Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 9
 mmm ...........'iti'i i n ii ■ ■ 111 »i > tn'mni t fjallar um; r ar stúlku, sem vinnur á skrifstofú verksmiðjunnar, — en sjálfur elsk- ar hann unga og fagra stúlku, sem hann þekkir ekki en hefur aðeins séð daglega koma til og frá neðan- jarðarlestinni. Hún er af allt ann- arri og æðri stétt en hann og því jafn ósigrandi og hún er fögur. — Hann sér loks aðeins eina leið.... hann verður að drepa hana! Fyrst drepur hann þó aðra — stúlkuna, sem elskar hann. Þýzka ástin er einna veikasti hlekkurinn í, þessari keðju; — þótt ást unga blaðaljósmyndarans og símastúlkunnar sé saklaus og létti skapið eftir alvöruna í Japan. Marcel Ophiils stjórnar myníiinni, sem sýnir fyrst heimkomu frétta- ljósmyndarans frá Singapore, en um kvöldið liggur leiðin til París- ar. Á þessum eina degi á hann að gera að nokkru leyti út um örlög sín, því að hann sér son sinn fyrsta sinni og stúlkuna, sem hann ætti siðferðislega að giftast, — en spurningin er, hvort hann gerir það. Allt bendir þó til þess, að ; hann látl tilleiðast, þótt freisting- í arnar séu margvíslegar í Singa-. pore, París og alls staðar þar á milli. Loks er mýnd, sem sonur Ros- selinis, Renzo, stjórnar, — en þeim kafla. Mætti ef til vill af því marka, að liann hafi ekki verið sérlega eftirminnilegur, — og það, sem kann að styðja þá skoðun er að þessi kafli hefur verið klipptur úr kvikmyndinni, sem nú er sýnd í Danmörku — að því er fréttir þaðan herma. ÍA LÍFSKJÖR- JG Á 17 ÁRUM vinnuhagræðingu og betri nýtingu á vinnuaflinu. Fólksflutningar úr sveitum í bæi eru auðveldaðir af auknum atvinnumöguleikum. Ástandið er þannig að landbúnaðurinn Iiefur erfiðari aðstæður en aðrir atvinnu- vegir en sam nú miklu betri en áður. Það hefur það í för með sér, að ungmenni úr sveitum hafa feng ið betri menntun til vinnu í bæjum en áður. Áður fengu þeir aðeins lökustu vinnuna en nú er það breytt. Með áframhaldandi flutn ingum munu þeir verða ein af upp- sprettum aukinnar velmegunar. Einnig er hægt að auka velmegun- ina með betri menntun æskunnar. Helmingurinn af æskunni fer í at vinulífið án nokkurrar verkmennt- unar. Væru menningarmöguleik- arnir auknir myndi það hafa mikil i/ áhrif á framleiðslugetuna. Bílarnir seljast allir jafnóðum segja innflytjendurnir Á tveim stöðum í bænum, skammt frá Nauthólsvik og við Kleppsveg hefur í sumar staðið mikill fjöldi af nýjum bílum. | Þarna hafa staðið bílar af mörg- ! um tegundum og oft hvarflar það sjálfsagt að mönnum að þetta séu alltaf sömu bílarnir, sem ekki , ganga út. Um þessar mundir faia svo fram árgangaskipti hjá flest- um bifreiðaframleiðendum og eng- inn sem ætlar að fá sér nýjan bil vill kaupa árgerð 1963 þegar 1064 er komin á markaðinn. Væri það tilfellið, að margir ættu mikið 'af óseldum bílum, nú þegar skiptin fara fram myndi það skapa míkið vandamál fyrir viðkomandi aðila. En hvað sem bílagreiðunum líður þá hefur bílainnflutningur landsmánna aldrei verið meiri en nú og samkeppnin milli hinna ein- stöku bifreiðaverzlana mikil. Það virðist vera samróma álit þeirra, sem um þessi mál fjalla að mark- aðurinn sé nú mettaður eins og það er kallað. En innflutningur mun að sjálfsögðu halda áfram bæði vegna eðlilegrar endurnýj- unar og svo vegna vaxandi vel- megunar. Við hringdum