Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 4
USTSKREYTING Sú ákvörðun, að fel'a tveim af ltunnustu listamönnum þjóð- arinnar að myndskreyta hina nýju veglegu kennaraskóla- byKgingu, virðist hafa mælzt mjog vel fyrir. Ekki aðeíns nemendur skólans og kennar- ar, •heldur allur almenningur virðist fagna því, að íistaverk séu tll augnayndis og menn- ingarauka á opinberum stöðum, og listamönnum er það kær- komið að fá verk að vinna, auk þess sem þeim hlýtur að vera það eðlilegt fagnaðar- efni að almenningur kynnist list þeirra. En það cr ekki nóg, að ein- Btök stfirbygging sé skreytt. Það ætti að vera regla, að eng- in opinber bygg’ng sé reis* án þess að liún sé skreytt lista- verkum. Ríki, bæjar- og sveit- arfélög, bankar og ýmsir aðrir opinberir aðil'ar reisa margs konar byggingar, smáar og stórar stundum hver aðili um sig, stundum fleiri cn cinn i sameiningu. Ríki og bæjar- og sveitarfélög byggja t. d. í sam- éjn ngu skóla og sjúkrahús, auk þess sem ríkið eitt byggir ýmsa skóla, bankar reisa stór- hýsi, félagsheimiij og íþróíta- mannvirki eru byggð með styrk frá ríkinu og þannig mætti lengi tel’ja. Það ætti að verða regla, að engin opinber bygging sé byggð án þess að varið sé til iistskreytingar hennar upp- hæð, sem nemi ákveðnum hundraðshluta af byggingar- kostnaði hennar að öðru leyti, t. d. 2%. Með þessu móti væri mörgum góðum markmiðum náð. Byggingarnar yrðu fegurri en ella. Listsmekkur þjóðarinn- ar væri efldur með því að auka kynni almennTngs af góðum listave^kum. Og hagur lista- manna yrði stórbættur, því að þeir fengju verk að vinna, en væru ekki háðir óvissum sölu- möguleikum á markaði. Mætti búast við, að fleiri legðu fyrir sig myndlist en nú á sér stáð, ef afkomuhorfur bötnuðu svo mjög, sem verða mundi, ef slík listskreytTng opinberra bygginga yrði föst regla. Segja má, að ríkið geti tekið sííkar ákvarðanir várðandi sín- ar eigin byggingar, án þess að til nokkurrar lagasetningar komi. Bæjar- og sveitarfélö^, bankar og aðrir opinbej;ir að- ilar, sem reisa byggingar einir, gætu og að sjálfsögðu tekið hliðstæðar ákvarðanir. En þar sem um sameiginlegar fram- kvæmdir er afð ræða, svo sem t. d. á sér stað að því er snertir byggingar skólahúsa og sjúkra- húsa, virðist óhjákvæmilegt. að settar séu íagareglur um mól- ið. í menntamálaráðuneytinu var fyrir nokkrum árum samið frumvarp þar sem g'V~t var ráð fyrir því, að varið skyldi 2% bygg'ngarkostnVðar til listskreytingar þeirra bygginga, sem ríkið reisir eitt eða styrkir með einum eða öðrum hætti. Var gert ráð fyrir því, að aðili sá, sem stendur fyrir bygging- unni, ráði listskreytingunni, en menntamálaráðuneytiö skuli þó ávallt samþykkja hana. Ekki náðjst nægtl'eg samstaða um flufning þessa frumvarps á sínum tíma, en málið er áfram í athugun. Líklega væri einnig eðlitoet að skylda opinber^r stofnanir, svo sem banka, til hins sama. Ég tel, að ekkert væri nú líklcgra til eflingar íslenzkri myndlist en slík Iagasetning. öæmi eru til um sl'ikt annars staðar, og er reynslan góð. AIL- ur almenningur hefur kunnnð vel að meta slíka listskreytingu opinberra bygginga, og mynd- listinni hefur þetta reynzt mikil íyftistöng. Til þess kemur von- andi fyrr en varfr, að Iög verði sett um þetta efni hér á landi. Þéttleiki jarðvegs mældur úr lofti í BANDARÍKJUNUM hefur ver- ið fundin upp aðferð til að gera flugmönnum kleift að ganga úr skugga um, hvort jarðvegur á ein- hverjum ákveðnum stað sé nægi- lega harður til þess að hægt sé að nauðlenda þar. Það er skoðun sérfræðinga, að