Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 15
^W^MMWIWWWIHHWIWWWWWIIWIItlWWW Spennandi framhaldssaga eftir Anne Lorraine wwwwwwMtwMwiiMKiwwmHimmmmiwmnmmwtw ífeköp.þessa kvölds aldrei að taka énda? Ef læknirinn sagði satt — sem engin ástæða var til að ef- ast um, — hafði Peter verið gerð ur hlutháfi í dag, — það, sem við höfðum svo oft látið okkur dreyma um! í kvöld hefðum við Peter því átt að vera að halda hátíð til að fagna frama hans og sameig7 inlegri hamingju okkar, í stað þess sajt ég hér við Iilið annars manns og starði á hnakkann á Peter, — með þá eina ósk í hjarta mér, að ég mætti deyja á stundinni. Aldrei höfðu þess- ar mílur til Lundúna virzt svona langar, aldrei hafði hnakkinn á Peter virzt svona stífur og sveigj anlegur. Jafnvel blái kjóllinn minn varð til að ergja mig. „Bara rauðtoppur gætu gengið í þess- um Iit“, sagði Peter svo oft við mig „þótt þú eangir þess auð- vitað ekki dulin að allir karl menn verða vitlausir í þér“ . .. — Kióllinn er fallegur, sagði læknirinn slcvndilega og snart blátt silkið. Ég hrökk í kút eins og hann hefði stungið mig með prjóni og ég sá að undrunarsvip ur kom á andlit hans. Ég vissi, að ég hagaði mér skammarlega, __ en hvað átti ég að gera? Eftir nokkurra m«nútna þögn fór hann að tala um Chantley ford og ferð sína þangað. Ég sá húsin sem ég sagði yð ur frá, og ég lie'f hevrt að þau séu til sölu. Ef ég gæti bara kom ið tilboði, — áður en þau verða auglýst. Vinur minn sýndi mér þau öll, hann vinnur hjá núver- andi eiganda þeirra og þau gætu ekki verið heppilegri til þess, sem ég heí'í huga, þótt þau væru sérstaklega byggð fyrir mig. Ég vildi gefa hægri höndina fyrir að komast yfir þau. Hann hló. Nú, eins og mamma sagði, þegar ég var strákur: Þörfin verður að vera húsbóndi þinn, sonur rrúnn. Ég reyndi að sýnast áhugasöm. Kannski keppnaðist mér betur en ég þorði að vona, því að hann lét móðan mása, sagöi mér frá bernsku sinni, sem gagnstætt þvi, sem ég hafði ímyndað mér, háfði verið ánægjurík. Einhvern veginn hafð'i mér alltaf fundizt, að hann liefði orðið að brjótast áfram, — en ég hafði augljós- lega vaðið í villu og svíma. Hann minntist á föður sinn, sem var efnaður bankamaður, og eitthvað í rödd hans vakti mér undrun- ar. — Það er undarlegt, að faðir yðar skildi ekki fara fram á, að þér tækjuð við stöðu hans sagði ég. 1 ■ — Hann gerði það, sagði hann stuttaralega. Við rifumst í fyrsta sinni vegna ákvörðunar minnar um að verða læknir. Þér eigið við, að þið hafið skilið að skiptum? Hann brosti til mín, en bros hans var ekki sérlega sannfærandi. — Því miður dó hann skömmu seinna, áður en hvorugur okkar gat lagzt svo lágt að stíga fyrsta skrefið til sátta. Líka áður en hann gat gert nokkuð ,til að breyta erfðaskránni sinni. Hve mikið hefði ég ekki getað gert með peningana, sem ég bjóst við að erfa. — En við skulum gleyma þessu. Við erum að skemmta okkur, vina mín, — eng ar daprar hugsanir í kvöld. Við komum til leikhússins og Peter fór út úr bílnum áður en við fengum ráðrúm til að átta okkur. Hann opnaði bílhurðina og bjóst til að hjálpa mér.