin hálfa leið út að hliði, áður en ég gerði mér ljóst, hválíkt fífl ég væri. Ég stóð við hliðið, og skyndilega fannst mér ég verða veik, er raunveru leikimi rann upp fyrir mér eins og kaldur morgun. Peter hafði farið frá mér og burt úr mínu lífi í gærkvöldi. Þetta var of fjarstæðukennt til þess að það • ylli mér sorgar _ og ég brosti með sjálfri mér. Ég gekk út um hliðið og beygði út á veginn, ef/ einhver heiman að fylgdist með ferðum mínum. Þegar ég kærhi að krossgötunum mundi ég mæta Peter og allt yrði eins og það hafði alltaf verið. Hvemig í ó- sköpunum ættum við að halda áfram svona heimskulegu rif- rildi. Peter og ég, sem höfðum þekkt og elskað hvort annað allt. af siðan við vorum litlir krakk- ar. Hvers vegna — hvort það er — hugsaði ég og herti á mér, — ég minntist þess,' þegar Peter kyssti mig fyrsta sinn, — ég: hef ekki verið eldri en níu ára þá, og ég hafði fengið skarlat- sótt. Þegar ég kom úr einangr- unni á spítalanum, var eins og ég hefði einhvern veginn vaxið frá fjölskyldunni, orðið þeim öllum ókunnug. Ég fékk slæmt' kvef og var þvi lengur á spital anum en annars stóð til og ég' man, að hjúkrunarkona, sem fylgdi mér heim var að gera að gamni sínu. Þau þekkja þig áreiðanlega ekki aftur, sagði hún — og ég, Stór sending af Hollenzkum vetrarkápum tekin fram a morgun. Bernhard Laxdal Kjörgarði. ■■■ L CRANNARNIR ,71 — Verður þú lika látinn pabbi? A ©P4B sitja eftir, ef þú kemur of seint ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. sept. 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.