um heim allan séu þúsundir staða, þar sem jarðvegur er nægilega harður til þess áð fullhlaðnar þot- ur geti nauðlent þar, ef þess ger- ist þörf. Gallinn er bara sá, að margir ' af þessum stöðum hafa aldrei verið mældir og merktir á kort, af því, að of T:ost:n-'3a'-->mt‘ er að gera út sveit manna til að framkvæma mælingar og athug- anir á þéttleika jarðvegsins. Þessi nýja aðferð, sem fundin hefur verið upp af vfsindamönnum yið New York háskóla, er fólgin í notkun smárra eldflaugamæla, sem vega 450 grömm og kallast ,,pe- nestrometer”, en þeim er skotið til jarðar frá flugvélinni. Sérstakt tæki í eldflauginni mælir, hve fljótt hún stöðvast í jarðveginum, og af því má ráða hörku hans. Ef mótstaðan sýnir, að jarðvegs- hamarinn er yfir vissu marki, — kviknar .innrauð pera í enda eld- ílaugarinnar. Flugmaðurinn flýgur í líring til að taka innrauða mynd eða flugmaður, sem flýgur rétt ó eftir, getur tekið hana. Með því að athuga sllkar myndir, geta sér- fróðir menn gert nákvæmar áætl- anir um burðarþol jarðvegs á hin um ýmsu stöðum. Nokkrir slíkir „hörkumælar”, sem útbúnir eru eins og eldflaug- ar, komast fyrir undir væng flug- vélar. Þeim er oft komið fyrir í sérstökum hylkjum eða væng- broddsgeymum, sem breytt hefur verið. í þeim tilgangi. Hverjum mæli er skotið á fyrirfram ákveðn- um tíma, svo að bilið milli skota sé jafnt, og er því hægt að mæla nægilega stórt svæði, sem hæfilegt er til neyðarflugvallar, í einni yf- irferð. ^ Hörkumælunum er skotið niður og aftur á við, til þess að upphaf- inn sé hraðí f’-igvélarinnar, sem þeim er skotið úr, svo að lá- réttur hraði mælisins miðað við jörðu verði enginn. Er það nauð- synlegt, til þess að mælarnir geti gefið réttar upplýsingar um hörku eða þéttleika jarðvegsins, þar sem þeir koma niður. Með notkun slíkra hörkumæla er hægt að útiloka svæði, sem koma ekki til greina til nauðlendingar, mjög fljótlega, svo að sveitir mæl- inganna geta þá einbeitt sér við svæði, þar sem skilyrði eru hent- ugri. Norrænt leikarajjíng UM ÞESSAR mund'r stend- nr yfir norrænt leikaraþing í Kaupmannaliöfn. Þingið stend- nr yfir í þrjá daga nánar tiltekið 26-28 þ. m. Tveir fulltrúar mæta á þinginu fyrir höud íslenzku deildarinnar í þessum samtökum, og eru það þeir Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri og Jón Sigurbjörnsson formaður Félags íslenzkra leikara Eitt þeirra vandamála, sem nú orðið' snertir all-margt fólk í landlnu er það að hjón geta ekki tilhejfrt sama t.rúfiokki vegna sannfæringar sinnar. Þetta vandamál á sér stað um allan heim. Nú er því í raun- inni svo háttað, að það er til- tölulega auðvelt að færa sig milli safnaða eða trúfélaga, þeg- ar bæði eru mótmæíendur, svo sem þegar iútherskt fóik geng- nr yfir í meþódista söfnuð og öfugt. Erfiðari er aðstaðan, þeg- ar annað hjónanna er Iútherskt og hitt kaþólskt e'ða hvítasunnu fólk. svo að ég nefni dæmi. Vestan hafs kynntist ég heim- ilum, þar sem hjónin voru sitt í hvorum söfnuði, og gátu þau verið merkitega vel sammála. um a'ð rækja báðar kirkjurnar og ala börnin sín upp í virðing.i fyrir hvorumtveggja. í raun og veru er'þetta sama vandamáVið og það, sem á sér stað, þegar hjónin eru hvort af sinni stefnu í trúmálum, enda þótt bæði séu í sama trúarfélagi. Vinur m'nn, sem fyrir mörg- um árum var við nám í Noregi, sagði mér frá siíku dæmi. Hann dvaldi um ske'ð á heimili norskra hjóna, sem hæði voru mjög vel menntuð. Maðurinn var kennari í náttúruvísindum, en í trúmálum tilheyroi han'i heittrúarstefnu og réttrúnaði. Frúin var aftur á móti guð- spek'ngur. Iljónabandið var niesta fyrirmynd. Iljónin báru virðingu hvort fyrir öðru, og tóku mjög mikið till'it hvort til annars, einn'g í trúarefnum. Alltaf var verið að hafa sniá- samkomur á heimilinu. Stund- um komu hinir heittrúuðu vin- jr húsbóndans, frá heimatrú- boð'nu. Þeir liöfðu sínar bæna- samkomur og hiblíniestra. Frú- in veittu þeim af rausn, og þcir urðu eklii síðifr vinir hesn- ar en húsbóndans í önnur skipti komu piiðsn»Vu'rarnilV skoð- anabræður húsmóðnrinnar, höfðu sínar námsiðkanir.