í nokkur bifreiða- umboð til þess að fá að vita hjá þeim hver innflutningurinn hefði verið undanfarið og eins hvort nokkurra stórbreytinga væri að vænta á hinum ýmsu bílagerðuvn. Fordumboðin Sveinn Egilsson og Kr. Kristjánsson tjáðu okkur að tala innfluttra bíla hjá þeim á árinu væri um 900. Mest er flutt inn af Taunus. Þar var skipt um árgerð í ágúst, en ekki var um neinar breytingar að ræða, en þeir hafa þann sið, að þurfi einhverjar breytingar að gera, þá eru þær gerðar jafnóðum, hvort sem oyrj- að er nýtt framleiðsluár eða ekki. Ekki verða heldur neinar breyting ar á þeim ensku Fordbílum, sem þegar eru á markaðinum, en vænt anlegar eru áður en langt um iíður nýjar gerðir. Bandaríska gerðin er væntanleg innan skamms. Sa'a á amerískum bílum er eins og annars staðar, að mestu bu’.icíin við leigubílstjóra. Fordumboðin sögðust ekki ciga fleiri bíla liggjandi en eðlilc-gt væri og væru þeir allir árgerð 1964 Biðreiðadeild Sambandsins kvað eftirspurn það mikla að þeir hefðu ekki undan að afgreiða. Ekki er um neinar bfcytingar að ræða hjá Opel nú um árganga- skiptin. Enskir bílar munu breyt- ast lítið og er aðallega um útlits- breytingar að ræða. í þessari viku er væntanleg ný gerð af Vauxhall sem nefnist Viva. Bandaríska gerð in af Chevrolet mun breytast eitt- hvað og þar kemur einnig á mark- aðinn ný tegund, Cervelle, sem er af milli.stærð. Þeir kváðusfc eiga bíla í geymslu á áðurnefndum stöðum, en það væru aðeins bíl- ar, sem stæðu þar við smátíma á meðan verið væri að tollafgreiða þá og ganga frá nauðsynlegum formsatriðum, en oftast væru þerr seldir áður en þeir kæmu til lands- Ileildvcrzlunin Hekla seldi 973 Volkswagen af árgerð 1963 og er þegar búin að selja um 140 bíla af 1964-gerðinni. Þar er skipt um árgerð í lok ágúst. En verksmiðj- an er lokuð hluta í ágúst og þegar hún opnar aftur er byrjað á nýrri árgerð. Ekki hafa orðið miklar breytingar á Volkswagen nú. Eina breytingin er, að nú hefur verið tekin upp ný gerð af áklæðum á sætin. Eru þau þannig, að þau ÞESSAR myndir voru báðar teknar nú í vikunni sem leið. Samkvæmt upplýsingum bif- reiðainnflytjenda er hér næst- um eingöngu um selda bíla að ræða. Sumir innflytjendur flytja meira að segja ekki inn nema fyrirfr. selda bíla. Virðist því óþarft að hafa áhyggjur af því að við sitjum uppi með einhver ósköp af ó- seldum og jafnvel úreltum bíl um, eins og þó hefur verið minnzt á í bföðum. verða ekki fyrir eins miklum hita- breytingum og áður og þurfa menn nú ekki lengur að kvíða því að setjast í köld sæti á veturna Þeir lcváðust alltaf eiga bíla í geymslu en það væru bara þeir bílar sem væru nýkomnir og oft ast seldir áður en þeir korfia til landsins. Volvo-umboðið, Gunnar Ás- geirsson h.f. hefur selt hátt á þriðja hundrað bíla frá síðustu áramótum. Þeir eru byrjaðir að selja árgerð 64, en ekki er um neinar breytingar ag ræða frá fyrra módeli, nema litabreyting- ar. Þeir kváðust eiga nokkra bíla fyrirliggjandi af 64 modelinu, en 63 modelið hefði allt selzt upp. Bergur Lárusson, sem hefur um- boð fyrir Simca, sagðist hafa selt um 300 bíla sl. ár. Þar er einnig búið að skipta um árgerð, en breyt ingað ciru ekki teljandi. Hann kvaðst’ bráðlega ætla að hefja Framh. á 12. síðu ALÞYÐUBLAÐIÐ — 28. sept. 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.