Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 1
Gísli J. Ástþórsson. Gylfi Gröndal. Á MORGUW verSa ritstjóraskipti við AlliýSublam. Gísli J. Á'stþórsson lætur af störfum, en viS íekur Gylfi Gröndal. Gísli hefur stýrt AibýSublaðinu undanfarin fimm ár. Vann hann brautryðjendastarf í nútíma blaSa- mennsku og náiega tvöfaldaði upu- lag bladsins. Gyifi Gröndal er 27 ára gamall Reykvíkinpr, sem hefur áííur starf- a3 viS AíþýSubfaðið um árabil, en nú síðast verií ritstjóri vikublaSs- ins Fálkans um fjögurra ára skeiff. Daginn, sem tólf milna land- helgin tók gildj fyrir fimm árum kom Alþýðublaðið út í nýju xormi. , Myndir voru notaðar á nýjan hátt, , fyrirsagnir fengu nýtt líf, ramm- 'ar drógu augu lesandans til sín og blaðið talaði frá eigin brjósti á frfettasíðum elrki síður en í leið- ara. Þennan dag tók Gisli J. Ástþórs- son við ritstjórn blaðsins og hóf það sem síðar varð ný hreyfing í íslenzkri dagblaðamennsku. Á nokkrum vikum gerbreytti Gisli Alþýðublaðinu. Það var brosað að j sumum nýjungum hans, hneyksl- ! azt á öðrum og ráðizt á enn aðr- ar. En upplag blaðsins tók að aukast, hægt í fyrstu, síðan eins og skriða. Smám saman tóku hin blöðin upp hugmyndirnar, stóra letrið, fyrirsagnagerðina, ramm- I ana, opnuefnið og hinn snögga fréttastíl. Allt var þetta til i ein- hverri mynd áður, en Gísli not- aði það á nýjan hátt og hafði þannig veruleg áhrif, ekki aðeins á sitt eigið blað, heldur hin líka. íslenzku blöðin hafa undan- farna 2-3 áratugi breytzt úr litlum flokksmálgögnum i nútíma dag- blöð. Efnj þeirra hefur tekið breytingum og útlitið stakkaskipt- um. Með stórbættri prenttækni hafa þau, eins og blöð í öðrum löndum, mótazt æ meir af hraða Framhald á 5. síðu. SíIdveiðunum er ekki lokið ennjbd Reykjavík, 27. september. Síldin veiddist enn að nýju í gærkvöldi 45 til 50 mílur út af jNorðfjarðarliorni. Þar fengu níu skip samtals 8.100 mál síl'dar. Það er- allgott, því að aðeins munu 12 bátar væra ennþá á veiðum. í dag er engin veiði á miðunum fyrir austan, komin 6-7 vindstig og eng- ar veiðihorfur í nótt. Hins vegar virðist vera þarna unr allmiliið síld armagn að ræða í sjónum, og veðr- ið eitt hamla sfldveiðunum. Síldar leitirnar á Raufarhöfn og Seyðis- firði hættu störfum kl. 10 í gær- ! kvöldi. Hér fara á eftir bátarnir, sem fengu afla i gær og afli þeirra: Asbjörn 700 Arnfirðingur 700 Steingrímur trölli 1150 Guðrún Þorkelsdóttir 900 Hoffell 450 Vatt- arnes 800 Lómur 1600 Árni Magn- ússon 850 og Ólafur Magnússon 950. afþakkar heimbo frá Suður-Afríku GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDS-* SON utanríkisráðherra hefur af- hakkað boð ríkisstjórnar Suður- Afríku um að koma í heimsókn til að kynna sér ástand og aðstæð- ur þar í landi. Utanríkisráðherrum allra Norð- urlanda var gert sams konar boð og svöruðu þeir allir i gær með samhljóða synjun. í svari sínu segja hinir fimm, norrænu utanríkisráðherrar, að skoða verði boðið í ljósi þeirrar ábyrgðar, sem kynþáttadeilan í, Suðúr-Afríku hefur skapað. Þess vegna er það sameiginlegt álit ríkisstjórna Norðurlandanna, að utanríkisráðherrarnir