á heim- ilinu, og ræddu fræði sín. Hinn rétttrúaði heimilisfaðir tók þeim opnum örmum, sat til borðs með þeim og lét ekki á sér finna, að lionum þætti neitt athugavert við guðfræði þeirra eða trú. Þetta er dæmi um það frjáls- lyndi og gagnkvæma virðingu fyrir trú og skoðun, sem hvar- vetna mætti vera til fyrirmynd- ar. Ég þekki .gamla konu, yest- an hafs, sem jafnan sótti lút- herskar messur með móðiir sinn; og únitariskar með föBur sínum, og síðar á ævinni fannst henni kirkjusókn í hinar tvær kirkjur verða eins og fastir drættir í mynd heim’lisins. Sjálf gerði hún upp við sig síð- ar. hvaða stefnu hún skyldi fvlgrja. en telur, að hún hafi haft betra af að sæk.ja tvær kVkiur en enga. Kahólska kirkiau «erir kröfu til þess, að hjón, sem gift eru af kaþói'skum presti, feli kaþólsku kirkjunui uppeldi barna sinna. Viljj t.d. lúthersk kona giftast kaþólskum manni, er hún skyld- uð til að undirrita skuldbind- ingu þess efnis, að hún sendi börn sín í kaþólsku kirkjuna, en ekki hina lúthersku. Víða um heim veldur þetta mikfuw sársauka. Hefi ég orðið þess var að lútherskar konur halda, að hjónabandið sé ógilt, ef ekki sé orðið við þessari kröfu. Slíkt er hreinn misskilningur. Kaþ ólska kirkjan ræður engu um það, hvað löglegt hjónaband og hvað ekki. Hún hefir ekki einu sinni neitt lagalegt vald til að fyrirskipa sínum eigin meðlimum, að þeir skuli giftir af kaþólskum presti, nema að því leyt, sem þeir gangast sjálfir undir vald hennar. Lút- hersk kona þarf því ekki að sæta neinum afarkostum af hendi kaþólsku kirkjunnar, fremur en maður hennar er skyldaður til' að innræta barn- inu lú^’ielska trúarkenrtnTU. Frá sjónarmiði hinnar lúthersku kirkju er þetta eitt þeirra- vandamála, sem foreldrarnir verða með guðs hjálp að reyna að leysa, þegar þar að kemur Kaþolskur maður sagði einn sinn; við mig: Ég myndi aldrei gangast undir þessi skilyrði, ef ég væri mótmælandatrúar. Einhvern veginn hefir það komizt inn hjá mér að hér á Íslandí sé fólk. fúsara til að skrifla um trúfélag en í flestum löndum öðrum. Ég hugsa, að á- stæðurnar séu tvennskonar. „Það er sama, hvaða merki er á tómri flösku,“ • sagði prestur nokkur einu sinni um konu, sem alltaf var að rjúka úr einum söfnuði í annan. Þeir, sem sjálfir eru innantómir í trúar- legu tilliti, geta vel farið úr einni kirkjudeild í aðra, án þess að finna miklð fyrir því. — Það er eins og að hafa fata- skipti. — Ilin ástæðan til þess, að íslendingum virðist létt um að fara úr einni kirkjudeild • aðra, er sú að þeir, sem alizt hafa upp í þjóðkirkju íslands, hafa fremur lítið verið fræddir um veruleg ágreiningsatriði trúflokkanna, en aftur á móti hefir íslenzka kirkjan lagt mikla áherzlu á einingu krist- inna manna. Þctta hafa sumir misskilið þannig, að það sé þá Framh. á 12 síðu Lesendur blaðsins, sem vilja leita ráða um persónuleg vanda- máf, er bent á að skrifa til blaðsins, eða beint til séra Jak- obs Jónssonar, Engililíð 9. 4 28. sept 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.