út. Ég nefndi nafn hans, — ég þráði að feykja burtu einhverju af þess- ari hræðilegu misskilningsþoku, sem umkringdi okkur. Hann horfði á mig og við stönzuðum og störðum og störðum hvort á annað. Þá fann ég, að læknirinn lagði hönd sína á handlegg mér. — Komið þér, kæra mín, 'sagði hann blíðlega. Við erum að verða of sein. Þær komið eins og sam- ið var um, hr. Welton. Um hálf- tólf-leytið fyrir utan Cordenies. Peter hneigði höfuð sitt til sam þykkis. — En það er hræðilega seint, stundi ég ósjálfrátt. Leikhúsið verður löngu búið . . . Peter hneigði sig aftur og fór inn í bílinn. Læknirinn tók und ir handlegg mér og leiddi mig inn í leikhúsið. — Það er eins og verið sé að leiða yður að hög JB'.okknum, sagði hann stríðnislega, — en ekki til að horfa á ágætt leik- rit, Shirley. Má ég kalla þig það. . . . Segðu mér satt, — er eitt- hvað að . . . — Nei, það er allt í lagi með mig, takk fyrir. Ég reyndi eins og ég framast gat að einbeita mér að leikrit- inu. í lok fyrsta þáttar var leik ritið búið aö ná tökum á atliygli minni og ég gat hallað mér aftur á bak og notið leiksins. Læknir- inn sneri sér að mér, þegar ljós in voru kveikt og það var eins og honum létti. -— Ég skal ná í kaffisopa handa yður, sagði hann rólega. En guði sé lof, að þér lítið frísk legar út. Ég var farinn að halda, að ég væri með sjúkling hérna. — Ég kem strax . . . Ég sat kyrr á meðan hann var að ná í kaffið og horfði á fólk ið í kringum mig. Hvað var Pet er að gera núna? Var hann ein- hver staðar í Lundúnum eða hafði liann farið aftur til þorps ins? Var hann djúpt særður vegna þess, sem gerðist í kvöld? Ef ég hefði ekki komið með lækninum, ætli Peter hefði þá sagt mér frá þvi, að hann væri orðinn hluthafi? Hefði það ekki verið byrjun á nýjum þætti í lífi okkar? — Hérna, — hefurðu sofið, meðan ég var að ná í kaffið. Það var ásökun í rödd læknisins og ég leit upp. Hann kom með kaffi og brauð á bakka. Ég varð að múta dyraverðinum til að fá að færa þér þetta, svo að þú verð- ur að borða það allt saman. Ég sagði, að ég væri með sjúkling hérna, sem væri alveg að líða yfir. Það bræddi steinhjartað. Ég ákvað að hressa mig upp og sterkt kaffið styrkti mig mik- ið. Annar og þriðji þáttur voru reglulega skemmtilegir, svo að ég var orðin miklum mun hress- ari og hugdjarfari, þegar ég gekk með lækninum út úr leik- húsinu. Cordenies var lítið veitinga- hús skammt frá leikhúsinu og ég sá strax, að læknirinn hafði pantað sérstakt' borð. Við höfð um borð úti í horni, næstum fal ið á bak við pálmana og þar var milt grænt ljós frá flöskulampa á borðinu. Stór vöndur rauðra rósa var í vasa á miðju borðinu. Ég veit ekki hvers vegna, — en allt í einu langaði mig til að hlaupa burt frá öllu saman, burt frá þessum vinalega litla stað, þess um mildu ljósum og þessum rósum. Kannski gat hann sér til um hugsanir mínar, því að hann dró stólinn fram fyrir mig og hengdi skinnjakkann minn á stól bakið eins og til þess að innsigla mig þarna. Ég hef hlakkað til þessa dög- um saman, sagði hann, þegar hann var búinn að panta matinn og hallaði sér að því búnu aftur í stólnum, sem hann sat á. — Þú ert falleg í kvöid, Shirley, — veiztu það. Þetta er alveg ut- an dagskrár og ég ætlast ekki til þess, að sjúklingarnir mínir fái nánari skýrslu . . . Hann hallaði sér áfram, — holdgrannt andlit ið varð allt í einu áhyggjufullt og alvarlegt. — Hvað er að, Shirley. Þú hef ur ekki verið eins og þú átt að þér undanfarna daga. Finnst þér þú hafa of mikið að gera á Red- stones? Þú mátt ekki ofreyna þig. Hann brosti . . Við verðum að gera þetta oft,—■ núna, þeg ar við erum búin að brjóta ís- inn. — Við getum það ekki, sagði ég ósjálfrátt. — Hvað