ættu því aðeins að taka boðinu, ef heimsókn in væri líkleg til að greiða fyrir lausn vandamálsins í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnir Norðurlandanna líta hins vegar svo á, að heimsókn sem þessi væri því miður ekki tímabær eins og á stæði, og er þar átt við, •>ð málið sé nú til umræðu á alls- herjarþinginu. Utanríkisráðuneytið sendi í gær út fréttatilkynningu um mál þetta, og var samtímis skýrt frá því í Vifuðborgum hinna Iandanna. fs- 'and og Suður-Afríka hafa ekki 'eint stjórnmálasamband, en '“odilierra Suður-Afríku í Stokk- 'iélmi afhenti sendifulltrúa ís- 'mds þar í borg heimboðið. Af- >enti sendifulltrúinn hinum suð- ■r-afríkanska sendiherra svarið í 'ær. Ollenhauer mjög veikur Bonn, 27. september. (NTB-DPA). Formaður vestur-þýzka jafnað- armannaflokksins, Erich Olfen- hauer, hefur % verið fluttur á sjúkrahús í Bonn sökum hjarta- júkdóms, að því er skýrt var frá morgun. í tilkynningu frá skrifstofu 'lokksins segir, að Ollenhauer •erði á sjúkrahúsinu f margar 'ikur. Dauðaslys í Keflavík Dauðaslys varð í Kefl’avík í gær um kl. 16.12. Tíu ára gamall drengur féll þar aft- ur af vörubHspafli niður á steinsteypta stétt og fékk hann svo mikið höfuðhögg að hann beið bana. Vörubif reið mun hafa verið að aka óf stað, en slysið var ekki fulliþnnsakað í gæfrkvöldi, og því ekki hægt að segja nánar frá atvikum. Litli drengurinn var úr Keflvík. NÝ NEYÐARSENDITÆKI GÚMMÍBJÖRGUNARBÁTA SKIP ASKOÐUN ARST J ÓRI Hjálmar R. Bárðarson boðaði fréttamenn á sinn fund í gær. — Þar sýndi hann þeim tvö ný neyð- arsenditæki, sem ætluð eru til notkunar í gúmmíbáta. Tæki þessi eru lítil og mjög hentug til þessara nota og hefur nú Skipaskoðun ríkisins ákveðið að viðurkenna bæði þessi tæki. — Geta þau orðið stórt spor í örygg- isátt. Annað tækið er norskt og er eins konar radióviti, sem sendir frá sér sérstakan són á neyðar- bylgjunni, en sóninn má einnig miða í miðunarstöð. Tæki þetta mun kosta um eitt þúsund norsk- ar krónur í Noregi og mun ísland verða fyrsta ríkið utan Noregs sem viðurkennir tækið. Hitt tækið er skozkt og er tal- stöð, þannig, að bæði má tala í það og hlusta þess á milli, auk þess að unnt er að miða það með venjulegri miðunarstöð. Þetta virð ist mjög handhægt tæki og er ís- í land sennilega fyrsta landið, sem i veitir því viðurkenningu. Tæki þetta mun kosta 64 pund. Lang- drægni tækjanna er 40 til 60 sjó- mílur. Nánar mun verða sagt frá tækjum þessum í blaðinu siðar. Á myndinni sést Hjálmar með tækin sitt í hvorri hendi. íil lesendð Alþýðublaðsins UM mánaðamótin, þegat kennsla hefst að nýju í skólunum, verða miklar breytingar á starfsiiði því, scm annast dreifingu blafsins. — Börnin vita ekki ennþá á hvaða tíma þau verða í skólunma — og geta því ekki ráðið sig strax til að bera út blöðin. Þess vcgna má gera ráð fyrir, að nokknr röskun verði á sendingu blaðsins til kaup- enda næstu daga. Þetta eru áskrif- endur blaðsins beðnir að hafa í huga. Ilins vegar verður allt gert, sem unnt er, til að bæta úr þessu, svo fljótt sem kostur veröur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.