haldlð þér, að yfirhjúkrunarkonan mundi segja. — Nú jæja, svo það er það. — Það er það, endurtók ég lágt. Ó, nei, ég átti aöeins við það, að við megum ekki gera það að neinni venju, — það er allt og sumt, læknir. — Verður það aldrei, Colip, spurði hann. Þekkjumst við ekki nógu vel til þess? Hvað lengi liefurðu haft áhyggjur af þess- um kerlingabókum? Guð minn góður. Læturðu þér detta í hug, að ég gangi þess dulinn, sem ger ist á sjúkrahúsum? Heldurðu, að ég þekki ekki talið þar — eftir öll þau ár, sem ég hef unnið . . . Ef satt' skal segja talaði yfir- hjúkrunarkonan um þetta við mig í vikunni — mjög hæversk- lega auðvitað . . . Yfirhjúkrtinarkonan — sagði ég og það lá við að ég hrópaði . . Ó, Colin, nei . . . ég gerði mér naumast ljóst, að ég hafði nefnt hann með fornafni, en ég sá á- nægjuna í svip hans. Ó, þú ert að stríða mér, — er það ekki? Hvað sagði hún við þig? Hann hló vingjarnlega að skelf ingu minni. Ég held, að Colin Masters geti ekki verið óvingjarn legur við neinn. — Ó, þú veizt. Hún blaðraði um sjúkrahúsið í hálf tíma og útmálaði það, hve miklar áhyggj ur hún hefði af hiúkrunarkonun um og svo framvegis. Auðvitað hefur yfirhiúkrunarkonan mikla áhygð, sagði hún, og ég verð að gæta sóma þeirra eins og míns eigin . . . — Hvað sagðir þú? — Ég sagðist vera viss um, að hún þyrfti ekkert að ó'tast. sagði hann spotzkur á svip. Ég gat ekki gert að mér að hlæja. Svo hélt hún áfram og sagði, að ég gengi þess liklega ekki dulin\ að það hefði komizt upp kvittut’1 um að eitthvað samband væri á milli ákveðinnar starfsstúlku og ákveðins læknis ... auðvitáð nefni ég engin nöfn, læknir, sagði liún . . . Ég hló aftur, en ég var öll i uppnámi. Þetta vantaði nú bara upp á til þéss, að allt væri full- komið hugsaði ég með mér. Ef ég missti nú stöðuna ofan á allt annað, — þá væri úti um mig. Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Colin Masters tók í höndina á mér. Ilmur rauðu rós anna í heitum salnum — var næstum of mikill .... — Shirley, — erum við ekki góðir vinir? .... Ég kippti hendinni ósjálfrátt að mér. — Auðvitað, sagði ég glaðlega. En það, sem kemur mér mest á óvart, er hvílík áhrif þú hefur haft á mömmu. Það getur verið, að þú gerir þér það.ekki ljóst, — en hún er allt önnur mann- neskja eftir að þú fórst að venja komur þínar þarna heim . . . — En, hvað um dóttur henn- ar, spurði hann. Ég var dauð- hrædd og óskaði þess eins, að ég væri komin heim í faðm fjöl- skyldunnar. Ég vissi, að þetta var kjánalegt, — en ég gat ekki að mér gert. Hann fór að tala um leikritið og ég slappaði af, — hrósaði liappi með sjálfri mér, — því mér fannst öll liætta undir lok liðin. Klukkan hálf-ellefu hittum við Peter fyrir utan veitingahús- ið. Vínið og maturinn höfðu haft styrkjandi áhrif á mig, svo að nú gat ég mætt augnaráði þans hUgdjarfari en áður. Þegar öllu var á botninn hvolft, — hujjsaði ég með mér á leiðinni í gegnum Lundúnaborg, — hvað hafði ég svo sem gert af mér? Farið út með góðum vini, — hvað um það? Peter gat ekkert við því sagt, — og hvað kom honum það svo sem við núna eins og allt var í pottinn búið. Lundúnir voru að baki núna, inni í bílnúm var hljótt ög þegar ég lokaði augunum gat ég í- mvndað mér, að F 'er sæti við hlið mér, hann héldi utan um Heldurðu að þú getir núna komið og borðað pabbi? ALÞÝÐUBLAÐIÖ — 28. sept. 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.